!DOCTYPE HTML PUBLIC "-//IETF//DTD HTML//EN">
Hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur

 
hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur
 

 
Ég er undarlegur en ágætur náungi fæddur nítjánhundruð sjötíu og fimm, er búsettur á Suðureyri og er með mikin áhuga á leiklist. Ég vinn hjá Hafró og stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
 
 
   
 
   
 
   
 

 
ég fann einn lampan í útvarpið mitt á ebay og bauð í hann. ég bauð sex komma fimm dollara í hann. ég held að það sé bara vel sloppið. ég gat fengið samskonar annarstaðar á fimmtíu dollara, sem er algjört rugl. ef eitthver lumar á gömlum lömpum (vacuum tubes) af gerðini ak2,af3,ab2 eða al4 þá væri ég mjög glaður að geta fengið svoleiðis og get vel borgað samgjarnt verð fyrir svoleiðiss, svo framarlega sem þeir eru í lagi. útvarpið mitt sem heitir philips 456a og er framleitt í hollandi árið nítjánhundruð þrjátíu og sjö

~ unnar, 23:11  | 

 
þá er maður bara komið á fullt blast í skólanum. Ég veit ekki.. maður hefur verið voðalega illa stemmdur til að byrja að læra. það kemur. bara að koma sér af stað.

~ unnar, 09:55  | 


 
jæja fyrsta skóladegi vetrarins lokið. ágætis dagur. ég fór í kringluna og keypti mér skó og tvær skyrtur. svo fór ég í hagkaup og fékk mér ferkar fíkjur. ég fór líka og fékk mér cherry coke en á tappanum á kókinu stóð "open by hand" en ekki hvernig ?

~ unnar, 23:52  | 

 
þá er ég bara kominn í borgina til að fara í skólann. við keyrðum suður í dag. við erum fyrstu tvær næturnar hjá ólöfu og krissu og svo verðum við í íbúð sem við fengum lánaða uppí hafnarfirði. ég var skelfilega bílveikur á leiðini. það er langt síðan ég hef verið svona slæmur. líklega hefur það verið vegna þess að ég svaf ekkert á leiðinni. venjulega sef ég öll ferðalög af mér, ja þetta á aðeins við um þau skipti sem ég er ekki að keyra sjálfur. við komum við í búðardal og ég held ég hafi skilið jakkann minn eftir þar, so be it. ég sæki hann bara á bakaleiðinni. svo fórum við og hittum ármann sem var í bústað í munaðarnesi og ég drakk nokkra kaffi bolla hjá honum. ég verð að segja að hann var annsi skondinn í útliti. hann leit út eins og útgáfa leikfélagsins hallvarðs súgana af rick stedman, hann var allavega kominn með myndarlega kódilettubarta. nú við stoppuðum svo aðeins í mosó ég var nebblilega að skila dóti sem leikfélagið fékk lánað þar. svaka fín aðstaða sem þau hafa þar. sennilega er þetta ein besta aðstaða sem áhugaleikfélag hefur á landinu. ég leit aðeins við hjá guðrúnu systur áður en við fórum í kópavoginn. ég reyndi svo að brjóta saman á mér eyrung og stinga samanbrotnum eyrunum inn í eyrun. ég held ég hafi eyrnabrotnað við verknaðinn. nei nei.. smá spaug bara. en ég var að rifja upp með konunui að einhver gerði svona lagað einusinni, ég gat bara ómögulega munað hver það var. svo byrjar skólinn á morgun, þá er ekki mikið gert á næstuni en unnið og lært. rosalega verður nú gaman að hitta allt þetta góða fólk sem er með mér í bekk, ég vona bara að það hafi ekki margir dottið út úr hópnum.

~ unnar, 02:15  | 


 
jæja, þá fer maður bara suður á morgun. ég kláraði svona það mesta af húsinu, allavega það sem ég gat tekið áður en það var orðið svo mikið myrkur að ég sá ekkert hvað ég var að gera. ég vona að bara að það verði ekki kominn vetur þegar ég kem aftur úr skólanum. annars var ég að fá gefinst útvarpstæki í dag. ég þarf sennilega aðeins að gera við það. það er ekki þetta tæki en mjög svipað.

