!DOCTYPE HTML PUBLIC "-//IETF//DTD HTML//EN">
Hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur

 
hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur
 

 
Ég er undarlegur en ágætur náungi fæddur nítjánhundruð sjötíu og fimm, er búsettur á Suðureyri og er með mikin áhuga á leiklist. Ég vinn hjá Hafró og stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
 
 
   
 
   
 
   
 

 
jæja nú er ég búinn að tengja fartölvuna mína við netkerfið heima og skjáinn og allesammen svo fer maður bara í það að panta sér nýjan disk. vona bara að ég geti bjargað blessuðum gögnunum mínum.

~ unnar, 22:32  | 

 
ég jefði getað grátið í gærkvöldi og það munaði ekki miklu. harði diskurinn í tölvuni minni hrundi og þar að þar fóru þrjú handrit sem ekki ertu til annarstaðar. það var mikil eftirsjá á mínu heimili í gær vegna þessa leiða atburðar. mig grunar reyndar að það sé bara hluti af disknum skemdur og það sé boot sectorinn, þannig að það er smuga að ég geti bjargað eitthverju af gögnum. ég vona bara að ég hafi rétt fyrir mér. annars sá ég ljósa seríu á tré við heimahús áðan og er hún reynar búin að vera meirhluta þessa mánaðar. mér þykir þetta full snemmt, ég meina.. það er ekki komin nóvember. ég segi fyrir mitt leiti. kjúklingur er góður en ef ég fengi kjúkling í öll mál í þrjá mánuði mundi hann missa gildi sitt. sama með jólaseríur, nema auðvitað borða ég þær ekki, nema að ég sé mjög svangur.

~ unnar, 08:58  | 


 
það var auglýsing í útvarpinu áðan. þar var sagt að nú verði maður að vera með handfrájlsan búnað í blínum. þetta var auglýsing frá trygginga miðstöðinni þetta er frelegt. nú verður fólk sem á ekki farsíma að kaupa sér svona uss uss uss..

~ unnar, 16:07  | 

 
vegna fjöld áskoranna bætti ég denna í bloggara linkana mína

~ unnar, 08:34  | 

 
allavega þykir mér ólíklegt að ég hafi bara sofnað yfir sjónvarpinu

~ unnar, 08:29  | 


 
ég held að ég hafi verið brottnuminn áðan. ég var að horfa á six feet under og sá byrjunina, svo allt í einu var þátturinn að klárast. ég sá semsagt bara upphaf og endir. þannig að ekki getur annað hafa gerst en ég hafi verið brottnuminn. ekki af geimverum samt, því ég trúi ekki á svoleiðislagað. ó nei. heldur af álfum og huldufólki. hefur enginn spáð í að rétt um það leiti sem fólk fór að sjá geimverur var fólk að hætta að sjá álfa og huldufólk, getur ekki bara verið að álfar og huldufólk sé hreinlega orðið þróaðra og tæknivæddara en við og svífi um á flugdiskum milli staða, og taki okkur öðruhvoru til ransókna, já og auðvitað til kynbóta. ég sé bara ekki það geti verið nokkuð annað.

~ unnar, 22:17  | 


 
vinir mínir í japan eru búnir að búnir að vera að senda mér tölvupóst með ótrúlegum tilboðum sem ég get hreinlega ekki hafnað en svo óheppilega vill til að ég get ekki lesið tilboðin þeirra heldur.

~ unnar, 23:32  | 

 
eitt fer ferlega í taugarnar á mér. nú eru virkjanir á hálendinu búnar að vera þónokkuð í umræðunni og mótmæli gegn þeim, auðvitað hefur fólk rétt á sínum skoðunum og gott ef það lætur þær uppi. en mér þykir út í hött þegar fólk er með mótmæi án þess að vita nokkuð um hvað er að ræða. ég er ekki að lýsa yfir neinum skoðunum á þessum virkjanna málum eða neinu tengdu þeim. en mér þykir fólk sem er á móti þessu og hefur ekkert aflað sér fróðleiks um málið, ekki trúverðugt. mér er það full ljóst að það þarf að virka eitthverstaðar, ef ekki bætast við virkjannir þá verðum við fljót að verða búin með allt það rafmagn sem við framleiðum í dag. auðvitað verður þó að hafa í huga að ekki getum við virkjað hvar sem er. og auðvitað verður að færa fórnir eitthverstaðar ef við ætlum að halda áfram að búa á þessu landi okkar. einu velti ég fyrir mér, ef ekki má virkja á hálendinu, hvar má þá virkja til að fá þá orku sem við þurfum í nánustu framtíð ?

~ unnar, 18:22  | 

 
ég bætti henni önnusiggu í bloggara safnið mitt.hún er orðin dugleg að blogga ;)

~ unnar, 08:15  | 

 
ég held hreinlega að hann murphy eigi afmæli um þessar mundir þvílík óhöpp og klaufaskapur hafa dunið yfir mig þessa undanfarið. í nótt tókst mér tildæmis að snúa mig á ökla í svefni. annars er svolítið að angra mig þetta atvik í rússlandi. ég er það dóu hundrað og sextíu manns vegna gaseyrunar og um sexhundruð liggjá á sjúkráhúsi. ég spyr, var ekki hægt að nota aðrar aðferðir en gas ? og það taugagas ?

~ unnar, 08:10  | 


 
ég bloggaði víst ekkert í gær. ég var að hjálpa honum loga vini mínum að græja allt fyrir einleikin sem hann er að fara að sýna í kvöld. auðvitað ætla ég að mæta. það var ótrúlegt sem mér tókst að gera áðan. ég var að tala saman dót til að setja í uppvottavélina og misti eitt glas og mölbreut það. ég tók saman stæðisu brotin og setti þau í botninn á glasinu og náði svo í ryksuna og ryksugaði upp minni brotin. síðan fór ég og gerði samloki í samlokugrillinu og kom með tvær lfúfengar samlokur inn í stofu. en ekki vildi betur til en það að ég steig á botninn á glasinu með öllum glerbrotunum sem ég gleimdi að fara og henda. ég segi bara. hvernig fer ég að þessum endalausa klaufaskap ?

~ unnar, 14:03  | 


 
ég var að horfa á "af fingrum fram" í sjónvarpinu með honum jóni ólafssyni. einn af aðal mönnunum í íslenskri popp og rokk tónlist gunnar lárus var staddur þar og stóð sig bara nokkuð vel. sást þarna nokkur brot úr meistaraverkum gunnars lárusar eins og grænir frostpinnar og fleira. hann kláraði svo þáttinn á að flytja öxnadalsheiði með jóni. einusinni ætlaði ég að gera heimasíðu um gunnar en ég kunni sára lítið í html og hætti í miðju kafi. mér þótti nefnilega svo lítið á honum bera, enginn vissi hver hann var né hvað hann hafi gert annað en að prumpa. en ég held að hann hafi bara bjargað þessu nokkuð vel sjálfur.

