!DOCTYPE HTML PUBLIC "-//IETF//DTD HTML//EN">
Hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur

 
hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur
 

 
Ég er undarlegur en ágætur náungi fæddur nítjánhundruð sjötíu og fimm, er búsettur á Suðureyri og er með mikin áhuga á leiklist. Ég vinn hjá Hafró og stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
 
 
   
 
   
 
   
 

 
ég fann út hvað var að hrekkja síðuna mína. það var þarna mælirinn sem sagði hvað voru margir að skoða. ég tók það út hjá mér og henti óvart út linknum í gömlu færlslurnar líka... úbbss...

~ unnar, 15:51  | 

 
ég tók eftir því nú í morgun að blogspot er eitthvarð að stríða okkur í dag. þannig að ég veit ekkert hvenær þetta sem ég skrifa nú verður sjánalegt. það var ótrúlegt hvað var mikið að skafa í morgun. ég hef bara sjaldan vitað annað eins. ég má svosem vera glaður, þetta er jú fyrsta skipti sem ég þarf að skafa í allan vetur. mikið var annar voðalegt að vakna í morgun. mér gekk nefnilega hroðalega ill að sofna ég vissi síðast af mér klukkan fimm í morgun. en með hjálp kaffis lifi ég dagin allveg af. ein af ástæðum þess að ég gat ekki sofnað var sú að svefnherbergið okkar var vígvöllur. allavega héldu kisurnar okkar það. ég henti þeim ekki fram einusinni heldur tvisvar. því þeir eru snillingar og setja það ekki fyrir sig að opna hurðir og sér í lagi þar sem ekki snérill á svefnherberginu þar sem hurðin þar er bara bráðabirgða og verðu það þangað til ég tími að kauða nýjar hurðir í allt húsið. kisurnar hafa haft leifi til að vera inní svefnherbergi þegar þeim langar og kúra oft með okkur þegar við förum að sofa en oh boy oh boy.. ég fer nú að endurskoða það í ljósi nýliðina atburða. þeir voru samt rosalega glaðir í morgun þegar ég kom fram þeir stóðu báðir og horfðu á mig og möluðu. hvernig getur maður annað en fyrirgefið svoleiðiss

~ unnar, 08:33  | 


 
ólöf og doddi komu í gær og verða hjá okkur yfir áramótin. við doddi spiluðum tölvuleik frameftir allri nóttu og höfðum gaman og auðvitað vann doddi eins og venjulega. veit ekki afhveju en það er alltaf mikið auðveldara að vinna tölvuna heldur en dodda. svindl

~ unnar, 16:45  | 


 
ég var bara nokkuð duglegur áðan, ég sparslaði loftið á baðinu hjá mér svo hægt sé að fara að mála, þannig er nefnilega að það hefur verið notuð léleg máning á loftið áður en ég málaði á sínum tíma, og þar sem þetta er baðherbergi er mikill raki oft þarna inn og komnar voru sprungur í málinguna. ég notaði sparsl sem ætlað eru fyrir svona herbergi, stóð uppá tröppuni minni og djöflaðist í þessu í sirka tvo tíma, ég er satt að segja orðinn svolítið aumur í hendini.

~ unnar, 15:55  | 


 
jólasveinarnir eru greinilega ekki hættir að hrekkja þótt lítið hafi orðið vart við hrekki þirra síðustu ár. hér má lesa frétt um einn hrekk jólasveins sem endaði illa

~ unnar, 19:03  | 


 
ég gaf konuni vaknað í brussel eftir betu rokk í ammælisgjöf og hún var árituð og allt, ég komst ekki sjálfur að hitta hana þegar hún kom þannig að ég fékk fiffa til að redda þessu fyrir mig sem hann gerði, og konan var mjög ánægð

~ unnar, 16:45  | 


 
ég er kominn með myndir af hvalrekanum. hér er hetjan okkar að skoða skepnuna, hér er svo búið að flaka, þetta er ekkert líkt því þegar maður flakar ýsu. svo er hérna hetjan okkar að ransaka mallakúta

~ unnar, 22:29  | 

 
við ákváðum bara að slá til og kaupa okkur parket á forstofuna í dag, nú er ég búinn að leggja parketið og á eftir að setja listana samt. ég bara nenni ekki að græja þá í dag. geri það bara á morgun áður en jólin skella á.

