Ég er undarlegur en ágætur náungi fæddur nítjánhundruð sjötíu og fimm, er búsettur á Suðureyri og er með mikin áhuga á leiklist. Ég vinn hjá Hafró og stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
matseðil dagsins: pasta, brauð og vatn.
~ unnar, 12:37 |
já svo hjálpaði þröstur ólafsson stór vinur minn að setja spegilinn á bílinn þannig að nú get ég farið og tekið aðra vegstiku.
~ unnar, 12:39 |
það er eitthvað ferléga lítið að gerast hjá mér þessa dagana ég er alltof latur að æfa mig fyrir inntökuprófið, en er sennilega búinn að finna einn eintal í viðbót. ég þarf reynar að tímamæla það aftur og sjá hvort það sleppi ekki allveg. ef ég get notað þenna sem ég fann þá vantar mig eitt fyndið eintal þetta sem ég fann er svolítið mikið drama og tilfynningaörvænting. annars er ég að fara á námskeið í kvöld í markaðsmálum. alltaf gott að skella sér á námskeið sko. ég bara nenni því ekki en það gengur ekkert. ég er ferlega nennlaus þessa dagana, ég vinn kem heim, borða, fer í tölvuna, fer að sofa. eitthvernvegin langar mann ekki að gera neitt á þessum tíma árs. best væri bara að ég "bælist í lauf, sem bjarndýr á vetri" (Pétur Gautur næstsíðasti hluti.) já einmitt þetta er einmitt úr einu eintalinu sem ég nota. kannski að ég fái mér bara rauðvín og osta með konunni
~ unnar, 11:55 |
ferlega fer í taugarnar á mér þessar nýju knorr bollasúpu auglýsingarnar. ég fer svona eitthvernveginn í vörn. ég þekki nefnilega til svona nöldrara sem nöldra yfir hlutum eins og þessum semsagt afhverji kaffi tími en ekki súputími. annars langar mig til að segja smá sögu frá því að ég var að vinna í tölvubransanum. áður en ég segi söguna vildi ég lýsa aðstæðum. í fyrirtækinu var bílskúr með svona rennihurð með gluggum og var sá bílskúr notaður sem geymsla og einnig sem "smókurinn" einnig áttu svona heimalingar það til að koma þarna inn eftir að fyrirtækinu hafði verið lokað og þegar sagan gerist var búið að loka. á þessum tíma var stelpa frá rússlandi í tengslum við fyrirtækið og var hún stödd í smóknum. hún kallar síðan á mig og spyr hvort ég hafi átt vona á eitthverjum. ég svara því neitandi. þá segir hún mér að það sé gamall maður sem standi fyrir utan hurðina og sé að horfa inn um gluggan. ég segist vera að koma og lagði frá mér það sem ég var að vinna við og hún fór aftur framm í skúr. ég heyri svo að hurðin er opnuð og ég þegar að ég kem fram er rússneska stelpan ferlega vandræðaleg og fer fram og sest við tölvu og fer að halda áfram að vinna. ég kíki á gluggan á skúrnum en engin er þar. ég opna þá hurðina og sé þar gamlann mann ganga í burtu. mig langar aðeins að segja frá þessum manni hann er hálf skrítinn, og hef ég heyrt að það vegna þess að hann varð fyrir óheppilegu atviki þegar hann var í námi erlendis þar sem eitthverju var laumað í glas hjá honum þar sem hann var staddur á skemtistað. allavega þessi maður hafði verið þektur fyrir það að gera þarfir sínar þar sem hann stóð hvort sem það var stórt eða lítið og skipti ekki máli hvart það vara fyrir allra sjónum eða ekki. en ég sá svo poll fyrir neðan einn gluggan á hurðini og skildi því hvernvegna stelpu greyið var svona vandræðaleg. ég lét samt eins og ég hafi ekkert vitað og sagði hanni bara að ég hafi ekki séð neinn, og sá sem hafði verið þarna væri farinn. hún varð þá enþá vandræðalegri
~ unnar, 10:50 |
hér kemur atburður sem gerðist nú í morgur þegar að ég var að leita að bíllyklum til að komast í vinnuna. konan var inni í rúmi steinsofandi.
