!DOCTYPE HTML PUBLIC "-//IETF//DTD HTML//EN">
Hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur

 
hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur
 

 
Ég er undarlegur en ágætur náungi fæddur nítjánhundruð sjötíu og fimm, er búsettur á Suðureyri og er með mikin áhuga á leiklist. Ég vinn hjá Hafró og stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
 
 
   
 
   
 
   
 

 
ég fór að sjá sólmyrkvan áðan. það var frábært. þetta var eins og fæðast í annað sinn. reynar þá sást ekki nógu vel allan tíman. en þvílík upplifun. ég tók nokkranr myndir, en ég er annski hræddur um að þær hafi ekki heppnast nógu vel, allavega nam augað þetta mun betur heldur en myndavélin. ég byrti sennilega valdar myndir hér á morgun þegar ég nenni að vakna....

~ unnar, 05:34  | 


 
nú hef ég ekki bloggað í heila viku. ég skellti mér suður síðasta fimmtudag eftir vinnu. í borginni hitti ég bæði geimveiru og iðunni síðan rakst ég á kriss rokk það var rosa gaman bara, svo fór ég í útskriftarveislu hjá honum boga sem er sonur guðrúnar systur minnar. eftir það fór ég í júróvissjón partý til ásu vinkonu jóhönnu þar voru elvar alti, gunnar freyr, kolla og auðvitað ása sjálf eitthver stelpa sem ég þekti ekki. mánudagurinn var síðan bara venjulegur vinnudagur. en á þriðjudaginn fór ég í vinnuferð á suðurfyrðina og var að mæla fisk á tálknafirði og patró, við lögðum eldsnemma af stað og komum mjög seint heim. á leiðinni heim keyrðum við framhjá lambi sem hafði verið keyrt yfir það var mjög illa farið. það var að mér sýndist allveg í sundur. það var hrikaleg sjón. þegar við vorum komin aftur í símasamband hringdum við á bæinn sem var þarna rétt hjá og létum vita af þessu. dagurinn í gær var svosem bara venjulegur nema að því leiti að ég var orðinn afskaplega kvefaður. í dag er ég bara kominn með hita og enþá meira kvef. ég er búinn að vera í rúminu næstum í allan dag. ég vona að ég fari að hressast. ég þoli ekki að vera veikur. það er hreinlega það leiðinlegasta sem ég geri.

~ unnar, 19:26  | 


 
mig langar bara að segja frá því að það er ógeðslega vont að fá tvöhundruð og tuttugu volt í sig. ég fæ aðeins of oft sjokk.núna áðan var ég að koma fyrir tölvu inní skáp í vinnuni og þurfti að færa einn rafmagnstengil. þegar ég var að skrúfa tengilinn upp aftur tókst mér að pota í hann þannig að ég fékk smá sjokk beint í puttan. ég hef svosem lent í þessu oft áður. þetta var hinsvegar í fyrsta sinn sem ég skalf, en ég skalf í svona fimm mínútur eftir höggið. svo ég snúi mér að öðru, ég fór að pissa áðan, sem er ekki frásögufærandi. en þegar ég var að þvo mér um hendurnar leit ég í spegilinn sem er við vaskinn. ég sá þá grán lokk rétt fyrir ofan eyrað á mér og fékk þá annað sjokkið í dag. það var þó ekki rafmagns sjokk eins og áður. þegr ég fór að skoða betur þá voru þetta bara leifar af sminkinu síðan í gær. svona smink er svo þrálátt, það situr stundum jafnvel þó maður sé búinn að fara í sturtu og þvo sér voða voða vel.

