!DOCTYPE HTML PUBLIC "-//IETF//DTD HTML//EN">
Hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur

 
hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur
 

 
Ég er undarlegur en ágætur náungi fæddur nítjánhundruð sjötíu og fimm, er búsettur á Suðureyri og er með mikin áhuga á leiklist. Ég vinn hjá Hafró og stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
 
 
   
 
   
 
   
 

 
ég vil minna á útihátíðina á suðureyri um v-helgina málning 2004 ekkert aldurstakmarkt enginn aðgangseyrir en fólk er beið að koma í vinnufötum.

~ unnar, 13:25  | 

 
ef allt gengur að óskum klára ég að múra og slípa steinin í kvöld. þá kannski hætti ég að haga öndunarfærin full af steypuryki.

~ unnar, 09:29  | 


 
merkilegt hvað maður getur verið latur svona rétt fyrir v.helgi. maður bara nennir ekki shit þessa dagana.

~ unnar, 12:40  | 

 
það kom í ljós að nýja fína borvélin mín sem ég fékk mér um daginn var gölluð. ég fór því og fékk nýja vél í gær og var hún í stakasta lagi. ég heyrði í gær frá fólki sem fór með tölvuna sína í viðgerð á ákvaðinn stað og þar voru öll forrit í vélini tekin út vegna gruns viðgerðarmannsins að þau væru illa fengin. ég spurði þá sérstaklega eftir því hort tölvan hafi verið "straujuð" en svo var ekki. ég held að tölvuviðgerðarmann hafi nú ekki rétt til þess að taka forrit út úr vélum ef þeir telja þau illa fengin, viðskiptavinurinn ætti að sjálfsögðu að fá að njóta vafans. hinsvegar ættu viðgerðarmenn sem slíkir ekki að setja inn forrit nema að diskar og skráningarnúmer séu til staðar. svona vann ég allvavega þegar ég vann við tölvuviðgerðir.

~ unnar, 08:36  | 

 
í gær var múrað út í eitt. allveg til eitt, en þá var farið að sofa.

~ unnar, 08:34  | 


 
það var verið að auglýsa stöðu þjóðleikhússtjóra, maður ætti kannski að sækja um.... eða ekki.

~ unnar, 15:02  | 

 
ég ákvað að láta skera hár mitt núna áðan enda veitti ekki af. ég var nebblilega farinn að líta út eins og freslsisstittan. hárið á mér hefur nefnilega mjög gaman að því að fara beit upp í loftið og þá sér í lagi í hliðunum. en þannig var að þegar ég var á leiðinni út úr götuni þar sem hafró er til húsa kom kom bíll á líklega hundrað kílómetra hraða. það munaði ekki miklu að illa hefði farið.

~ unnar, 14:19  | 

 
meiri tiltekt hefur átt sér stað í linkunum mínu. dauð blogg tekin út og fleira.

~ unnar, 09:34  | 

 
klaufaskapur helgarinnar! um helgina var ég að færa ljósarofa. í tillitsemi við konuna sló ég ekki út, vegna þess að þetta var á sama öryggi og stofan (þar að meðal sjónvarpið) ég ákvað frekar að fara afskaplega varlega. allavega þá stóð ég þarna og var að brasa við þetta með skrúfjárn í hönd, þá vildi ekki betur til en svo að ég fékk stuð við höggið kippti ég hendini að mér og fékk skrúfjárnið í magan fékk svona tíu centimetra langa rispu á magan, ég þakka bara fyrir að ég hafi ekki stingið járninu á kaf bara. síðan var konan búin að ganga frá öllum verkfærunum ofaní pappakassa. vel á minnst við erum með allt eldhúsdraslið í kössum svona þar til allt verður komið á sinn stað í eldhúsinun, sem gæti reyndar gersta bara... tja... í kvöld ? eða vonandi. en svo við snúum okkur aftur að verkfærunum, þá kom ég askvaðandi fram í eldhús og gekk beint á sög sem stóð uppúr kassanum og fékk svona tólf góðar rispur á kálfan og það ætlaði aldrei að hætta að blæða úr þessu.

~ unnar, 09:02  | 


 
borvélin mín lést af slysförum meðan hún var að vinna með spaðabor í límtrésborðplötu. jarðarförin auglýst síðar. ég fór inn í húsasmiðju í dag og fékk mér nýja vél. rekstarstjórinn spurði mig hvernig mér gengi með framkvæmdirnar og ég svaraði að borvélinn mín hefðir dáið og ég væri að fá mér nýja til að halda áfram. "flott!" sagði hann og glotti.