unnar: veistu nokkuð um bíllykil ?
jóhanna: já
unnar: viltu segja mér hvar hann er ?
jóhanna: já
unnar: ætlarðu þá að segja mér hvar hann er ?
jóhanna: fékst þú ekki minn lykil um daginn ?
unnar: jú, en ég var búinn að skila honum aftur.
jóhanna: þá er hann þar sem þú settir hann.
unnar: en ég lét þig haf'ann
jóhanna: zzzZZzzzZZzzzZzz
stuttu seinna fann ég kippuna mína í jakkavasa jóhönnu.
~ unnar, 12:35 |
stómerkilegt. ég lendi næstum í því alla morgna að ég þurfi að leita að lyklunum mínum um allt hús. það kostar það að ég verð yfirleitt svona fimm mínútum seinni á ferðini en ég vildi vera. ég er búinn að vera í pælingum alla helgina um fylgiskjöl með umsókninni í lhi ferlega fer mikill tími í þetta. og ég er ekki einusinni búinn að finna öll eintölin mín. eins og áður kom fram hér verð ég að læra fjögur, ég er búinn að finna tvö og næstum búinn að læra annað þeirra. ég er með eitt annað eintal svona í pælingu en þarf að skoða það betur.
~ unnar, 08:33 |
okkur var boðið í mat í gær til tinnu og skafta svo ætluðum við skafti að fara að klára að gera við tölvurnar. maturinn var mjög góður bara við skafti fórum svo að vinna í tölvunum og kláruðum næstum. þegar við komum svo heim skemti ég mér í bað ég auðvitað steinsofnaði í baðinu en konan kom og vakti mig svona klukkutíma eftir að ég fór í baðið. ég reynar vaknaði ekkert og hélt áfram að sofa ég vakknaði síðan klukkan fjögur í ísköldu baði.
~ unnar, 13:03 |
rúrik haraldson leikari er látinn sjötíu og sjö ára að aldrei. þar mistum við góðan leikara. blessuð sé minning hans.
~ unnar, 12:47 |
það er búin að vera eitthver blogg stífla í mér. en það var hringt í síman hjá konunni eldsnemma í morgun og hún var kölluð út í nýju vinnuna sína. svo var ég að hjálpa skafta með tölvuna sína í gær. við vorum að í sirka þrjá tíma og okkur tókst ekki að gera neitt. stundum er maður voðalega lengi að gera ekkert.
~ unnar, 11:02 |
ég tók sædjöfulinn heim í dag og borðai hann djúpsteigtann í kvöldmat nammi namm. hann var bara nokkuð góður, konan var hinsvegar ekkert sérstaklega hrifin. reyndar var einn galli á honum. hann var svolítið slepjulegur þannig að það toldi frekar illa utaná honum orlí deigið (eða hvað það heitir aftur) ég fékk þá hugmynd um að velt fiskinum upp úr hveiti áður. það bara virkaði. annar var ég að tékka á hvað nýr spegill kostaði á bílinn minn. hann kostaði rétt um tólfþúsund kall nýr. en ég get fengið hann á partasölu á fimmþúsund. þannig að ég er ekkert að spá meira í það og panta hann bara frá partasöluni.
~ unnar, 20:43 |
ég var hörku duglegur í morgun. ég var að leiðini í vinnuna og tók eina vegstiku á leiðinni og tók þarmeð hliðarspegilinn á bílnum hjá mér, sem betur fer skemdist ekkert annað á bílnum hjá mér. ég fór víst ekki í söngtíma í dag, þar sem söngkennarinn liggur í flensu. en stefnan er að halda tíman þá bara á föstudaginn við bara vonum að hún verði orðin hress. matseðill morgunsins: kaffi og pönnukökur með rjóma. matseðill hádegisins: brauð með rjómaosti með sólþurkuðum tómötum og svínarúllipylsu og bollasúpa. annars er ég með leiðinda hausverk í dag. og ekki bætir úr skák að hafa verið í fiskimælingu í kulda og bleytu.
