æj, æj. ég er í öðrum sokknum á röngunni.
~ unnar,
11:53 |
fyrir jólin fór ég inn í búð sem selur allt mögulegt. allaveg þá var ég að kaupa mér buxur. konan var að reyna að fá mig til þess að kaupa bláar gallabuxur sem voru svona aflitaðar að hluta, en ég hélt nú ekki. afgreiðslumaður í búðinni heyrði þegar við vorum að tala um þessa hluti. ég kaupi buxurnar sem ég vild og við förum og borgum. ég sé að það eru barnaföt á útsölu og segi við konuna "vorum við búin að kaupa allar jólagjafirnar fyrir krakkana? hún segir "já" og við vorum á leið út þá reynir afgreiðslumaðurinn mjög snögglega að hætta að vera afgreiðslumaður og verða sölumaður. og segir "má bjóða ykkur brettabuxur sem líta út eins og gallabuxur?" við sögðum "ehh... nei takk." þá sagði hann "en hjól? tilbúið fyrir veturinn með nagladekkjum og allt" við sem vorum búin að opna hurðina til að fara út segjum "ehh... nei takk fyrir" mjög undarlegt hvernig hann gerði þetta. maður hefur nú séð ýmsa sölumenn að verki og sumir reyna mjög snilldarlega að selja, en ekki þegar viðskiptavinurinn er búinn að borga og er að fara. fyrir utan það auðvitað að hann var búinn að heyra á tali okkar að mig langaði ekki í gallabuxur og mjög ólíklegt að ég mundi vilja buxur sem litu út fyrir að vera gallabuxur en væri í raun brettabuxur, og er ég ekki beint maður sem lít út fyrir að vera brettagaur. og hjólið... hmm... annars hef ég unnið í verslun, ég leit á mig sem sölumann þar en ekki afgreiðslumann, en það er önnur saga sem ekki verður sögð hér og nú
~ unnar,
22:32 |
samkvæmt ransókn í bandaríkjum öfgana hefur komið í ljóst að í dag var leiðinlegasti dagur ársins. semsagt tuttugasti og fjórði janúar er opinberlega leiðinlegasti dagur ársins. minn dagur var samt ekki mikið verri en margir aðrir, ég hef að minnstakosti lifað marga leiðinlegri daga. en í dag er allt á floti, ár renna niður göturnar, það er ís yfir öllu og hífandi rok. ég var allveg að sjá fyrir mér að ég fengi mér gamlan sundlaugabúmmíbát og viskastikki á priki sem hægt væri að nota sem segl, á þesu gæti skotist á mettíma í vinnuna. allavega hluta leiðarinnar. spurningin er bara hvernig ég kæmist heim aftur. en ég var rétt í þessu að koma heim eftir að hafa verið að festa hlífina inn í hjólaskálini á bílnum mínum sem var orðin laus. vegna þess að
sumar keyrðu á risavaxin köggul sem var á veginum. ég festi hana bara upp með tyrkjahandjárnum(spenniböndum)
~ unnar,
21:01 |
ég er að reyna að einbeita mér að því að læra, en það gengur voðalega illa. annars var ég að horfa á hulk áðan, ég verð að segja þaða að þetta er ein leiðinlegasta/lélegasta mynd sem ég hef séð.
~ unnar,
23:58 |
ég er að velta því fyrir mér hvort
lín veiti mann vísvitandi rangar upplýsingar, hvort allir lendi í þessu eða hvort hreinlega ég sé að lenda í þessu aftur og aftur af einskærri tilviljun.
~ unnar,
11:47 |
annars er ég búinn að fá allar einkanir fyrir haustmisseri og er bara mjög sáttur; átta, átta og átta fimm. sem gefur mér sirka átta komma tvo í meðaleinkun.... ekkert yfir því að kvarta
~ unnar,
10:11 |
nú er maður byrjaður á skólanum af fullum krafti. ég er semsagt að þvælast í reykjavík. annars er veðrið fyrir vestan búið að vera frekar leiðinlegt og ég komst ekki til vinnu í tvo heila dag. ég nýtti þann tíma rosalega vel. ég svaf.
~ unnar,
10:08 |
fyrsta húsfluga ársins er fundin. hefur hún tekið sér bústað í einbýlishúsi á suðureyri við súgandafjörð og telur hún vistina þar góða.
~ unnar,
23:18 |