~ unnar, 22:43  | 

 
doddi takk fyrir hjálpina með þennan nýja msn fítus á síðuni minni

~ unnar, 19:34  | 

 
búinn að hreinsa skúrinn í vinnuni og hann er óþekkjanlegur fyrir vikið. ég hreinlega skil ekki með þessi sillí próf á netinu. versvegna í ósköpunum er verið að taka próf eins og "hvaða bloggari ertu ?" hvað er það ? og afhveju eru bloggarar að taka svona próf sem segja að þeir séu aðrir bloggarar. ég á hreinlega ekki til orð. ég hef jú tekið eitt sillí próf á netinu en það var muppets próf. og sagði að ég væri gunnsi.

~ unnar, 12:33  | 


 
tilvijanirnar eru undarlegar. það snjóar eins og helt væri úr kola eldavél (aska þið vitið(eða sko fjúkandi aska er eins og fjúkandi snjór )). en þannig er að ég er með rétt um þrjúþúsund lög í emmpéþrír safninu mínu og auðvitað spiluðust fjögur jólalög á hálftíma. ég sem er búinn að vera með sama play lista í marga mánuði, hef hingað til ekki heyrt eitt þeirra. skrítið maður

~ unnar, 22:59  | 

 
ég lagði stund á lífæraflutninga í dag. það var svaka spennandi. það gæti verið að þetta hljómi aðeins merkilegra en það var í raun, en málið var að ég var að færa magasýni (magi úr þorsk í gunnar majones dollu og fyllt upp með ísóprópanóli) sem voru í skúrnum í vinnunni og setja þau í geymslu þar til unnið verður út þeim. ætli ég geti ekki kallað mig líffæra flutningamann í símaskránni ?

~ unnar, 21:59  | 

 
blogg stífla. ég held ég verði að kalla á pípara. það er ekkert merkilegt búið að gerast hjá mér, svo er ég búinn að vera hálf slappur þannig að engar brjálaðar hugsanir sprottið upp. meira að segja raddirnar í höfðinu á mér eru hættar að láta í sér heyra.

~ unnar, 20:35  | 


 
hvernig er þetta með lögmál murphys af hveju stennst það alltaf og afhverju ofsækir hann mig svona. ja, mér er spurn. ég var að mekrja við færslur á blaði hjá mér í áðan og svo hringdi á mig síminn. ég lagði pennan frá mér og svaraði. þetta tók sennilega svona tvær mínútur. en auðvitað lagði ég ermina ofan á pennan og er núna með stóran svartan blett á ermini. svo fékk ég mér kaffi. kaffið hér í húsinu er mjög gott af vinnukaffi að vera og ég fékk mér bolla of síðasti sopinn var ekkert nema kaffi korgur.

~ unnar, 13:03  | 


 
ég sá áðan myndina k-pax mér þótti hún bara nokkuð góð. þetta er ein af þessum myndum sem gefur manni möguleika á að búa sér til endir í huganum. imdb gefur myndini sjö komma tvær stjörnur af tíu mögulegurm. ég hefði viljað sjá meira. kevin spacey fannst mér vera allveg frábær í þessari mynd. ég mætli með henni fyrir þá sem ekki eru þegar búinir að sjá hana.

~ unnar, 23:32  | 

 
ég fékk lánuðu vetrardekk á felgum í dag. svo ég geti komið skrjóðnum í viðgerð. en svo heppilega vildi til að verkstæðið átti dekk til láns, þannig að ég gat komiði bílnum upp að göngum. svo á ég eftir að nenna að fara og skipta um dekk. ætli ég geri það ekki bara réttbráðum. maður verður að nota tíman meðan það er bjart. það er eitt sem ég skil ekki. jæja það nú öruglega meira en eitt, en það er eitt af því sem ég ætla að nefna núna. hversvegna í ósköpunum er "veðurgellan" sem sumir eru með á síðuni sinni alltaf svona illa klædd. hún er aldrei klædd eftir veðri núna áðan sá ég hana í gallabuxum og næfurþunnum bol og það er fjórar gráður á celsius ég mundi allvega ekki vera jakkalaus útí fjórar gráður á celsius. þannig að ég segi bara. kæra "veðurgella" klæddu þig betur annars færðu kvef.

~ unnar, 16:58  | 


 
guddagrissss segir í blogginu sínu í dag "Fear Factor UK pease of crap... sömu stunts og sama crappið nema peningar dæmið eitthvað örruvísi.. og þessu skipt í tvö lið.. the red team and the green team.. en þvílíkt drasl" mér heyrist þetta bara vera blanda af fear factor og einn, tveir og elda.

~ unnar, 23:50  | 

 
það virsðist vera tregða á alexnet.com (gestabókadótið) þeir sem eru ólmir í að skrifa í gestabókina verða að sýna biðlund.

~ unnar, 16:45  | 

 
minn er að ransaka rækju í dag. mæla, kyngreina og svoleiðiss. það versta er að maður borðar megnið af ransónarefninu. merkilegt sem mér var bent á. ég spurði einn starfsmanninn hérna í húsinu hvort það væri eitthver séstakur staður sem maður ætti að setja endunýtanlegar drykkjarumúðir. hann sagði mér að það væri besta að setja þetta undir borð ofan á þar sem gjé mjólkin er geymd. svo bætti hann við að ef þetta væri sett það hyrfi það án skíringa. komumst við þá að þeirri niðurstöðu að það ætti sér stað eitthverskonar efnakvörf. mjög svipað og þegar maður skilur karmellu pokan sinn eftir á borðinú í kaffistofuni og það hljóta þá að vera nálægðin við mjólkina sem veldur þessu. ég allvega fer ekki að taka uppá því að byrja drekka mjólk allveg á næstunni. ég neflilega hef ekki viljað drekka mjólk allt frá því ég var smá patti, vegna þess að mér þótti hún vond á bragðið. en auðvitað nota ég mjólk á morgunkornið og svoleiðiss en mjólkurglas sést ég aldrei með.

~ unnar, 13:09  | 

 
ég veit ekki um neitt verra heldur en kalt kaffi. ég mætti hress og kátur í vinnuna klukkan tíu mínútur í átta ég náði í kaffibollann minn og stökk og fékk mér kaffi og tók mér gúlsopa. en kaffið var ískalt þetta var verra en nokkuð annað. þetta er sennilega kaffi frá því á föstudaginn. ojj.. ég las þessa frétt á mbl.is áðan. ég segi bara. hvað er að fólki ? ahh best að skella sér bara og kveikja í og brenna laugarveginn niður, það er svo gaman." ég held að svona menn séu alvarlega veikir.

~ unnar, 08:24  | 


 
ég vil benda þeim sem hafa eitthvað útá að setja skrif mín hér í dagbókina mína að hafa samband við mig, en ekki láta það bitna á vinum, fjölskyldu og svo framvegi. þeir sem hafa fram að færa kvartanir, athugasemdir og spurningar bendi ég á að senda mér póst á netfangið unnar@helvit.is

~ unnar, 20:42  | 

 
ég held að ég gæti allveg notað fjörmjólk út á morgunkornið mitt. það eina sem þarf reynar að gera er að blanda pela af rjóma á móti líternum af fjörmjólkinni þá er allt komið í góðan jarðveg

~ unnar, 16:37  | 

 
merkilegt sem ég komst að í gær, ég var að bera út blaðið mitt. já ég bar megnið af þú út sjálfur. ég var að bera út á flateyri og í súðavík. á vappi mínu um súðavík komst ég að því að líklega svona áttatíuprósent af bréfalúunum þar eru allveg eins. hurðirnar, snérlarnir og húsnúmerinn voru ekki svona. bara bréfalúurnar. hvað er málið ? fékk eitthver þarna vinning í bréfalúu lottóinu og vann gám af bréfalúum ? síðan á flateyri þá fann ég götu. ég fór í litla hliðargötu, sem síðan var mun stærri en hún leit út fyrir að vera. útúr henni kom síðan önnur hliðargara. þetta er eitt undarlegasta gatnakerfi sem ég hef komist í tæri við.

