ég var að horfa á myndina
death to smoochy áðan, nokkuð góð bara. hún segir frá átökum í sjónvarpsþáttum fyrir börn og þeim harða heimi sem býr þar að baki. nú fer maður að hugsa sig um hvað varð um pál vilhjálmsson og köttin kela. svona þegar ég hugsa betur um það hef ég ekki séð rannveigu og krumma mjög lengi.
~ unnar,
02:47 |
svo er ég kominn með adsl og búinn að fara mig yfir til simnet. vil ég benda á að gamla netfangið mitt er virkt um sinn, en það nýa er unnrey (hjá) simnet .is (þetta er sett svona inn til að koma í veg fyrir að netfanga leitarvél ruslpóstsendanda hirði þetta nýja netfang mitt. á gamla netfangið fékk ég milli fimm og tíu bréf á dag sem voru auglýsingar um viagra, typpalenginaplástra, lán til heimilisins, frábær viðskiptatækifærir í nígeríu og margskonar hugbúnaður á kosta kjörum.)
~ unnar,
08:52 |
ekki er svosem mikið búið að vera að gerast hjá manni undanfarið, ekki sem sagt verður hér allvega, ég hef bara verið að læra á fullu, búinn með eitt próf. þórólfur árnason sagði víst af sér þann níunda nóvember. ég held að þetta hafi verið ill nauðsin hjá honum. ég tel reyndar að það sé ekki gott að missa hann, en hann getur vissulega komið sterkur inn í pólítíkina síðar. reyndar þegar fréttatíminn var auglýstur klukkan átján þann níunda ellefta stóð mér ekki á sama. ég vissi auðvitað ekki hvað til stóð, það fyrsta sem upp í hugan kom voru hrikalegir atburðir sem gerðust þann níunda ellefta fyrir nokkru, að vísu var það samkvæmt amerísku tímatali þar sem mánuðurinn er á undan. mér tókst að snúa mig illa á ökla um síðustu helgi. ég var að hlaupa niður tröppurnar heima og missteig mig. nýlega var líka leynivinaleikur hérna í vinnuni. ekki má skilja það svoleiðiss að við hjalti starfsmenn hafró á ísafirði höfum bara verið tveir í leiknum (hefði ekki verið mikið mál að finna út hver leynivinurinn var), nei nei það voru allir hérna á í húsinu sem tóku þátt. ég fékk fullt af góðum og skemmtilegum gjöfum sem glöddu sál mína. ég gaf líka helling af gjöfum sem ég vona að hafi náð sama tilgangi.
~ unnar,
08:38 |
ég keypti nokkra fiska í reykjavík til að setja í fiskabúrið okkar hérna í vinnunni. það voru þrír puntius titteya (cherry barb)og ein ancitrus dolichopterur (ryksuga). það vildi ekki betur til en svo að þegar ég sleppti ancitrus dolixhopterur í búrið varð hann fyrir líkamsárás af humrunum sem eru í búrinu og varð staðgóð og næringarrík máltíð. ég var annars í prófi í stjórnun. skilaði í nótt. en ekki vildi betur til en svo að ég fékk það í hausinn aftur. póstþjónninn vildi mig víst ekki. kemur í ljós hvernig það fer.
~ unnar,
08:58 |