Ég er undarlegur en ágætur náungi fæddur nítjánhundruð sjötíu og fimm, er búsettur á Suðureyri og er með mikin áhuga á leiklist. Ég vinn hjá Hafró og stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
ég var byrjaður að blogga aðeins áðan, en þá fór bara rafmagnið. uss uss uss.. en jæja. ég var að segja að ég væri snillingur, það er svosem ekki frásögu færandi en mér tókst að stíga á glerbrot í gær ég blótaði bara í hljóði og henti brotinu en pældi ekkert meira í þessu þannig, enda leið mér ekki eins og ég hafi í skorist. heldur bara svona smá sárindi eins og ef maður stígur á eitthvað hart. ég fór síðan fram og verkjaði pínulítið og tók þá af mér skokkinn. á var hann allur í blóði og fóturinn á mér líka. þá hafði skorist svona tveggja sentimetra skurður milli stórutánnar og iljarinnar og uppá hliðina á fætinum ég sá að þetta var ansi djúpt og það blæddi mjög mikið þannig konan keyrði mig á the sick house (sjúkrahúsið) freðin tók um tuttugu mínútur þannig að ég upphugsaði nokkra aulabrandara á leiðini. það er ansi merkilegt hvað ég kjafta mikið þegar ég er meiddur, ég hreinlega stoppa ekki, sennilega er þetta eitthver panikk viðbrögð. þegar ég kom spurði læknirinn auvitað hvað hefði gerst sem ég sagði honum, ég sagðist þá hafa verið að að spá í að segja að ég hafi verið að reyna að raka hárin á tánni á mér en hafi ekki kunnað við það, honum fannst þetta frekar fyndið þannig að ég lét bara fimmaurabrandarana ganga. hann fann smávegis af sokknum mínum inn í sárinu og tók það útúr ég hugsa að það hefði svosem getað verið notarlegt á köldum vetrar kvöldum að þar sem ég er frekar fótkaldur að hafa sokk innvortis. svo sagði hann að það yrði að sauma. ég var svosem allveg til í það og svo deyfði hann mig, mikið svakalega var það vont. ég hef nebblega sprautu fóbíu ég hreinlega hata sprautur. svo saumaði hann tvö spor og batt um. ég fór svo bara heim að sofa þegar þessu var lokið, en mikið svakalega er ég aumur í þessu núna uss uss uss... en ætli ég verði ekki að drekka rauðvín til þess að bæta upp blóðmissinn það á víst að vera blóðaukandi ;)
~ unnar, 08:53 |
já bara svo að fólk vitið það þá er ljóðið hér að neðan ljóðið búlúlala eftir stein steinarr
~ unnar, 08:24 |
jæja ég held að það sé spuring um að fara bara að sofa bara.. ég er búinn að fara að sofa of seint alla síðustu viku ritgerðarpælingar þrjú var ekki óvanalegur tími að skríða uppí. já og eins og sjá má hér í kommenti hér fyrir neðan var ég aðeins að laga smáræði á síðuni hennar höllu. jæja best að fara að lúlla sér.
~ unnar, 02:24 |
jédúddamíja núna rétt í þessi flaug hrafn á rúðuna hjá mér hérna í vinnuni, félagar hans voru víst að ráðast á hann. ég held þeir hafi verið að slást um eitthvað matarkyns sem lá ofaná bíl hér fyrir neðan gluggan. saklaus blikkari sá atburðinn líka og tók góðgætið af bílnum.
~ unnar, 10:15 |
abbessiníukeisari heitir negus negusi,
og negus negusi segir: búlúlala.
öllum mönnum, sem íhuga málstað ríkisins,
finnst unun að heyra negus negusi tala.
og í hreinskilni sagt eru allir óvinir ríkisins,
sem ekki hlusta á negus negusi tala.
ég er negus negusi, segir negus negusi,
ég er negus negusi. búlúlala.
kötturinn garpur er voðalega heppinn núna hann er hættur að hafa skerminn sem hann var með og er í staðinn kominn með svaka flottan klút sem hylur sárið á bringuni á honum, þannig nær að lofta vel um, hann nær ekki að sleikja sárið og hann kemst ferða sinna óþvingaður og getur borðað án þess að lenda í vandræðum. annars var ég að fá frábært spam í gær. það var ekki þessi venjulegu spömm þar sem er verið að auglýsa viagra eða typpalenginga pillur eða plástra heldur sérblandaða sterka sósu sem ég gat útbúið sjálfur pantað og fengið áprentaða flösku og annaðhvort notað sjálfur eða gefið. frábært tilboð ég held ég skelli mér á eintak sex únsu flaska kostar ekki nema einn dollar án sendingakostnaðar, tolla, heibrygðisvottun osfr. þannieg að ég sé fram á að þetta geti kostað mig svona sjöþúsund krónur til mín komið og hvað gerir maður ekki fyrir sósu ?
~ unnar, 11:54 |
merkilegt sem ég rakst á áðna. ég var að vinna í ritgerðinni minni og að leita að heimildum um vygotsky og fann þetta merkilegt með þessa svoét menn þeir lifa afturábak "Lev Semenovich Vygotsky (1986 - 1934)" svo kemur meira hér "Although Vygotsky’s career was short, he died at the age of 48, the effect he made on education was lasting." samkvæmt öllum öðrum heimildum sem ég hef þá lifði vygotsky frá 1896 til 1934 og var þrjátíu og sjö ára þegar hann lést. skondið þetta er af síðu college of education, university of florida
~ unnar, 21:17 |
kötturinn garpur var hjá dýra í dag og núna eftir að hann kom heim er hann lampi. það var fjalægt æxli úr bringuni á honum en það verður sent og kannað hvað þetta er. við vonum bara það besta. í kvöld gabbði ég konuna með mér að mæla fisk og setti hana í innsláttinn, ég væri sennilega enn að ef hennar hjálpar hefði ekki notið við. annars er ég að prófa nýtt rauðvín just now. ég heyði mann í ríkinu segja að þetta væri fyndnasta rauðvín sem hann hefði smakkað og þar sem ég er mikill húmoristi ákvað ég að prófa. tegundin heitir peter lehmann the barossa cabernet sauvignonog er frá suður ástralíu. satt að segja var ég ekkert svakalega ánægður, en þetta var ekkert vont samt. en ég held ég kaupi mér annað næst.