~ unnar, 12:35  | 


 
ég hef tekið þá ákvörðun að bæta svan við bloggara listann minn. mér finnst bloggið hans bara nokkuð skemtileg lesning

~ unnar, 20:46  | 

 
nú veit ég hvernig er að vera stunginn í bakið. blessað blaðið kom út í dag, allt gott um það að segja. ég var búinn að tala um að ég fengi sendan gíróseðil og því var jánkað. síðan þegar ég var á útleið var mér bara gefnir tveir kostir. greitt út í hönd. eða þú færð ekki blaðið. ég lét að sjálfsögðu í ljós óánægju mína yfir þessu en ég varð að koma blaðinu út á þessum tímapunkti. eitt er víst ég ætla ekki að leita til þessarar prensmiðju fyrir mig í bráð. ég er jú búinn að útvega þeim viðskipti á annaðhundraðþúsundið á þessu ári. mér þykir .þetta eginlega hundfúlt. það er nú kannski ekki rétta orðið ég er reiður og sár. ég veit það nú að ég á alrei að gera munnlega samninga aftur. jafnvel þó að ég þekki viðkomandi aðila.

~ unnar, 20:31  | 

 
fiskibollur, grænmeti og sósa það er bara fínt. þó svo að ég vonaði að það væri hvítlauks ristaður humar og hvítvínsleginn humar glóðaður skötuselur rare dijon nautalund með smjörsteiktum sveppum og.... fískibollur eru bara fínar.

~ unnar, 11:35  | 

 
nú er pælingin að fara að kaupa sér bíl. ég nenni ekki þessu veseni. ég verð að getað farið frá stað a á stað b án þess að þurfa að lenda í veseni. maður verður bara að aðlagast íslenskum aðstæðum. ég er orðinn ferlega svangur. hvað ætli sé í matinn í dag ?

~ unnar, 10:52  | 

 
shit. ég varð að snúa við í morgun á leið minni í vinnuna og skipta um bíl við mág minn. litlu sætu toyotuni minni líkaði ekki snjórinn sem var á leiðinni upp brekkuna að vestfjarðagöngunum. þannig að ég er keyrandi um í dag á subara impreza eða hvernig sem það er aftur skrifað. það er víst að koma vetur á vestfjörðum. en svoleiðis er þetta bara, ef maður ætlar að lifa á íslandi hefur maður tvo kosti. annarsvegar að sætta sig við veðrið. eða flytja í burtu. ég hef tekið þann pól í hæðina að ég sætti mig við þetta. ég verð samt stundum pirraður yfir þessu öllu, en ég er sáttur

~ unnar, 09:17  | 


 
ég heyrði í besta tónlistarmanni veraldar í útvarpinu áðan ég er búinn að taka þá ákvörðun að ég ætla fá hana til skemta í næstu afmælis veislu þegar ég verö tuttugu og átta ára.

~ unnar, 11:54  | 

 
hálfdán bjarki blaðamaður sendi mér myndina sem að hann talaði um í gestabókinni minni þar sem hann sagði að ég og söngvarinn í choni kofe flokknum(svart kaffi) væri nauð líkur mér. síðan vildi ég veita henni geimveiru vinkonu minni ljóskuverðlaunin fyrir ummæli sín við pistilin minn um rauða hárið fær hún þennan forláta penna og getur hún sótt hann til mín. ef hann verður hinsvegar ekki sóttur innan mánaðar verður hann gefin til líknarmála.

~ unnar, 11:17  | 

 
það hlaut að vera eitthver ástæða fyrir því að ég sé svona sólginn í gulrætur (sjá eldri pistla 1.2.3.) ég verð bara að reyna að lifa með þessu

~ unnar, 10:18  | 

 
ok. ok. ég tók annað fáránlegt próf. hvað með það ? allir gera þetta hvort sem er.





Do you give a fuck?

This quiz style was designed by alanna, adapted by Batfish Designs, and created by Missanthropy

ég veit samt ekki hvernig ég á að taka þessu.


~ unnar, 09:54  | 

 
þegar ég skaust smá vegis í gær tók ég eftir svolitlu skondnu. allir vita jú að bannað er að keyra og tala í síman um leið. við flesta gsm síma er hægt að fá handfrjálsan búnað. ekki hef´veit ég samt til þess framleiddur sé handfrjáls búnaður fyrir nmt síma. á ferð minni mætti ég lögreglubíl sem er mjög eðlilegt en þannig vildi til að lögregluþjónninn sem var einn í bílnum var að tala í mnt síma á meðan hann ók. en þegar hann mætti mér færði hann símann úr augsýn, ég leit þá í baksýnis spegilinn og sá þá að hann tók síman aftur upp og hélt áfram að tala. sú staða hefði getað komið upp að hann hafi starfssíns vegna neiðst til þess að brjóta lög um símnotkun í akstri. ég hefði aldrei tekið eftir því að hann hafi verið að tala í síman nema vegna þess að hann reyndi að fela það fyrir öðrum ökumömmum í umferðini.

~ unnar, 08:33  | 


 
það var aðeins minnst meira á í dag um þennan æðislega söngvara sem á að líkjast mér, í gestabókinni minni áðan. og svo fékk maður að heyra tóndæmi nú bíð ég bara spenntur eftir myndini.

~ unnar, 21:18  | 

 
nú er ég kominn með comment kerfi.

~ unnar, 20:15  | 

 
ég hef sko ekkert út á hana katrínu að setja og hef oft gaman að því að lesa bloggið hennar. en hvað er þetta þarna á myndini. ég er jafnvel kominn á þá skoðun að þetta sé ettihvað hjálpartæki ástarlífsins. ég bara verð að vita þetta.

~ unnar, 19:52  | 

 
rautt hár hefur mér alla tíð þótt fallegt, og kunur með rautt hár heillað mig frekar en ljóskur. sem dæmi um rauðhært fólk má nefna gunnar lárus tónlistarmann, jón gnarr kjánaprik, ingridi jónsdóttur leikkonu og önnu siggu sölumann. ég ælta nú að segja frá mjög merkilegri en óvísindalegtri ransókn sem ég gerði. þannig er að ég er búinn klukkan fjögur á dagin í vinnunni og keyri þá oft um ísafjörð og skoða mannlífið. ég fer þá líka í verslanir erisn og samkaup, bónus, og húsasmiðjuna. á þessum ferðum mínum hef ég rekist á konur svona um miðjan aldur aðalega af erlendum upprunda, þá sérstaklega frá austur evrópu með hárlit sem er eins og blanda af fjólubláum og vínrauðum, ég hef allvega séð 3 konur með þennan lit og eitthvað af yngri konum líka. mér dettur helst í hug að þær hafi ekki notað hárlit, heldur fatalit. hver veit, það gæti verið pólskt sparnaðar ráð að nota fatalit ef maður er farinn að grána.

