!DOCTYPE HTML PUBLIC "-//IETF//DTD HTML//EN">
Hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur

 
hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur
 

 
Ég er undarlegur en ágætur náungi fæddur nítjánhundruð sjötíu og fimm, er búsettur á Suðureyri og er með mikin áhuga á leiklist. Ég vinn hjá Hafró og stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
 
 
   
 
   
 
   
 

 
ég ætla að skella mér suður um v-helgina og ætla að fara á innipúkan þar er þónokkuð af tónlist sem gaman er að heyra og sjá. svo er geimveiran með gigg líka, spurning hvort maður kíki ekki bara á hana og sjá og heyra hvað hún er að gera. annars er ég að horfa út um gluggan á rannskóknastofunni og sé húsbíl, sem er ekki frásögufærandi, nema að því leiti að á bílnum er risastrór mynd af íslenskum fjárhundi og bíllinn er með einkanúmerið "lappi" en það er svosem ekkert merkilegt. annars vil ég minna fólk á að taka afrit af færslunum sínum áður en það póstar, ég er búinn að missa þrjár færslur undanfarna dag og það sökkar

~ unnar, 11:13  | 

 
fer að koma tími á að breyta um últlit og taka til á síðunni? hvað finnst ykkur? ætti ég kannski að taka uppá því að skrifa stóra stafi í upphafi setninga? ætti ég að setja greinaskil í stað þess að skrifa allt í einum graut? ætti ég að...

~ unnar, 11:10  | 


 
fyrir stuttu fékk ég ruslpóst frá kjöt.is og var ekkert sérstaklega ánægður þar sem ég skráði mig ekki á listan þeirra og var þegar búnn að skrá mig af honum einusinni. ég sendi þeim því frekar harðort bréf þar sem ég sagði frá hversu óánægður ég væri með þetta. en eitt var frekar skondið við þetta allt saman. það var talað um að ég nautakjöt væri eitt vinsælasta grillkjötið og þeir mældu með að ákveðnar afurðiðr væru grillaðar, þar að meðal var nautahakk. ég hreinlega sé það ekki fyrir mér grillað. ef einhver hér kann að grilla nautahakk þá má hann endilega segja mér hvernig hann fer að.

~ unnar, 15:25  | 


 
núna í hádeginu var íþróttafélagið ívar að bjóða til sölu grillað hrefnukjöt. ég fékk mér auðvitað bita og ég get ekki sagt annað en þetta hafi verið meiriháttar gott.

~ unnar, 12:40  | 

 
ég prófaði einhverja heimskulega myndgreiningu á netinu í gær þar átti að meta allan anskotan. þar kom í ljós að ég er meðalmaður á öllum sviðum (hvernig svosem hægt er að sjá það af mynd. en allavega þá greindist ég líka sem nítíuprósent suðaustur asíu gaur og tíuprósent kínverji. þvílíkt rugl. þannig að ég ætti að vera frá philipseyjum eða því svæði. það kemur mér samt ekkert á óvart að ég væri flokkaður sem maður frá asíu því ég hef einmitt verið spurður að því hvort ég sé með arabíu blóð í æðum mínum. annars er eitt sem ég var að pæla. makk dónalds var að auglísa í útvarpinu áðan "nýjan klassískan hamborgara". hvernig getur einhvað nýtt verið klassískt? minn skilningur á orðinu klasskískt er að einhvað sé sígilt, tímalaust og hefur verið til lengi og verði um ókomná tíð. þannig að það má segja að að segja að einhvað sé nýtt og klassískt sé þversögn.

~ unnar, 11:14  | 


 
er ekki best að byrja aftur? en allvegana þá hef ég heft annsi mikið að gera undanfarið. ég var að vinna mína venjulegu vinnu, auk þess sem ég var að vinna fyrir leikfélagið hallvarð og tókst sýningin bara nokkuð vel og fékk bar nokkuð góða krítík. nú fer svo að styttast í að skólinn fari að byrja aftur svo að það er nóg að gera hjá mér.

~ unnar, 08:44  | 

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.


gamla bloggið
 
 
 
hafðu samband

msn
póstur
 
 
 
á könnunni

þessum lið hefur verið lokað um stundarsakir vegna fjölda áskoranna
 
 
   

Home  |  Archives