!DOCTYPE HTML PUBLIC "-//IETF//DTD HTML//EN">
Hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur

 
hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur
 

 
Ég er undarlegur en ágætur náungi fæddur nítjánhundruð sjötíu og fimm, er búsettur á Suðureyri og er með mikin áhuga á leiklist. Ég vinn hjá Hafró og stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
 
 
   
 
   
 
   
 

 
ég las þetta á bb.is í dag og ég er bara nokkuð samála bjössa þarna. ég hef lent í því að þurfa að fljúga til keflavíkur, í stað reykjavíkur vegna þoku í reykjavík. ferlið frá því að ég kom inn á flugstöðina á ísafirði og var kominn með farangurinn minn út á reykjavíkurflugvelli tók í það heila fjóra og hálfan tíma. þess má geta að akstur milli ísafjarðar og reykjavíkur tekur fimm tíma og kostar jafvel aðeins minni pening en að fljúga, ég hef að minnsta kosti þurft ansi oft að borga nær ellefuþúsund í flugkostnað aðra leiðina. ég þarf að ferðast fjandi mikið vegna námsins míns og flugið er tekið aðalega til að spara tíma. ef flugvöllurinn verðu annarstaðar en í reykjavík, þá leggst innanlandsflug af á íslandi. takk fyrir mig.

~ unnar, 22:06  | 

 
ég kom heim af sjónum í gær. búinn að vera að rannsaka rækju. en í gær setti ég í uppþvottavélina, sem er ekki frásögufærandi nema þegar ég var að setja gljáan í vélina fann ég þessa rosalega menthol lykt og hugsaði... humm á þessi lykt að vera af þessu? svo fór ég að skoðaði brúsan þá var þetta salernishreinsir... úbbs.

~ unnar, 10:58  | 


 
síðan var ég að borða kanínu í gær

~ unnar, 13:27  | 

 
hann haukur vinur minn kom í heimsókn til mín núna um helgina. við fórum meðal annars saman að veiða. á laugardag fórum við saman i önundarfjörð, við veiddum ekkert þar, en hinsvegar sáum við heljarinnar náttúruhamfarir, allavega sáum við heljarinnar klett falla í heilulagi niður, ég mundi halda að að breiddin á skiðunni hafi verið tólf metrar, og ég get ekki allveg sagt um hver hæðin á henni var, en það var komu miklar drunur og stærðarinnar rykský. við fengum að vísu engan fisk þarna. svo við færðum okkur yfir í skutulsfjörð og ákváðum að reyna þar. þegar við komum þangað var farið að skjóta upp flugeldum einhverstaðar, ekki svo langt frá. og sáum við alla fugla, hross og sauðfé taka á rás. maður getur því rétt ímyndað sér hvernig fiskarnir hefðu brugðist við. þannig að við fengum ekki fisk. á sunnudeginum fórum við svo inn í ísafjarðardjúp og fórum að veiða þar í fjallavatni fengum fjóra silunga, einn sem var sennilega eitt og hálft, tvo sem voru tvö og svo einn sem var tvo og hálft pund.

~ unnar, 13:07  | 


 
sósan: tómatmauk úr skápnum, smá tómatsósusletta, bönns af hvítlauk, chillípipar, oragano, salvía, svartur pipar, furhnetur og sólblómafræ. sendi konuni sms og bað hana að kaupa svartar ólífur í, þar sem hún var á bílnum, svartar ólífur hefðu fullkomnað þessa lasagna sósu mína. rétt eftir að ég sendi smsið kom hún heim ólífu laus því hún hafði ekki verið með síman á sér eins og oft áður. ég ákvað þá að sleppa ólífunum. restin: ég steiki hakkið, set það í eldfast mót, sósuna góðu yfir og ætla að ná í lasagna plötur... úbbs, engar plötur. ég verð víst að fara og kaupa svoleiðs, best að kíkja í ískápinn og sjá hvort ég sé lens á grænmeti líka. úbbs ekkert til. fer og ætla að kaupa það sem vantar. innkaupalistinn í huganum: svartar ólífur, kotasæla, laukur, rauð papríka, lasagnaplötur, rifinn ostur, sveppir og kók. ég stekk út og ætla að kaupa þetta. innkaupin: ólífur ekki til, kotasæla ekki til, laukur aldraður og linur, rauð papríka ekki til, lasagnaplötur ekki til en til svona just add water pakki, rifinn ostur til, sveppir ekki til og kók til. það sem var til af grænmeti var einhvað kál, rófur og svo græn papríka sem ég var enganvegin í stuði fyrir, sér í lagi ekki rófurnar. ég fer með ost, kók og lasagna just add water pakkan bíð, borga og fer heim. ég elda þetta síðan og ég verð að segja að þetta var bara allveg ágætt þó svo að þetta hafi ekki verið með neinu grænmeti.