~ unnar, 23:58 |
það er víst opinn fundur með forstjóra hafró annað kvöld. og ég var á rúntinum meirihluta dagsins með auglýsingar fyrir fundinn. ég skellti mér svo á langa manga í hádeginu en þar hitti ég fyrir þá skúla og þórir frá zikk zakk. þeir félgagar eru hér fyri vestan vegna stuttmyndar sem verið er að taka upp í dýrafirði og þeir voru að vandræðast við að redda sér ákveðna tegund ökutækis. ég benti þeim strax á eitt svoleiðis og eftir nokkra stund annað sem hugsanlega hentar betur fyrir það sem þeir eru að pæla.
~ unnar, 23:54 |
nú er kötturinn garpur að fara til dýralæknis á föstudaginn. hann er með eitthvern hnúð á brjóstkassanum sem verið að fara að kíkja á. mjög sennilega þarf hann að fara í aðgerð útaf þessu, en við sjáum hvað setur.
~ unnar, 17:00 |
ég er annars með vírus eða eitthvern fjandann í auganu. sé allt í móðu og sárverkjar. ferlega leiðinlegt að vera að lesa skólabækur og geta ekki notað nema annað augað. en samt er eins og ég sé að lagast.
~ unnar, 22:15 |
ég var rétt í þessu að horfa á groundhog day það var allveg eins og ég hafi séð hana áður.
~ unnar, 22:12 |
annars væri ég allveg til í að eiga einn júgó. þetta eru flottir bílar
~ unnar, 11:47 |
hver hefur ekki séð pusjó auglýsinguna sem hefur verið sýnd í sjónvarpinu undanfarið. þar er gaur frá austurlöndum sem tekur gamla júgóinn sinn keyrir honum á vegg, lætur fíl setjast á hann lemur hann með sleggju og breytir honum í eftirlíkingu af pusjó. mér fannst þessi auglýsing frekar fyndin. en mér þykir þetta ekki vera allveg rétt að gera svona. þarna er verið að segja brandara á kostnað þessa fólks sem býr við fátækt og skort og þrá þess til að geta orðið eins og við vesturlandabúar að keyra tildæmis á bíl með nútímalegur útliti.
~ unnar, 11:04 |
það var nú aldeilis gott með kaffinu í dag. hún gulla kom með kræsingar með kaffinu og í kaffið var sko ekkert slor heldur. þetta var ekki þetta venjuleg vinnukaffi sem allir þekkja svo hel heldur var þetta sérblandað með súkkulaði og kanel. síðan bauð gulla líka uppá tepúns það var bara allveg ágætt. annars er bjór síðdegi á morgun í vinnuni. og ég búinn að panta bjórinn minn. ég drekk nebblega bara erdinger dunkel. jæja ég segi bú ekki að ég drekki hann bara, en það er eini bjór sem mér þykir góður. en þannig er hann er ekki tíl í ríkinu á ísafirði og ef ég vil fá panta svoleiðiss verð ég að panta það fyrir hádegi á miðvikudag til að geta fengið hann á föstudegi. ríkið á ísafirði opnar reynar ekki fyrr en kl hálf tólf á þessum árstíma ég hringdi þá aftur og aftur eftir að það átti að vera búið að opna. þegar klukkan var að verða tvö gafst ég upp á að reyna lengur þannig að ég hringdi í hauk vin minn og kann fór í ríkið fyrir mig og sendi mér bjórinn. er það nú vesen fyrir bjór iss...
ég flaug heim í gær. á flugvellinum hitti ég hann togga. hann var að fara í leikhús í eyjum og sjá litlu ljót. ég spjallaði smá stund við togga en ég var allveg skel þunnur þannig að það kom ekki mikið af viti uppúr mér. á flugvellinum var sauðdrukkinn náungi. þetta var eginlega frekar truflandi því hann var farinn að angra aðra gesti á flugvellinum. ég hreinlega skil ekki hvernsvega þetta var látið aðgerðarlaust. ég flaug svo heim, ég veit ekkert hvernig flugið var því ég svaf eins og alltaf þegar ég flýg. nú í dag fer ég svo að læra á fullu.
~ unnar, 11:43 |
geimveira bauð mér í mat í gær. í matin var prime rib steink jömmí... steikin var frábær og meðlætið ekki síðra við sátum svo og spjölluðum langt fram á morgun. kæra vinkona, ég þakka kærlega fyrir mig. ég hringdi svo á bíl og fór uppí árbæ til systir minnar þar sem ég gisti. leigubílstjórinn rataði ekkert í reykjavík, ég þurfti að leiðbeina honum alla leið á meðan elvis hljómaði undir. hann sagði mér þá að þetta væri fyrstaskipti sem hann væri að vinna í reykjavík, hann væri frá borgarnesi og rataði ekkert. ég verð að segja að aðfaranótt laugardags ætti ekki að vera með svona menn í keyrslu, allavega ekk fyrr en þeir læra að rata og læra á beisik leiðir.
~ unnar, 12:01 |