~ unnar, 22:11  | 

 
já vel á minnst. konan á ammæli á morgun þann tuttugasta og fjórða desember. hún væri rosalega glöð ef hún fengi ammæliskveðjur í tölvupósti

~ unnar, 19:33  | 

 
smá viðbætur við það sem ég sagði frá hér að neðan. rétt eftir að ég skirfaði það hljóp ég upp stigan í þróunarsetrinu þar sem ég vinn og tókst að detta í stiganum og lenda á vitlausabeininu. svo kíkti ég áðan í timbursölu húsasmiðjunnar og lét gera tilboð í parket á forstofuna hjá mér. allt gott með það að segja, en ég hringdi í konuna og fékk hana til að mæla hurðirnar með gerertum og öllu saman. þegar ég bað hana um þetta sagði hún "ha ? mæla með geirvörtunum ?" ég og palli vinur minn og tilburstjóri skelli hlóum af þessu og lappi hljóp til palla og vældi með. svo mældi hún þetta og gaf mér upp málið. svo mældi hún næstu hurð og sagði "þetta eru níutínu og sjö centimetrar með kömrunum" og aftur skeltum við þrír uppúr, ég er samt ekki viss um að lappi hafi skilið það sem fram fór, en hann skamtisér samt konunglega.

~ unnar, 15:39  | 

 
hvernig getur einn maður verið svoa mikil klaufi ? um daginn tókst mér að stíka á glerbrot á báðum fótum í einu, eitt úr jólaseríuperu og annað úr eitthverju allt öðru svo opnaði ég poka í gær sem var heftaður saman og tókst þá að stinga heftir í kaf í puttann á mér. þetta var svosem ekkert stórslys. svona tvem tímum síðar skar ég mig á pappír sem ég tók úr prentaranum hjá konuni það var heldur ekki svo vont nema að ég fékk síðan eitthvað hreinsiefni á hendina bæði þar sem ég fékk heftið og þar sem ég skat mig. eg skolaði þetta bara og hélt áfram að stússast. þá gerist það að ég fer inn í eldhús og rek hausinn í skáphurð. ég fékk þar nóg af allri óheppnini. ég mætti síðan í vinnu í morgun og fór að vinna um borð í bát þar sem ég var að koma fyrir lögn að tölvu sem ég var að setja upp til þess að safna gögnum frá flokkara; ég var að negla upp kapal að tölvuni og tókst að negla tvistar sinnum á puttan á mér og ekki voru nema átta festingar. síðan tókst mér að renna til og fá járnplötu í bakið. ég veit ekki hvernig þetta endar.

~ unnar, 14:59  | 


 
ég var staddur í bónus áðan. þar voru leikin jólalög úr hátalarakerfinu. þegar ég var staddur í leikfangadeildini hljómaði jólahjólið með sniglabandinu. ein starfstúlkan gengur þá framhjá á leið sinni inn á lagerinn og syngur með. ég sný mér að henni og segi uss! og hún horfir á mig og greinilega dauð brá en ég og konan skelli hlóum. ég vona bara að stelpu greyið hafi áttað sig á því að ég var bara að stríða henni.

~ unnar, 23:11  | 

 
já eitt sem mér ljáðist að segja frá. lyktin. þó svo að hún hafi ekki verið mikil þá var hún ógeðslega vond. þannig að maður komst upp með að prumpa eina mikið og manni langaði án þess að tekið væri eftir því.