~ unnar, 00:42  | 


 
við jóhanna sváfum yfir okkur í morgun, ekkert alvarlega samn en smá. það er svo merkilegt hversu úldinn maður er þegar maður sefur yfir sig. dagurinn er bara allur í steik hjá manni. eftir að ég kom heim í gær eftir auglýsingaleikinn fór ég að skella vaskinum og blöndunnartækjunum upp, auk þess að tengja uppþvottavélina. mér tókst samt eitthvernvegin að skera mig í puttan á vaskinum. ferlegur klaufi getur maður nú verið.

~ unnar, 09:13  | 


 
þá er búið að taka upp þessa auglýsingu. ég var við dynjanda í allan dag. ég var reyndar bara í einu skoti svo það er ekkert víst að ég verði í blessaðri auglýsingunni, en það kemur bara í ljós.

~ unnar, 19:01  | 


 
eins og glöggir aðdáendur mínir hafa væntanlega tekið eftir tók ég út linka í gömul blogg sem heftur ekki verið hreyft við á þessu ári.

~ unnar, 13:27  | 

 
ég kíkti á tilveran.is áðan og þar var linkur í þetta þarna er eitthver sem setur inn auglýsingu á private.is (sem mér sýnist vera sama og einkamál.is) og þykist vera feit nítján ára stelpa sem þráir að stunda kynlíf. þessi aðili setur þessa auglýsingu inn í þeim eina tilgangi að byrta svörin á internetinu. ég las svona yfir þetta á handahlaupum en ég verð að segja að inn á milli voru algjörir perrar (ekki eins og það hafi ekki verið hreinlega óskað eftir því í auglýsingunni sjálfri). síðan voru þarna aðilar sem voru ekki með neinn dónaskap né neitt því líkt og voru bara nice sem voru hreinlega teknir af lífi í kommentum frá þessari stúlku. það er ljóst að þessi stelpa gerir mjög lítið úr; feitu fólki (þó sérstaklega feitu kvennfólki), karlmönnum (í heild sinni),  fólki yfir tvítugt, fólki utan að landi og ekki sýst sjálfri sér. ég meina hvernig manneskja setur svonalagði inn í þeim eina tilgangi að byrta það á netinu ? er þetta eitthver byturleiki út í karlmen, eða fólk yfir höfuð ?

~ unnar, 09:45  | 

 
ég fékk mér bjór á laugardaginn svona á meðan ég var að vinna í húsinu mínu. en þannig er að ég opnaði fyrsta bjórinn minn og fékk mér sopa. ég fann þetta líka svakalega óbragð af bjórnum. ég gaf jóhönnu að smakka og hún sagði " nei nei hann er bara volgur" ég smakkaði aftur og sama óbragðið. ég sullaði þessu svo í mig og hélt áfram að vinna í eldhúsinu mínu. svo á sunnudaginn fékk ég mér ópal (eins og áður kemu fram er það besta hólsbólguvopn sem til er) og stuttu síðar fékk ég mér bjór. hmm.. þá komst ég að hversvegan þetta óbrað var. sem sagt... ekki drekka bjór og borða ópal á sama tíma.

~ unnar, 09:19  | 

 
um daginn fórum við ármann (leikstjórinn sem var hjá okkur) í timbursölu húsasmiðjunnar. fyrir utan voru tveir hundar, annarsvegar lappi hundurinn hans palla og hinsvegar annar hundur sem kom með einum viðskiptavininum. þeir voru víst eitthvað að slást þegar við komum (eins og hundar gera svona þegar þeir hittast (og líkt og menn gera stundum líka þegar þeir hittast)) þegar við komum út aftur þá voru þeirr enn að slást og þá segi ég við ármann "við höfum sennilega sloppið við að láta pissa á dekkinn okkar meðan þeir slóust" svo leit ég á dekkin og var búið að pissa á bæði dekkinn farþegarmegin. þeir hafa semsagt tekið sér pissupásu.

~ unnar, 09:10  | 

 
það var klárað að koma upp eldhús innréttinguni í gær, allvega svona það sem hægt er að koma upp svona áður en uppþvottavélin kemur. ég þarf nebblega aðeins að stilla þetta með hana í huga. þannig að í dag fór ég út og vann í húsinu utanverðu. ég vann helling í steypuvinnu en þó aðalega með slípirokk og var að vinna við að laga steinvegg sem hafði aldrei verið kláraður. ég svoleiðis spændi upp steinskífurnar við þetta og þarf að fá mér nokkrar í viðbót á morgun. í dag fékk ég svo minniskubb í tölvuna mína. mikið svakalega var það hressandi. tölvan varð allveg eldhress fyrir vikið. gamanaðissu.

