nei nafna, ég er ekki hættur, var reyndar að spá í að hætta, það er önnur saga. ég hef verið upptekinn í skólanum, prófum og stöffi og svo tóku við framkvæmdir og síðan jólin. það er hellingur búinn að vera að gera hjá mér og skyrgámi, ég nenni samt ekki að fara að rekja þetta allt svona aftur í tíman. annars er verið að kjósa mann ársins núna bæði á
bb.is og á
rás tvö ég kaus kristinn h. gunnarsson í báðum tilvikum. hversvegna? jú hann talar og hugsar lýðræðislega og hlustar á fólkið í kringum sig og kemur lýðræðislegum skoðunum a´framfæri þrátt fyrir vilja flokks síns um að drepa lýðræðið niður. annars eru hörmulegir atburðir búnir að eiga sér stað í asíu og maður er hálf dofin vegna þessara atburða, þetta minnir mann á svipuð slys sem urðu hér á landi fyrir skömmu og tóku sennilega svipaða prósentu af fólki miðað við fólksfjölda, kannski er asnalegt að bera þetta saman en ég geri það samt. í fréttunum í dag var talað um að þetta væri mesta manntjón sem orðið hafði á friðartímum. ég segi bara, hvaða friðartímum? eru friðartímar? sem dæmi held ég að fólk í sri lanka finni ekki fyrir því þar sem tamílar halda hluta landsins og þjóðarinnar í gíslingu. þó svona hörmulegir hlutir hafa gerst þá meigum við ekki hætta við að halda uppá áramótin, því við verðum að gleðjast til þess að sálin þynnist ekki.
~ unnar,
14:08 |