Ég er undarlegur en ágætur náungi fæddur nítjánhundruð sjötíu og fimm, er búsettur á Suðureyri og er með mikin áhuga á leiklist. Ég vinn hjá Hafró og stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
á laugardaginn fóru þeir sem eru að vinna við leikritið í smá útilegu inní selárdal. þar var grillað og sungið og voða gaman. þar sem mikið er af ungu fólki varð þetta bara létt fjölskyldu skemmtun.
~ unnar, 08:25 |
í gær var mjög heitt í veðri og við höfðum opið út allastaðar sem við gátum í félagsheimilinu meðan við vorum að æfa leikritið. eftir stutta stund kom kötturinn garpur í heimsókn og vildi endilega koma og spjalla við bæði mig og konuna. þetta vakti frekar mikla kátínu hjá viðstöddum. ég vona samt að hann fari ekki að leggja þetta í vana sinn.
~ unnar, 08:23 |
ég fór að vinna í bolungarvík í dag, sem gerist stundum. fór að mæla þar fisk. við dóra fórum í hádeginu og fengum okkur að borað. við fengum okkur hamborgara og ég pantaði kók með matnum og hún pantaði sér spræd þetta var algjörlega goslaust fyrir utan það að vera pebbsí og sevenöpp, dóra kvartaði yfir gosleysinu og þá var henni svarað "þú ert ekki eini aðilinn sem kvartar yfir þessu." dóra spurði hann þá hversvegna hann gerði ekkert í þessu og hann svaraði að þetta gæti ekki orðið betra. og fór svo inn í eldhús. ef ég hefði ekki verið búinn að borga fyrir matin hefði ég hreinlega farið. og ég held að þessi maður hafi unnið titilinn lélegasti afgreiðslumaður í vestfjarða árið tvöþúsund og þrjú
~ unnar, 00:37 |
það sem ég bloggaði í gær var eitthvernvegin svona: ég fór um daginn og tók niður restina af leikmyndini úr brauðinu sem leikfélagið hallvarður súgandi setti upp í endinborgarhúsinu. meðal annars var uppi einn kastari. ég er haldinn lofthræðsluaumingjaskap, en ég hugsaði... "hva.... einn kastari... ég get nú varla farið að detta við að taka hann niður" svo ég fékk þröst vin minn sem var einmitt að hjálpa mér þarna til þess að halda í stigan fyrir mig á meðan ég prílaði. í stóra salnum í edinborg er bara moldar og malargólf, og verður svoleiðiss þangað til tekið verður til við að vinna við húsið sem gerist núna næstu daga. en þegar ég stóð uppí þessum stiga þá sökk hann niður í gólfið og ég held sveimérþá að hjartað hafi hreinlega hangið í rasshárunum á mér ég rak upp skelfingar hljóð en beit svo á jaxlinn og hélt áfram, ég held að stiginn hafi sigið í mestalagi einn cm en það dugaði fyrir mig.
~ unnar, 16:06 |
ég var búinn að blogga helling... en það komvíst ekki vegna þessarar uppfærslu á blogger... ...blogga það bara síðar
~ unnar, 10:44 |
eftir námskeiðið keyrði ég suður og fór að leita að leikmunum, skellti mér í bíó á lélegustu mynd í heimi, fyrir þá sem vilja breyta til og sjá lélega mynd mæli ég sérstaklega með dark blue, ég er mjög hissa á hversu góða dóma hún fékk á kvikmyndir.is þar var reyndar sagt að handritið væri bara sorp, en well.. það er hægt að gera góðahluti úr sorpi tildæmis afbragðs gróðurmold. en að þessi sem var að skrifa um myndina á kvikmyndir.is hafi gefið henni þrjár og hálfa stjörnu get ég hreinlega ekki skilið.