~ unnar, 00:01  | 


 
svo virðist sem linkarnir í "ég í fréttum" séu flestir óvirkir. mér er sagt að það hafi verið lengi auðvitað er ég síðasti maður til að komast að því, en ég hef bætt úr hluta og klára á næstuni

~ unnar, 23:59  | 

 
nú er ég önnum kafinn við að setja upp nýja sænska eldhúsið mitt. það er sko innrétting fá ikea og tæki frá elextrolux


~ unnar, 17:40  | 

 
meðan ég man, þá er það besta sem ég þekki við hálsbólgu rauður ópal. skítt með svona dót eins og vics og strepsils og hvað svosem það heitir allt. rauður ópal er málið. ég mæli samt ekki með því að það verði borðað of mikið af honum þá gæti þurft að fá slökkvuliðið til þess að ræsta íbúðina.


~ unnar, 13:28  | 


 
ég veit núna hvað er verra en að fá getiung inn í bílinn sinn. það er að fá tvo geitunga í bílinn sinn. það reyndi ég allvega í dag. annars er ég á fullu núna að henda upp elhúsinnréttingunni minni.

~ unnar, 20:39  | 

 
prentarinn hérna í vinnuni var dauður hérna í morgun. ég og dóra hlín vorum að leita að rótum vandans og komumst að því að ekkert rafmagn væri á stokknum sem hann var tengdur í. við vorum búin að kíkja í allar rafmagnstöflur í grendinni en allt var inni. mér þykir allveg skelfilegt þegar það slær út en öryggið í töflunni hangir samt upp. ulla bara.

~ unnar, 08:47  | 

 
þegar ég vaknaði í morgun var búið að kúka á bílinn minn. ég segi nú bara eins og maðurinn sagði í denn... sem betur fer hafa beljurnar ekki vængi.

~ unnar, 08:24  | 


 
jæja þá er maður bara búinn í leikritinu. það var haldið frumsýningarpartý heima hjá mér og ýmislegt gekk á sem ekki þarf að nefna hér. en mér (næstum) að óvörum var búið að parketleggja og henda eldhúsinnrettinguni út í gám sem var búið að koma fyrir fyrir utan hjá mér. það voru þeir haukur, óskar mágur og tengdapabbi sem parketlögðu. það var líka búið að mála, það var flokkur mann sem hamaðist við það, ég sem var ekkert heima meðan á þessu stóð er ekki allveg kunnugt um hverjir komu að verkinu. en þó veit ég að mákonur mínar, steinka, pálína og auðvitað konan komu að þessu. ég vil endilega þakka þessu ágæta fólki fyrir sitt framlag til þess að koma húsinu í almennilegt horf aftur. svo við snúum okkur aftur af leikritinu þá er kominn gagnrýni bæði á bb.is og í moggan. bb gagnrýnin var mjög jákvæð og gat ég ekki ennað en verið hæst ánægður með það hrós sem ég fékk þar. mogginn hinsvegar var ekki allveg sammála og bendir á marga hluti sem betur mættu fara og vísa auðvitað líka á ljósu punktana sem er gott. svo er ég að fara að leika í auglýsingu á þriðjudaginn... meira um það síðar. núna rétt í þessu var ég úti í garði að sækja mér nokkra orma. ætli maður verði þá ekki að fara að veiða smá.

~ unnar, 03:42  | 


 
svo virðist vera sem ferjaldið mitt (símadrasl) og prentarinn minn hafi drukknað í flóðinu um daginn. hver sagði að waterworld væri skáldskapur? núna erum við að plana stórframkvæmdir hérna á heimilinu. við ætlum ekki bara að laga skemda gólfefnið, heldur ætlum við að gera róttækar breytingar. æfingar ganga annars bara svona la la, auðvitað er allt að koma en það vantar... eins og oft áður svona þrjár vikur í viðbót.

~ unnar, 00:46  | 

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.


gamla bloggið
 
 
 
hafðu samband

msn
póstur
 
 
 
á könnunni

þessum lið hefur verið lokað um stundarsakir vegna fjölda áskoranna
 
 
   

Home  |  Archives