Ég er undarlegur en ágætur náungi fæddur nítjánhundruð sjötíu og fimm, er búsettur á Suðureyri og er með mikin áhuga á leiklist. Ég vinn hjá Hafró og stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
ég er ekki með blogg stíflu. hef bara ekki tíma til að blogga fyrr en eftir helgi, í síðasta falli.
~ unnar, 15:17 |
það er allt ylmandi af kjötsúpu hér um allt hús. nammi nammi gott. ég hlakkar til þegar matartíminn kemur.
~ unnar, 11:44 |
hafnarvog með níuhundruð símanúmer ? halló ? er ekki í allt í orden ?
~ unnar, 11:43 |
ég svaf yfir mig í dag. ég skil bara ekki hvernig það gat gerst. ég læt gemsan minn alltaf vekja mig. en hann lá á rúmbríkinni og virtist óhreifður. en hvað um það. konan var með bílinn í dag, þannig að ég hringdi í óskar mág mág minn og fékk hann til að skutla mér í vinnuna.
~ unnar, 09:49 |
ég var búinn að pakka og fylla bílinn af bensíni og var á leiðini að sjá hamlet á blönduósi, og var að leggja af stað þegar að geimveira sagði mér að þetta væri "grín uppfærsla" sett upp af tíu og ellefu ára börnum. ekki það að það hefði verið gaman að sjá þetta. en ég nenni ekki að keyra allaleið á blönduós til þess að sjá þetta. jæja ég var næstum farinn, eða næstum að hugsa málið um að fara.... eða svoleiðiss
~ unnar, 03:28 |
komment kerfið er komið í lag. jibbí
~ unnar, 02:22 |
ég skipti um mynd af ninu simone. hin datt út eitthvrrahluta vegna. but never mind.. fixed
~ unnar, 00:16 |
william shakespear var fæddur þennan dag árið fimmtánhundruð sextíu og fjögur. sem segir okkur að ef hann væri á lífi í dag, væri hann fjögurhundruð þrjátíu og níu ára gamall. ég hef ekki lesið nema tvö leikrit eftir hann í held sinni. það er draumur jónsmessunótt og hamlet. ég hef einnig gluggað í ríkharð þriðja og flett í gegnum othello. ég hef hinsvegar alderi verið svo frægur að hafa séð verk eftir shakespear á sviði. en hver veit.
fartölvan mín er búin að vera hundleiðinleg í svolítinn tíma. lyklaborðið og músin eru búin að svara mjög seint og illa. ég var búinn að gramsa aðeins í henni en án árangurs. ég hélt hreinlega bara að það væri kominn tími á hana. en núna áðan var ég aðeins að stússast í henni og þá bara datt hún í lag. nú bara vonar maður að það endist eitthvað.
~ unnar, 21:04 |
jæja já. sko það er ekki óalgengt að ég fái spam í tölvupóstinum mínum, hvort sem er heima, í vinnuni eða á hotmail addressuna mína (sem ég nota eingöngu í msn) en nú í dag fékk ég spam í gestabókina mína.
~ unnar, 20:31 |
ég er búinn að hafa það bara ágætt yfir páskana. mákona mín og svili voru hjá okkur yfir helgina og við skeltum okkur á söngvaseið. þá var ég semsagt að fara í annað sinn. að barnahópnum sem var núna ólöstuðum þá þótti mér hinn hópurinn mun betri. það er sko skipt út þremur yngstu krökkunum. síðan var greinilegt að dísa var hressari núna en síðast. því hún stóð sig bara mjög vel. síðan erum við nokkur að æfa lítinn leikþátt sem á að sýna á þingi bandalags íslenskra leikfélaga og á leikþátturinn að vera framlag leikfélagsisn hallvarðs súgana. annars er ég farinn að vera ógurlega kvefaður, kominn með hálsbólgu og leiðindi. ég vona samt að ég taki ekki uppá því að vera veikur. ég hreinlega nenni því ekki.
~ unnar, 20:28 |
það varu alls fjórtán sem svöruðu síðustu könnun, þar sem spurt var "hvað hét faðir hamlet ?" rétt svar er "hann hét líka hamlet" svo ég vitni beit í leikrtitið fyrsti þáttur annað svið. ráðsalur í höllinni"konungurinn: þó minningin sér fersk um fráfall hamlets, vors kæra bróður......." fjórir svöruðu rétt, sex sögðu að það kæmi ekki farm, einn sagði að hann hafi heitið jagó, einnig var einn sem sagði að hann hafi heitið rósinkrans og tveir sögðust ekki hafa hugmynd.
