!DOCTYPE HTML PUBLIC "-//IETF//DTD HTML//EN">
Hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur

 
hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur
 

 
Ég er undarlegur en ágætur náungi fæddur nítjánhundruð sjötíu og fimm, er búsettur á Suðureyri og er með mikin áhuga á leiklist. Ég vinn hjá Hafró og stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
 
 
   
 
   
 
   
 

 
nú er eitthver vesön á bílnum mínum, eitthverjar leiðinda gangtruflanir. þeir sem hafa eitthvað vit á svoleiðiss mega allveg láta mig vita hvað gæti verið að. það er svo skrítið ég get gert við allskonar raftæki en þegar að kemur af vélum er ég allveg úti á þekju. já og svo er komment kerfið mitt bilað. þó ekki bilaðra en svo að það varntar bara fjölda kommenta. og ef eitthver veit hvernig ég get lagað það þá er hjálp vel þegin.

~ unnar, 09:13  | 


 
ég náði aldeilis að sofa út. tólf tímar það er ekkerts smá. en ég sé að komment kerfið er farið í eitthverja steik.....ummmmm..... steik.......

~ unnar, 16:11  | 


 
note to my self: unnar munda að vera ekki að horfa útum gluggan þegar þú ert setja kaffi í bollann þinn, hellir þá bara á hendina á þér og brennir þig.

~ unnar, 13:10  | 

 
eitt sinn þegar ég var að vinna tölvusjoppuni var ég að þrífa hjá mér skjáinn og notaði eitthvað voða fínt sprey... allavega þá þreif ég skjá vinnufélaga svona í leiðinni af því ég var með spreyið á lofti.... allavega þá var einn vinnufélaginn með ótúlega kámugan skjá ég eitt ekki hvernig í ósköpunum hann fór að þessu, en hann var allur í fingraförum og ég veit ekki hvað og hvað. gæti verið að brönin hanns hafi verið að klappa skjánum eða eitthvað.... allavega þá kom upp lítill púki í mér og ég vandaði mig voða mikið að þrífa skjáinn hanns, en aðeins vinstri helimginn. svo leið tíminn og hann gerði enga athugasemd við þetta né þreif restina af skjánum. það var ekki fyrr en að honum var bent á þetta að hann tók eftir þessu en munurinn á þessu var samt töluverður.

~ unnar, 10:51  | 


 
enter einn ritstjóra baggalúts brá sér á kvikmyndina nóa albínóa og skrifaði umfjöllum um myndina á baggalút. enter fjallaði ekki um stórkoslegan leik minn í myndini og varð ég svolítið sár að sjá ekki minnst á mig. þó svo ég sjáist bara smá. þá spilar það stórt í sögunni um nóa. varðandi hnífsdal þá lagði ég til við aðstendendur myndarinnar að myndað væri í hnífsdal en eitthvera hluta vegna sáð þeir ekki þá fegurð sem enter lýsir í umfjöllun sinni. ´hér til hliðar má sjá sorpbrennslustöðina á skarfaskeri, sem er eitt af þeim mannvirkjum sem hnífsdælingar eru stoltastir af. (mynd stolið af bb.is)

~ unnar, 10:09  | 

 
siggi nú er víst búið að stofna samtök fyrir okkur nú getum við tekið upp gleði okkar aftur

~ unnar, 09:13  | 

 
hann kalli hjá rf er þrítugur í dag. til hamingju kalli.

~ unnar, 08:17  | 


 
ég hitti einn af leikurum í söngvaseiði á förnum vegi og hann tjáði mér það að herdís anna hafi verið fár veik á sýningunni sem ég fór á. ég skil þá vel að henni hafi ekki gengið betur en þetta. hver veit nema ég skelli mér bara aftur og sjái sýninguna dísa hefur náð sér.

~ unnar, 18:15  | 


 
eftir að hafa lagt höfuðuð í bleyti í nokkra daga ákvað ég að skella mér í klippingu í dag. spurning var um hvort maður ætti að fara í klippingu eða að raka á sér höfuðið. það er svo skrítið. það virðist vera með okkur karlmenn að höfuðleðrið sé bligðunnarmesti staður líkamans. svo við tökum mig sem dæmi. ég get staðið nakinn uppá sviði án þess að þykja það neitt tiltöku mál en samt með þá staðreynd að ég er að verað sköllóttur meira mál hjá mér en að hundurðir manna hafa sérð mig nakinn á leiksýningu og rassinn á mér hafi sést á leiklistarvefnum en staðreyndin að sést hafi í skallablettinn minn á mynd eitthverstaðar var hrikaleg tilhugsun.

