fyrir ekki svo löngu var hægt að kaupa eitthvað sem kallaðist negrakossar, einnig voru sungnir negrasálmar. nú í dag kaupir maður kossa og syngur á gospell. þá á ég við að aðrir syngi gospell, ekki ég. annars var ég að velta fyrir mér hversvegna jólasveinarnir gefa krökkunum nammi, þegar ég var ungur fékk maður appelsínur og epli, hversvegna ætli þetta sé?
~ unnar,
15:51 |
ég fór inn í búð í dag, sem er svosem ekki frásögufærandi. en í þetta sinn hitti ég uppáhalds sölumanninn minn sjá þessa
þessa og
þessa færlsu. í þetta sinn var ég að leita að plastkassa með loki. þið kannist væntanlega við svona kassa, mjög hentugir undir allskonar drasl og lokið spennt ofaná. ég spurði um svona kassa, þess má geta að ég hafi fengið svona kassa áður á þessum stað. í þetta sinn hinsvegar bauð uppáhalds sölumaðurinn minn mér kælibox.
~ unnar,
01:32 |
það hefur komið í ljós að google auglýsingarnar virka ekki á íslensku, því miður, þessvegna er ég búinn að henda þeim út.
~ unnar,
01:33 |
ég hef verið pínulítið að þvælast á
barnaland.is undanfarið og verið að kíkja lítillega á síðurnar þar. ég hafð ekki gert það áður en ég átti von á litla krílinu. hinsvegar hef ég skoðað stundum síðurnar sem byrtast á forsíðu. ég hef rekist þar á nokkar síður sem mér þykir allveg óviðeigandi á barnalandi. það eru tildæmis síða sem einhver var að selja glervörur sem hún hafi verið að búa til og ekki einu orði minnst á börn. hin síðan er minningarsíða um látin mann. það er til hellingur til af síðuformi sem hægt er að gera svona á til dæmis allar bloggsíðurnar. hversvega er verið að velja barnalad undir þetta?
~ unnar,
12:59 |
ég var að setja inn einhvern google auglýsinga banner ég á víst að fá eitthvað borgað fyrir það. ætla að prófa, í versta falli hendi ég honum bara út.
~ unnar,
01:58 |
það er mjög spes að kaupa ís úr ísbíl í nóvember í svarta myrkri grenjandi rigningu og hálku.
~ unnar,
00:13 |
auðvitað varð ég að taka heimskulegt próf.
Your Brain is 40.00% Female, 60.00% Male |
You have a total boy brain
Logical and detailed, you tend to look at the facts
And while your emotions do sway you sometimes...
You never like to get feelings too involved |
~ unnar,
23:42 |
klukkið. það var allt bilað þegar ég reyndi að pósta þessu.
1. Hvað er klukkan? 15:33
2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu ? Unnar Þór Reynisson
3. Hvað ertu kölluð/kallaður? Unnar
4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmæliskökunni þinni. ? Bauð uppá mat á 30 ára afmælinu mínu, engar kökur
5. Gæludýr? 2 kettir; Garpur og Gimli
6. Hár? það sem eftir er er svart
7. Göt? fékk mér gat í eyrað þegar ég var unglingur.
8. Fæðingarstaður? Ísafjörður
9. Hvar býrðu? Suðureyri
10. Uppáhaldsmatur? nautasteik... slef...
11. Einhvern tíma elskað einhvern svo mikið að það fékk þig til að gráta? já
12. Gulrót eða beikonbitar? bæði bara :)
13. Uppáhalds vikudagur? laugardagur
14. Uppáhalds veitingastaður? tja... hvað skal segja?
15. Uppáhalds blóm? mér þykja dalíur allveg spes, hvort það sé í uppáhaldi veit ég ekki
16. Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegast að horfa á? horfi ekki á íþróttir.
17. Uppáhalds drykkur? sítrónutoppur
18. Disney eða Warner brothers? Warner brothers
19. Ford eða Chevy? toyota
20. Uppáhalds skyndibitastaðurinn ? mc donalds
21. Hvernig er teppið í svefnherberginu á litinn? parket
22. Hver var síðastur til að senda þér tölvupóst? einhver sem var að reyna að seglja mér víagra
23. Í hvaða búð mundir þú vilja botna heimildina á kreditkortinu? bt
24. Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist? spila fáránlega tölvuleiki
25. Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér? keyrir þú þá á milli?
26. Hvenær ferðu að sofa? of seint.
27. Hver verður fyrstur til að svara þér þessu? ehhh...
28. Hver af þeim sem þú biður um að svara þessu er líklegastur til að svara ekki? tja...
29. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Lost, Strgate Atlantis og simpsons
30. Með hverjum fórstu síðast út að borða? fólki úr bekknum mínum
32. Hvað varstu lengi að klára að svara þessu? 15:43 = 10 mín.
nenni ekki að skora á neinn, enda er ég letingi
~ unnar,
22:21 |
ég hef víst ekki sagt frá því, ég verð pabbi í janúar
~ unnar,
22:20 |
eins og flestir hafa tekið eftir hef ég ekki bloggað lengi. ástæða þess er tvíþætt. annarsvegar að ég er bloggletingi eins og elsa sagði á blogginu sínu, hinsvegar hef ég verið að fá villu þegar ég reyni að pósta.
~ unnar,
21:55 |