~ unnar, 01:36  | 

 
ég fékk hringinu í gær í vinnuni um hvalreka á barðaströnd. ég fór og gerði allar græjur lilbúnar til þess að fara og skoða gripinn og taka sýni og mæla og svoleiðiss. síðan lögðum við hjalti af stað í morgun og vorum komnir á staðinn rétt uppúr hádegi. þegar við komum á staðinn sáum við að um var að ræða hnúfubak. hann var sennilega búinn að vera þarna í nokkrar vikur því aðeins var farið að slá í hann, en það var frost svo að lyktin var ekkert svakaleg. við mældum gripinn og var hann um ellefu metrar (ef ég man rétt) sem bendir til að ekki sé um fullorðið dýr að ræða. hann lá á maganum ofaní miðri á þannig að ekki var gott að komast að honum þannig að við gátum ekki ransakað allt sem við hefðum viljað. en við mældum hann og tókum fitulags sýni við reyndum að komast að maganum líka til þess að taka magasýni, en maginn var útkverfur þannig að ekkert var til að taka sýni af. við opnuðum samt skepnuna að hluta þannig að rebbi, krummi, máfur og vinir þeirra geta haldið gleðileg jól og fengið hátíðar mat. síðan fór ég að hjálpa henni tinnu að flytja og ekki tókst betur til en að ég klappaði kaktus eitthverra hlutavegna var bakki með katusum á pallinn á bílnum sem hluti búslóðarinnar var fluttur í og einmitt þar sem ég var að þvælast með hendurnar.

~ unnar, 00:04  | 


 
það er kona að vinna í sama húsnæði og ég, bara hinumegin í húsinu sem er hundaþjálfari.hún kom yfir til okkar í dag í kaffi og tertu þannig var nebblilega að hollenskur strákur sem er að vinna eitthvað í sambandi við fjölmenningarsetrið átti tvítugs ammæli í dag. allavega hundaþjálfara konan kom með hund með sér sem hún var að útvega nýtt heimili. hún var að tala um að hann væri alltof feitur. en sagði svo að það væri ekkert mál að grenna hann. það þyrfti bara að skamta honum ákveðið mikið af mat og fara með hann út að labba. ehemm... ég held ég þetta sé bara það sama og mennirnir þurfa að gera til að grenna sig. eitt sem ég var að pæla. "jólaundirbúningur" eru það ekki bara jólanærföt ?

~ unnar, 23:18  | 

 
ég sá loks auglýsinguna frá expert með ísskápnum þar sem fólk var að tala um að ég væri að leika í. og oh boy oh boy þetta hefði getað verið ég, ef ég hefði bætt á mig svona fimmtíu kíóum í viðbót. en mér brá samt. ég gæti svosem farið og reyna að rukka inn kaupið hjá þessum í auglýsinguni.

~ unnar, 19:07  | 

 
já meðan ég man, hann fiffi átti ammæli í gær. nú verða allir að senda honum póst og óska honum til hamingju með áfangan.

~ unnar, 14:51  | 

 
ég ætlaði að vera rosalega fyndinn áðan og stofa nýja blogg síðu fyrir elísabetu veðurfræðing eða beturok og ætlaði að setja það á http://betarok.blogspot.com en því miður var annar búinn að stela hugmyndinni áður en ég fékk hana. svindl

~ unnar, 14:44  | 

 
þónokkuð hefur orðið vart við veðurathuganir hérna í vinnuni, þó frá öðrum stofnunum en hafró. það er allavega hluti af fólkinu sem fer alltaf út á svalir eftir matar og kaffi tíma og einstakasinnum þar á milli. ég get ekki ímyndað mér annað en að það sé að gá til veðurs.

~ unnar, 10:13  | 


 
soldið skondið. eftir að ég var búinn að heimsækja gaurinn frá marokkó þá fór ég að halda áfram að lesa pétur gaut og hvar haldiði að hann hafi verið staddur ? á suðurströnd marokó

~ unnar, 22:19  | 

 
ég var skríðandi undir bryggju meirihlutan af eftirmiðdeginum í dag. eflaust hugsuðu margir sem sáu til mín, hvað er maðurinn að gera þarna prílandi undir bryggjuni ? og eflaust eitthað að því fólki sem les þetta velta því fyrir sér. það sem ég var að gera þarna var að skipta um sýnasafnara sem komið var fyrir þarna og einnig að veiða upp einn safnarann sem dottið hafði í sjóinn. það sem ég uppskar þarna annað en sýnin voru kaldar hendur, blautar buxur, blaut flíspeysa og allt ofantalið drullu síkítugt. síðan fór ég að sulla í formalíni og oh boy.. ég næstum grét vegna uppgufunarinnar af því, en auðvitað hefði ég átt að gæta mín betur.