~ unnar, 10:20 |
jæja þá er maður kominn heim og mun fróðari og uppfullur af upplýsingum sem ég þarf svo að vinna úr og aðlaga mér og auðvitað að miðla áfram. ferðin hófst föstudaginn þrettánda júní þegar konana skutlaði mér í brú þar sem sesselja sem var á leikstjórnarnámskeiðini tóm mig uppí og keyrði mig að sem eftir var af leiðinni. þarna var saman komið fullt af fólki sem ég þekki ekki neitt. ég hafði jú hitt ármann nokkrumsinnum, siggu láru held ég einusinni og togga einstaka sinnum. þegar ég kom féllust allir í faðma, þetta var hreinlega eins og vera kominn á ættarmót. síðan hófst námskeiðið á laugardeginum og var síðan alla daga frá níu til sex. á öðrum degi voru síðan bandaleikarnir og lenti ég í góðum hópi og sem valdi sér þemað "flassara" við unnum að minstakosti tvær greinar og síðan fékk ég úthaldsverðlaun, fyrir að halda mér í karakter allt kvöldið miðað við veðurfar og annað, nenni ekki að fara frekar útí það. ég held ég hafi sjaldan grátið eins mikið og þarna, leikstjórnarhópurinn lék fyrir okkur atriði úr þrem systrum í leikstjórn unnar gutt og ég gæti trúað að það hafi verið svona þrjátíu prósent af hópnum sem feldi tár, þvílík tilfinningasprengja, leikurinn var allveg til fyrirmyndar og unnur hefur svo sannarlega unnið heimavinnuna sína.á laugardaginn fórum við svo að vinna með einþáttunga sem leikritunnarhópurinn skrifaði uppúr þeim verkum sem þeir voru að vinna og leikstjórnarhópurinn leikstýrði leikurum og höfundum. ég fékk einþáttung eftir siggu láru og júlli frá dalvík leikstýrði. við fórum svo um og sáum alla einþáttungana, þegar ég sá einþáttunginn hennar ylfu há grét ég eins og sennilega megnið af þeim sem sáu þetta. þetta fjallaði um konu sem var að skilja við manninn sinn sem var mjög veikur, ég held að hann hafi vengið heilablóðfall eða eitthvað svoleiðiss. næst sáum við einþáttung um líknardráp sem var gert rosalega falllegt. þar sem kona lá lömuð í rúmi og maðurinn hennar fremur verknaðinn að hennar ósk, eftir að þau hafi átt afskaplega rómantíska stund saman. ég var ennþá hálf klökkur eftir leikrtið hennar ylfu þannig að ekki var langt þar til tárin fóru að renna aftur síðan þegar ég fór að leika það sem ég átti að leika í var ég ennþá hálf klökkur og ég tel að það hafi komið niður á leiknum hjá mér. á laugardagskvöldið fór var síðan smá lokahóf þar sem sengið var afskaplega falleft lag fyrir lalla "á hjólunum" (sem er í hjólastól) en lífsglaðari mann er ekki gott að finna. þarna fór enn og aftur að leka úr augunum á manni. ég var orðinn úrvinda þegar líða fór á lokahófið eftir alla þessa tilfinningasprengju sem sprungið hafði. daginn eftir var síða útskrift, okkar hópur færði síðan henni dúrru sem var elst í okkar hóp gjöf sem við höfðum skrifað nöfnin okkar allra á, ásamt hluta úr mottóinu hennar. mottóið hennar er eitthvað á þessa leið "elskaðu mikið, þá verður þú aldrei gamall. þú deyrð kannski úr elli, en þú deyrð ungur" þegar svo loks kveðjustundin rann upp fóru tárinn að renna enn og aftur. ég hefði aldrei getað trúað því, eins feiminn og óframfærinn ég er að mér gæti farið að þykja svona rosalega vænt um um svona mikið af fólki á svona stuttum tíma. ég held hreinlega að allur hópurinn hafi grátið saman í kór. ég veit það ekki, kannski er ég orðinn voðalega soft. en þetta er nákvæmlega eins og hann þröstur vinur minn sagði mér frá eftir að hann fór á námskeiðið. það er ekki að ástæðu lausu sem þetta er kallaður faðmlaga og táradalurinn. ég gleymdi allveg að koma inná hvað staðurinn er falllegur en ég á engin orð sem geta lýst þessum stað.
~ unnar, 10:05 |
jæja, nú er ég bara rétt ófarinn á húsabakka... húsabakki... here i come....