~ unnar, 01:04  | 


 
annars er ég kominn með íbúð í suðrinu svona mestan tíma meðan ég er í suðrinu. gaman að því.

~ unnar, 15:38  | 

 
fyrir nokkru síðan, réttara sagt sautján mánuðum síðan fékk ég bréf og mér tilkynnt að reikningur sem ég var búinn að borga væri kominn til innheimtu. ég hafði auðvitað samband og sagði frá því að ég væri búinn að greiða reikninginn og sendi sönnun þess. það hafði að vísu ekkert að segja. það var greinilega ekkert tekið mark á kvittunum. ég sendi sjö staðfestingar sex í tölvupósti og eina á faxi að auki sendi bankinn minn staðfestingu líka. þetta tók allt um tvo mánuði og á þessum tíma var ég sakaður um lygar og skjalafals og sagt að ég mætti eiga vona á því að fá kæru á mig ef svo reyndist. en málinu lauk eftir allan þennan tíma og krafan felld niður. núna í dag fékk kona mín símtal þar sem verið var að rukka fyrir þetta. ég gersamlega fór á límingunum við að heyra þetta. þvílíkt og annað eins.... ég tók saman öll gögn sem ég átti í málinu og fór með þau til fyrirtækisins sem um var að ræða. ég held að gögnin hafi verið um tólf blaðsíður; afrit af tölvupósti, kvittanir frá heimabanka, undirskrifaða kvittun frá bankanum mínum og fleira. auk þess lét ég fylgja sögu málsins. þess má geta að ég hef ekki leitað til þessa fyrirtækis (sem reyndar veitir fína og vinalega þjónustu) síðan þetta gerðist, skiljanlega kannski ? ég ég varð svo reiður útaf þessu að það gjörsamlega sauð á mér. ég held ég hafi mist svona sextíu hár og sennilega annað eins gránað.

~ unnar, 15:20  | 


 
hey veit nokkur um íbúð með öllu sem hægt er að fá a leigu dagana sexdánda til tuttugast og fimmta ágúst ?

~ unnar, 13:27  | 


 
svo virðist sem teljari.is sé að skerða þjónustu til frí notenda með nýja kerfinu. ég hef það samkvæmt upplýsingum frá þeim að í framtíðinni sé einungis hægt að sjá rótarlén í tilvísunum, en ekki slóðina líkt og áður var hægt. nú get ég tildæmis ekki séð hvaðan nákvæmlega fólk kemur frá síðum á blog.central.is og blogspot.com veit eitthver um teljara sem býður uppá svona og er frír ?

~ unnar, 22:47  | 


 
ég sit hérna núna úti á palli hjá tengdó. þvílíkur hiti. ég hef bara sjaldan uppliðað annað eins. ég er hreinlega að kafna. og það er ljóst að örbylgjusendirinn minn nær alla leiðina hingað. það er kannski ert stórundarlegt því ég er með hann úti í glugga heima. annars var ég að senda inn mynd af mér á imdb. ég notaði bara myndina sem er á hallvarðs síðunni ég á sennilega enga betri mynd af mér sem ég er ekki að gretta mig eða úrillur og myglaður, nú eða hreinlega hálf nakinn (konan hefur sérdælis mikinn áhuga á því að taka myndir af mér á nærbuxunum(þar að segja að ég sé á nærbuxunum, ekki hún)).

~ unnar, 18:05  | 

 
annars var ég að leika í leikini heimildastuttmynd núna á sunnudaginn.. verður gaman að sjá hvað kemur út úr því.

~ unnar, 08:36  | 

 
haldiði að strákurinn sé ekki bara kominn á imdb

~ unnar, 08:31  | 


 
það er komið haust. maður finnur það á loftinu. þetta er svipað og þegar maður andar að sér vorlotinu, en þetta vekur ekki sömu tilfinningar. þetta segir manni að veturinn sé á næstu grösum. en ég hef þó tíma til klára að múra og svo mála.