~ unnar, 14:40  | 


 
það er hellingur af hlutum búinn að gerast í dag. númer eitt: þegar við vorum að sækja kleinurnar sem áttu að vera með kaffinu á leiksýningunni hjólaði strákur svona rétt um tíu ára á bílinn okkar. strákurinn meiddi sig ekki, en þetta hefði getað farið mjög illa. númer tvö: ég sá fyndnasta sólpall ever í dag. hann var hlaðinn úr úr liftarabrettum og ekkert annað. númer þrjú: svo var einþáttungurinn sýndur í dag fyrir opnu húsi, rétt um tuttugu manns mættu. og það lukkaðist bara nokkuð vel

~ unnar, 22:20  | 

 
ég var í viðtali í úbarpinu útaf einþáttungnum mínum sem verður sýndur í kvöld. eins og venjulega þá var það fannst mér að ég hefði getað staðið mig betur. ég er eitthvernvegin alltaf svo lélegur í svona viðtölum. en maður verður bara að bíða og sjá hvað kemur útúr þessu.

~ unnar, 10:17  | 


 
ótrúlegar þessar tilviljanir. einar vinur minn hringdi í mig í dag. ég var að keyra svo ég fór og stoppaði og spjallaði við hann. meðan ég var að tala við hann heyrði að ég var að fá annað símtal (ótrúelgt að allir skuli alltaf hringja á sama tíma.) en allvega. ég sagði honum að ég mundi hringja í hann eftir smá stund. en hitt símtalið var frá konunni sem var einmitt að klára klippitímann sinn og vildi láta sækja sig. ég bruna svo uppeftir og næ í hana. eftir smá akstur þá fer ég með bílinn minn á verkstæði og lét skipta um dekk sem voru orðin alltof slitin, ég er nebblega að fara suður um helgina og vildi helst vera sæmilega dekkjaður. en allvega þá hringdi ég í einar. hann sagði þá "ég er á dekkjaverkstæði (ég man reynar ekki afhverju hann nefndi það)" ég hérlt auðvitað að hann hafi séð mig fara inn á dekkjaverkstæðið og væri að stríða mér. en nei nei. hann var þá á hinu dekkjaverkstæðinu. ég meina, hverjar eru líkurnar að tveir aðilar hringist á frá sitthvoru dekkjaverkstæðinu í samfélagi sem búa um fjögurþúsund manns ?

~ unnar, 22:24  | 

 
smá frétt um einþáttunginn minn á leiklistarvefnum og önnur á bb einnig er komin frétt á suðureyrarvefinn

~ unnar, 11:02  | 


 
ég ákvað að bæta bæta kriss rokk frænda mínum í linkasafnið mitt.

~ unnar, 12:54  | 

 
ég er búinn að vera ferlega latur að blogga. það hefur reynar ekkert merkilegt gerst unndanfarið. ég fór í sjoppuna núna um helgina, sem er ekki frásögufærandi, nema það að mér var rétta kassi fullur af sokkabuxum, og ég spurður "getur þú notað þetta ?" ég vissi svosem að það var átt við hvort leikfélagið gæti notað sokkabuxurnar. ég varð vandræðalegur á svip og spurði hvort það sæist á mér að mér þætti gott að vera í sokkabuxum. þá glotti hún svona útí annað og sagði að hún ætti nú við fyrir leikfélagið. ég þáði sokkabuxurnar með þökkum.

~ unnar, 09:06  | 


 
ég kláraði að flísaleggja núa í gærkvöldi. nú á ég bara eftir að fúu fylla. ætli ég reyni ekki að fara í það í kvöld. annars var ég vakandi langt fram eftir nóttu. þannieg er nefnilega að ég sendi umsóknina mína í kennó í dag, því fresturinn rennur út á morgun.

~ unnar, 08:03  | 

 
herra ólafur ragnar grímson forseti íslands á sextugs afmæli í dag fjótánda maí. til hamingju með dagin kæri forseti. einnig á svavar þór einarsson gamal skólabróðir afmæli í dag.









~ unnar, 00:23  | 


 
svona þegar maður pælir í því...það er speedy weedy vinur minn ekki ósvipaður spliffi, donki og gengju.