~ unnar, 01:03  | 


 
það er eitt af því slæma við að eiga ketti er það þegar þeir koma heim með lifandi bráð og maður þarf að sinna því. það var tildæmis komið með einn fugl áðan og það var ekki skemmtilegt.

~ unnar, 20:41  | 

 
ég var að komast að því fyrir nokkru að það er hægt að syngja textan við modern love við singing in the rain. það er að vísu ekki gagnkvæmt. en ég hringdi auðvitað í elvar atla og söng þetta fyrir hann.

~ unnar, 08:35  | 


 
já svo var ég ekki búinn að segja frá því að á heimleiðinni þá kíktum við í skötufjörð og hittum iðunni, ægi og litlu skottuna þeirra, fengum þar messar líka fínu pönnsur.

~ unnar, 08:33  | 

 
ég held að það séu bara engin takmörk fyrir því hvað mér finnst freyju auglýsingarnar leiðinlegar. svo er mér kalt.

~ unnar, 08:32  | 


 
þess má geta að á heimeliðinni tók bíll framúr okkur, og við vorum ekkert að fara keyra hægt um gleðinardyr á þeim tímapunkti, en þessi bíll þaut framhjá á ógnarhraða og gufaði hreinlega upp. þá segir konan það er einmitt fínt að hafa svona héra; hann verður þá bara tekinn en ekki við. eftir nokkra stund keyrum við frammá bílinn þar sem hann hafði verið stöðvaður af lögreglunni. ekki löngu seinna tók þessi sami bíll framúr okkur og var hann ekki á minni ferð en áður og hann greinlega gufaði upp, þegar við komum í næsta fjörð þá sáum við ekkert af bílnum hvorki okkarmeginn í fyrðinum né hinumegin, svo annaðhvort hefur hann farið annsi hratt yfir, ekið útaf eða verið brottnuminn af geimverum.

~ unnar, 19:13  | 

 
jæja ég fór á innipúkan með hauki vini mínum um helgina og það var voða gaman. ég sá ekki alla dagskrána en svona rjóman af henni. ég verð að segja að það voru svolítil vondbrigði að vonbrigði hafi ekki komið, en þeir voru á dagskráni en létu ekki sjá sig. ampop þótti mér bara nokkuð góð, reyndar vantaði jón geir æskuvin minn, hvar hann var veit ég ekki, og vandi er um slíkt að spá. jonathan richman var ágætur, eins langt og það náði, mjög gaman að sjá kallinn. dr. gunni og félagar stóðu fyllilega undir væntingum tóku meðal annars lagið aleinn í bíó sem var með bless og á meltingarplötunni ef ég man rétt. lake trout fannst mér frekar leiðinleg og lögin voru mjög lík hvort öðru. ég er ekki allveg viss um hvað stóð svo uppúr, hvort það var apparat eða trabant. síðan kíkti ég á hana geimveiru vinkonu mína sen var einmitt að syngja á öldurhúsi í nágrenninu.

~ unnar, 15:12  | 

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.


gamla bloggið
 
 
 
hafðu samband

msn
póstur
 
 
 
á könnunni

þessum lið hefur verið lokað um stundarsakir vegna fjölda áskoranna
 
 
   

Home  |  Archives