!DOCTYPE HTML PUBLIC "-//IETF//DTD HTML//EN">
Hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur

 
hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur
 

 
Ég er undarlegur en ágætur náungi fæddur nítjánhundruð sjötíu og fimm, er búsettur á Suðureyri og er með mikin áhuga á leiklist. Ég vinn hjá Hafró og stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
 
 
   
 
   
 
   
 

 
mikið ferlega er síðan mín lengi að lódast upp þessa dagana. svo er komment kerfið og seti teljarinn í steik, þetta virðist þó ekki vera svona með allars síður á blogspottanum. gæti verið að eitthver serverinn sé útí sveit hjá þeim.

~ unnar, 15:40  | 

 
svo var ég að horfa á anger management, hún var allveg ágæt svosem, en mér þótt hún aðeins of löng. mér var farið að leiðast pínulítið undir það síðasta. það hefði mátt stytta myndina um svona korter eða svo

~ unnar, 01:03  | 

 
já það sem ég var að skirfa í dag var að ég var fenginn til þess að vera í tónlistarmyndbandi með bmx. í myndbandinu var ég í hvítum of þröngum hlírabol og svo var höfuðið á mér rakað fyrir bróðir minn ljónshjarta. þannig að ég leit út eins og ég væri einn pólverjinn klipptur út úr i kina spiser de hunde. svo skirfaði ég eitthvað meira sem ég man ekki hvað var. en það var voðalega fyndið.

~ unnar, 01:01  | 


 
ferlega fer það í taugarnar á mér þegar maður er búinn að blogga eitthverja langloku og svo frýs tölvan áður en maður póstar

~ unnar, 15:09  | 


 
það er kannski frekja í mér, en ég er allveg á því að fólk ætti að taka greindarvísitölupróf áður en það keyrir með tjaldvagn. ástæða þess að ég segi þetta er atvik sem ég lenti í núna um daginn. ég var að keyra eftir þröngri götu á suðureyri og þar var aðili að bakka með tjaldvagn. og ætlaði að bakka með hann inná þartilgert tjaldstæði sem var sértstaklega merkt sem slíkt fyrir sæluhelgina. en ökumanninum datt ekki í hug að það ætti að beyja heldur fór hann fram og aftur og hélt götunni lokaðri, þarna var svo kona sem var að reyna að leiðbeina ökumanninum, ég skildi nákvæmlega hvað hún var að meina með bendingum sínum en hinn hélt áfram að færa sig fram og aftur án þess að snúa strýrinu neitt. ég sjálfur er ekki flinkur að keyra með eitthvað svona aftaní bílnum en kommon þetta var útí hött

~ unnar, 11:16  | 

 
ég tók engil út af linkalistanum mínum, þar sem linkurinn var dauður. annars er berglind frænka búin að koma upp bloggi og ætlar að blogga um lífið og tilveruna á nýja sjálandi, en hún er þar sem skiptinemi. ég hendi inn linknum þegar það er komið almennilega í gang.

~ unnar, 08:51  | 


 
þessi hérna er allveg ótrúleg. þannig var að eitthverja hlutavegna var plast kóróna inní tölvuherberginu okkar. sennilega var þetta kórónan hennar títaníu síðan í leikritinu í fyrra. allavega... hún setti hana upp meðan hún var í tölvuni í eitthverju djóki. síðan var bankað. hún stekkur af stað og opnar hurðina þar stendur sölumaður og er að selja eittherja kertastjaka eða eitthvað sillí allvega hún skilur ekkert í því að hann kallar hana alltaf drottningu, heldur ignorara það bara. svo afþakkar hún þetta og kemur aftur inn í tölvuherbergi. ég rek þá augun í kórónuna á höfðinu á henni. þá hafði hún farið til dyrana eins og hún var klædd. semsagt með kórónuna á höfðinu. ég veit ekki hvað sölumannsgreyið hefur haldið.

~ unnar, 22:22  | 

 
ég hreinlega varð að stela þessu frá varríussi

Amatör eða Prófessjónal
- nokkur dæmi til umhugsunar.

"Rosa ertu góður leikari, af hverju sækirðu ekki um Leiklistarskólann?"

"Ofsalega ertu góður bílstjóri, hefur þig aldrei langað til að keyra taxa?"

"Já þú ert alltaf að ganga, þú ættir að sækja um hjá Póstinum."