~ unnar, 13:06 |
ég fékk algjört sjokk í dag. ég var að sækja fisk sem á að nota á morgun þegar krakkar úr grunnskólanum á ísafirði koma í heimsókn í vinnuna ég var að keyra í mestu makindum og sá mann með hund í bandi, en áður en ég vissi af stökk hundurinn út á götu og í veg fyrir bílinn. ég snarhemla og bíllinn snýst í fjörutíu og fimm gráður en ég rétt slapp við að keyra á hundinn. ég sá þá félaga seinna um daginn og þá var maðurinn svoleiðiss að draga hundinn. það var greinilegt að þetta er hundur með alvarlegt agavandamál að stríða. svo fór ég og tók eitthvað að furðufiskum uppúr frystikisuni og þar á meðal sædjöful og mér tókst auðvitað að stinga mig á honum og það var hrikalega vont. það var svona svipað eins og stinga sig á karfa, svona fyrir þá sem þekkja það. nema að gaddarnir eru tölvuert breiðari.
~ unnar, 00:26 |
matseðill dagsins: ýmislegt úr gerlaborði samkaupa, síkíta appelsínu, sítrónu og gulrótastafi og gulróta poki til að narta í.
~ unnar, 12:52 |
það var einn sem ég varð bara að prófa áðan. það var að hella yfir mig sjóðandi vatni svona svona á öftustu kjúkurnar á vísifingri, löngutöng og baugfingri. eftir að hafa prófað þetta þá held ég að ég geri það ekki aftur. þetta var eginlega svolíið óþægilegt.
~ unnar, 01:02 |
hvernig ætli standi á því að þegar maður fer og kaupir sér matvæli á ákveðnum stað sem ég versla stundum í, hér í ísafjarðarbæ lendir maður næstum því alltaf í því að varan er útrunnin. fyrir ekki svo löngu keypti ég ost man ekki nákvæmlega hvernig ostur það var, en ég opnaði umbúðirnar og osturinn var næstum svartur og allur uppþornaður. ég skilaðu auðvitað ostinum og fékk annan ost sem var í lagi sem því miður var ekki af þeirri tegund sem mig langaði í. ég verslaði ekki á þessum stað í töluverðan tíma á eftir. svo rétt eftir áramót fór ég og keypti kartöflugratín á þessum stað. ég opnaði umbúðirnar og fnykurinn hefði getað svæft fíl. ég fót þá og skoðaði umbúðirnar og sá að best fyrir dagsetningin var í byrjun desember. ég fór og skilaði þessu og fékk annað sem einmitt hafði komið sama dag þá og var það fyrir aftan þetta útrunna í kælinum. svo núna í dag fór ég og keypti súkkulaði sem er í sérstöku uppáhaldi hjá mér ég kem heim með súkkulaðið og opna súkkulaðið er þá grjóthart og allt orðið hvítt eins og súkkulaði verðu þegar það er orðið mjög gamalt.
~ unnar, 21:42 |
það er eitt atriði í kvikmyndini money pit sem er mjög lýsandi fyrir konur. atriðið gerist í þar sem þau vakna við mikinn hávaða þegar er verið að gera við húsið þeirra sem sem var í raun ekkert nema hylkið. þess má geta að allt var í ólestri; vatnið, rafmagnið, skolpið osfr.
hún: ætlar þú að ná í vatnið ?
hann: ég næ alltaf í vatnið, afhveju ertu að spurja að þessu ?
hún: fyrirgefðu elskan.
hann: (muldur)
hún: (kallar á eftir honum) fatan er í eldhúsinu!
stundum finnst manni að konur haldi að maður hreinlega sé allveg ósjálfbjarga án þeirra og geti ekki einusinni komist á klósettið án þess að fá leiðbeiningar. mér dettur þetta atriði oft í hug þegar ég fæ svona leiðbeiningar. hafa skal í huga að ég er ekki endilega að tala um neina eina manneskju í þessu sambandi heldur kvennþjóðina yfir höfuð. en auðvitað eru undantekningar á þessu sem öðru.
merkilegt. það er búið að vera sumar hálfan veturinn og loks þegar mér dettur eitthvað í hug sem mig langar að gera. eins og dæmið með ála gildruna þá mætir vetur konungur í öllu sínu veldi
~ unnar, 22:47 |
note to my self. ekki borða nóakropp í baði hvað sem þú vandar þig þá sturtaru alltaf úr pokanum í baðið.