~ unnar, 22:03  | 

 
ótrúlegt hvað er komið mikið af jólaljósum og skrauti út um allt. sumt er mjög fallegt og vandlega til þess unnið en annað er hroðalegt. ég sá meðal annars á einum stað þar sem slönguseríum hafði einfaldlega verið hent upp í tré og láu eins og ég veit ekki hvað þetta var eginlega það ljótasta sem ég hef augum litið þar sem jólaljós eru annarsvegar. þetta er á þannig stað að þetta sést úr mikilli fjarlægð, fólk fer sérstaklega til þess að skoða þetta undur og getur ekki orðu bundist um hversu ljótt þetta sé. svo er annað fólk búið að skreita mjög vandlega. sem dæmi er heil gata á ísafirði úber skreitt og sérstaklega gaman að keyra hana. ég kíkti í heimsókn til manns sem er frá marakó og konunar hans sem er pólks. þau voru búin að setja upp jólatré og allt saman. það var svolítið öðruvísu en maður á að venjast. en fallegt var það. og svo hef ég sjaldan fengið eins gott kaffi og ég fékk hjá þeim. ég kíkti þangað til þess að gera við tölvuna hans. eftir að ég var búinn að skoða þetta sá ég að hann hafði fengið modem sem var að annari tengund en stóð á kassanum sem það kom í og þá ranga drivera ég fann auðvitað driverana fyrir hann og reddaði málinu. hann var auðvitað búinn að setja sig í samband við tölvusjoppuna sem hann fékk módemið hjá, en þeir sögðust ekkert getað hjálað honum. það var haldin smá bókmenntakynning í vinnuni á föstudagin og ýmsar bækur voru kynntar engin af þessum bókum höfðaði samt til mín, né hafði ég áhuga á að gefa þær í jólagjöf.

~ unnar, 07:52  | 




 
ég fór í smá sjóferð í dag, var verð að lesa af síritandi hitamælum í álftafirði rétt um tvo tímar í það heila. annars er ekkert að frétta þannig að það er í raun ekkert að tala um hérna. ég er búinn að lesa deleríum búbónis og er að lesa pétur gaut. ég fann eina rullu í deleríum búbónis sem ég gæti hugsað mér að taka í blessuði inntökuprófinu. matseðill gærkvöldsins var: stroganoff. og matseðillinn í dag er pítsu, pasta, grænmetis og almennt djönk fúd hlaðborð á pizza sextíu og sjö

~ unnar, 13:49  | 


 
matseðill dagsins: pasta og grænmeti

~ unnar, 12:34  | 

 
sögusagnir af andláti acotæknivals eru stórlega ýktar.

~ unnar, 12:34  | 

 
eitt stórveldið fallið í viðbót ? fyrst sovétríkin og svo acotæknival ? ég heyrði í fréttunum áðan að markaðir með hlutabréf hafi tekið hlutabréf í acotæknival af markaði. svo kom frétt um þetta kemur síðar.. ég held að þetta merki hreinlega að sá aðili sem veitt heimilum á íslandi fyrstu ódýru tölvurnar sé nú fallinn. hver man ekki eftir þegar að tækival færði okkuar hjondæ tölvurnar.

~ unnar, 12:01  | 


 
matseðill kvöldsins: núðlur og kók.

~ unnar, 19:34  | 

 
matseðill dagsins: kaffi og apótekara lakkrís

~ unnar, 13:07  | 


 
þvílíkt át. ég hef sjaldan borðað eins mikið og í dag. ég byrjaði daginn í dag á því að fá mér samloku með steiktu nautakjöti, sveppum, lauk, sósu og allskonar gúmmúlaði. síðan fór ég í mat til tengdó og fékk steikt kjöt þar líka. ég kíkti til burkna vinar míns og gerði við tölvurnar á hans heimili og hann gaf mér smakk af hreindýrakjöti sem hafði verið í matinn hjá honum. mikið svakalega var það gott. síðan fór ég til einars og hjálpaði honum aðeins með sína vél. og þar fékk ég glás af harðfiski sem jói sem er að leigja hjá honum verkaði. og núna er ég bara alveg að springa.

