Ég er undarlegur en ágætur náungi fæddur nítjánhundruð sjötíu og fimm, er búsettur á Suðureyri og er með mikin áhuga á leiklist. Ég vinn hjá Hafró og stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
hún sumarliði sem er ferskvatnshumar sem við erum með í vinnuni slá mér aldeils skellk í bringu í morgun. Þannig var að ég gef humrunum að borða strax og ég kem til vinnu. en þá sá ég sumarliða úti í horni búrsins á kvolfi. ég stökk til og kíkti betur, en þá hafði humarinn bara verið að skipta um ham og hafði farið úr honum í heilu lagi. við tókum þá skelina upp og erum að þurka hana núna. annars var ég að lesa ljóð eftir jón úr vör á langa manga áðan það var nebblega ljóðakvöld. það var ágætt. held ég hafi staðið mig bara svona í meðallagi. það var ekki laust við að það væri smá depurð í ljóðunum, og biturð. annars heyrði ég mjög sumarlegt hljóð á milli lesara. það var hljóð í hjólabretti.
~ unnar, 23:47 |
Lítil stúlka. Lítil stúlka.
Lítil svarteyg, dökkhærð stúlka
Liggur skotin
Dimmrautt blóð í hrokknu hári.
Höfuðkúpan brotin.
Ég er Breti, dagsins djarfi
Dáti, suður ? Palestínu,
en er kvöldar klökkur, einn,
kútur lítill, mömmusveinn.
Mín synd er stór. ó, systir mín.
Svarið get ég, feilskot var það.
Eins og hnífur hjarta? skar það,
Hjartað mitt, ó, systir mín,
Fyrirgefðu, fyrirgefðu,
Anginn litli, anginn minn.
hér hljóp í skarðið fyrir loga vin minn í dag, hann átti að vera með leiklistarnámskeið í grunnskólanum á ísafirði og kenna þar átta til níu ára krökkum. það var eins og þau hefðu fengið góðan okru skamt í boði dan sukker það var rifist slegist og látið öllum illum látum. ég fékk krakkana samt til að taka þátt í nokkrum hópleikjum
~ unnar, 00:05 |
það kemur alltaf leiðinda auglýsing á blogginu mínu þessa dagana... ég veit ekki hvað þetta gæti verið
~ unnar, 21:11 |
jæja... góðan daginn...
þetta er með því fáránlegri prófum sem ég hef séð. þetta var í boði batman.is
~ unnar, 13:19 |
smá ráð til bloggara, áður en þið póstið takiði copy af því sem þið gerið, það er víst ekki óalgengt að íslenskan fari í steik
~ unnar, 17:58 |
ég skellti mér á langa manga með jóhönnu, tinnu og völu í gærkvöldi. það var bara ágætis kvöld. logi vinur minn og verti á langa tókst að gabba mig til að taka þátt í ljóðakvöldi á fimmtudaginn. nú þarf ég að fara á bókasafnið og ná mér í ljóð til að lesa og velja úr eitthvað sekmmtilegt. meira um það síðar.
~ unnar, 17:32 |
ég fór á sjóinn á fimmtudaginn. lagði af stað að heiman klukkan fjögur og keyrði á brjánslæk. konan var svo yndileg að pakka fyrir mig nesti fyrri förina og var ég með fullan poka af samlokum, kóki og kexi, hún var að pakka fyrir allvega tveggja daga för. þetta hefði jú getað tekið þann tíma. ég var hinsvegar kominn í land aftur um klukkan níu og kominn heim aftur um klukkan ellefu. ég greip þrennt til að hlusta á á leiðinni, trompe le monde með pixies, gums með bless og hulstrið af automatic for the people. pixies leið hjá enda er þetta sennilega lakasti diskurinn þeirra. ég hlustaði mikið á gumsið þegar þegar var unglingur og fílaði það í botn, ég hef reyndar ekki hlustað á þetta í mörg ár, mér fannst tónlistin sjálf mjög fín en textarnir voru mjög ódýrir. ég veit ekki hvort þetta hefur átt að vera bara grín eða hvort gunni hafi bara ekki getað betur. eina lagið sem mér fannst standa uppúr textalega séð var yonder (buski á plötunni melting).
~ unnar, 13:19 |
bþö...asbasúpa í matinn í hádeginu. sem betur fer er maturinn framseljanlegur.
