jæja. ætli maður verði ekki að byrja á þessu. ég er búinn að hafa nóg að gera undanfarna daga. í gær lenti ég í smá óhappi. fékk smá högg á hnéð og er svolítið aumur. þetta var einmitt á bilaða hnéð. ég og maður sem vinnur í sama húsi og ég erum stundum að fíflast eitthvað. hann spurði mig, "jæja hvað segirðu unnar?" ég svaraði þá "ég segi þér það ekki" og þá sagði hann "það var rétt hjá þér, betra er að borað yfir sig en að tala yfir sig". ég fann skel í togararallinu sem heitir geilsadiskur (líkt hörpudiski), það er svosem ekki frásögu færandi nema að ég var eitthvað að vesanast með þetta og strákarnir í áhöfninni spruðu mig hvað þetta væri, og sagði þeim það og þeir héldu svo sannarlega að ég væri að segja þeim ósatt og einn þeirra varð allveg kolvitlaus en sagðist ekki muna hvað skelin héti. ég tók mig til og fletti upp í skeldýrabókinnu þegar heim var komið og ljósritaði allt um geisladisk fyrri þá og hengdi upp um borð í skipinu. annars er ég að fara suður um helgina og verð eitthvað fram í næstu viku, er að fara í skólann.
~ unnar,
23:03 |
jæja.. ég er kominn heim af sjónum, hef verið að basla við að snúa sólarhringnum við eftir næturvaktir og hefur það gengið svona la, la... er á kafi í lærdómi. blogga betur síðar
~ unnar,
22:25 |
fólk gerir sömu mistökin aftur og aftur. í gær var ég endurkjörinn formaður leikfélagsins.
~ unnar,
08:13 |
réttur dagsins: tælenskur nautakjötsréttur með engifer og grænmeti og allskonar gumsi og bbq kjúlla leggir.
~ unnar,
13:44 |
note to self. það er vont að fá sjóðheita Lasagna sósu með chilli og hvítlauk í augað.
~ unnar,
01:23 |