~ unnar, 22:25  | 

 
~~hið ómþýða lag, þessi söngvaseiður~~ ég skelti mér á söngvaseið hjá ll og tónlistaskólanum ísafirði í gær. sýningin var stórkosleg þó maður hafi séð svona smávægilega galla hér og þar, þar má tildæmis nefna gítartöskuna sem af óskiljanlegum ástæðum var stödd í skóginum . í aðalhlutverkum voru guðrún jónsdóttir og guðmundur óskar reynisson, þau stóðu sig bæði með stökustu prýði, guðrún var að leik svolítið niðurfyrir sig en það kom ekki svo mikið að sök því maður gleymdi því allveg vegna góðrar túlkunar hennar á maríu. páll gunnar loftsson var óborganlegur í hlutverki max detweiler (frábært hár) helgi þór arason stóð sig ágætlega í hlutverki friðriks en átti samt engan stórleik. þórunn arna krisjánsdóttir heillaði mig allveg með leik sínum og leikgleðin var afgerandi hjá henni. herdís anna jónasdóttir virtist aldrei ná sér almennilega á strik, því miður. en dísa hefur leikið allveg yndilega þar sem ég hef séð hana. hinn ungi þorgeir jónsson í hlutverki kurt þótt mér mest hellandi af yngri börnunum. í tvemur atriðum í leikritinu vöknuðu augu mín örlítið, en það var í atriðunum þar sem van trapp fór að syngja með börnunum í fyrstaskipti og síðan þegar hann söng alparós. ég mæli með því að þeir sem hafa kost á að sjá þessa sýningu skelli sér við fyrsta tækifæri.

~ unnar, 20:20  | 


 
ég er að fara í mat til tengdó á eftir eins og venja síðan ég man ekki hvenær. það á að vera reykt svínakjöt í matinn. úbbs. ég fæ alltaf í magan af reyktu svíni. eins og mér þykir það nú gott. þannig að ég ætla bara að elda mér kjúlla. nú er ég búinn að vera að búa til brjálaða kryddsósu til að smyrja hann með. já svo er ég að fara á námskeið í sumar. mig er farið að hlakka smá til.

~ unnar, 15:11  | 

 
ég ætlaði nú að rétta sólarhringinn við en oh boy. ég sofnaði inní sófa starx eftir að ég var búinn að borða í gærkvöldi áður en fréttirnar byrjuðu skreið svo inn í rúm og svaf til klukkan hálf tíju og glaðvaknaði þá. skemtilegt laugardagskvöld það... eða hvað ?

~ unnar, 12:21  | 


 
ég tók aðeins til í linkunum mínu. henti út þeim sem hafa ekki bloggað á þessu ári og færði líka dodda til, þar sem hann er hættur að blogga í bili og farin að nota síðuna sína í annað. einnig bætti ég einum bloggara við. en það er hún elsa hún er leikona af guðs náð og var einmitt í prófinu þegar ég fór á síðasta ári.

~ unnar, 14:13  | 

 
eins og komið hefur fram hér oftar en ekki þá er ég óttalegur klaufi. eins og ég sagði frá í gær var ég að drekka rauðvín meðan ég hékk í tövuni meðan konan var í föndur klúbbnum. ég helti í glas og skrapp fram og ná í eitthvað sem ég man ekki hvað var. allavega. þegar ég kom aftur tókst ekki betur til en svo að ég rak mig í lyklaborðið og glasið valt ofaná gömlu góðu logitech músina mína. ég stökk til tók úr henni betteríin (hún er sko þráðlaus)skrúfaði hana í sundur skolaði af henni vínið og setti á ofn. en músin er soddan hænuhaus að hún þoldi ekki rauðvínið og dó. það var svosem kominn tími á hana. hún er búin að duga mér síðan nítjánhundruð nítíu og sjö. en ég brunaði og fékk mér aðra logiteck mús í staðin þráðlausa kúlulausa. svaka flotta. ég lenti samt í smá vandræðum með sendirinn. hann er víst töluvert viðkvæmari fyrir truflunum en sá gamli og það er allt pakkað af allskonar rafmagsndrasli hér útum allt þannig að ég var smá stund að finna stað þar sem hann gat verið til friðs.

