!DOCTYPE HTML PUBLIC "-//IETF//DTD HTML//EN">
Hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur

 
hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur
 

 
Ég er undarlegur en ágætur náungi fæddur nítjánhundruð sjötíu og fimm, er búsettur á Suðureyri og er með mikin áhuga á leiklist. Ég vinn hjá Hafró og stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
 
 
   
 
   
 
   
 

 
Við Birna fórum í vinnuferð á Patró og Tálknafjörð í gær. Lögðum af stað klukkan sex og vorum komin aftur heim um hálf níu. Í Arnarfirði sáum við það sem sumir túristar mundi drepa fyrir. Við Hrafnseyri sáum við hrefnu (annað sinn sem við Birna sjáum hrefnu á þessum stað og þriðja sinn sem ég sé hrefnu á þessu svæði. Þegar við komum í Dynjandisvog sáum við svo arnapar. Sumir túristar ferðast um allt landið, bæði á landi og sjó að leita eftir svona sjón án árangurs. Víð sáum þetta þá 20 mínútum.

~ unnar, 08:38  | 

 
Fyrir síðustu sveitastjórnar kosningar sendi framboð sjálfstæðiflokks út pésa í öll hús á Suðureyri með loforðum um það sem ætti að gera á kjörtímabilinu.

Ég ætla að stikla á stóru um það sem skrifað var í þessum pappírs pésa.

1. Léleg hús í eigu bæjarins seld eða fjarlægð.

2. Laga götur og gera upp græn svæði og sérstaklega gámasvæðið.

3. Ganga frá tjarnarsvæði og setja þar upp tjaldstæði

4. Styrkja Leikfélagið Hallvarð súganda betur til þeirra verka sem það stendur fyrir en gert hefur verið

5. Styrkja bændur til kaupa á mjólkurkvóta.

Öll þessi loforð má sjá í fullri lengd hér

Nú ætla ég að fara lauslega yfir þetta lið fyrir lið.

1. Veit ekki betur en Ísafjarðarbæ sé eigandi þessa hús er það búið að vera í niðurníðslu lengi og mikil skömm af því og skammast ég mín mikið fyrir að þurfa að horfa uppá þetta á degi hverjum. Vinsamlegast leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér með eignarhaldið.

2. Ég veit ekki til þess að nokkuð hafi verið gert til þess að vinna í grænum svæðum og gámasvæði sem er sérstaklega tekið fram að ætti að laga hefur ekki verið hreyft við. Þurfa bæði íbúar á Suðureyri og gestir að horfa uppá yfirfulla ruslagáma í drullusvaði þegar komið er inn og út úr bænum. Þess má geta að gámasvæði er einmitt líka á dagskrá sjálfstæðisflokks að þessu sinni. Svo það er þess virði að hugsa málið aðeins, það tók fjögur ár síðast.

3. Tjarnarsvæðið hefur verið látið í friði. Ekki hefur verið löguð hin fallega hleðsla sem var þar áður né tekið rusl sem safnast ofan í tjörnina þegar götur Suðureyrar er mokaðar og snjórinn látin vaða ofaní tjörnina eða komist í hana eftir öðrum leiðum (þess má geta að Leikfélagið Hallvarður súgandi tók síðast til í tjörninni og fór með tvær fullar kerrur af rusli í burtu á áðurnefnt gámasvæði, en síðan eru liðin nokkur ár.)

4. Nú kemur það sem ég hef mesta þekkingu á. Leikfélagið Hallvarður súgandi var með lægsta styrk sem hægt var að finna frá sveitarfélagi á Íslandi samkvæmt könnun sem framkvæmd var 1. mars til 27. apríl 2004 fyrir Bandalag íslenskra leikfélaga. Styrkur þessi var 100.000.- en leikfélagið borgaði einnig leigu fyrir aðstöðu í félagsheimili sem er í eigu bæjarins að upphæðinni 70.000.- til rekstaraðila. Eftir stóðu 30.000.- Hitti formaður félagsins formann menningarmálanefndar á förnum vegi og spurðist fyrir um hvort nefndin styrkti samtök vegna húsaleigu, sagði formaður svo ekki vera.
Rétt eftir kosningar sótti leikfélagið eftir auglýsingu í leikskrá eins og hafði verið undanfarin ár, fengust þau svör að "nóg væri gert af því að ausa peningum í þetta félag"
Fyrir úthlutun styrkja árið 2005 skrifuðu tveir af þrem (ekki náðist í þann þriðja þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir) formenn áhugaleikfélagana í menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar bréf þar sem óskað var eftir að styrkir væru hækkaðir til félagana og yrðu í takt við það sem önnur sveitafélög styrkja og eins verði félögunum gert jafn hátt undir höfði og ekki fengi eitt félag 50% - 100% hærri styrk vegna sambærilegra verkefna. Með bréfinu fylgdi áðurnefnd könnun. Í svari menningarmálanefndar var sýnt fram á hver sameignlegur styrkur til félagana væri og sagt frá hverjir aðrir væru að fá styrki. Svo ósk félaganna var ekki svarað. Þess má geta að sameinleg styrk upphæð tveggja félaga sem hafa sótt styrki undanfarin ár hefur verið nálægt því sem önnur leikfélög eru að fá í styrk hvert um sig, óháð hvað önnur leikfélög í sömu sveitarfélögum eru að fá, hvað þá önnur menningarstarfsemi.

5. Þetta mál veit ég ekkert um, en ég efa stórlega að unnið hafi verið í þessu.

Ég komst ekki á fund hjá XD í dag á Suðureyri þar sem ég var að vinna svo ég ætla að senda frambjóðendum XD þetta sem er hér að ofan og spyrja þá út í þessi mál, ef ég fæ svör birti ég þau hér. Ef ekki segi ég frá því hér líka.

~ unnar, 00:17  | 


 
"Menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar hefur úthlutað styrkjum sínum fyrir árið 2006 og voru 14 styrkir veittir að þessu sinni en 21 umsókn um styrkveitingu barst. Ein umsókn bíður enn afgreiðslu. Menningarmiðstöðin Edinborg, Kómedíuleikhúsið, Myndlistarfélagið Ísafirði, Tónlistarfélag Ísafjarðar og Leikfélagið Hallvarður Súgandi fengu 150.000 krónur hvert. Gospelkór Vestfjarða, Karlakórinn Ernir, Pétur Tryggvi Hjálmarsson, Sólrisuhátíð MÍ og Sunnukórinn fengu 100.000 krónur hvert. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra og Þröstur Jóhannesson fengu 50.000 krónur hvort, og Rótahátíð og Ferðaþjónustan Kirkjubóli í Bjarnadal fengu 20.000 krónur hvort. Afgreiðslu umsóknar vegna tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið hefur verið frestað þar til upplýsingar um hvort Ísafjarðarbær komi á einhvern annan hátt að atburðinum liggja fyrir." frétt á bb.is

Ég spyr hversvegna er Ísafjarðarbær að styrkja ríkið? Ég veit ekki betur en að bæði Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra og Sólrisuhátíð MÍ sé með einum eða öðrum hætti á fjárlögum.

~ unnar, 22:02  | 

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.


gamla bloggið
 
 
 
hafðu samband

msn
póstur
 
 
 
á könnunni

þessum lið hefur verið lokað um stundarsakir vegna fjölda áskoranna
 
 
   

Home  |  Archives