~ unnar, 01:05  | 


 
jólaveinarnir sem komu í bolungarvík í gær gáfu ekki bara nammi eins og flestir aðrir jólaveinar. þeir gáfu líka endurskyns merki eða "andaskinnsmerki" eisn og þeir kölluðu það en voru strax leiðréttir.

~ unnar, 18:51  | 

 
jólasveina innkoman okkar hepnaðist frábærlega. okkur var vagnað af bæði ungum sem öldnum og við vorum þokkalega ánægðir sjálfir með afraksturinn.

~ unnar, 17:21  | 


 
ég kíkti til gunnsteins í gærkvöldi og við sömdum smá prógram í fyrir jólasveina bissnesinn okkar við komum með fjögur lítil atriði sem við tvinnum saman. því ekkert er meira hallærislegt en jólasveinn sem veit ekkert hvað hann á að segja. auðvitað spinnur maður líka en ferðasögurnar er algjört möst.

~ unnar, 11:13  | 


 
í kaffinu í morgun var boðið uppá enska jólaköku. kakan var bökuð fyrir mánuði síðan og hefur verið gefið púrtvín að drekka síðan. áður en kanan var borin fram var komið til mín með hana og ég fenginn til þess að vikta gripinn og vóg hún fjögur komma þrjú kíló. hún smakkaðist bara ágætlega. maður getur reindar bara rétt aðeins smakkað svona kökur þær eru svo brjálaðar að maður mundi fá ógeð ef maður fengi sér meira.

~ unnar, 09:58  | 


 
sithy er nú farin að blogga á íslensku og ég uppfærði linkin hennar í nýju síðuna. til hamingju sithy

~ unnar, 15:56  | 

 
á matseðli dagsins er: túnfiskur, kotasæla og bananar hræst saman. verði ykkur að góðu

~ unnar, 13:24  | 

 
nú er búið að stöðva vinnslu í shusi verksmiðjunni sindraberg vegna vörusöfnunnar. það er leitt, því þetta er marg verðlaunuð vara. nú verða allir að leggjast á eitt og kaupa sér ice shusi það er nammi nammi gott.

~ unnar, 09:21  | 

 
ok. ég er geit. ég kemst ekki í ræktina í þessari viku eins og ég var búinn að lofa sjálfum mér

~ unnar, 08:45  | 

 
merkilegt með hvað það eru margir bílar sem eru ekki með stefnuljós. það er neflielga ekkert meira pirrandi en þegar maður er á hringtorgi sem er einbreitt og fólk gefur ekki stefnuljós útaf því sérstaklega ef það er bílalest og maður er kannski með sex til sjö bíla á eftir sér og stöðug umferð um hríngtorgið. já svo er annað ég var næstum búinn að lenda í hliðini á einum bíl í gær á þessu sama hringtorgi. það kom stór jebbi vaðandi inn á torgið án þess að kanna sérstaklega hvort eitthver umferð væri eða ekki. ég snarhemlaði og lét aðeins heyrast í horninu. og söng svo glaður og ánægður alla leiðina heim.

~ unnar, 08:19  | 


 
ég og gunnsteinn kunningi minn erum að fara að taka að okkur að leika jólasveina þegar kveikt verður í jólatrénu í bolungarvík á laugardaginn. þess þarf vegna þess að sveinarnir sjálfir eru ekki komnit til bygða ennþá. ég var rétt í þessu að semja um graiðslu fyrir uppákomuna. það virðist vera að hætt að hóta konuni kærum líkamsmeiðingum eða nokkru öðru frá gamnaser gaurunum. við sjáum svo til hvað gerist. já svo verður maðir að hafa augun á fréttum stöðvar tvö í kvöld sjá hvort eitthvað gerist.

~ unnar, 14:03  | 


 
ég vaknaði milli fimm og sex í morgun galvaskur, sofnaði reynar aftur og svaf til tuttugumínútur yfir sjö greip helðsluborvélina mína með vegna þess að ég var að fara að vinna aðeins um borð í togara þar sem ég þurfti á vélini að halda. ég mætti um borð gerði allt klárt, opnaði borvélartöskuna og þar var hleðslutækið aukabatteríið en engin borvél. hvað veldur því að þetta koma alltaf fyrir mig ?