~ unnar, 23:50 |
ég skrapp aðeins á kaffihúsið til hans loga vinar míns í gær. ég þurftir að láta hann hafa nótur af tónlistini úr leikritinu. hann spurðu mig hvort ég væri til í að vinna með sér um kvöldið. sem ég var meira en til í. ég átti þá að koma klukkan tíu, en í millitíðini fór ég í húsasmiðjuna og keypti mér nýtt sjónvarp. ég get nú ekki sagt að það sé það skemmtilegast sem ég hafi gert sé að vinna á kaffihúsi. en þetta var sammt ágætt, en þarna kom lítið kattar skinn, sem vildi komast inn. og kötturinn fór inn. við þurftum að hafa opna útihurðina vegna þess að það var svo svakalega heitt úti. þessvegna komst hann inn. ég henti honum tvisvar út.
~ unnar, 13:06 |
uppáhalds aujan mín (auður lilja) er að fara út til london bráðum. og af því að hún er svo elskuleg og æðisleg, þá ætlar hún að kaupa eitthvað fallegt fyrir mig í útlandinu. ohhh hvað mig hlakkar til.
~ unnar, 11:42 |
hann þór pétursson æskuvinur minn á afmæli í dag. henn er líkt og denni kominn hættulega nálægt þrítugu.
~ unnar, 15:22 |
þá er þessi helgi afstaðin. ég fór í fiskiveislu hjá vinnuni hjá jóhönnu konunni minni á laugardaginn, þeir rúnar marvinnsson og úlfar eysteinsson sáu um matinn, þarna var hlaðborð og flest allveg ágætt. í mestu uppáhaldi var andóra saltfiskurinn, sem var saltfiskur bakaður í ofni með sólþurkuðum tómötum og svörtum ólífum. það sem var hinnsvegar neðst á lista voru fiskifingur sem brögðuðust eins og bútungur og afríku súpa sem búin er til úr þorskhausum. það voru nú ekki allir tilbúnir að smakka þetta allt, en ég varð að bragða á þessu öllu. síðan var ég svakalega veikur í gær. ég hef sjaldn orðið svona þunnur allt mitt líf ( ég held ég segi þetta alltaf þegar ég verð þunnur) en þeta hefur maður uppúr því að vera að sulla saman tegundum. helga braga var með skemmti atriði á samkomunni, og var með magadansinn sinn. ég var reynar búinn að sjá þessa dagskrá hjá henni en mér fannst hún ekkert leiðinleg samt. enda er helga mjög skemmtileg. í partýinu eftir veisluna spjölluðum við helga lengi saman um listina og tengd efni, við töluðum heillengi um leikritið "með vífið í lúkunum" sem við lékum bæði í, reyndar í sitthvorri sýninguni, hún fékk borgað fyrir sinn leik, en ég gerði þetta af hreinum áhuga. við fórum með frasa úr leikritinu við og við allt kvöldið. ótrúlegt hvað maður man eftir þessu ég lék þetta árið tvöþúsund. hún byrjaði að leika í þessu árið tvöþúsund og eitt, ef ég man rétt, og er ný hætt að sýna þetta. þetta leikrit er sko allveg brill... já og svo var fyrsti skipulagsfundur hjá LFHs (Leikfélaginu Hallvarði súganda) svo var hringt í mig í gær og mér boðið á frumsýningu hérna fyrir vestan á nóa albínóa þar sem ég lék smá hlutverk og vann slatta. ég var nú varla viðræðuhæfur sökum þynnku. já og svo gjörningurinn á laugardaginn.. hann heppnaðist ágætlega miðað við að við höfðum bara tuttugu og fimmtíma til að undirbúa okkur, en um morgunin datt kvennmaðurinn í hópnum út sökum veikinda. við þröstu ólafson stór-vinur minn redduðum þessu þá bara tveir. við komum svo í sjónvarpið og tókum okkur bara ágætlega út. þó svo að þetta hafi ekki verið nema smá stund. fréttini var náttúrlega ekki nema um ein mínúta.
~ unnar, 08:53 |
jæja gjörningurinn afstaðinn.. gekk held ég bara vel... eða vona það allavega. en ef allt gengur upp kemur það í sjónvarpsfréttunum á morgun.