~ unnar, 13:28  | 


 
ég var að horfa á osborns áðan. ég hef ekki mikið verið að horfa á þessa þætti en þó aðeins. ég hafði aldrei tekið eftir því hvað þau eru með mikið af dýrum á heimilinu. ég held að þau séu með fimm hunda og tvo ketti. eitthvernveginn datt mér í hug ljóð æra tobba:

þambara vambara þeysings sprettir
því eru hér svo margir kettir?
agara gagara yndisgrænum,
illt er að hafa þá marga á bænum.

þetta er þó bara um ketti en þetta gildir nú líka um hunda. ég er reyndar með tvo ketti en ég gæti ekki hugsað mér að vera með fleiri. annars er ég að sötra rauðvín núna og hanga í tölvuni. vona að ég nái að rétta sólarhringinn við núna. ég varð að leggja mig smá áðan. ég var allveg örmagna. hjalti yfirmaðurinn minn mætti í vinnu í dag, hann ætlaði samt að vera í fríi og hann var allveg stjafur líka. ég sárvorkenni fólki sem er alltaf á rúllandi vöktum þurfa að rétta sólarhringin við oft.

~ unnar, 21:27  | 

 
mig langar heim að sofa.

~ unnar, 13:37  | 

 
Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Bankakaffi!
..sívinsælt og bráðnauðsynlegt.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?


~ unnar, 12:45  | 

 
ég skreið inn í rúm fljótlega eftir færsluna í nótt. ég náði samt ekkert að sofna. ég tók þá ákvörðun í morgun að mæta bara klukkan sjö í vinnuna.

~ unnar, 07:50  | 

 
mér ætlar ekki allveg að takast að snúa sólarhringnum á rétta kjöl aftur. ég fór að sofa svona rétt um klukkan ellefu og mér tókst að sofna, ég svaf til klukkan tólf og glaðvaknaði. ég hinsvegar gafst ekki upp og hélt áfram að reyn að sofa. klukkan þrjú var ég síðan glaðvaknaður aftur og gat ekki sofið meira eftir eitthverja stund fór ég bara framm. ég sé svo til hvort ég reyni ekki að sofna aftur á eftir.

~ unnar, 04:28  | 


 
en ferlega fer í taugarnar á mér þessir kínvesku stafir sem koma í bloggernum. ég er að spá í að senda þeim emil og benda þeim á þetta þetta fer ekkert smá í taugarnar á mér. ég veit annars ekki hversvegna maður er að láta svona ómerka hluti pirra sig. en eitthvað verður maður að hafa sér til dundurs. ég tók efrtir því að buxurnar mínar stækkuðu meðan ég var á sjónum, ásamt úrinu mín ég hef þurft að færa það um tvö göt síðan ég fór í fyrsta rannsóknarleiðangurinn í byrjun febrúar. ég verð að fara að bæta úr þessu. ég var að panta mér miða á sánd off mjúsík áðan og ætla að skella mér á sunnudaginn. ég efa ekki að ég skemmti mér vel. það er eitthvað við leikhús. ég get horft á misskemtilega hluti gerast í leikhúsi og fundist það mjög gaman. annars er ég orðinn uppfullur af hugmyndum sem mig langar að skella í framkvæmd, reyndar gæti verið að það þurfi að berja mig aðeins í hausinn oftast eru þessar hugmyndir mínar hálf fjarstæðukendar og ekki endilega hægt að henda þeim í framkvæmd. ég vil þó prófa að ráðfæra mig við álíka bilaðar listaspírur. það er svo merkilegt. maður fær oftast svona hugmyndir þegar maður er rosalega þreyttir, syfjaður eða hreinlega veikur. annars las ég fimm handrit á sjónum. þar ber helst að nefna "hreinn umfram allt" eftir oscar wild og svo "gaukshreiðrið" restin voru barnaleikrit. ég er reyndar rosalega skotinn í einu þeirra. annars heldaði ég morgun mat fyrir konuna í morgun. hún var reyndar ferlega morgunfúl og meltingin á henni ekki almennilega vöknuð þannig að ég borðaði heliminginn af matnum hennar. en ástæðan fyrir því að ég var vakandi svona snemma var sú að ég er búinn að vera á næturvöktum á sjónum og gat ekki sofið nema í tvo eða þrjá tíma. ég lagði mig reyndar bara smá stund í dag og vona að ég nái að snúa sólarhringnum rétt núna. en ég mæti hress og kátur í vinnuna á morgun. já svo var hann logi vinur minn að opna kaffihús ég kíkti til hanns og fékk með eggpþeþþóh. ég held ég reyni að kíkja betur á hann á morgun.