"Það er enginn eins flinkur að pilla rækjur og þú, aldrei spáð í að leggja þetta fyrir þig?"

"Það er alltaf svo snyrtilegt hjá þér - þú kæmist örugglega að hjá Hreinsunardeildinni!"

"Rosalega er gott að sofa hjá þér, hefur þú pælt í að gerast....?"

~ unnar, 19:53  | 

 
ég var rétt í þessu að úða í mig humri og ristuðu brauð fljótandi í hvítlaukssmjöri ummm... hvað það var gott.....

~ unnar, 19:52  | 


 
það var aldeils kunnuglegur matur hérna í vinnuni í hádeginu. pulsur. það er einmitt sá matur sem ég er búinn að lifa á undanfarnar vikur. þannig er það bara þegar maður er að vinna í leikhúsinu þá er ekki mikill tími til að elda.

~ unnar, 12:55  | 

 
nú er sæluhelgin búin, hún rann furðu fljótt þetta árið. sýningarnar gengu allveg frábærlega, þó að komið hefðu upp smá mistök sem eru bara skemmtileg svona eftir á. svo var haldið skríngilegasta frumsýningarpartý aldarinnar mikið svakalega var það samt gaman. sýningin okkar fékk svo frábæran leikdóm í mogganum, og allir eru í sæluvímu. nú er maður svo kominn aftur til vinnu og hið hefðbundna líf heldur áfram.

~ unnar, 09:14  | 


 
ég fékk mér einn bjór áður en ég fór að lúlla í gærkvöldi. og ég var orðinn svo þreyttur að ég sofnaði næstum því ofaní bjórinn. ég svaf svo eins og steinn þangað til klukkan hálf tíu þegar síminn hringdi. það var svosem allt í lagi, ég þurfti auðvitað að vakna í dag.

~ unnar, 10:41  | 

 
já auðvitað gerði ég ekki opinbera hugmyndina mína. en þannig var að ekki vannst tími til að skella því í framkvæmd. í bolungarvík var markaðsdagur og á dagskrá var pönnuköku keppni feðra. og mér datt í hug að senda þengil frá karmanjaka í keppnina.

~ unnar, 01:08  | 

 
general var áðan. frumsýning á morgun. allt gekk rosavel þangað til einn leikarinn dó í bakinu og getur aöl ekki verið með á morgun. ég fór og fékk dúfurnar í gærkvöldi og þegar ég var að keyra með þær heim hljóp hundur fyrir bílinn hjá mér. skrítið. þetta er búið að gerast tvisvar á þessu ári að hundur hleypur fyrir bílinn hjá mér. og aldrei fyrir þetta ár. en ég snögg hemlaði, fékk smá sjokk og allir sluppu heilir nema að dúfurnar voru eitthvað stressaðar.

~ unnar, 01:06  | 


 
ég var að fá frábæra hugmynd um að vekja athyggli á leikritiunu hjá okkur. ég vil reyndar ekki gera það opinbert strax. þetta kemur allt í ljós í kvöld.

~ unnar, 13:17  | 


 
dagurinn í dag er svona hálf hráslagalegur og grámyglulegur. á svona degi vildi maður allra helst vera fljótandi á vindsæng eitthverstaðar á heitum sjó með kokteil.

~ unnar, 11:24  | 

 
ég verð að játa að ég er svolítið þreyttur í dag. ég var að vinna í leikmununum til tvö í nótt. svo er fiffi að koma vestur til þess að lýsa fyrir okkur.

~ unnar, 09:22  | 

 
ég féll heilmikla hjálp í proppsinu í gær, enda var proppsið orðið pínulíitið eftirá, ég nebblega er að leika líka þannig að ég get ekki verið að vinna í því meðan æfingar eru. núna á ég bara eftir að búa til kjötlæri, dauðar kanínur og varðeld ef eitthver er með huð hugmyndir af góðum varðeld til að hafa á sviðinu (annað en járnhjólkoppur og steinolía) endilega látið mig vita.

~ unnar, 08:25  | 


 
rosalega er maður pirraður þegar maður bloggar eitthvern helling og það dettur bara út. frumf...

~ unnar, 08:33  | 

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.


gamla bloggið
 
 
 
hafðu samband

msn
póstur
 
 
 
á könnunni

þessum lið hefur verið lokað um stundarsakir vegna fjölda áskoranna
 
 
   

Home  |  Archives