~ unnar, 17:51 |
ég tók afstöðu próf á netinu í dag. þar kom í ljós að ég er áttatíu og níu prósent samfylkingarmaður. ekki get ég nú sagt að prófið hafi verið mjög marktækt enda mjög fáar spurningar í boði.
~ unnar, 15:02 |
núna var verið að biðja mig að taka að mér gjörning. ég talaði við tvo spéfugla sem ég þekki. end var um nægan tíma ræða. því þetta átti ekki að gerast fyrr en næsta miðvikudag. en þetta breyttist heilan helling í dag. því þetta á að gerast á morgun. og er æltað fyrir sjónvarp. við náðurm að hnoða smávegis saman í dag og ætlum bara að láta slag standa og gera eins gott úr þessu og hægt er fyrir svona stuttan tíma. en við sjáum til hvað gerist á morgun.
~ unnar, 22:54 |
hann denni æsku vinur minn á afmæli í dag og er kominn hættulega nálgæt þrítugu. til hamingju með dagin gamli vinur. og gerðu nú eitthvað skemmtilegt á afmælisdaginn.
síðan gerðist svolítið í dag sem mig langar að segja aðeins frá. ég var að mæla rækju eins og svo oft áður í vinnuni, þegar ég var búinn að mæla og vikta, tók ég rækjuna og henti henni í kvörnina. skrúfaði frá vatninu og setti í gang. en ekki vildi betur til en svo að það kom agalegt hljóð. og greinilegt var að kvörnin var föst. ég slökti auðvitað strax og mokaði rækjuni uppúr vaskinum. prófaði svo aftur að kveikja. en sama sagan. ég hringdi þá í símanúmerið sem var á límmiðanum frá umboðsaðilanum. eftir augnablik var svarað "latibær góðan dag" ég var ógurlega hissa. og sagði "fyrirgefðu, hvar er þetta ?", "hjá latabæ" var svarað um hæl. ég spurði þá bara til að vera viss. "sagðiru latabæ ?", "já, veistu ekki hvað er latibær" ég svarði "jú auðvitað veit ég hvað það er, ég var bara að reyna að ná í fyrirtæki sem er umboðsaðili fyrir iðnaðar-matvæla kvarnir, og þetta númer var á límmiða frá umboðsaðilanum" síðan spjölluðum við smá stund um latabæ og þeim frábæru viðtökum sem latibæri hefði fengið. síðan fann ég út rétta númerið hjá fyrirtækinu sem var með kvarnirnar. spjallaði smá stund og reif síðan kvörnina í tætlur og gerði við hana, en ofaní henni var aðskotahlutir sem greinilega hafði verið þar töluvert lengi. því hann var allveg í klessu.
~ unnar, 22:29 |
ég fékk köku í vinnuni í dag. en hún var í boði guðrúnar stellu, hún á nefnilega afmæli í dag. svo á hún hjördís helga dóttir iðunnar afmæli í daga líka. til hamingju með afmælið báðar tvær
~ unnar, 22:06 |
hann siggi sem var að vinna með mér í húsasmiðjuni kíkti til mín áðan og var að hjálpa mér aðeins, við baðherbergið hjá mér, siggi er nebblega múrari. ég bauð sigga svo uppá mexíkanska tómat súpu sem er svaka góð og rosa gott bauð sem konan bakaði. nammi nammi gott
~ unnar, 21:44 |
ég fór í gær og tók þang og seltu sýni fyrir vinnuna og tók smá krækling í leiðinni, sauð þetta svo þegar ég kom heim. nammi nammi gott. samkvæmt gömlu hefðum er þetta líka síðastu mánuðurinn sem óhætt á að vera að taka krækling. en hefðin segir að ekki skuli taka krækling til áts í mánuðum sem ekki eru með "r"
~ unnar, 12:37 |
þeir eru allveg ótrúlegir hjá rúmfatalagernum. ég fékk sendan bækling frá þeim í dag. það sem sést hér á myndini var í þessum bæklingi. þetta þarnast ekki frekari útskýringa. annars vorum við að fá nýjar sængur, sængurver, og trérimlagardínur í rúmfatalagernum við konan skiptum verkunum bróðurlega.. ég meina hjónalega á milli okkar. ég skrúfaði upp gardínurnar og konan skelti utanum sængurnar.