~ unnar, 22:14  | 

 
jæja ég er kominn heim.

~ unnar, 21:56  | 


 
jæja ég er kominn í land og verð í landi í nokkrar klukkustundir. sjómennskan er ekkert grín sagði í laginu ég get svosem tekið undir það. við vorum út af breiðafirði í um of yfir tuttugumetra vindhraða. ég var auðvitað svolítið sjóveikur. en ég tók svo töflur í mestu bræluni. ég gerði þá lítið annað en að sofa þegar ég var ekki að vinna. mig dreymdi allveg ótrúlega þegar ég var að taka töflurnar. man ekki nákvæmlega um hvað draumurinn var. en hann var mjög alvarlegur. en allir í draumnum valhoppuðu í stað þess að ganga. svona eftir á að hyggja datta mér í hug að ástæðan fyrir þessu væri sú að skipið lyftist töluvert í öllum ölduganginum og skall síðan niður. ég er á næturvöktum þarna um borð, og fór alltaf öðru hvoru upp í brú þar sá ég mjög tilkomu mikla sjón, ég veit að þeim sem hafa verið eitthvað á sjó þykir þetta kannski ekki merkilegt. þegar er svartamyrkur og mikill öldugangu þar sem öldurnar skella á stýrishúsinu og þegar að aldan lenti í bjarma skips kastaranns kom blossi og svo skall aldan á glugganum. þetta var eins og það væri stór sprenging. eitt hvöldið þegar ég var að bíða eftir næstu stöð lá ég á bekknum og var að horfa á sjónvarpið. ég sá þá þar sem mennirnir í áhöfnini voru að labba umm. og vegna öldugangsins löbbuðu þeir mjög hallandi skiljanleg, það var veltingur. mér datt þá í hug hallandi maðurinn sem hún geimveira sá. annars er mjög gott að vera kominn heim, sérstaklega með það í huga að núna getur maður kúkað án þess að að það slettist endalaust vatn á rassinn á manni. en það verður ekki lengi. við eigum aðeins meira en helming eftir þangað til togararallinu er lokið.

~ unnar, 13:15  | 


 
ég skelti mér á leiksýningu á föstudaginn, ég sá uppfærslu mí á "að eilífu" eftir árna ibsen leikritið var nokkuð gott hjá þeim, þrátt fyrir ýmis atriði sem ég hefði viljað sjá betur fara bæði í umgjörð og túlkun á persónum og auðvitað urðu smá tækni klikk en svoleiðis er auðvelt að fyrirgefa, enda hef ég verið á sýningu sem var eitt tækniklikk í gegn. í gær sá ég svo japönsku myndina the ring sem átti að vera svo krípí. mér fannst hún ekkert svo krípí, reynar var eitt atriði sem var pínulítið krípí en ekkert til að tala um samt. ég fékk sendan tölvupóst á dögunum þar sem vara talað um barn með heilakrabba og aol borgaði ákveðna upphæð fyrir hvert bréf sem sent væri áfram. ég er frekar vantrúaður á svonalagað og prófaði að leita aðeins að þessu. í ljós kom að þetta var bara gabb
þessi færsla er líklega síðasta færslan mín í tvær til þrjár vikur þar sem ég er að fara á sjó á vegum vinnunar. því núna er komið að togararallinu. ég segi bara sjáumst þá og fylgist vel með þegar að þeim tíma kemur.

~ unnar, 09:42  | 



 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.


gamla bloggið
 
 
 
hafðu samband

msn
póstur
 
 
 
á könnunni

þessum lið hefur verið lokað um stundarsakir vegna fjölda áskoranna
 
 
   

Home  |  Archives