!DOCTYPE HTML PUBLIC "-//IETF//DTD HTML//EN">
Hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur

 
hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur
 

 
Ég er undarlegur en ágætur náungi fæddur nítjánhundruð sjötíu og fimm, er búsettur á Suðureyri og er með mikin áhuga á leiklist. Ég vinn hjá Hafró og stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
 
 
   
 
   
 
   
 

 
það er búið að vera ógeðslega kalt úti. ég fékk aðeins að finna fyrir því þegar bíllinn hjá mér varð rafmagnslaus upp við bensínstöð og ég þurfti að ganga niðrí vinnu. annars langar mig að segja smá sögu. þanning er að konan keyrir alltaf í vinnna á morgnana og stoppar við sinn vinnustað og ég vippa mér þá yfir í bílstjórasætið og tek við, um daginn gerði ég akkúrat þetta og vildi þá ekki betur til en svo að gírstöngin fór uppí skálmina hjá mér og ég festi mig. það var svosem ekki mikið mál að losa sig samt en bara skondið.

~ unnar, 13:18  | 


 
jæja, ég kom heim í gærkvöldi. þetta var ágætis törn. ég slapp blessunarlega við að vera sjóveikur þó svo að ekki hafi viðrað of vel allan tímann. ég tók slatta af myndum af hinu og þessu, ég á reynar eftir að púlla þær inn í tölvuna. geri það bara þegar ég nenni. ég hef svosem ekki frá neinu sérstöku að segja í þessum efnum. ég kláraði tvö verkefni meðan ég var um borð í bátnum og las helling. reyndar svolítið skondið, þegar ég kom heim eftir annan daginn fannst mér ég vera hálf slappur, mig svimaði og var allur voðalega asnalegur. ég hélt ég væri með hita og langaði sko ekkert að vera veikur meðan ég væri úti á sjó. svo fór ég að sofa bara. daginn eftir var ég fínn og fór aftur um borð. þegar ég kom svo heim um kvöldið var ég allveg eins. þá uppgvötaði ég að ég var með sjóriðu.

~ unnar, 23:08  | 


 
ég man ekki hvort ég sagði það hér. en ég er í rannsóknaleiðangri í vinnuni minni.

~ unnar, 00:08  | 


 
nenni þessu ekki... farinn á sjóinn... til dæmis á þetta skip.

~ unnar, 07:26  | 


 
já svo ég sé ögn nákvæmari með símhringinguna í nótt þá var hringt einusinni og ég náði ekki að svara. ég er ekki með númerabyrtir þannig að ég vissi ekkert hver hafi hringt... ...ekki fyrr en í dag. það var víst konan sem var að stríða mér... ég skil reyndar ekki hvenrig henni datt þetta í hug. annað sem ég skil ekki er hvernig í ósköpunum mér tekst að stíga alltaf á gerbrot og hvaðan þau koma öll. allvega þá steig ég á glerbrot áðan og það fossblæddi úr hælnum á mér. það þurfti reyndar ekki að sauma í þetta sinn.

~ unnar, 17:31  | 

 
þvílíkur dónaskapur. það var að hringja hjá mér heimasíminn núna og klukkan er meiran en eitt að nóttu.. fruss...

~ unnar, 01:15  | 


 
mikið er ég hneikslaður, ekki nóg með að fólk sé að leika sér á snjósleða innanbæjar sem er að sjálfsögðu bannað með lögum heldur er það með barnið sitt sem er eitthvað í kringum tveggja ára á sleðanum með sér, svo var annar snjósleði á leiðini upp brekkuna og þar var maður með þrjá krakka aftaná.

~ unnar, 19:32  | 

 
jæja.. nú er ég búinn með ritgerðina mína fyrir skólan. nú ætti ég að getað bloggað smá þangað til ég fer á sjóinn. en ég er að fara í rannsóknaleiðangur núna á miðvikudag. það er verið að fara að rannsaka innfjarðarækju í ísafjarðardjúpi og svo í arnarfirði. fyrir vikið kemst ég ekki í skólan, en ég á að vera í skólanum átjánda til tuttugasta febrúar. annars er hún elsa byrjuð að blogga aftur velkomin aftur elsa ég hlakka til að lesa bloggið þitt. síðan er kviknað líf á www.helvit.is og þvílíkt rugl ég held að sumt fólk sé ekki með öllum mjalla.

~ unnar, 18:32  | 

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.


gamla bloggið
 
 
 
hafðu samband

msn
póstur
 
 
 
á könnunni

þessum lið hefur verið lokað um stundarsakir vegna fjölda áskoranna
 
 
   

Home  |  Archives