~ unnar, 22:41 |
hún iðunn er búin að hrista upp í síðunni minni, það er allt annað að sjá hana núna. takk iðunn.
~ unnar, 20:59 |
ég er allveg órúlegur. ég var kominn út í bíl í morgun. hljóð svo inn til þess að sækja gemsan minn. ég var kominn inn í svefnherbergi, þar sem ég var handviss um að síminn væri. auðvitað fann ég símann minn. hann var í vasanum hjá mér allan tíman. þetta er allveg dæmigert fyrir mig. einusinni var ég lagður af stað og snéri við til að sækja símann, var svo kominn hálfa leið til baka þegar ég uppgvötaði að ég væri með hann í vasanum. stundum hef ég líka verið að blaðra í símann og verið að leita að símanum mínum.
~ unnar, 10:12 |
mikið svakalega getur maður verið morkinn á morgnana. ég veit ekki hvernig maður gæti lifað daginn af ef maður hefði ekki greiðan aðgang að kaffi í vinnunni.
~ unnar, 08:15 |
ferlega verður hausinn á manni steiktur þegar maður er talar mikið í gemsan. þetta er eins og stinga höfðinu í tvær mínútur í örbylgjuofninn
~ unnar, 17:59 |
blogger er búinn að vera að stríða mér afskaplega og ég hef ekkert getað bloggað. ég þoli ekki þegar það gerist. ég þurfti að búa til nýtt blogg og svo leika mér með copy og paste. held ég hafi náði öllu inn aftur.. ég vona það allavega.
~ unnar, 15:20 |
þetta átti að koma á undan síðustu færslu... svoan ef þetta kemst einn eitthverntíman...: söngtími í dag. nýtt lag. og meira hrós. ekki slæmt það. svo var hún iðunn að reyna að hjálpa mér með komment kerfið mitt. en þá bara klikkaði blogger. rosegar er þetta óþolandi. það er bara allt á móti mér þessa dagana
~ unnar, 23:08 |
ég er farinn að vera svolítið pirraður út í blogger ef þetta fer ekki að lagast er ég alvarlega að spá í að hætta bara að blogga. það er alltaf eitthvað vesen.
~ unnar, 20:17 |
jæja. það er búið að ganga frá og borga dýnurnar frá betra bak og þær eru farnar af stað. ég borgar reynar áttaþúsund krónur í sendingakostnað. en ég vil frekar borga aðeins meira fyrir að fá þetta á réttum tíma. ég legg allt uppúr því. svo ég snúi mér að öðru. hrafnhildur halldórsdóttir á rás tvöer ekki uppáhalds útvarpsmaðurinn minn svo ég orði þetta mjög hóflega. hún er oft ferlega dónaleg við fólkið sem hringir inn til hennar og gerir lítið úr því. svo nefnir hún aldrei hver er flytjandi á lögunum sem hún spilar, heldur nefnir aðeins söngvarann í hljómsveitunum. dæmi "þetta var jónsi og lagið dagurinn í dag" og "þetta var stefán hilmars og lagið ....." núna áðan var líka eitt sem gaf mér svo ástæðu til þess að tjá mig um málið. hún spilaði kántrí lag frá færeyjum og sagði svo á eftir "þetta er greinilega kántrí lag, það var sagt texas í því" hvað er að ?!?! segir eitt orð í textanum til um tónlistarstefnuna ? er eitthver heima ?!?!?