~ unnar, 23:48  | 

 
uppáhálds aujan mín fór til london nú á dögunum, ætlaði hún að kaupa eitthvað fallegt handa uppáhalds unnarnum sínum. auja tók sá forláta könnu með mynda díjönu prinsessu og sá að þetta var akkúrat gjöfin fyrir unnar. nú var auja sæl og ánægð og vissi að unnar mundi vera rosalega glaður með þessa frábæru gjöf. þegar auja var á heimleið vildi samt ekki betur til en svo að pokanum með könnuni og eitthverju fleira sem auja hafði fengið á góðum kjörum í london var stolið. þannig að nú situr ljótur steliþjófur og drekkur úr könnuni minni. en ég er samt rosalega þakklátur auju að ætla að gefa mér svona könnu, þetta var akkúrat það sem mig langaði í. ég bara vissi það ekki. en ég vona að löggan komi og nái steliþjófnum því það er ljótt að stela.

~ unnar, 14:40  | 



 
ég fór í húsasmiðjuna í dag og fékk mér nýjan límspaða, ég hefði kannski átt að fá mér nýjan pönnukökuspaða líka, en gerði það ekki. ég fór svo að skipta um dekk hjá mér og setja sumar dekkin undir, enda löngu tímabært. ég fór svo inn og byrjaði að flísaleggja. ekki vildi betur til en svo að ég kláraði límið, og var rétt hálfnaður með verkið. þetta dugði víst ekki eins vel ég ég reiknaði með. þegar þessu var lokið fór ég út að slípimassa húddið á bílnum hjá mér. það er nefnilega leiðinda ský á húddinu. þas. það eru hvítir flekkir á því. þegar því var lokið fór ég niður í sjoppu og þvoði bílinn. svo sé ég á morgun hvernig til tókst. en meðan ég var að þvo bílinn tókst mér að festa slönguna þar sem hún fór undir annað framdekkið, ég sem er latur af eðilisfari nenti enganvegin að fara og losa þetta þannig að ég sveiflaði slönguni með svoleiðit töktum að hver einasti kúreki hefði skammast sín. svo dró ég slönguna til og snéri mér og barði enninu í eitthvað rör sem fast var á ruslagám sem var örlítið inná þvottaplaninu. ég fékk dúndrandi hausverk og er að fá myndarlegustu kúlu sem ég hef fengið síðan ég var pínu gutti. þegar ég kom heim, dálítið vankaður eftir höggið fór ég og náði í speedy weedy (sjá mynd) sem ég fékk lánaðan hjá mömmu og réðst á fíflana í garðinum með honum. þetta er algjört undratæki, en svo einfalt. maður nær öllum fíflunum upp með rót og öllu bara.

~ unnar, 22:44  | 

 
svo var það í fréttunum í útvarpinu áðan að laun embættismanna voru að hækka. sagði fréttin að laun forsætisráðherra hafi hækkað um "fimmtung" (tuttugu prósent ?) hefði ekki verið næt að nota þetta fjármagn frekar í að bæta laun þeirra sem hafa lægstu tekjurnar. það er fólk í þessu landi sem er með undir áttatíuþúsundum fyrir fjörutíu stundir.

~ unnar, 14:15  | 

 
bwahahaha... strætó stolið í nótt.. það er reyndar ljótt að stela, en að stela strætó er frekar fyndið.

~ unnar, 12:49  | 

 
ég get ekki sagt að ég sé mjög ánægður með úrslit kosningana, en það er víst lítið sem hægt er að gera í málinu nú. það hefði komið sér reyndar mun betur ef þetta ágæta fólk sem komu inn sem jöfnunarmenn hefðu komið inn sem jafnaðarmenm, það hefði komið sér afskaplega vel. annars var ég að vinna á langa manga um helgina það er sko kaffihúsið hans loga vinar míns. var þar kostningavaka vinstri grænna það var rosa stuð á fólkinu ekki hægt að segja annað. ég var að mæla þorskseiði áðan í svaka fíling þegar brunabjallan fór í gang. ég hoppaði hæð mína í loft upp, því mér brá svo rosalega. mér bregður meirað segja þegar gemsinn minn hringir. hjalti yfirmaður minn þorði ekki annað en að kanna hvort ég væri ekki öruglega lifandi....

