!DOCTYPE HTML PUBLIC "-//IETF//DTD HTML//EN">
Hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur

 
hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur
 

 
Ég er undarlegur en ágætur náungi fæddur nítjánhundruð sjötíu og fimm, er búsettur á Suðureyri og er með mikin áhuga á leiklist. Ég vinn hjá Hafró og stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
 
 
   
 
   
 
   
 

 
ég sagði víst ekki frá því í dag, en ég misti aðeins fótfestuna í klifrinu í dag og rak mjöðmina mjög harkalega í. ég er orðinn alveg hel aumur og hálf kvíður fyrir að fara að ganga á morgun. ég kannski fæ mér íbúfen bæði áður en ég fer að sofa og í morgunsárið. sennilega er ég kominn með nettan marblett.

~ unnar, 23:27  | 

 
jæja. nú í dag fórum við í skólanum í klufurhúsið. við vorum nefnulega að stúdera jaðaríþróttir. ég lofthræddi maðurinn komst bara upp. reyndar bara auðveldasta vegginn en það er sama. lappirnar á mér titruðu samt eins og... tja mér dettur svosem ekkert í hug. síðan förum við í útilegu á morgun og förum á gufuskála á snæfellsnesi. annars sægði önnur litla frænka við stóru systur sína "hann unnar svo er skrítinn, hann er með gat á hárinu". fliss..

~ unnar, 13:50  | 


 
nú er ég búinn að vera að vinna tvær ritgerðir núna undanfarna daga og allt verið brjálað að gera varðandi þær. fyrir utan það að ég og burki erum búnir að vera að setja hurðir í húsið mitt. ekki eins og það hafi ekki veirð hurðir fyrir heldur var verið að skipta, hurðirnar sem voru fyrir voru orðnar ljótar, leiðinlegar og lélegar. en nú er ég kominn suður til reykjavíkur og er að fara í skólan. í gærkvöldi komst ég að þeirri leiðinda staðreynd að það lak í tölvuherberginu mínu. enda er búin að vera klikkuð rigning undanfarna daga.

~ unnar, 14:12  | 


 
"það er alltaf gott að fá smá leka" var sagt hér um árið. og ég get ekki verið meira sammála. hinsvegar á það ekki við í dag. þannig er að það er farið að leka hérna hjá mér í vinnuni. það drýpur hér með glugganum allt í skralli. vona bara að úr rætist.

~ unnar, 16:55  | 


 
ég fór og tók kræklingasýni í súgandafirði núna í vikunni. ég þurfti að taka það norðanmegin og við miðjan fjörð. ég ók inn í selárdal og framhjá bústöðunum og niður slóðan sem var að gömlu bústöðunum og fékk nóg í sýnið og þegar ég hef verið að taka svona sýni þá þurfa þetta að vera kræklingur sem er fjörutíu til sextíu millimettrar og oftast hef ég verið í vandræðum með að fá þá nógu stóra. það var hinnsvegar ekki vandamálið að þessu sinni heldur voru þeir frekar of stórir. ég tók þessvegna aðeins meira en ég átti að taka til að borða sjálfur. þegar ég ætlaði að fara heim kost ég ekki upp brekkuna. ég bara spólaði. ég reyndi og reyndi án árangurs. það var ekki fyrr en í fimmtu tilraun sem ég komst upp. annars gerðis svolítið einkennilegt núna áðan. já einkennilegt og ekki einkennilegt. það var allavega skondið. dyrabjölluni var hringt áðan, það er að vísu ekki það einkennilega heldur það að fyrir utan stóð kona, það er að vísu ekki það einkennilega heldur það sem hún sagði. hún sagði "ahh... þú er einmitt maðurinn sem ég þurfti að hitta". undarleg tilviljun að hún hitti mig akkúrat þarna á þessum tíma.

~ unnar, 21:10  | 

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.


gamla bloggið
 
 
 
hafðu samband

msn
póstur
 
 
 
á könnunni

þessum lið hefur verið lokað um stundarsakir vegna fjölda áskoranna
 
 
   

Home  |  Archives