~ unnar, 18:09  | 

 
ég sé að svan hefur líka orðið var við að bæði svan og geimveria hafa bæði tekið eftir að blogger sé kominn í lag. samt minnist geimveria ekki á nein vandamál hjá sér. gæti verið að hún sé á sér samning

~ unnar, 15:30  | 

 
siggi getur þú nokkuð lánað mér rækju hálsbyndið þitt á morgun ? það verður nefliega fundur um rækjuveið á föstudaginn. vildi gjarnan vera í stíl.

~ unnar, 15:01  | 

 
hvað er þetta sem er þarna á myndini af henni katrínu í kattakreppu, þarna rétt fyrir neðan munnin á henni ? fólk hefur verið að segja mér að þetta sé putti. putti ? svona stór ? humm.. ég er bara ekki viss. gæti þetta verið kústskaft ? eða skíðastafur ? ég er ekki í rónni útaf þessu.

~ unnar, 14:39  | 

 
nú er að koma að þriðja fimmtudegi mánaðarinns. það merkir að það er gott með kaffinu í boði starffólks þróunarsetursins og nú er víst komið að mér (að vísu ekki mér einum), ég fæ vonadi dygga aðstoð frá konuni við að leiða fram lúfenga rétti, sem fengju meðal saumaklúbb til þess að skammast sín.

~ unnar, 14:26  | 

 
ekki ber á öðru en að blogger sé kominn í lag en ég er búinn að frussa öllum pælingum mínum út um gluggan allveg frá því í gærkvöldi. vona samt að eitthvað komi upp aftur.

~ unnar, 14:06  | 

 
umbrotið var klárað seint í nótt. allt gott með það að segja, nema þetta kostaði blóð, svita og tár og á vissum tímapunkti var hætta á að maður mundi missa útlim. og nóg um það.

~ unnar, 08:45  | 


 
ég hef verið að spá í það hvað íslenska sauðkindin er fallegt dýr. ég meina sjáði þið hana bara fyrir ykkur, standandi uppá hól með brattar fjallshlíðar í baksýn. svo heyrir maður í lækjum rennandi niður eftir hlíðunum og sér túnfífilinn gróa við fætur sér. ég er ekki frá því að sauðkindin sé fallegsta dýr sem gengið hefur á jörðini.

~ unnar, 22:11  | 

 
ég hringdi í blaðamann sem ég þekki um daginn. hann sagði að það væri skondið að ég væri að hringja. því hann hafi verið að komst að því að söngvarinn í rússnesku þungarokks hljómsveitini black coffee ég veit ekki hvort þetta svipar til mín en það gæti verið. hér eru lingar í myndir af honum mynd1 mynd2 mynd3 hvar finnur maðurinn svona ?

~ unnar, 15:37  | 

 
nammi nammi namm. á hádegisréttar matseðlinum í dag eru gulrætur

~ unnar, 12:30  | 

 
þykir ykkur ekki óþolandi með blogger þegar maður ætlar að fara að breyta eitthverju, og lendir í þeirri stöðu að template kemur tómt ? hefur eitthver lent í þessu ? ég ætlaði einmitt að fara að skella inn shoot out hjá mér. vitiði. í morgn var hræðilega kalt að fara út. það nísti allveg inn að beini, auðvitað hefði ég allveg getað klætt mig betur, en það var samt kalt. ég sá svo að það voru hrímaðir fjalstoppar á leið minni í vinnuna, það bendir allt til þess að það sé að koma vetur á íslandi.

~ unnar, 10:24  | 

 
mér sýnist á öllu að ég þurfi að fara að taka til í linkunum mínum áður en ég setji inn aðra linka

~ unnar, 09:57  | 

 
ferlega ger í taugarnar á mér þegar fólk heilsar ekki né kveður. í verslun sem ég fer stundum í vinnur kona sem býður til dæmis aldrei góðan dag. ég býð alltaf góðan dag fólki sem ég þekki eða hef eitthver afskipt af. ég forðast það í lengstu löð að fara á kassan sem þessi kona er að afgreiða. síðan er annað. það er ekkert eins leiðinlegt og fólk sem segir ekki bless í síma. heldur segir bara takk og leggur á eða segjum það og leggur og svo framvegis. maður fer eitthvernvegin í baklás og verður sár og leiður. ég tel nú ekki að þessi aðilar séu ókuteisir viljandi. held frekar að þetta sé ómeðvitað. allvega vona ég það

~ unnar, 09:12  | 

 
ég tók eitt fáránlegt próf á netinu. afhveju ætti ég ekki að taka svoleiðis eins og allir aðrir. ég hef reynar verið svolítið á móti svona prófum, einfaldlega þótt þau kjánaleg. en kvað um það. hér er niðurstaðan

You are Gonzo!
You're a bit loopy, and many people have trouble figuring out exactly what you're supposed to be. You take pride in your eccentricity and originality.


~ unnar, 08:41  | 

 
ég var linkaður á humor.is áðan. hvað er það ? er eitthvað sem bendir til að mér sé ekki alvara í því sem ég segi. sko ég veit ekki hvað það er sem ég geri sem verðskulda að vera linkaður þaðan. ekki að það sé vont að fá link, en afhverju þaðan ? ég skil ekki samhengið.

~ unnar, 01:58  | 

 
mákona mín er að vinna að umbrotinu á blessuðu blaðinu. og hún hringdi í mig áðan, ég var neflilega búinn að segja henni að hringja bara ef hana vantaði eittherjar upplýsingar eða bara hvað sem er. svo hringdi hún og ég var farinn að sofa. ég var sennilega búinn að svara þrisvar í gemlinginn áður en ég fattaði að það var ekki hann sem var að hringja.

~ unnar, 01:51  | 


 
ég átti í smá rökræðum áðan um dauðarefsingar í framhaldi af frétt í sjónvarpinu um kínverjan sem var valdur af matareitruninni sem um þrjúhundruð manns létu lífið útaf. fyrir ekki svo löngu. ég er á þeirri skoðun að ekki nokkur maður ætti skilið að láta lífið fyrir það sem hann gerir, auðvitað á að refsa þeim mönnum sem brjóta af sér. þá kviknaði umræða um íslenska réttarkerfið. það er reyndar ónýtt það þarf að stokka það allt upp og þyngja dóma og halda sér við dómana sem kveðnir eru upp. maður sem drepur fjóra menn og slasar tvo og er dæmdur í tuttugu ára fangelsi á sem dæmi ekki að vera laus á reynslulausn eftir fimm ár (ekki dæmi úr raunveruleikanum, heldur aðeins til að skíra mál mitt), eða það þykir mér.

