Ég er undarlegur en ágætur náungi fæddur nítjánhundruð sjötíu og fimm, er búsettur á Suðureyri og er með mikin áhuga á leiklist. Ég vinn hjá Hafró og stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
heyrt á kaffistofuni í gær: "mér þykir alltaf jafn fyndið að sjá unnar borða kremkex. hann borðar það eins og fimm ára." ég borða nebblega kremkex eins og á að borða það. ég borða fyrt annað helminginn af kexinu, síðan kremið og síðan hinn helminginn og svo ýmsar varíasjónir af þessari aðferð. annars skil ég ekki hversvegna ég lendi alltaf í eitthverju veseni. síðasta dæmið er að það var verið að panta flug fyrir mig í gegnum netið. það kom upp "villa frá kortafyrirtæki" í ljós kom að færslan átti sér ekki stað, en hinsvegar var bitið af heimildinni. og því miður er ekkert hægt að gera í málinu... hrumpf... ég verð víst að bíða þar til november reikningurinn kemur ef þetta hefur ekki verið leiðrétt fyrir þann tíma. ömurlegt.
~ unnar, 12:31 |
bara svona til gamans.
a=b
a²=ab
a²-b²=ab-b²
(a-b)(a+b)=b(a-b)
a+b=b
munum nú a=b
2b=b
2=1
~ unnar, 14:21 |
annars kláraðist ritgerðin í nótt. og var send in klukkan tvö. þá getur maður farið að einbeita sér að næstu ritgerð. ekki er hægt að segja annað en að það séu töluverð viðbrygði að vera kominn í skóla.
~ unnar, 10:21 |
einn ónefndur maður sem ég þekki var að kaupa í matinn í síðustu viku. í bónus var svolítill hópur af pólskum konum. að hanns sögn voru þær fallegar mjög. hann virti þær svona fyrir sér lauslega þegar hann var í röðini við kassan, en fór síðan að tína uppúr kerruni sinni. þá segjir afgreiðslumaðurinn "jæja, á að skella sér á einan pólska ?" eðlilega varð manninum frekar brugðið. en, þannig var að hann var að kaupa sér pakkapizzu sem var pólks. en hann hélt í nokkrar sekúntur að afgreiðslumaðurinn hefði lesið hugsanir hans.
~ unnar, 10:20 |
ég verð að segja að nýju star trek þættirnir eru bara helvíti fínir. ég skil bara ekki hversvegna þemalagið er svona skelfilega langt.
~ unnar, 00:24 |
annars er skítakuldi í vinnuni núna. það eru píparar eitthvað að grúska í lögnunum hérna. svo er ég með klikkaðan hausverk, sem er búinn að vera í nokkra daga núna, þetta er ekki þessi venjulegti mígresnishausverkur. svo virðist ég vera með svona smá hita við og við, en er samt ekkert slappur eða neitt svoleiðiss.
~ unnar, 12:49 |
að hugsa sér. ég hringdi í gær í ákveðið fyrirtæki á ísafirði vegna þess að ekki var búið að gera fyrir mig verk sem ég þurfti að láta gera fyrir mig sem ég bað um á fimmtudag. en þegar ég hringdi í gær og þá svaraði yfirmaður þessar starfsmanns var ég spurður hvern ég hafði talað við, ég svaraði því. þá var mér svarað. "já, já. það þíðir ekkert að tala við hana. hún gleymir öllu sem hún er beðin að gera. þú verður að spurja um eitthvern annan næst." mikið skelfing hlítur þetta að vera mikil niðurlæging fyrir þennan starfsmann.
~ unnar, 12:48 |
mikill meirihluti gesta sagði í könnunini minni að ég væri og feitur og ætti því ekki að borða neitt. ég hugsaði málið í svona tvær sekúntur en ákvað að gera það ekki.
~ unnar, 08:37 |
nú bara verð ég að fara að fá rafeindabjöllur á kettina mína. það líður varla sá dagur sem þeir koma ekki inn með mús, eða tvær. þeir eru ekkert að koma með þær dauðar inn. ó nei. þeir koma með þær liftandi leika sér með þær, svo verða þeir leiðir á öllu saman og sleppa henni. svo þarf ég að vinna hörðum hönudum að ná músini. reyndar stundum klára þeir málið. núna á föstudaginn voru þeir búnir að færa mér tvær mýs. réttara sagt eina og hálfa. málið er að báðir kettirnir eru með bjöllur, en kettir eru ekki asnar, þeir læra á bjölluna þannig að það heyrist ekkert í þeim.