~ unnar, 02:42  | 


 
ég var að bæta þórdísi í bloggara listann minn. ég veit ekkert hver hún er en hún er nokkuð fyndinn bloggari og segir skemmtilega frá.

~ unnar, 15:12  | 

 
við óskar vorum að vinna við að steypuviðgerðir í gærkvöldi, kom þá í ljóst heljarinnar skemmd á austurveggnum við kláruðum næstum allt viðgerðarefnið í þessum hamagangi. þannig að ekki náðist að klára í gær. ég bara vona að vin náum að klára þetta í kvöld. hugsanlega væri þá hægt að klára að mála á morgun ef það rignir ekki.

~ unnar, 12:32  | 


 
steypuviðgerðarefni, ísóprópanol, pappír og torkennileg fryst krabbadýr. er hugsanlegt að þetta valdi því að ég er svona rosalega þurr á höndunum ?

~ unnar, 12:33  | 

 
ég man ekki hvort ég hef sagt það áður, ef svo er þá segi ég það bara aftur núna. fólk hefur spurt mig svolítið út í nafnið á síðunni og hversvegna það varð fyrir valinu. þannig er að ég valdi unnar.blogspot.com en það var þá upptekið en engin færsla komin þar inn. nú eru hinsvegar komnar færslur en ekki er hægt að segja að þér séu innihaldsríkar. en allvega, ég varð þá að finna eitthvað annað og leit út og það fyrsta sem ég sá var einmitt lyftarabretti og ég tel að það sé ekki verri kostur en markt annað.

~ unnar, 10:37  | 


 
fyndið. ég fékk bréf frá internetþjónustunni minni um daginn Þar sem kerfisstjóri hafði fengið kvörtun yfir að ég hafi verið að senda ruslpóst. en þannig var að meintur ruslpóstur var í raun kvörtunarbréf sem ég sendi á internetþjónustu sendanda þar sem ég hafði áframsent upphaflega skeitið.

~ unnar, 10:27  | 


 
um helgina sá ég líka the cat in the hat mér þótti bókin alltaf svo skemmtileg og ég hafði lengið gengið með þann draum í maganum að setja köttinn með höttinn upp í leikhúsi. en svo sá ég myndina og þvílík skelfing. ég held ég hafi ekki séð verri mynd síðan ég sá the master of disguise

~ unnar, 01:17  | 


 
ég var að horfa á nokkuð góða mynd í sjónvarpinu áðan. það er ekki oft sem ég hrofi á sjónvarpið en þarna sá ég ásætðu til. ég sá myndina i am sam. en hún fjallar um þroskaheftan faðir sem er fyrir rétti að berjast fyrir að halda dóttur sinni. sean penn lék hinn þroskahefta faðir og ég verð að segja að hann hækkaði all svakalega í áliti hjá mér. ekki þannig að mér hafi verið illa við hann eða svoleiðiss. en ég mæli með þessari mynd, svo þeir sem ekki hafa séð hana ættu að fara á næstu leigu (eða nota aðrar aðferðir til að útvega sér hana).

~ unnar, 00:07  | 


 
nú er búið að mála þrjárl hliðar á húsinu mínu. sú hlið sem ekki var máluð beið vegna þess að steinviðgerðarefnið kláraðist. en það er búið að mála tvær umferðir á tvær hliðar og eina á þá þriðju því þá kláraðist málningin. það var nefnilega ekki til nógu mikil málning í a stofni í húsasmiðjunni. ætli ég klári þá ekki að steypa á morgun. og svo að mála hinn daginn. svo er verið að spá í smá meyri framkvæmdir.

~ unnar, 20:24  | 

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.


gamla bloggið
 
 
 
hafðu samband

msn
póstur
 
 
 
á könnunni

þessum lið hefur verið lokað um stundarsakir vegna fjölda áskoranna
 
 
   

Home  |  Archives