~ unnar, 12:37 |
ég er búinn að vera frelega utanvið mig síðustu daga, enda mikið að gera í skólanum og mikið að gera í vinnuni og hef verið að hugsa markt annað líka, verið í smá pælingum vegna leikfélagsins og svoleiðisslagað. en ég var að prenta út á næstu skrifstofu við mína þegar að pappírinn kláraðist. ég fór yfir á mína og sótti meiri pappír. labbaði svo framhjá skrifstofunni með pappírinn og inná labba(rannsóknastofu), blótaði í hljóði og ætlaði inná skrfistofuna, ég fór þá aftur inná mína skrifstofu með pappírinn og svo út aftur og inná rétta skrifstofu. mér leið eins og ég væri að leika í farsa. nú í kvöld stökk ég á fætur stökk út í bíl og beint í vinnuna (tuttugu mínútna akstur) mér fannst nefnilega eins og ég hefði ekki skrúfað fyrir vatnið í vinnuni. þegar ég kom svo á staðinn þá var síminn minn þar. en ekkert vatn að renna. svona eru dagarnir búnir að vera hjá mér undanfarið.
~ unnar, 01:43 |
ólöf mákona og haukur vinur minn komu í heimsókn til okkar nú um páskana, skelltum okkur svo á tónleika sem haldnir voru á ísafirði. tónlistin var misjöfn og megnið af þessu höfðaði enganvegin til mín. en það sem stóð uppúr var dr. gunni og mugison. það sem mér fannst sennilega lakast af öllu þessu var gus gus, en það var bara einn úr gus gus sem spilaði tónlist af óútkomnum geisladisk. mér fannst það allveg óviðeigandi, frekar hefði ég sleppt því að mæta. mér þótt nokkuð gaman að dr. gunna, hann spilaði helling af gamalli tónlist frá þeim tíma sem hann var að vinna með s.h. draum. frábært. en enn og aftur er ég á kafi í námi. ég er líka búinn að vera veikur. fór heim úr vinnuni í dag og var með kvef og uþb. þrjátíu og átta gráðu hita. ég sem hef getað bitið af mér hverja pestina á fætur annari hingað til, ég hef ekki verið með hita í nokkur ár held ég bara.
~ unnar, 00:52 |
h?r er vinsamleg ?bending til lesenda minna. eftirlei?is skal f?lk lesa ?a? sem ?g meina, ekki endilega ?a? sem ?g skrifa ?v? ?a? ?arf aldeilis ekki a? vera sami hluturinn.
~ unnar, 08:02 |
ég er búinn að sjá tvo hluti undanfarna daga sem benda til þess að veturinn sé að koma. annarsvegar er það áðnamaðkur og hinsvar tjaldur. það hlaut að enda með því að það voraði.
~ unnar, 22:01 |
nú er ég allveg á haus í vinnu við eineltisverkefni fyrir skólan. æji hvað mig hlakkar til þegar sumarið kemur með blóm í haga og engin stór skóla verkefni. Maður veltir þá fyrir sér hvort það komi ekki bara annarskonar verkefni í staðin.
~ unnar, 14:55 |
þá er maður kominn heim úr borginni. þetta var ágætt. við steindór vorum að vinna saman verkefni í listsköpun í skólanum okkar og fengum hrós fyrir við vorum að vinna með myndlist, tónlist og leiklist og hrærðum öllu saman. við steindór tókum upp texta sem sagði frá ferð okkar í framtíðina og lékum það sem gerðist. Atriðið gekk ágætlega þannig séð, en við hefðum mátt æfa það. allvega einusinni. ég skelti mér á frædeis fyrir sunnan eins og ég hef oft gert, í þetta sinn fannst mér þjónustan sjúa geitur svo vægt sé til orða tekið. allvega ég fékk mér steik og það er boðið uppá súpu á undan. ég sló til... þegar ég var að verða búinn með súpuna sá ég að á undirskálinni undir súpubollanum var fast sallatblað uppþornað og ógeðslegt. þegar þjónn kom með steikina mína benti ég honum á þetta og sagði að diskurinn minn hefði verið skítugur. hann sagði þá "þetta er sennilega steinselja" (heppilegt að segja það, þar sem steinselja var í súpunni) ég tel mig nú vita hvernig steinselja lítur út og þetta var klárlega ekki svoleiðiss. hann tók diskinn minn og færði mér steikina án þess að biðjast afsökunnar eða neitt slíkt. satt að segja varð ég frekar óánægður með þetta. svo fór bekkurinn minn á rúbí tjúsdeis eftir skólan, þar var þjónustan allt önnur við fengum allt hreint og afgreitt á mettíma og voru allir mjög ánægðir með bæði mat og þjónustu. ef ég ætti að velja milli þessara tveggja staða í framtíðinni vel ég frekar rúbí tjúsdeis. svo var ég að fá mér nýjan bíl. aðra tojjótu, fékk mér níutíu og átta módel af corollu terra bláan að lit. ég var svo að brasa við að setja nýtt útvarp í hann í gær. ég held ég hafi næstum rifið af mér hendina við verknaðinn.
~ unnar, 09:17 |