~ unnar, 08:26 |
mig vantar svona átta tíma í viðbót í sólarhringinn, á eitthver aflögu ?
~ unnar, 09:06 |
hanaú, nú siglir reinbó vorríor í höfn.
~ unnar, 08:43 |
kötturinn garpur kom með horssagauk heim í soðið áðan. ég vildi nú ekkert með hann hafa og gaf honum frelsi þar sem ekkert sást á honum og hann flaug sína leið.
~ unnar, 22:47 |
ekki get ég nú sagt að síðustu dagar hafi verið fréttnæmir. ég er bara búinn að vera að læra á fullu. og afla ganga fyrir tvö verkefni sem ég er að vinna að. annars var hún dragana veik í dag. hún einmitt eldar matinn hérna í vinnuni, þannig að ég fékk mér bara peru og kaffi í hádegistmat. ég held að þetta hafi ekki veirð góð blanda. vegna þess að nú er eitthver ólga í mallakútnum mínum... ...og sei sei já.
~ unnar, 13:51 |
þegar ég var krakki fékk ég aldrei blóðnasir. það var ekki fyrr en ég var svona sextán ára sem þarð gerðist fyrst. jafnvel ´þó ég fengi góð högg á nefið.
~ unnar, 12:39 |
í gær var ég að keyra heim úr vinnuni eins og svo oft áður, ég var kominn í svona miðjan súgandafjörðin þegar mig klæjar eitthvað rétt fyrir neðan nefið. ég set hendina upp að nefinu og kippi henni strax burt þegar að ég finn eitthvað blautt. hendin var öll í blóði. hörkublóðnasir... ...ég stoppa bílinn og konan reynir að finna eitthvað til að taka við blóðinu áður en það fer út um allt. það eina sem finnst svona strax var pulsubréf og var það notað og svo fór ég í skottið þar sem ég átti tork. ég held að þetta hafi tekið svona eina mínútu en ekki vildi betur til en svo að skyrtan og buxurnar voru útötuð í blóði. ásamt höndunum á mér og andliti. en þetta hætt jafn fljótt og þetta gerðist.
~ unnar, 12:38 |
annars var ég búa til berjalíkjör í gær. ber vodki og sykur. svo verð ég að bíða í nokkra mánuði áður en ég set þetta á flösku. tímin verður að leiða í ljós hvernig bragðast.
~ unnar, 15:06 |
ég fór í smá leiðangur í vinnuni í dag, fór að mæla þorskseiði í seiðisfirði á bát frá súðavík.
~ unnar, 14:59 |
það er agalegt að vakna klukkan fimm á morgnana.
~ unnar, 14:58 |
ég var á leið í smá sjóferð í dag, þar sem fara átti í þorskeldiskvíar í seiðisfirði. en þegar við vorum komnir í súðavík, þar sem við áttum að fara um borð sáum við að það var komið leiðinda veður, við fórum því ekkert. við förum þá líklega eldsnemma í morgunsárið. eftilvill klukkan fimm.
~ unnar, 16:06 |
guðrún systir, haukur maðurinn hennar og tvíburarnir aldís og bryndís komu og heimsóttu mömmu um helgina, voru í samfloti með mömmu þegar hún kom heim. mamma var nebblega útá spáni og keyrði vestur. ég fór með þeim í smá berjamó, og var með bryndísi í fanginu næstum allan tíman, enda var ekki beint gott fyrir litla tveggja ára fætur að vera að skrölta þarna. ég fann líka smá slatta af sveppum. þar að meðal kantarellur, reynar voða fáar en þó smá. ég sá svo risastóran bersekjasvepp ég held að hann hafi verið svona þrjátíu og fimm fercentimetrar, ég hef alrei nokkurntíman séð svoan stóran svepp. það var eitt sem ég tók líka eftir. það var ekkert af maðki í berserkjasveppunum. heldur bara í matarsveppunum. leiðinda fluga. hún ætti frekar að verpa í óæta sveppi.
~ unnar, 16:03 |