nú er ég staddur á bíldudal, var á sjó í dag, en verð svo í landi næstu daga. svosem ekki mikið meira um það að segja.
~ unnar,
00:04 |
þannig er að íslenska þjóðin tapaði ekki bara í júróvissjón heldur líka í formanskjöri samfylkingarinnar. annars hef ég verið að velta fyrir mér hver það sé sem commentar hérna undir nafninu fýlustrumpur, mér er þetta hulin ráðgáta.
~ unnar,
15:16 |
eins og væri ekki nóg að vera allur útsaumaður eins og bútasaums teppi þá er ég kominn með kvef líka. ég er stríflaður og með hrikalega hálsbólgu, en þá er bara að drekka meira viskí og borða meira af rauðum ópal, sem reyndar er eitt besta vopn gegn kvefi sem ég þekki.
~ unnar,
09:25 |
mér þykir svolítið leiðinlegt hvernig vefurinn
b2.is hefur þróast. það er oftar en ekki sömu linkarnir aftur og aftur með mismunandi, eða sama texta. síðan er komið sérstaklega mikið af klám linkum. suma dagana er jafnvel meira af klám linkum en öllum hinum samanlögðum.
~ unnar,
09:59 |
ég lenti í því í gær að það fór að blæða svolítið úr skurðunum á maganum á mér. ég var að gera við tölvu og skyndilega var tölvan öll í blóði. ég gat svosem ekki mikið gert, reyndi að búa svona lauslega um þetta, en saumurinn og umbúðirnar ættu svosem að duga.
~ unnar,
08:13 |
ég var að koma úr aðgerð núna rétt áðan, er allur götóttur. var að láta taka af mér lipoma. er pínulítið aumur. það voru tekin af mér fimm lipo
~ unnar,
10:44 |
nú ver verið að auglýsa kvikmyndina
dagbók svartrar sturlaðrar konu, mér finnst þetta ljóma akkúrat eins og mynd sem ég væri ekki til í að sjá. annar finnst mér þessi flokkun hjá okkur mönnunum vera góð. það ætti ekki að gera upp á milli sturlaðra og ósturlaðra, þannig að myndin ætti að heita
dagbók svartrar konu eftir á að hyggja ættum við ekki að flokka fólk eftir litarhætti svo myndin ætti að heita
dagbók konu. ef við pælum frekar í þessu ættum við ekki að mismuna fólki eftir kyni, svo kannski ætti myndin bara að heita
dagbók
~ unnar,
14:51 |
halló? er einhver þarna úti? eins og glöggir áhangendur mínir hafa tekið eftir þá hef ég vanrækt þessa síðu all svakalega. en ég hef hugsað mér að bæta ráð mitt. ástæða þess að ég hef ekki skrifað neitt eru einfaldlega sú að ég hef haft svo mikið að gera að ég hef bara ekki haft tíma til að skirfa neitt. ég hef vaft svo mikið að gera í skólanum. ég var að skila síðasta verkefninu í gær, og það var skýrsla fyrir vettvangsverkefnið mitt. vettvagsverkefnið mitt var það að ég stóð fyrir því að reistur var landsins stærsti snjókarl. hann var ekkert sérstaklega fagur, en stór var hann. annars var eitt sem ég var að spá í, hvað heitir það sem hrossagaukurinn gerir þegar hann lætur syngja í vængjunum?
~ unnar,
10:20 |