!DOCTYPE HTML PUBLIC "-//IETF//DTD HTML//EN">
Hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur

 
hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur
 

 
Ég er undarlegur en ágætur náungi fæddur nítjánhundruð sjötíu og fimm, er búsettur á Suðureyri og er með mikin áhuga á leiklist. Ég vinn hjá Hafró og stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
 
 
   
 
   
 
   
 


 
mikið svakalega verður ansalegt að fara að vinna eftir svoan frí. en það er svo merkilegt að maður nennir ekki gera neitt þegar maður á frí, maður ætlar alltaf að gera svo mikið en gerir.... ekkert.

~ unnar, 01:44  | 


 
svo hringdi þröstur vinur minn í mig í gær og spurði mig hvort ég væri til í jólasveina gigg með sér í dag, sem var jólaball, ég var nú aldeilis til í það. svo þegar við vorum að semja punkta fyrir giggið hringdi logi vinur minn í mig og spurði mig hvort ég gæti tekið annað, sem var bara eftir klukkustund eða svo. við þröstur brunuðum þá af stað og tókum það gigg og svo beint í næsta, en fyrir það gigg þurftum við að arka heljarinnar vegalengd í hálfgerðri ófæru. því aðkoman þurfti að vera nokkuð skemmtileg, enda sáumst við vel alla leiðina. og þetta heppnaðist allt allveg ljómandi vel.

~ unnar, 23:21  | 

 
nú er maður að blogga í fyrsta skipti á fartölvuni. ég hef verið í stökustu vandræðum bara, ég hef ekki getað vistað nein lykilorð. það er gjörsamlega óþolandi. en ég er búinn að finna lausn á því máli. ég hef satt að segja aldrei heyrt um þetta vandamál áður. ég tók smá sveina gigg núna á aðfangadag þar sem ég var bara einn og kíkt í tvö hús og færði pakka.

~ unnar, 13:17  | 




 
jæja nú er maður bara búinn í prófunum og getur farið að blogga aftur. en það er svo skrítið, maður hefur svo mikið að segja, en hefur ekki tíma. svo þegar maður hefur nógan tíma hefur maður ekkert að segja. kommentin mín eru ekki enn komin. ég ætla að gefa þessu út árið og ef það verður ekki komið inn þá, þá skipti ég um kerfi. ég nenni ekki að nota kerfi sem er bilað meira og minna. annars vorum við að fá okkur digital myndavél, reyndar óttalegt drasl, en maðan maður á ekki hundraðþúsundkall aflögu þá er kannski bara alltí lagi að fá sér lélega vél þangað til maður fær sér alvöru vél. annars var ég að heyra frábæra íslenska útgáfu af farytale of new york með texta eftir braga æsku vin minn. svo hef ég heyrt nokkur skemmtileg lög með íslenskum textum eftir enter fyrir utan jólalag bagglaúts sem er frábært. látum þetta duga í bili.

~ unnar, 10:38  | 


 
urrr.. ég sé ekki betur en komment kerfið mitt hafi rísettast og öll fyrri komment dottið út. ógeðslegt.

~ unnar, 01:55  | 


 
jól

sjá, ennþá rís stjarnan, sem brennur björtust og mildust
á bládjúpum miðsvetrarhimni hins snæþakta lands.
sjá ennþá nálgast sú hátíð, sem hjartanu er skyldast
og huggar með fagnaðarsöngvum hvert angur manns.

og innan skamms byrjar kappát í koti og höllu,
og klukknahringing og messur og bænagjörð.
það er kannski heimskast og andstyggilegast af öllu,
sem upp var fundið á þessari voluðu jörð.

og ger þú nú snjallræði nokkurt, sem fólkið finni,
í fordæmi þínu hygginn og slóttugan mann:
með kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni þinni,
og kaupa sóknarprestinn og éta hann.