~ unnar, 10:46 |
ég hef unnið sem sölumaður, en það þarf ekki til til þess að átta sig á að maður á ekki að segja viðskiptavininum ósatt. og ef mistök eiga sér stað borgar sig frekar að láta viðskiptavinin vita um leið og málið er orðið ljóst. en þannig var að ég fór fyrsta mars og pantaði mér dýnur og kodda á annað hundrað þúsund. og fyrsta apríl ætlaði ég að koma og greiða fyrir þetta og fá þetta sent heim strax á eftir. ég kom svo og ætla að greiða fyrir þetta. þá var nýr sölumaður að vinna sem einungis er búinn að vinna þar í nokkrar vikur. hann sagði mér að það væri eitthvað vesen og dýnurna væri ekki á svæðinu og hann sagðist í raun ekki vita neitt "en ætlaði að hringja í þig á eftir.....eða á morgun." (ég veit það ekki, kannski þykir þessum aðilum þetta vera nógu mikill peningur. en ég er samt ekki að kaupa fyrir svona mikinn pening á hverjum degi.). ég trúði ekki sölumanninum og spurði "á morgun ?" þá varð hann mjög vandræðalegur og sagði "nei.... ég skal gera það bara á eftir" ég var enganvegin sáttur en munaði ekkert um að bíða í smá stund þar sem ég er mjög þolinmóður maður, allavega undir sumum kringumstæðum. eftur tíu mínútur eða svo hringir hann. hann segir mér að dýnurnar hefðu komið. en þeir hefðu selt þær þar sem þær hefðu komið svo snemma. og pantað aðrar dýnur strax en þá hefðu komið rangar dýnur. og þeir ættu von á þeim " sennilega eitthverntíman í næstu viku" þetta var þriðjudagur þannig eitthverntíman í næstuviku gæti verið næstum hálfur mánuður. ég var frekar pirraður á þessu og sagðist ætla að hugsa málið. hann sagði þá "þú verður þá bara að láta mig vita (takið eftir þessu) hvort ég á að panta dýnurnar" þar sem ég var aldrei á þessum tíma baðin afsökunnar á þessu, var ég mjög reiður og pirraðu. maður á ekki að gera neitt ef maður er reiður þannig að ég ákvað að bíða til morguns og tala svo við yfirmanninn í versluninni. ég hringdi daginn eftir og hann sagði að hann hafi klúðrar sölunni og sagði mér aðra útgáfu af sögunni "hann sagði að þeir hafi fengið rangar dýnur og dýnurnar væru ekki til hjá betra bak og mundu koma aftur í byrjun eða um miðja næstu viku. en hann gæti lánað mér aðrar dýnur þangað til réttu dýnurnar kæmu. lánað mér dýnur ? hugsaði ég eru þetta þá dýnur sem eru sýnigadýnur sem gestir og gangandi eru búinir að liggja á, eða eru þetta söludýnur sem þeir ætla síðan að sleja öðrum eftir að hún hafi verið notuð í hálfan mánuð og selja þær þá á fullu verði ? ég var ösku illur og sagðist ætla að hugsa málið og ákvað að hringja í betra bak sjálfur og kanna málið. sú varð reyndin að konan hringdi og kom þá í ljós að það var til nóg af þessum dýnum og það var hægt að senda þær af stað strax daginn eftir. ég varð ösku reiður við heyra þetta og hringdi í verslunina aftur og sagði að þeir í betra bak hafti tjáð mér að þetta væri allt til og þeir gætu sent mér þetta stax daginn eftir. yfirmaðurinn varð mjög vandræðalegur og ég þakkaði honum kærlega fyrir viðskiptin. og benti honum á að það hefði verið það minnsta sem þeir hefðu getað gert hafi verið að biðjast afsökunnar. hann sagði þá "ég biðst afsökunnar á þessu" en maður tekur ekki mark á afsökunnarbeiðni sem kemur þegar maður segir að þeir hafi ekki sýnt sóma sinn í því að biðjast afsökunnar.
~ unnar, 09:40 |
ég er afskaplega pirraður núna.. meira um það síðar...
~ unnar, 18:27 |
helvit.isblogger búinn að vera með vesen og ekkirt hægt að pósta. fuss...
~ unnar, 23:04 |
ég var voða duglegur í dag. ég fór í sund og í sturtu og allt, skipti meiraðsegja um nærbuxur. svo réði ég leikstjóra fyrir leikfélagið og pantaði handrit sem við ætlum að skoða. mig er farið að hlakka rosalega mikið til að fara að undirbúa þetta allt. svo ætla ég að vera rosalega duglegur á morgun. ég ætla að parketleggja svefnherbergið og skella nýju dýnunum á rúmið, en til þess að þetta allt sé mögulegt þá þarf ég að fara að koma mér að sofa annars hef ég ekki orku í að gera handtak á morgun. annars er ég að spá í hvernig ég get gabbað fólk á morgun, ég verð að finna eitthvað brilljant. en ef ég þekki sjálfan mig rétt, þá dettur mér ekkert í hug sem er nógu trúlegt, en samt nógi fáránlegt til að það gæti verið fyndið. annars er dagurinn á morgunn uppáhalds fréttadagurinn minn. fólk getur verið svo ótrúla vitlaust að það hálfa.... jæja... ég í rúmið... núna...
~ unnar, 02:34 |