~ unnar, 22:23 |
skondið það var ekki liðinn nema svona klukkutími þá var hringt í mig og ég beðinn um að kíkja á eina tölvu. ég vil nú samt heldur gera við þá vél heldur en þessa sem ég var að klára áðan. en nenni því samt ekki
mér þykir allveg skelfilega leiðinlegt þegar að fólki þá sérstaklega ættingjar manns sem maður hefur lítil sem engin samskipti við annað en að maður heilsar þeim út á götu biðja mann um að vinna fyrir sig of þykir allveg sjálfsagt að maður spanderi fleiri fleiri klukkutímum í tölvurnar þeirra.
~ unnar, 20:13 |
merkilegt sem ég heyrði í útvarpinu um daginn. ég hlusta á rás tvö í vinnuni ef ég hlusta á útvarp yfir höfuð. og í þættinum hjá honum óla palla hringdi einn fastagesturinn og bað um ákveðið lag sem hún var reynar í miklum erfiðleikum með að segja hvað héti. óli palli spurði hana hvort þetta væri í uppáhaldi hjá henni en hún svaraði "nei, en páfagauknum mínum þykir þetta skemtilegt"
~ unnar, 08:08 |
nú er ég kominn með eina brjáluðu hugmyndina í viðbót. nú dauðlangar mig að verða mér útum eða búa til álagildru og fara að gera tilraunir til þess að fanga ál. ég fékk hann eika vin minn með mér í þetta og ætlum við að koma gildruni fyrir í lóninu inní botni.
~ unnar, 21:39 |
ég veit ekki allveg hvernig ég get sagt frá þessu, en látum það flakka. oft á tíðum þegar ég kem heim úr vinnuni fer ég úr buxunum og þramma um á nærbuxunum. mér finnst þetta vera svona eins og að klæða sig úr vinuni, eða eitthvað svoleiðiss. en þegar eitthver kemur td. í heimsókn þýt ég inn í herbergi og skelli mér í buxur. allavega. í gærkvöldi kom skafti til mín í stutta stund. þegar ég vissi að þetta væri hann sagði ég... "æji ég er ekkert að klæða mig í buxur fyrst þetta ert þú" þá sagði hann "mundi þér líða betur ef ég væri líka á nærbuxunum ?" svo vissi ég ekki fyrr en hann var kominn inn í tölvuherbergi til mín á nærbuxunum. ég get ekki sagt annað að mér dauðbrá. en ég ætlaði aldrei að hætta að hlæja svo sátum við þarna báðir á nærbuxunum meðan ég sauð saman geisladisk handa honum með dóti sem honum vantaði
~ unnar, 21:36 |
veðrátan virðist vera að komast í eðliegt horf. ég ákvað að fara ekki á bílnum í vinnuna í morgun. vegna þess að dekkin mín eru ekki of góð og það var bæði hálka og smá blástur. þannig að ég fór bara með strætó. það er bara fínt. maður getur lagt sig á meðan :)
~ unnar, 12:34 |
matseðill dagsins: kjötbollur, kartöfflur og sallat
~ unnar, 12:21 |
Óberon:
Láttu mig fá það fljótt.
Ég veit um blóma-brekku, þar sem grær
blóðberg í lyngi, villirósin hlær
og fjólur kinka kolli; þar vefur
sig klifur-flétta um berjarunn; þar sefur
Títanía undir hvílu-himni úr blómum
á hverri nóttu, svæfð með glöðum hljómum
og dansi, þar sem skræpu-nöðrur skríða
úr skinni, sem í álfa-feld má sníða.
