ég fór í gær og hitti þá braga og gumma á kaffi kúltúr og við spjölluðum saman í soldin tíma. nú um kvöldið fór ég svo og hitti hauk og við kíktum á pöbbana en á röltinu hitti ég gumma aftur ég ákvað reyndar að fara snemma heim því ég var auðvitað að fara í skólan nú í morgunsárið. ég vaknað svo eldhress í morgun; klæddi mig, tannbustaði mig, prentaði út eitt blað, gekk frá tölvuni minni og gerði mig tilbúinn að fara. ég leit þá á klukkuna og sá að hún var hálf sjö. ég blótaði því að rafhlaðan væri tóm og þar að leiðandi vitlaus. ég leit þá á símann minn og klukkan þar var líka vitlaus. hmm... ég komst að því að það var ég sem var vitlaus en ekki klukkan og lagði mig aftur
~ unnar,
08:54 |
svo var ég andvaka í nótt. er nokkuð meira sem gæti verið að ?
~ unnar,
13:11 |
svo held ég þurfi að fá mér gleraugu
~ unnar,
13:08 |
ég þarf að hnerra og ég er með útbort í andlitinu
~ unnar,
13:06 |
ferlega er ég svektur með nýja headphoninn minn... ég er hel aumur í eyranu eftir hann. ég borgaði samt ekki mikið fyrir hann, en samt. maður á ekki að vera aumur og sár eftir svona lagað samt. annars er bara hellingur að gera. þrjú verkefni í gangi í skólanum eitt næstum búið, eitt að klárast og búð að leggja drög að því þriðja. nóg að gera á þessum bænum.
~ unnar,
09:01 |
ég rakst á
þessa síðu fyrir tilviljun og varð fíkill... passið ykkur. ég held samt að það endi með því að ég veðri bannaður þarna.
~ unnar,
23:15 |
ég er enn í vandræðum með gestabókina mína og þessa linka sem í henni lenda. ég er nú búinn að gera smá breytingar á þessu og vona að það dugi til. svo er ég kominn í land í bili.
~ unnar,
11:56 |
mikið svakalega er ég orðinn þreyttur á þessum leiðangri sem ég er í þessa dagana. ég hlakka ekkert smá til þegar honum er lokið og það fer að styttast í það. þetta klárast nefnilega á þriðjudaginn.
~ unnar,
22:29 |
meðan ég man í gestabókinni minni hefur eitthver sniðugur komið fyrir linkum í klámsíður sem opnast sjálfkrafa. lausnin við þessu að að banna "img" og "script"
~ unnar,
23:22 |
nú er ég ekki búinn að skrifa lengi. en þannig er að ég er búinn að vera rosalega uppteikinn í skólanum og svo hef ég verið á sjó líka. staðan er semsagt sú að ég er þessa dagana í rækjurannsóknum í ísafjarðardjúpi og þar áður í arnarfirði. en á undan því var ég í staðarlotu í skólanum þannig að það hefur verið annsi mikið að gera. ég ætla að hlaupa svona lauslega yfir þetta sem búið er að gerast. ég fór í ferð með skólanum mínum á gufuskála á snæfellsnesi. þar vorum við að stúdera útivist og notkun hennar í starfi með unglingum. það sem ég gerði tildæmis var að síga í gegnum rör, ég er haldinn lofthræðslu og er með innilokunnarkennd þannig að þetta var svolítið strembin upplifun. þegar ég kom heim var í heima í einn dag og fór svo á sjóinn. fyrst í arnarfirði og var þar í um það bil fjóra sólarhringa. þegar við kláruðum arnarfjörð og héldum til ísafjarðar var haugabræla og rosaleg vont í stjóinn. við láum inni í tvo daga að bíða betra veðurs og á meðan var ég á fullu að læra. mér tókst að fá slettu af margilittu í augað um daginn og það var skelfilegt, það var svipað og þegar ég fékk chilli í augað einusinni. ég var að bera aloe vera í kringum augað á mér allt kvöldið. daginn eftir tókst mér síðan að reka höfuðið uppundir og fékk netta kúlu á höfuðið. satt að segja var það nokkuð óþægilegt. þann tíma sem ég er búinn að vera í landi hef ég verið að læra auk þess að nota tíma á milli toga.
~ unnar,
22:41 |