steinn steinarr

~ unnar, 14:01  | 


 
nú er ég á fullu að læra undir síðasta prófið og svo er ég líka að fara í jólahlaðborð í vinnuni í kvöld. hér byrjar svo upptalning síðustu daga. ég lenti í því ógeðslegasta sem hægt er að lenda í hefst nú sagan af því. ég var að borða popp uppí rúmi meðan ég var að læra. ég krydda poppið mitt með arómtai sem er svosem ekki frásögufrærandi. þegar ég var búinn með poppið lagði sér skálina sem botnfull af arómti og poppbaunum, þá aðalega poppbaunum, á gólfið. daginn eftir var ég að borða mandarínur í rúminu ég tók börkin af þeim og setti hann í skál sem var á gólfinu sem var með poppbaunum og arómtai eða eitthverju svoleiðis. ég fór svo framúr rúminu og steig beint ofaní skálina. þetta var það ógeðslegasta sem ég hef lent í... allvega síðustu viku. við aðalsteinn og gunnar jónsson snérum hana guðrúnu stellu niður. það atvikaðist þannig að allir voru í kaffi nema guðrún stella og svo heyrðum við eitthvað píp. við pældum þannig séð ekkert í því til að byrja með, svo fórum við að athuga málið kom þá í ljós að lyftan var föst. og guðrún stella í henni. hetjurnar aðalsteinn, gunnar jónsson og ég tókum okkur til og fórum að snúa lyftuna niður með þar tilgerðri sveif sem var töluvert mál en við skiptum liði í því að snúa. annars var ég að fá mér fartölvu sem ég ætla að nota sem námstæki... ...og leiktæki.

~ unnar, 14:28  | 


 
jæja, það er bara eitt próf eftir. mér gekk örlítið betur en ég bjóst við í þroskasálfræðinni, en er ekki viss um að það hafi dugað til, en við vonum auðvitað að besta. svo á síðasta laugardaga var ég í smá jólasveina giggi í bolungarvík. það var nokkuð gaman og heppnaðist ágætlega. ég fékk hann helga þór með mér var hann ágætis andstæða við mig þar sem hann er styttri en ég og grannur. annars svaf ég lítið í nótt. kötturinn gimlihafði ekki komið heim í næstum sólarhring og eftir að maður hefur mist ein kött þannig að hann hafi ekki skilað sér heim og lenti í ógöngum og dáið er manni ekki sama. ég vaknaði þá við hvert smá hljóð sem heyrðist í húsinu. ég varð var við hverja veðurbreytinguna á fætur annari; ný vindátt, rigning, slidda og snjókoma. ég hafði þó náð að gleyma mér svona um sexleitið en þá vaknaði jóhanna og við það vaknaði ég. hún var svo við það að sofna aftur þegar ég heyrði kunnulegt hljóð og spratt upp, ég heyrði að þetta var ekki kötturinn garpur á ferð. ég þaut fram í eldhús og þar var kötturinn gimli kominn rennblautur og sársvangur. ég hef aldrei séð hann borða allan matinn sinn fyrr. verst er að maður getur ekki spurt hann hvar hann hélt sig, en ég hef trú á að hann hafi verið að forvitnast eitthverstaðar og lokast inni.

~ unnar, 08:49  | 


 
nú hef ég verið latur að blogga. enda nóg að gera, ég er búinn í einu prófi og er að lesa á fullu fyrir næsta. þroskasálfræðin er næst. ég er búinn að prenta út um tvöhundruð blaðsíður af hjálpar efni sem ég nota með bókini. það eru kennslubréf glósur og meiri glósur. annars er komin niðurstaða með köttinn garp hann var með lípó (lipoma) sem var víst með eitthverskonar bólgu. ég þekki svosem lípó hef fengið svoleiðis sjálfur, en þetta var óvenju stórt fyrir kött. annars var ég að fá bréf í póstinum áðan partur af innihaldinu var svona "Nú getur þú líka unnið ferð til Ástralíu!!!
Það eina sem þú gerir er að merkja og senda kassakvittanir fyrir samtals tíu flöskum af Rosemount vínum til Rosemount klúbbsins, Lágmúla 6, 108 Reykjavík fyrir 6. janúar 2004. Þar söfnum við saman öllum innsendum kassakvittunum og drögum úr þeim sem ná að minnsta kosti tíu flöskum." tíu flöskur fyrir sjötta janúar. ég drekk sennilega svona fjórtán á ári, ef svo mikið. ég var allveg bit bara. hvernig dettur fólki þetta í hug ?

~ unnar, 02:01  | 

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.


gamla bloggið
 
 
 
hafðu samband

msn
póstur
 
 
 
á könnunni

þessum lið hefur verið lokað um stundarsakir vegna fjölda áskoranna
 
 
   

Home  |  Archives