Ég er undarlegur en ágætur náungi fæddur nítjánhundruð sjötíu og fimm, er búsettur á Suðureyri og er með mikin áhuga á leiklist. Ég vinn hjá Hafró og stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
kettirnir mínir eru bæði feitir og latir, well annað er feitur en báðir latir. í gær eftir að konan var sofnuð var ég að brasa frammí eldhúsi, og heyrði eitthvað þrusk. ég opanaði skápinn undir vaskinum, þar sá ég litla sæta mús. en um leið og hún sá mig stökk hún í gegnum gat þar sem lagnirnar í vaskinn koma í gengum innréttinguna og í gegnum veggin framm í þvottahús. ég ætlaði auðvitað að vera löngu búinn að gera við þetta.. en well.. þar sem ég þekki kettina mína reyndi ég ekki að koma þeim á sporið. hinnsvegar náði ég í smá viskí lögg og lagði hana í tappa inní skápinn. þegar ég svo kom heim í dag var "dauð" mús í skápnum en ekki látin.
~ unnar, 21:39 |
í þessum töluðu orðum er ég að matreiða silunginn. ég nennti ekki að kveikja upp í grillinu, enda rignir. þannig að ég setti hann bara í eldfast mót, kryddaði með salti og dill, setti appelsínu seniðar ofaná hann, helti smá cointreau í mótið og setti smá smjörklípu með. ég ákvað svo að elda sósu, greið bara það sem mér datt í hug úr ísskápnum sem var rjómaostur. og bjó til spennandi sósu úr honum. svo verður bara að koma í ljós hvernig bragðast.
~ unnar, 18:23 |
ég skellti mér að veiða í gær inní önundarfjörð. ég sá svolítið af frekar vænum fiski og helling af seiðum. til að byrja með átu seiðin bara orminn af hjá mér, en síðan lærði ég á fiskinn og var búinn að hala inn einni sæmilegri bleikju. um það leiti komu þrjár stelpuskjátur með gúmmíbáta og fóru að leika sér ofar í ánni. þegar þær voru búnar að vera að sulla í smá stund fékk ég aðra bleikju. svo komu þær aðeins nær mér og fóru að sulla á þeim stað þar sem ég var að veiða og fiskurinn lá. ég tók þá bara draslið mitt saman og skrapp í kaffi til sigga láka sem er með sumarbústað þarna rétt hjá. þegar ég kom svo til baka voru stelpurnar farnar og fiskurinn líka. þannig að ég fór bara heim og hélt til tengdaforeldra minn og snæddi hrefnukjöt.
~ unnar, 10:07 |
í þessum töluðu orðum er akkúrat sextíu addressur í msninu mínu.
~ unnar, 15:58 |
ég held ég hafi ekki sagt frá því hér áður, en ég sef alltaf, eða nánast alltaf í flugvél... ...ehh... ...ekki samt þannig að ég sofi ekki öðruvísi en í flugvél heldur að þegar ég er í flugvél þá sef ég. sem betur fer er ég ekki flugmaður, það kæmi sér mjög illa. en allvega á leiðini vestur þá sofnaði ég áður en vélin var farin í loftið.
~ unnar, 15:43 |
hættu að gráta hringaná,
heyrðu ræðu mína;
ég skal gefa þér gull í tá
þó grímur taki þína.
hættu’ að gráta hringaná,
huggun er það meiri,
ég skal gefa þér gull í tá
þó grímur taki fleiri.
hættu’ að gráta hringaná,
huggun má það kalla,
ég skal gefa þér gull í tá
þó grímur taki þær allar.
annars er lagið hættu að gráta hringaná með þursaflokknum (ljóð jónasar hallgrímssonar) í rosalega miklu uppáhald hjá mér þessa dagana, vildi bara að það kæmi fram.
~ unnar, 15:38 |
það mætti halda að kommentkerfið mitt væri bilað. ég hef ekki fengið komment í mjög langan tíma. ef ég hefði ekki teljaran mundi ég jafnvel halda að ég skoðaði bara einn bloggið mitt. já. í framhaldi af því þá vil ég líka minná gestabókina.