~ unnar, 23:56  | 

 
haldiði að ég hafi ekki fundið hann engil og hann bara bloggandi á fullu. ja hvur fjárinn. hendi honum inn í linka safnið mitt á eftir. annars er ég að bíða núna eftir að ná sambandi við stöð tvö og er búinn að vera að bíða og bíða og bíða undanfarnar tuttugu mínúturnar. jæja þær urðu reyndar þrjátíu. hvað um það. það sem það hafði uppúr sér var einungis staðfestur grunur minn. myndlykillinn minn er dáinn. vona að hann muni lifa góðu lífi í ruslagám með sjónvörpum myndsegulbandstækjum og álíka tækjum. einu velti ég fyrir mér. hugsið ykkur þetta hraðaþjóðfélag sem við lifum í. ég get nú bara sagt sögur af sjálfum mér, ég hef ekki kost á að koma með reynslusögur annara beint frá hjartanu. allavega. þá hef ég staðið sjálfan mig að því að vera sársvangur, ganga að ísskápnum líta inn í hann sjá þar ekkert sem ég get gripið og borðað og sleft því hreinlega að fá mér að borða og verði áfram svangur. eitt reyndar sem ég hef tekið eftir líka. maður er svangur og fer í sjoppuna, grípur þar súkkulaði bar samanber snickers, mars, prins polo eða eitthvað álíka. hvað er það ? ég held að þetta sé frekar fíkn í eitthvað sem maður er fljótur að ná í, fljótur að borga og svo fljótur að borða. ég held tildæmis í mínu tilviki mundi ég frekar fara inn í sjoppu og kaupa þrjár gulrætur en eitt snickers. en þannig er að ég þarf að fara inn í verslun og kaupa mér hálft kíló af gulrótum. að vísu get ég fengið eitt epli, en það kostar það að ég verð að fara inn í verslunina, í grænmetis - ávaxta deildina. standa svo í röð þónokkurn tíma og bíða eftir að getað borgað og síðan borðað. með því að fara í sjoppuna spari ég svona fimm mínútur. afhverju þarf ég að flýta mér svona mikið ? missi ég af eitthverju ef ég er fimm mínútum lengur að kaupa mér í matinn. í fréttunum áðan heyrði ég ansi merkilega frétt þar var talað um kínín. nú husar þú "hvað er kínín ?" kínin er unnið úr berki kínatrésins og indíánar í andersfjöllum tugðu meðal annars börkinn, þeir vissu að þetta var góð leið til þess að fá ekki malaríu. og síðar fóru menn að framleiða kínin sem malaríulyf. lyfið þótti þó svo vont á bragðið að mikið mál var að fá fólk til þess að nota það. eftir mínum heimildum voru það bretar í indlandi sem fóru að búa til drykk sem innihélt þennan "viðbjóð" (eins og hann var kallaður) en drykkurinn fékk nafnið tonic var drykkurinn langt frá því sem hann er í dag. ég drekk allveg skelfilega mikið af schweppers indian tonic water [kaupa] en aftur að fréttini, þá var sagt í henni að kínín sem notað er sem lyft við synadrætti getur verið stórhættulegt og valdið hjarta truflunum og sljógleika og svo famvegis. einnig á að vera hætta á að þessu einkenni komi ef maður drekkur tonic. svo var sagt þetta væri aðeins ef maður væir með ofnæmi fyrir kínín

~ unnar, 22:55  | 

 
ég er kominn með hausverk af þessu öllu.

~ unnar, 17:02  | 

 
jæja.. ég er búinn að prútta aðeins niður veriðið á prentinu, og þá get ég andað aðeins léttar. ég var satt að segja kominn með svolítinn hnút í mallann. en það ætti samt að lagast núna. eða það vona ég. nei það var ekki svo gott.. myndin sem á að príða forsíðuna er í pikkles...úff... allt í steik allveg eins og það á að vera.

~ unnar, 17:01  | 

 
þessi blaða útgáfa er að fara með mig á taugum. þetta gerir hvern mann sköllóttan (þegar kominn hálfa leið) nú er maður að bersjast við tíma, pening og prentsmiðjur. þetta er ekkert grín.

~ unnar, 13:36  | 

 
ég var víst búinn að skrifa þetta, en það kom bara ekki inn þannig að ég reyni aftur.

ég rakst á blogg síðu áðan sem var talað um íslenskun á orðinu blogg. ég hafði þetta um málið að segja:

"Ég get ekki verið meira sammála þér. Ég hef heyrt margar útgáfur af íslenskun á orðinu "blogg". Það sem fólk verður að hafa í huga áður en það reynir að þýða svona orð er "hvað merkir orðið ?" Orðið blogg er eins og þeir sem eitthvað hafa kannað málið stytting og afbökun á "web log" og ættu þeir sem vilja íslenska það sem fram fer að einbeita sér frekar að upprunanum og íslenska hann og í framhaldi búa til sniðugt þjált orð úr því.
Orðið "annáll" sem þú getur um er mjög fallegt orð, en segir það í raun hvað við erum að sækjast efitr þarna ? Mín skoðun er sú að við ættum ekki að kalla blogg annála vegna þess að mikið af því sem skrifað í þessum bloggum er hreint bull og að kalla blog annál,væri hreinlega vanvirðing við þá sem rita og rituðu annála. Haft var eftir bloggara að bloggarar væri annála ritara nútímanns. Ef það er raunin þá skammast ég mín fyrir að kalla íslendinga bókmenntaþjóð.
Önnur orð eru "leiðari" eða "leiðabók" ég mundi ekki fyrir mitt litla líf kalla bloggið leiðabók. Samkvæmt Íslenskri orðabók Máls og menningar frá árinu 1992 segir þetta: "Leiðabók kv bók með skrá um áætlanir farartækja (sérleyfisbifreiða o.þ.h)" einnig legg ég þann skiling í orðið að um sé að ræða bók sem rituð er um ferðir milli staða og sagt sé frá staðháttum osfr. Ég sé ekki samlýkingu við blogg þarna.
Um leiðara segir orðabókin "Forystugrein í blaði" stutt og laggott.
Ég hef einnig heyrt orðið "vef riti". Ef mér væri stillt upp við vegg og þvingaður til að nota íslenskað orð mundi ég nota vef riti, það segir mest um hvað í raun fer fram og næst uppruna hugtaksins af því sem fram hefur komið.
Það gæti hugsast að hægt sé að lesa úr skrifum mínum að ég sé á móti íslenskun nýrra orað. Það er þó ekki svo. Ég er mjög ánægður ef ný íslensk orð séu sett á nýja hluti sem koma upp á sjónarsviðið. En íslendingar eru búnir að vera að blogga í uþb. 2 ár og fleiri íslendingar hafa sennilega þekt blogið lengur.
Þannig að ég segi. Höldum áfram að blogga."

og hananú

~ unnar, 10:50  | 


 
hún gudda hefur nú skrifað þrisvar í röð í gestabókina mína og þessvegna færi hún verðlaun, þennan forláta penna. hún má velja sér lit og allt. hún er nú vinsamlegast beðin að koma og sækjann til mín. en ég get ekki verið meira sammála henni en því sem hún sagði í gestabókinni minni " wassap with people.."