Nú strýk ég safa blómsins henni um brá
og býsna ljóta drauma skal hún fá.
Þú tekur ögn og leitar hér um lundinn
af ljúfri meyju sem ást er bundin
hortugum strák; hans augu áttu að væta
og annast að það fyrsta sem þau mæta
sé þessi fagra mær; en mannskálk þenna
mátt þú á flíkum Aþeningsins kenna.
Dugðu nú vel, því hann skal þurfa að þjást
af þrá sem fastar knýr en hennar ást.
komdu svo fyrr en fyrsti haninn galar.
fyrsti söngtíminn minn verður núna klukkan að verða tvö. maður sér þá til hvernig hann fer.
~ unnar, 12:35 |
einn hérna í vinnuni kom með stjörnu komfekt kassa frá nóa síríus. þetta var ekki þetta nóa komfekt sem við eigum að venjast heldur eitthverskonar hágæða molar. þetta bragðaðist rosalega vel, en innihaldslýsingin var þvílík að ég hef ekki séð annað eins. maður gat meðal annars lesið orð eins og unaðslegt ómótstæðilegt yndislegt osfr. en komfektið var gott
~ unnar, 09:55 |
konunni minni var boðin "vinna" í gær þó ekki við að fækka fötum fyrir framan myndavél eins og henni var boðið um daginn. nei nú var það að selja snyrtivörur í svona píramítakerfi líkt og hörbalæv. hún hugsaði það ekki einusinni enda þarf maður að borga þvílíka summu til þess að fá eitthvern gróða af svoleiðis viðskiptum og þar að auki er það töluverð áhætta. þessu þurfti nú ekki að velta fyrir sér lengi.
~ unnar, 08:15 |
yahoo.. nú er ég loks búinn að fá greitt frá kvikmyndafyrtækinu sem ég var að vinna fyrir vorið 2001. enda kominn tími til.
~ unnar, 09:54 |
við fundum litla pöddu í káli í matartímanum áðan og ég fór með kálið inn á rannsóknarstofu hjá mér og skoðaði þennan óboðna gest í stækkaðri mynd í boði víðsjár en áður þá gaf ég honum smá spritt sopa og hann varð allveg pöddu fullur. ég er nú ekki sérfræðingur um skordýr en ég held að þetta sé eitthverskonar maur. en það væri gaman að komast að því hvað um sé að ræða. auðvitað komu allir sem urðu vitni af þessum merka fundi til að skoða hann en leiðinlegt að hann hafi verið svona drukkinn þegar þau fengu að sjá þennan óvænta matargest.
~ unnar, 13:13 |
hvað er eginlega í gangi ? ég ætlaði aldrei að sofna í gærkvöldi og lá andvaka heil heil heil lengi. loksins þegar ég sofnaði, þá var ég hrökkvandi upp endalaust og mikið svakalega er maður orðinn þreyttur.
~ unnar, 09:55 |
ég og nokkrir aðrir úr leikfélaginu komum saman áðan og vorum að taka til í herberginu okkar og skráðum það sem við eigum svosem búninga leikmuni og fleira. og sei sei já
~ unnar, 22:33 |
það er allveg hrikalegt að geta ekki sofið. ég fór inn í rúm fyrir miðnætti í gærkvöldi og las pínu pons áður en ég reyndi að sofna. og klukkan tuttugumínútur yfir tólf slökti ég ljósið. svo varð klukkan eitt. enn gat ég ekki sofið þannig að ég fór fram og ætlaði að kíkja í tölvuna, en ekkert varð úr því og ég fór bara aftur inn í rúm. ég vissi svo síðast af mér klukkan fjögur. síðan vaknaði ég aftur klukkan korter yfir sex en þá átti ég eftir að sofa í nákvæmlega klukkutíma þangað til verkjarinn hringdi. ég náði reynar að sofna aftur. svo hringdi vekjarinn og ég slökti án þess að vakna og snéri mér á hina hliðina. það var ekki fyrr en konan vakti mig sem ég drullaðist frammúr. en líklega hefur hún vaknað við klukkuna hjá mér.