~ unnar, 15:35 |
ég kíkti með veiru á andy warhol sýninguna í gallerí fold, og satt að segja stóð hún ekki undir væntingum, jú það er gaman að sjá þetta, en myndirnar voru bæði fáar og einungis mannamyndir, ég bjóst náttúrulega ekki við því að allar frægustu myndirnar væru þarna, en samt, ég bjóst við betra, en það var hellingur af öðru mikið skemmtilegar að skoða í gallerí fold. þega við vorum svo búin að skoða þetta fórum við að borða og fórum svo í bíó. við skelltum okkur á brús ollmætí. og ég verð að segja að hún fór frammúr öllum væntingum. hún var bara nokkuð fyndin.
~ unnar, 14:03 |
ég hitt helling af fólki fyrir sunnan ég ætla ekki að fara að telja það allt upp en þetta fólk á það allt sameginlegt að vera mjög fallegt og skemmtilegt... ...æji ég tel það bara samt upp... ...ég set það í þeirri röð sem ég hitti það... ...haukur, krissa,dabbi,ólöf,geimveira,doddi og iðunn (og kó)
~ unnar, 13:58 |
ég er kominn heim aftur og allt farið í farveg aftur, en eitthvernvegin nýjan farveg. ég hef allvega ekki eins mikin tíma til þess að sinna mínum málum og áður nú þegar maður er kominn í skóla aftur. ég mætti á mánudaginn í skólan, og var búinn að missa af tvem og hálfum degi í kennslu. ég verð að segja að ég var töluvert kvíðinn, það lá hreinlega við að ég mundi snúa við og fara heim þegar ég mætti þarna tuttugu mínútum áður en ég átti að mæta.
~ unnar, 13:52 |
nú horfði megnið af þeim sem tók þátt í leikritinu á upptökuna í gær, maður sá víst helling af atriðum sem maður vissi hreinlega ekki að væru til. maður skildi þá aðeins betur hláturinn sem kom á skrítnum stöðum. já og meðan ég man, limidae similis er skel sem heitir unnardrekka og ég hlít að vera unnardrekka þegar ég er að drekka, ekki satt ?
~ unnar, 08:08 |
latneska heitið á mér þegar ég er að drakka er limidae similis
~ unnar, 16:25 |
við dóra hlín fórum að safna krækling í vinnuni í dag. við fórum á tvo staði og söfnuðum áttatátíu kræklingum á hvorum stað í réttri stærð. henni dóru tókst eitthvernvegin að hrasa þannig að stígvélin hennar fylltust af vatni og hún varð allveg rennandi blaut.
~ unnar, 21:04 |
ég skaust aðeins inní skötufjörð í dag. því að ægir kallinn hennar iðunnar fann vogmær, og ekki bara eina, heldur tvær.
~ unnar, 00:29 |
já.. og ég komst inn í fjarnámið hjá khí. og þarf að mæta á fimmtudaginn og fékk að vita það í dag.. .. shit.. ..of skammur tími.. ..æji það reddast.
~ unnar, 22:22 |
helvit.is komment kerfið er farið aftur
~ unnar, 22:21 |
við dóra hlín erum ógurlega fyndin, þegar við vorum að vinna við undirbúning rækjuhátíðarinnar á ísafirði "kampalampanum 2003" datt okkur í hug að búa til kampalampalampa og gefa hjalta yfirmanni okkar í síðbúna afmælisgjöf. svona fyrir þá sem ekki vita er kampalampi rækja. og nú í dag varð gripurinn að veruleika. hann er búin til úr fjörugrjóti, steypustyrktarjárni og trekt, og svo er komið fyrir fakningu inní trektini og rækja límd utaná trektina og örlítið á steininn. við fórum svo heim til hjalta sem er í sumarfríi og færðum honum þennan grip og varð hann mjög ánægður með hann.
~ unnar, 13:49 |
annars er ég búinn að éta eins og svín. maður hefur varla gert annað en borðað grillmat undanfarið og eitthvernvegin getur maður ekki hætt að borða svoleiðiss
~ unnar, 00:28 |
það var rækjuhátíð núna um helgina og ég var að vinna við það, þar sem hafró var einn af þeim aðilum sem stóð fyrir hátíðinni. síðan fórum við nokkrir og steggjuðum hann skafta, sem er einmitt að fara að giftasig á nástu helgi. svo skutumst við konan aðeins inní skötufjörð og hittum iðunni og kó. ég tók til í linkunum mínum áðan. ég tók kristbjörgu út, því hún hefur ekki bloggað í mánuði, og setti berglindi frænku sem er skiptinemi í nýjasjáldandi inn. ég er voða latur að blogga núna... ég læt þetta þá bara duga í bili.