~ unnar, 12:28 |
í gær kom kötturinn garpur með tvær mýs inn í stofu og var voða voða stoltur af því. ég vildi ekki leifa honum að leika sér með þær og henti þeim út, ekki góður kattapabbi það. svo fór ég í grill til mömmu í dag. við kíktum aðeins í gróðurhúsið hjá henni, en þar sáum við stæðsta geitung sem ég hef augum litið, þetta var ekkert smá kvikindi, hann var næstum því jafn stór og elgur... allavega hann var mjög stór. síðan fórum við í bíó og sáum matrix reload. ég varð pínu svektur. ég bjóst satt að segja við betri mynd. en maður varð að sjá þetta.
~ unnar, 00:49 |
jæja best að reyna að losa þessa stíflu. ég er svo mikill drullusokkur að það ætti ekki vera neitt mál að losa smá stíflu. en núna er víst leiklistarævintýrið byrjað aftur og ég með smá hlutverk í leikritinu. svo er ég líka leikmunavörður. nú er maður á fullu við að reyna að útvega sverð, boga, hjálma og allskonar svoleiðis dót. það er nú meira en að segja það sko. svona hlutir liggja ekki bara í næsta skúr. ég hefði ekki geta ímyndað mér að þetta væri svona mikið mál. ég hafði meðal annars samband við þjóðó, en þeirra dót verður í notkun í sumar, þannig að ég er að veðja núna á sjónvarpið og kvikmyndafyrirtækin. svo er núna vika þangað til ég fer á námskeiðið ég er orðinn pínulítið spenntur.... eðlilega... lítið annað að frétta svosem, jæja nú held ég að ég hafi losað aðeisn um stífluna.
~ unnar, 10:14 |
hver man ekki eftir bókunum "hvar er valli ?" ? en eins og ég sagði áðan fór ég á langa manga um helgina og fékk mér smá bjór. en allavega þar á borði var séð og heyrt og eitthver brandarakallinn úr hópnum kallaði blaðið "hvar er fjölnir ?" og svo sagði ég frá þessu í dag og þá var sagt "já það er sama blað og "hvar er gaui litli ?""
~ unnar, 12:47 |
ég lét það bara eiga sig að setja inn myndir af sólmyrkvanum enda var ekki hægt að sjá á þeim að þetta væri sólmyrkvi. en svo ég snúi mér nú að öðru. á föstudaginn skildi ég símann minn eftir heima sem gerist nánast aldrei. síðan þegar ég kem heim þá sé ég sms frá iðunni þar sem hún sagði að hún væri á ísafirði. ég hringdi strax í hana en hún var utan þjónustusvæðis. ég giskaði á að hún væri í sumarbústaðnum sem þau eiga inní skötufirði. og á laugardaginn ákváðum við jóhanna að bruna þangað og kíkja í heimsókn. við höfðum aldrei komið þangað áður og vorum ekki allveg viss hvar þetta var en vorum samt búin að fá smá leiðbeiningar. þegar við vorum komin inní skötufjörð keyrðum við upp vegaslóðan sem var ekkert sérstaklega góður fyrir litla tojjótu sem situr allveg á götunni. við keyrðum uppað hliði sem var þarna og sáum engin merki um mannaferðir, hvað þá bíl. þannig að við héldum hreinlega að þau væru farin og fórum bara heim aftur. enda var þetta ágætis rúntur bara. um kvöldið skelltum við okkur svo á langa manga og fengum okkur smá bjór. eða ég fékk mér bjór og jóhanna keyrði. þangað fóru líka tinna og skafti, leifur og petra síðan jói og stína. það var allveg ágætt. síðan kíktum við í smá heimsókn til leifs og petru. ég vaknaði svo eldhress rétt um hádegið á sunnudeginum. ég hringdi síðan í iðunni og sagði henni frá þessu með síðan og rúntinn og allt það. hún sagði mér þá að þau hafi verið í bústaðnum og ég hafi bara þurft að opna hliðið og keyra tvem metrum lengra til þess að sjá bústaðinn þeirra og bílinn og allt bara. ég var pínulítið svektur, en svona er bara lífið.
~ unnar, 09:13 |