~ unnar, 15:00  | 

 
svolítið skondið gerðist í gær, konan var að elda, sem er svosem ekki frásögu færandi. hún var að búa til sallat og ætlaði að setja niðursoðnar perur. hún kallaði á mig og bað mig að leita að dósaopnaranum sem var reynar ekki mikil leit í sjálfum sér. hann var bara þar sem hann átti að vera. kom með opnarann og spurði að því hvort ég ætti að opna dósina fyrir hana, hún sagði já takk og ég snéri dósini við og opnaði hana með þar til gerðum flipa sem var á dósini sértaklega ætlað til þess að opna dósir án dósaopnara. ég bara glott til hennar sagði gerðu svo vel og setti dósa opnarann á sinn stað aftur. henni fannst þetta ekki eins sniðugt og mér. ég hef sterkar grunsemdir um að ég fái svínalæri í matinn hjá tengdó í dag. ég veit ekki það er nú til mikið betra kjöt en svínakjöt, jú ég viðurkenni það að reykt svínakjöt getur verið allveg stórfínt, en óreykt þykir mér ekkert sérstakt, ég man ekki eftri neinu kjöti sem er verra en svínakjöt, ekki svo að skilja að ég borði það ekki. ég borða nefliega allt sem kemur innan við hálfan meter frá munninum á mér, nema aspas

~ unnar, 14:52  | 

 
kaffi ísafjörður. svaka stuð, flottur staður, en því miður var ekki nóg af stólum og borðum. þanngi að við stoppuðum afskaplega stutt. hljómsvetin gabriel (reyndar þykir mér þetta ein hallærislegasta hljómsveita síða sem ég hef séð, þótt víðar verði leitað) lék fyrir dansi.

~ unnar, 14:25  | 

 
dressed up and ready to go.. en ekki on a jet plain samt. bara á kaffi ísafjörð ég er víst á svokölluðum "getalista" eins og það er kallað. þannig að ég þarf ekki að borga inn.

~ unnar, 00:37  | 

 
ég var reyndar búinn að sjá hannibal tvisvar áður. ég tók núna efitir ýmsum smá atriðum sem ég hafði ekki tekið eftir áður. en hverju skiptir það, handritð batnaði ekkert fyrri fikið þetta var sennilega bara lista innsýn leikstjórans

~ unnar, 00:25  | 

 
hannibal var á stöð tvö núna rétt í þessu. ég verð að segja að mér þótti hún annsi þunn. jú gott og vel, handritið var ömurlegt. en mjög vel úr því unnið, mér þótti reynar myndin þónokku góð framan að, en svo gerðist eitthvað. hún bara fór út í algert rugl sem bygðist bara upp á ógeði.

~ unnar, 00:21  | 


 
það gerðist svolítið neiðarlegt í dag. ég er oftast bara í skirtu. þá á ég ekki við skirtu einni fata. heldur er ég bara í skirtu að ofanverðu. ég greip hinsvegar peysu þegar ég skrapp ut í sjoppu. ég neflilega hafði ekki nent að klæða mig fyrr en ég þurfti að fara í þá stöðu að fara að hugsa um mat. ekki svo að skilja að ég sé latur. jæja allt í lagi ég er það. það er einn af mínum löstum. en það er bara svo gott að ég er ekki viss um að ég vilji losna við það. en nóg um það. ég var að fara út í skjoppu og kaupa rjóma. og þegar ég kom út í sjoppu með rjóma og góðan slatta af grænmeti og gómsætan piparost. var ég spurður: "unnar minn varst þú að flýta þér í morgun" ég skildi ekkert í neinu. en þá hafði mér tekist að fara í peysuna ekki bara öfuga heldur á rönguni líka. ég bullaði mig bara farmúr þessu, sagði að ég hafi bara verið að kanna athygli hyggra starfsmanna sjoppunnar.mér var reyndar sagt að ég væri nú búinn að upplýsa um hvaða stærð ég notaði og það auðveldaði val jólagjafa. ég skammaðis mín bara og borgaði og fór heim

~ unnar, 22:46  | 

 
ég og konan vorum reyndar að geina að hjálpa veiru með bloggið sitt. það er víst allt í steik. ég kann svosem ekkert á þettan en konan er eldklár. ég er meira í öllu öðru sem tengist tölvum en svonalögðu, ég get gert við hvað sem er í tölvum prenturum og svoleiðs, en ég sýg geitur í html

~ unnar, 17:20  | 



 
ég er að lesa einn skemtilegan einleik í dag. hann heitir drög að svínasteik sem ég kem líklega til með að leika áður en ég veit af.

~ unnar, 00:52  | 

 
ég er farinn að hugsa aðeins hvort eða hvað ég skuli læra fyrir næsta inntökupróf í listaháskóla íslands ég er búinn að prófa einusinni en var svo ólánsamur eins og 98 aðrir að komast ekki inn

~ unnar, 00:48  | 

 
þegar ég var kominn inn í rúm í gær, heyrðir eftirfarandi hljóð: "kizz, kizzz, plúplúmpp, tripp, tripp, tripp, tripp, tripp, zzz, zzz, zzz,kúmp, púrrr" til að skýra út fyrir þeim sem ekki þekkja þessi hljóð skal ég sýra þetta lið fyrir lið. ég sagði "kizz, kizzz" þá heyrðist frammi í eldhúsi þegar að gimli stökk úr glugganum, þá heyrðist "plúplúmpp" svo hljóp hann á parketinu og þá heyrðist tripp, tripp, tripp, tripp, tripp. og þegar hann hljóp á teppinu í svefnherbergini heyrðist "zzz, zzz, zzz" svo þetar hann stökk uppá rúmgabl kom "kúmp" og svo byrjaði hann að mala og þá heyrðist "púrr" þannig er nú það.

~ unnar, 00:05  | 


 
ég fór með ungu fallegu stúlkuna frá spáni í smá leiðangur um ísafjörð og sýndi henni nokkra staði sem mér þótti merkilegir. veit ekki hvort henni fanst það líka en það má vera. ég hef sjaldan heyrt eina menneskju tala eins hratt allt mitt líf. pabbi hennar hringdi sko í hana, og vá sænskan gekk uppúr henn eins og lýsi úr fýl. eða svoleiðiss. en ég skutlaði henni svo á vollinn og þar skildust leiðir.

