ég var að vökva garðinn minn um daginn, eða réttarasagt nóttina. því eins og margir vita þá á að vökva á kvöldin eða nóttuni til þess að grasið brenni ekki (svipað kalblettum). þegar ég fór að sofa stökk ég út á nærbuxunum einum fata, færði úðarann og skrúfaði svo frá aftur. svo vaknar konan um fimm leitið og vekur mig og segjir "unnar það er eitthvað að ske, hvaða hljóð er þetta?" ég átta mig strax á hvað hafði gerst og ég fer fram og sé að það er allt á floti. þá hafði slangan dottið af krananum, hversvegna er mér ekki ljóst. en það var vatn út um allt þvottahúsið, eldhúsið, stofan, gangurinn, forstofan og tölvuherbergið hennar jóhönnu. gólfefni á öllu nema eldhúsinu er ónýtt. ég var sem betur fer tryggður fyrir þessu. það eru nokkrir ljósir punktar við þetta, þeir eru að ef eitthver skordýr hafi verið á sveimi þá þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim frekar. auk þess var kominn tími til að skúra. en við vorum að ausa vatni og nota vatsnryksugu frá klukkan fimm til hálf átta. jóhanna hélt svo áfram að þurka upp til klukkan að verað ellefu.
~ unnar,
21:24 |
ég hef verið að fó ótrúlega mikið af endursendum tölvupósti undanfarið. það er einhver úti í hinum stóra heimi sem er með netfangið mitt og hefur fengið tölvu orm og sendir væntanlega út póst ómeðvitað frá mínu netfangi. pósturinn inniheldur spam á þýsku. ég hef gert þeim aðila sem pósturinn kemur mest frá viðvart þas. internetþjónustinni hans því ég get ómögulega vitað hver stendur á bakvið þetta, en það virðist vera að það sé enginn áhugi á að gera viðkomandi aðila viðvart né að stoppa póstinn. þannig að ef þú lesandi góður ert í internetþjónustu hjá
þessar internetþjónustu þá mæli ég með að þú tékkir á vírusvörnini.
~ unnar,
14:34 |
ég hef einfaldlega ekki bloggað vegna þess að ég hef ekki haft tíma til, ekki flóknara en svo, en ef ég hef ekki haft tíma þá hlýtur eitthvað merkelilegt að hafa gerst er það ekki ? eða hvað ? en þannig er að ég á fullu að æfa leikrit sem verðum frumsýnt áttunda júlí það er leikritið n.ö.r.d eftir larry shue og leik ég titilhlutverkið (nema hvað?)ég skrapp suður á pixies tónleika, þeir voru geggjaðir. ég fór og fjárfesti í einum bardagafisk í fiskabúrið okkar hérna í vinnunni, eftir nokkra daga var hann búinn að missa sporð og ugga. annaðhvort hefur hann veikst og mist þetta eða hann hafi orðið fyrir fólskulegri líkamsárás, ef svo er hef ég ákveðinn humar grunaðann. hún rakel sem var að vinna með mér í gamladaga í frystihúsinu er í sumarafleysingum hérna hjá hafró. það urðu auðvitað fagnaðarfundir og við byrjuðum á því að dansa roðflettivéladansinn. ég hef svo verið að setja hana inn í starfið á fullu. svaka fjör. á föstudaginn fékk ég svo þá flugu í höfuðið að farar að háþrýstiþvo húsið mitt.ætli ég komist nokkuð upp með að mála það þá ekki í sumar ? hmmm. já svo fór ég og sló garðinn minn í gær. þas bakgarðinn. ég þurfti að gera það með orfi vegna þess að garðurinn er svo illa farinn eftir að það var skipt um vatsninntak hjá mér fyrir þrem árum síðan. ég hef einmitt staðið í stappi við ísafjarðarbæ um að laga eftir sig, bakgarðuinn minn var sléttur of fínn, og var það eini staðurinn sem hann var almennielga í lagi, að vísu smá mosi, en sléttur of fínn er nú eins og bárujárn sem lent hefur í loftsteinahríð og sprengjuárás. að vísu var lokað fyrir skurðinn síðasta sumar er garðurinn er allur ójafn og asnalegur og allur í stórum skellum. ég var ekki búinn að gera við þetta sjálfur þar sem alltaf voru menn á leiðinni að gera þetta. ég hreinlega skil ekki hversvegna það hefur verið svona mikið mál að rumpa þessu af, þetta er sennilega ekki nema dagsverk eftir alltsaman.
~ unnar,
08:28 |