!DOCTYPE HTML PUBLIC "-//IETF//DTD HTML//EN">
Hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur

 
hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur
 

 
Ég er undarlegur en ágætur náungi fæddur nítjánhundruð sjötíu og fimm, er búsettur á Suðureyri og er með mikin áhuga á leiklist. Ég vinn hjá Hafró og stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
 
 
   
 
   
 
   
 



 
ég sá link á b2.is áðan. þar sem stóð orðrétt "Já löggan heldur okkur öruggum. Næst bjarga þeir okkur undan sykurmolum." og linkurinn var í frétt sem fjallaði um að lögreglan hafi gert hassmola upptækan í bíl. sko... burtséð hverjar skoðanir umsjónamanna b2.is eru á neyslu kannabisefna þá er það ólöglegt og á meðan það er ólöglegt á að bregðast við því á eðlilegan hátt. ef b2.is gaurarnir ætlast til þess að lögreglan segi bara "ja þetta er svo lítið, einn hassmoli þetta er allt í lagi. fariði bara" hvar ætti þá að draga mörkin? "já já, bara eitt kíló af kókaíni, þetta er svo lítið. fariði bara." ef svoleiðis dæmi kæmi upp mætti allveg eiga von á því að b2.is komi með link sem textin mundi hljóma svona "Já löggan heldur okkur öruggum. Næst bjarga þeir okkur undan kartöflumjöli."

~ unnar, 10:43  | 


 
"klukkan er á slaginu tíu mínútur yfir tíu" heyrði ég sagt í útvarpinu um dagin. ég veit ekki hvort ég er með svona asnalega klukku, en mín slær ekki nema á heima tímanu. reyndar slær klukkan mín bara ekkert en þær sem ég hef heyrt slá gera það á heila tímanum. ég hef veirð í sambandi við stúdentaráðið til þess að reyna að fá okkar "ástkæra" flugfélag til að koma upp samning vegna fjarnema svo þeir fái afslátt á flugfari því við fjarnemar þurfum jú að fara annsi oft í skólan til fyrirlestra og í annað sullummall. Það hefur hinsvegar komið upp að okkar "elskulega" flugfélag vill ekki semja við stúdentaráðið. ég þarf því áfram að greiða allt að hundrað þúsundum í flugfar hvern vetur.

~ unnar, 12:22  | 

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.


gamla bloggið
 
 
 
hafðu samband

msn
póstur
 
 
 
á könnunni

þessum lið hefur verið lokað um stundarsakir vegna fjölda áskoranna
 
 
   

Home  |  Archives