~ unnar, 23:39  | 

 
siggi vinur minn farinn að blogga líka

~ unnar, 13:16  | 

 
ég bætti svolitlu við blog sem ég sá áðan þar sem fjallað var um íslenskun á orðinu blogg. ég hafði þetta um málið að segja:
"Ég get ekki verið meira sammála þér. Ég hef heyrt margar útgáfur af íslenskun á orðinu "blogg". Það sem fólk verður að hafa í huga áður en það reynir að þýða svona orð er "hvað merkir orðið ?" Orðið blogg er eins og þeir sem eitthvað hafa kannað málið stytting og afbökun á "web log" og ættu þeir sem vilja íslenska það sem fram fer að einbeita sér frekar að upprunanum og íslenska hann og í framhaldi búa til sniðugt þjált orð úr því.
Orðið "annáll" sem þú getur um er mjög fallegt orð, en segir það í raun hvað við erum að sækjast efitr þarna ? Mín skoðun er sú að við ættum ekki að kalla blogg annála vegna þess að mikið af því sem skrifað í þessum bloggum er hreint bull og að kalla blog annál,væri hreinlega vanvirðing við þá sem rita og rituðu annála. Haft var eftir bloggara að bloggarar væri annála ritara nútímanns. Ef það er raunin þá skammast ég mín fyrir að kalla íslendinga bókmenntaþjóð.
Önnur orð eru "leiðari" eða "leiðabók" ég mundi ekki fyrir mitt litla líf kalla bloggið leiðabók. Samkvæmt Íslenskri orðabók Máls og menningar frá árinu 1992 segir þetta: "Leiðabók kv bók með skrá um áætlanir farartækja (sérleyfisbifreiða o.þ.h)" einnig legg ég þann skiling í orðið að um sé að ræða bók sem rituð er um ferðir milli staða og sagt sé frá staðháttum osfr. Ég sé ekki samlýkingu við blogg þarna.
Um leiðara segir orðabókin "Forystugrein í blaði" stutt og laggott.
Ég hef einnig heyrt orðið "vef riti". Ef mér væri stillt upp við vegg og þvingaður til að nota íslenskað orð mundi ég nota vef riti, það segir mest um hvað í raun fer fram og næst uppruna hugtaksins af því sem fram hefur komið.
Það gæti hugsast að hægt sé að lesa úr skrifum mínum að ég sé á móti íslenskun nýrra orað. Það er þó ekki svo. Ég er mjög ánægður ef ný íslensk orð séu sett á nýja hluti sem koma upp á sjónarsviðið. En íslendingar eru búnir að vera að blogga í uþb. 2 ár og fleiri íslendingar hafa sennilega þekt blogið lengur.
Þannig að ég segi. Höldum áfram að blogga."

og hananú.

~ unnar, 10:43  | 

 
það var nú ekki slæm byrjuna á deginum í dag. hjalti yfirmaðurinn minn hringdi í mig og sagði mér að ung falleg stúlka frá spáni væri að bíða eftir mér, sitjandi á briggjupolla. ég fór svo og sótti hana, hún var að koma að landi af ransóknarskipo og fer síðan með flugi til reykjavíkur seinnipartinn í dag. síðan var ég að fá tilboð í prentun á blaðinu handa mér sem er sennilega bara ásættanlegt, og aðains var að glæðast úr auglýsingarsöfnunninni sem að fjarvinnslan sér um fyrir okkur loga. það ætti egnilega að vera oftar föstudagur.

~ unnar, 10:37  | 


 
ég get ekki annað en verið sammála guddugris um það sem hún segir um kastljósið í sjónvarpinu. jú jú, þau sem þar voru stóðu sig með mestu príði. mér hefði reynar þótt sniðugt að það hefðu verið fleiri gestir þarna, einn í viðbót hefði duga. bara svna til að fá meir þverskurð af bloggurum

~ unnar, 22:51  | 

 
hey bara minna á gestabókina mína ég fæ nokkrar heimsóknir á dag, en rosalega fáir skrifa í gestabókina

~ unnar, 22:35  | 

 
ég henti inn nokkrum linkum áðan. það hlaut að koma að því að ég nenti því. ég er kominn með algjör æði fyrir läkerol ég get hreinlega borða það endalaust. það versta er að maður prumpar svakalega af því. eginlega allveg ferlega mikið. það er greinlega ólíft nálægt manni

~ unnar, 22:33  | 

 
skondið. það sem við þekkjum sem rækju, er annaðhvort litli eða stóri kampalampi, ég get ekki af því gert en mér dettur alltaf í hug himpigimpi

~ unnar, 16:29  | 

 
bara svo þið munið eftir henni

~ unnar, 13:57  | 

 
þar sem ég vinn hef ég rosalega gott ýtsýni yfir hafnarsvæðið og timburport húsamsiðinnar núna áðan sá ég læðu með tvo ferlaega sæta ketlinga sem hlupu eins og ég veit ekki hvað um allt. hver veit nema ég fari ofan í frystikistu hafransóknarstofunarinnar og nái í fisk og setji hann í öbbann og gefi þeim. en þegar ég fer að hugsa málið, þá nenni ég því ekki.

~ unnar, 13:53  | 

 
það hefur nú ekki margt markvert gerst í dag. ég reyndar er búinn að spreyja lárus humar (ekki mynd af honum, en kanski frænda hans) hann er uppþurkaður, en hefði farið að láta ásjá ef ekki hafði vrið gripið til og hann lakkaður. ég væri svosem ekkert á móti því að fá mér einn eða tvo frændur lárusar í kvöldmat. en því miður fæst ekki svona humar hér á landi. bara lítill aumingjalegur en hann er nú samt rosalega góður samt. ég fór að aðalfund hjá ll í gær mikið var spajallað eftir fundinn og margir þarfir hlutir komu fram. ég hefði viljað sjá fólk þarna sem ekki mætti, einnig hefðu sumur sem mættu allveg mátt sleppa því. en auðvitað er öllum frjálst að mæta hvor sem þeir vilja gera annað en að mæta á aðalfund eða ekki.

~ unnar, 13:34  | 


 
búinn að vinna í dag, og er að fara að hamast við að vinna viðtal sem ég tók við hana dóru wonder fyrir blaðið sem ég og logi vinur minn erum að fara að gefa út. spruning hvort við fáum nógu mikið inn til að standa á núlli. vona það svo sannarlega.

~ unnar, 16:11  | 

 
ég skrifaði helling hérna á sunnudaginn. ég var eginlega búinn að skrifa heilan helling. síðan "asnaðist" ég til að kveikja á ircinu. nú hugsar þú öruglega. hvað kemur ircið bloggi við ? nú svarið liggur ekki allveg beint við. þannig er, að ég, sem aðrir eru með ó registeraða útgáfu af mirc. enþá hugsar þú. hvað kemur ircið bloggi við?! nú kemur loks að svarinu. þegar óregisteruð útgáfa af mirc er ræst, þá opnar það glugga í browsernum og opnar þar síðu þar sem þér er gefinn kostur á að kaupa mirc. og auðvitað fór þá allt sem ég hafði skrifað "fyrir bíl" (eins og einn kunningi minn hefði orðað það) ég kíkti annars á stórskemtilega ljósmyndasýningu í gær. rax var að sýna myndir frá grænlandi íslandi og færeyjum. hann er bara nokkuð klár. á sunnudaginn var ég með ferlegan hausverk. annað eins hefur bara varla komið fyrir mig. ég vaknaði klukkan níu við hausverkinn og þurftir að taka verkjatöflur bara til að geta haldið áfram að sofa. ég var nefnilega að prófa nýja rauðvínið mitt. og auðvitað þurfti ég að prófa tvær flöskur. og svo var mér gefið af annari sem brugguð var í útlöndum, sem ég verð að segja var ekki nálægt því eins góð og rauðvínið sem ég bruggaði. en svo þegar öllu þessu rauðvíns sulli var lokið ´fékk ég mér smá viskí. en þetta var allt í tilefni ammæli tengdamömmu.

