ég er núna staddur á bíldudal og ætla að fara að reyna að blása lífi í rækjustofninn. eða að eiga þátt í því. annars fór ég aftur í búðina sem mér voru boðnar brettabuxur á dögunum og var að skoða skirtur á sem voru á útsölu, var búinn að sjá eina sem mig langaði í, en hafði ekki tíma til þess að tékka á stærðinni þá´. hún var svo seld þegar ég kom aftur. ég fór þá að skoða aðrar skirtu og fann eina sem mér leist á en hún var m og ég l maður. brettabuxnagaurinn kom þá og spurði mig hvort hann gæti aðstoðað ég sagði þá að ég væri að skoða skirturnar en hafi ekki fundið það sem mig langaði í og þakkaði fyrir. þá segir hann "hérna eru flottar skirtur" og bendir á köflóttar vinnuskirtur. ég segist ekki vera að leita að vinnuskirtu, þá segir hann "jú jú" ég svara neitandi þakka fyrir og fer.
~ unnar,
23:45 |