~ unnar, 12:47  | 


 
veit eitthver um flísalímspaðann minn ? ef svo er þá væri ég rosalega glaður ef ég verði látinn vita

~ unnar, 15:21  | 


 
mikið afskaplega er skemmtilegt að ganga um suðureyri svona að kvöldi til. á suðureyri er allt sem manni þykir fallegast þjappað saman á lítinn blett. fjöll, sjór, tjörn og bara allt. allt í göngufæri. mikið svakalega er þetta fallegt. og lyktin af sumrinu... það jafnast ekker á við þetta.

~ unnar, 23:27  | 


 
svona til umhugsunar fyrir þá sem hafa áhuga á menningarmálum, þá eru aðeins tveir stjórnmálaflokkar með menningarstefnu það eru samfylkingin og vinstri grænir reyndar segja frammararnir að sala ríkisfyrirtækja sé menningarmál og er það þeirra menningarstefna. ég sé ekki hverju það breytir fyrir okkur sem stuðla að uppbyggingu menningar

~ unnar, 09:13  | 

 
ég var eitthverntíman búinn að tala um hérna að ég hafi fundið mitt plan b. en vildi ekki tjá mig um það strax. en ég ætla að uppljósta um það núna. ég ætla að sækja um fjarnám í kennó í braut sem heitir tómstundabraut. mér þykrir þetta mjög spennandi. ég er búinn að vera að vinna í umsóknini minni í töluverðan tíma núna, búinn að bæta og betrumbæta. og held að ég sé bara orðinn ánægður.

~ unnar, 08:19  | 


 
jæja nú hef ég loks tíma til að blogga smá. það er búið að vera klikkað að gera hjá mér. núna um helgina var þing bandalags íslenskra leikfélaga á ísafirði. mér datt það í hug að flytja einþáttung á þinginu á vegum leikfélagsins hallvarðs súganda ég tók einþáttung sem ég skrifaði, sem er byggður á þýskri smásögu sem framkvæmdastrýran í fyrirtækinu sem ég var einusinni að vinna hjá þýddi þegar hún bjó í þýskalandi um tíma. allvega. ég gabbaði palla lofts vin minn og menningarspíru til að leikstýra þessu. ég og jóhanna þorvarðar lékum hjónin, og þröstur og fanný sáu um raddirnar, sem voru hugsanir hjónana. svo lýsti hann fiffi þetta með algjörri snilld. allur minn tími undanfarið er búinn að fara í að undirbúa þetta og nú það búið. við sýndum þetta í stóra salnum í endinborgarhúsinu sem er ekki einusinni með almennilegu gólfi heldur er bara möl, mold og drulla á gólfinu. ég verð að segja að maður var með "augun full af ryki og nefið af skít" af því að vera þarna allan sinn frítíma. ég hef ekki heyrt annað en að fólki þótti þetta góður einþáttungur. ég verð nú að viðurkenna að hann er svolítið súr. eftir þetta var hátíðarkvöldverður á hótelinu. og auðvitað fékk maður sér smá kaffi og konna eftir matinn. á kvöldverðinum far upplýst hvaða leikfélag fer í þjóðleikhúsið í ár var það ll með söngvaseið. ég segi bara þau áttu það allveg skilið. svo fórum við á tvo staði. til að byrja með fórum við á kaffi ísafjörð. við stoppuðum þar smá stund, en fórum svo niður á kaffi langa manga til hans loga vinar míns. eftir að logi var búinn að loka kíktum við aðeins til palla og svona um fimmleitið fórum við heim að lúlla. síðan mætti ég á framhalds aðalfund klukkan níu. ég verð að segja að ég var eginlega hálf þunnur, en mér sýndist að ég væri þó í betra standi en sumir þarna á fundinum, ég nefni þó engin nöfn. klukkan tvö var síðan samlestur hjá leikfélaginu hallvarði súganda þar mætti ágætis hópur, að vísu var mjög stór hluti þar ungir krakkar, sem er svosem allt í lagi, en okkur vantaði meira af eldra fólki inn. en þetta reddast alltaf eins og venjulega.

~ unnar, 23:18  | 

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.


gamla bloggið
 
 
 
hafðu samband

msn
póstur
 
 
 
á könnunni

þessum lið hefur verið lokað um stundarsakir vegna fjölda áskoranna
 
 
   

Home  |  Archives