~ unnar, 10:51  | 


 
það eru bara læti kringum konuna mína núna og henni hótað kærum vegna þess að hún vildi ekki vera vændiskona fyrir gamnaser.com

~ unnar, 23:14  | 

 
allt dettur nú fólki í hug. ætli fólk sem geri svona lagað hafi ekkert að gera ? en þetta var nú fyndið það er ekki það sko. ég náði rétt um sjöhundruð og fimmtíu stigum sem ekki nóg til að komast á lista en ég enni ekki að reyna aftur

~ unnar, 15:28  | 

 
nú var ég að fá einstakt tilboð frá tævan mér var að bjóðasta áskrift (held ég) á blaði um barnaföt og barnavörur, sem heitir toma- toma (tommi tómatur ?) stundum dettur manni í hug að skipta um netfang. þetta er farið að verða svolítið þreytandi.

~ unnar, 10:09  | 

 
ég lagði nokkrar vel valdar spurningar fyrir vini og vandræðamenn í svona fáránlegu prófi og enginn virðist þekkja mig nógu vel. hæsta einkun er áttatíu prósent.

~ unnar, 09:25  | 

 
klaufaskapurinn er ótrúlegur. ég var að ræsa upp fartölvuna sem ég nota við fæðugreiningu og setti hana í samband og ætlaði að kveikja á henni. ekkert gerðist. ég reyndi nokkrumsinnum og ekkert gerðist. ég hafði grun um að sambandsleysi væri í rofanum og fór og rótaði ofan í skúffu og fann þar ákjósanlegt skrúfjárn. það ætti ekki að vera mikið mál fyrir mig að gera við eina fartölvu eða svo. ég snéri tölvuni upp á rönd og rak þar augun í læsingu sem læsri ræsai rofanum. ég skammaðist mín og stakk skrúfjárninu aftur ofan í skúffu. sem betur fer sá ekki nokkur maður til mín. ég held að ég verði bara að fara og fá mér kaffi.

~ unnar, 08:44  | 

 
handritin sem ég var að panta verða að öllum líkindum sótt í dag. ég pantaði sporvagninn girnd, pétur gaut og deleríum búbónis svo var mér að detta í hug að leggjast í lestur á uppreins á ísafirði. ég held að það hafi verið gefið út í bók þannig að ég gæti nálgast það í næsta bókasafni. æji já það eru margir hlutir sem maður þarf að velta fyrir sér. nú getur maður líka valið meira skemtilegt fyrir prófið þar sem þarf að velja sér fjögur eintöl.

~ unnar, 08:12  | 


 
eitt skil ég ekki. bjórframleiðendur framleiða sérstakann jólabjór og páskabjór og ég veit ekki hvað og hvað. hvað ætli sé málið ? er jólabjórinn blandaður með greini og páska bjórinn með páskaliljum ?

~ unnar, 15:17  | 

 
hi-c...rétt í þessu var ég að koma heim af jólahlaðborði þróunarsetursins sem er einskonar sameginlegur staður fyrir ýmsa ríkisstarfsemi svo sem hafrannsóknarstofnunin,rannsóknarstofnun fiskiðnaðarinns, vinnueftirlitið, atvinnuþróunnarfélag vestfjarða, svæðisvinnumiðlun vestfjarða og fleira og fleira. þetta var hi-c....bara nokkuð gaman, ég þekti sem betur fer einn jólasvein sem mætti á staðinn með gítar og útbíttaði pökkum sem reindar gestirnir komu með sjálfir hi-c.... á staðnum var fortdrikku á vegum rannsóknarstofnun fiskiðnaðarinns og þróunnarsetursins sem var borið fram í tilraunaflöskum eða svoleiðiss. og svo var bjór í boð líka en auðvitað kom ég með rauðvín enda er það einn besti drykkur sem fundinn hefur verið upp hi-c....

~ unnar, 02:15  | 

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.


gamla bloggið
 
 
 
hafðu samband

msn
póstur
 
 
 
á könnunni

þessum lið hefur verið lokað um stundarsakir vegna fjölda áskoranna
 
 
   

Home  |  Archives