~ unnar, 00:19 |
núna rétt í þessu fór brunakerfið í vinnuni í gang. það hefur nú gerst stundum þegar hún gunna sigga er að elda. en nú var klukkan rétt um tíu. allir spruttu upp og ég stökk fram og sá það eina stúlku sem vinnur á hæðinni eldrjóða í framan, ég leit svo inn í elhúskrókinn og sá að hún hafði verið að ristabrauð og aðeins brugðið sér frá og brauðið eins og kolamolar
~ unnar, 10:08 |
það er búið að vera allveg klikkað að gera hjá mér undanfarna daga. ég er búinn að vera að vinna við að koma af stað rækjuhátíðinni. en hún hófst í gær og allt virtist heppnast vel, þar til klukkan fimmtán tuttugu, þá uppgvötaði ég að ég var með risastóra saumsprettu á rassinum....ehh.. þar að segja að buxurnar voru með saumsprettu. og herlegheitin áttu að byrja klukkan fjögur. þarna voru góð ráð dýr. ég hafði í raun þrjá kosti í stöðunni. vera við opnunina með saumsprettu á rassinum, fara heim tim mömmu og reyna að gera við buxurnar (eins og ég er nú klár að gera við buxur) nú eða að kaupa mér nýjar buxur í kvelli. ég var ekki á bílnum þannig að tíminn var ekki mikill fyrir mig. en ég fór og keypti mér bara buxur, fékk sæmilegar buxur bara á fimmþúsundkall.
~ unnar, 08:51 |
honum hauki vini mínum datt í hug að bruna vestur um helgina, við skelltum svo fimm á ball í súðavík, ballið var allveg ágætt, en það var skelfilega fámennt. ég held hreinlega að það hafi ekki verið nema tuttugu manns. svo skelltum við okkur í partý á eftir og vorum komin heim um klukkan níu. á sunnudagskvöldið fórum við haukur á ísafjörð fengum okkur smá bjór á langa manga og horfðum svo á helvíti fína flugeldasýningu. eftir að við vorum farnir þaðan fórum við aðeins á rölt í bænum. það var slatti af bílum á rúntinum við heyrðum úr langri fjarðlægð þegar ein bílaröðin kom. það heyrðist allveg dúndrandi fermingarpopp (effemm tónlist), þá veltur uppúr hauki "þarna kemur diskósirkusinn"
~ unnar, 08:55 |
já og auðvitað sólbrann ég á eyrunum
~ unnar, 04:02 |
já það er svo. ég var í sumarbústað. sumarbústað í flókalundi. ég tók semsagt síðustu vikuna af sumarfríiun í það að vera í fríi. við þurftum reynar að drösla öllum farangrinum svona hundrað metra gangandi. því engin vegur var að bústaðnum sjálfum, það var frekar fúlt. bústaðurinn var bara hreinn og fínn, en ótrúlega mikið af rusli í kringum hann. við grilluðum okkur pulsur á föstudeginum, og fengum okkur frábært lambalæri á laugardaginn sem ég var búinn að krydda með minni leyni uppskrift með salti pipar og kryddi úr hlíðum súgandafjarðar. þessu var skellt á grillið, ég hefði grillað þetta í holu ef við hefðum ekki verið á friðlandi. komment kerfið er komið í lag. við skeltum okkur að veiða í smá polli uppá dynjandisheiði, þar er hellingur af fjallableykju hún er að vísu voða smá eins og fjallableykjan er oftast, en þó voru nokkuð góðir fiskar inná milli, við tókum nokkrar á grillið, nokkrar í sallat, en slepptum þeim allra minnstu, þó svo að talað sé um að maður ætti ekki að sleppa neinu í svona vötnum. nánast allur fiskurinn sem ég kom með heim voru kynþroska hrygnur, og í maganum var voðalega lítið, rætur, lauf, drulla, einstaka ormur og maís baunir (sennilega eitthver notað sem beytu) við fórum svo tvisvar í sund í reykjafirði og kíktum svo á verkin hanns samúels í selárdal, við klikkuðum hinsvegar allveg á því að fara á rokkmynjasafnið hanns jóns kr.
~ unnar, 03:01 |
kominn heim úr bústaðnum, blogga um það síðar.
~ unnar, 02:09 |