~ unnar, 12:38 |
ég er ekki viss um að fólk hafi fattað þetta kringlu djók hjá mér en það sem ég átti við er að þegar að ég hef komið í kringluna undanfarið hafa verið bílar þar inni merktir eitthverjum fyrirtækjum, félögum og svo hafa verið bílasýingar þar inni líka. annars held ég að hann siggi sé hreinlega hættur að blogga. vona að hann bæti ráð sitt. haukur er ekki einusinni byrjaður alemennilega vona að hann bæti líka ráð sitt.
~ unnar, 11:56 |
iðunn vinkona mín var að hjálpa mér að setja inn mynd í bloggið mitt.. jibbí... takk iðunn
~ unnar, 10:11 |
david bowie áttti víst afmæli í gær og ég gleymdi víst að hringja í hann og óska honum til hamingju með daginn. kappinn varð fimmtíu og sex ára. til hamingju david
svona þegar að maður pælir í því, ætli sé rosalea mikil vöntun á bílastæðum við kringluna. eða er málið það að starfsfólkið má ekki leggja í stæðin sem eru ætluð viðskipavinum. jæja hvað sem málið nú er þá hefur maður séð það oft þegar maður á leið þar um að að bílum er lagt inní kringluni annarðhvor í eitthverri versluninni eða hreinlega bara á göngum kringlunar. ég held hreinlega að þeir sem hafa með húsið að gera þurfi aðeins að pæla í þessu
~ unnar, 17:48 |
ég tók annað fáránleika próf á netinu sem ég sá að hún geimveira vinkona mín tók. og ég fékk uppáhald karakterinn minn úr the rocky horror show ekki amarlegt það. þetta er eitt að þeim hlutverkum sem ég verð að leika eitthverntíman.
það var aðalfundur hjá leikfélaginu í gærkvöldi og ég varð áfram formaður. ég mætti nú í vinnuna í morgun en ég verð að segja að ég er hálf tuskulegur enþá en það er nú farið að styttast í helgina aftur þannig að ég get bara frestað veikindunum þangað til þá. ég og doddi vorum að tala um myndina groundhog day þegar hann var hér fyrir vestan um dagin. þetta er ein af þeim myndum sem maður getur horft á aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur
~ unnar, 12:27 |
nú er ég búinn að vera heima veikur í tvo daga. reyndar stalst ég aðeins áðan í bónus að kaupa það sam vantaði til heimilisins. ég fékk hringinu í dag og ég boðaður í tónlistaskólan á morgun. ég sótti neflilega um söngnám fyrir sirka einu ári, þá var mér tjáð að það væri allavega tveggja ára biðlisti. en ég var boðaður á morgun þar sem raðað væri niður tímum og eitthvað svoleiðiss. ég er satt að segja svolítið spenntur.
~ unnar, 17:41 |
það læddist til mín blað í morgun frá frjálslyndaflokknum sem kallað er gullkistan ég var svon að fletta í gegnum þetta og rakst á eitt svolítið klaufalegt. þar var mynd af nokkum mönnum milli þrítugs og fertugs fyrir utan kostningaskrifstofu f listanns og undir myndini stóð eitthvað á það leið að ungt fólk sýndi málum floksins mikinn áhuga. ég er kanski ferlega skrítinn, en þegar ég tala um ungt fólk er ég ekki að huga sum fólk sem er komið yfir þrítugt.
~ unnar, 12:26 |
ferlega þreyttur, eginlega eftir mig eftir allt djammið. ég er hættur að vera þunnur, en ég er afskaplega druslulegur samt. skaupið mjög gott. ekkert yfir því að kvarta. merkilegt hvernig fólk villist inn á síðuna mína. ég hef td. rekist á að fólk hefur komið til mín í gegnum google annað leitarformið var "hreinsa humar" og hitt var "paket tilboð" æji. ég er ekki í neinu stuðu til að blogga þannig að ég ætla að láta þetta duga bara í dag.
~ unnar, 15:22 |