~ unnar, 08:32  | 


 
ég held hreinlega að ég sé ástfanginn

~ unnar, 19:46  | 

 
raks á síðu í dag. með einum besta tónlistarmanni landsins. ég er að spá í að fá hana til að syngja í afmælinu mínu næst. hún er æði.

~ unnar, 19:38  | 


 
vínið tilbúið, nú bíð ég bara spentur efti að tappa því á flöskur, sennilega geri ég það á morgun ég fékk mér deep heat maximum í apótekinu í dag ég neflilega er með króníska vöðvabólgu og þessvegna verð ég að gera eitthvað svona, lykin af þessu er allveg brjáluð menthol lykt og geri hvern mann vitlausan, eins gott að mér þykir mentorl lykt góð.

~ unnar, 20:56  | 

 
hvað í ósköpunum er pensín ? ég heyri næstum á hverjum morgni auglýsingar sem auglýsa þetta pensín. pensín á hendur, pensín á bólur, pensín á axlir, pensín á brauðið. jæja kanski ekki brauðið, en allt að því. ef eitthver hefur hugmynd um hvað þetta er sem er verið að auglýsa þá vildi ég glaður vita það

~ unnar, 08:41  | 


 
það er víst ekkert grín að vinna við sínatökur sko. ég var tildæmis núna áðan að veiða upp spítukubba sem voru í spotta undir trébryggju skorið hafði verið á spotta að eitthverjum ástæðum sennilega hafa verið krakkar á ferð. ég var ´búinn að útbúa sérstakt verkfæri til veiðinnar sem var tveggja og hálfs metra löng spíta sem var ein sinnum ein tomma. og á endanum var rekin fjögratommu nagli. og með þetta undraverkefni hóf ég veiðina. ekki vlid reyndar betur til en svo að ég braut nýju fínu græjuna mína. þannig að ég fór bara og sótt hafnarstjakann og náði þessu upp svoleiðiss. þetta var reynar allt pikk fast. spottarnir höfðu vafist utanum allt sem hugsast gat. svo reynir gamall og reyndur marhnútur að éta stjakann en sem beturfer eru svona stjakar ekki mjög listugir, ja og þó það gæti svosem allveg verið hægt að borða þetta með örlitlu salti og tómatsósu allavega ef ekkert annað betra er í matinn. allavega held ég að þetta bragðist betur en aspas. já ég borða ekki aspas. það er það versta sem ég veit um. best að segja aðeins frá því. einusinni var lítill strákur sem var að hjálpa pabba sínum að setja snéril á hurð. strákurinn fékk það verðuga verkefni að passa skrúfurnar meðan athöfnin stóð yfir. drengurinn sá arna fann þennan líka frábæra stað fyrir skrúfurnar. hann setti þær á sama stað og hann hafði sett seríósið rétt áður enda var það tilvalinn staður og betri en nokkur vasi. þegar að nota átti skrúfurnar vildi ekki betur til en svo að það vantaði eina. strákurinn vissi ekki hvað orðið hafi um hana. farið var með strákinn til læknis og læknirinn sagði við mömmu hanns og pabba að hann ætti að borða aspas. ekki bara smá, heldur hálfdós af aspas á dag. þetta átti að gera vegna mikilli frefja í aspas sem ætti að vefjast utanum skrúfuna til að hún mundi ekki skaða meltingarveginn. strákurinn borðaði nú tiltekið magn af aspas en ekki mikið meira var borðað þann daginn því að strákurinn var ekki mikill matmaður á þessum tíma. eftir þetta hefur þessi strákur ekki getað borðað aspas, nema að kúka skrúfum.

~ unnar, 13:03  | 

 
ahh.. shit ég misti af þættinum um andy warhol. hann er sko uppáhalds málarinn minn. oh well ég sé bara eitthvað skemtilegra seinna bara.

~ unnar, 00:51  | 

 
já annars ef þið haldið að enter takkinn og shift takkinn séu bilaðir hjá mér, þá er það mesti misskilningur. ég neflilega ger ekki greinaskil tölustafi né stóra stafi hérna. þetta er nú óttarlega hallærislegt, en ég verð að fá að vera pínu halló

~ unnar, 00:45  | 

 
vitiði. þegar ég fór að versla í dag voru gulrætur eitt af því sem ég setti í körfuna mína. það er nú ekki frásögufærandi þannig.. nema að ég er búinn að borða svona átta gulrætur síðan. svo jóhanna nú veistu hvað varð um allar gulræturnar. reyndar eru gulrætur frekar óhentug næturfæða. þetta er með eindæmum hávær matur. nú skil ég svosem hversvegna allar kanínur eru staðnar að verki í teiknimyndunum við að stela gulrótum, ég er einmitt búinn að velta þessu fyrir mér allveg síðan ég fór að horfa á sjónvarp. ahh.. já nú man ég. ég verð víst að ná í annan dúnk á morgun. ég er neflilega að brugga rauðvín og verð að hella á milli á morgun. besta að skrifa það hjá sér hér. þannig að ef ég blogga ekki á morgun er ég í vondum málum.

~ unnar, 00:42  | 


 
jæja alltaf eitthvað nýtt í vinnunni. ég fer víst í eitthverskonar fiskmælingu á morgun. veit ekki hvort ég hlakka til eða hvað. en jú auðvitað hlakka ég til það er alltaf gaman að takast á við eitthvað nýtt. það er ágætt að lifa smkvæmt þessu viðhorfi. allt er skemtilegt, þannig er allt eitthvernvegin skemtilegra og léttar. ég boða þessar lífsskoðanir mínar oft, en stend mig samt æði oft að því að hugsa ekki svona. ég ætlaði að vera voðalega sniðugur og kaupa eitthver virkilega holt að drekka í dag.ég var inní samkaup og sá þar forláta flösku af gulrótasafa, og hugsaði, "hey, mér þykir gulrætur góðar, varla er gulrótasafi verri" ég settist svo inn í bíl, opnaði flöskuna og tók gúlsopa. jakk. þetta var alger viðbjóður. ég veit ekki það mætti kannski bæta þetta með sykri og vatni eða eitthvað. en ég er bara að hugsa um að henda þessu. en það var skemtilegt að prófa þetta. það munaði bara hársbreydd að ég lenti í árekstri í dag, þegar ég var að fara að leggja fyrir utan samkaup. ég rendi inn á bílastæðið, á undan mér var kona sem lagði í fatlaðrastæði, ég hugsaði um hvað hún væri nú tillitslaus. en hún greinilega hafði ekki áttað sig á að þetta væri fatlaðrastæði þannig að hún skelti í bakk og allt í botn aftúrábak og snarbremsaði svo. ef ég hefði ekki gefið svolítið í þegar ég sá hana bakka hefði hún lent á hliðini á mér.. ég meina bílnum. æji hvað mér þykir svona sofandaháttur í umferðini leiðinlegur. ég get haldið heillangan pistil um umferðamál, en ætla að geima það þar til síðar

~ unnar, 17:20  | 

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.


gamla bloggið
 
 
 
hafðu samband

msn
póstur
 
 
 
á könnunni

þessum lið hefur verið lokað um stundarsakir vegna fjölda áskoranna
 
 
   

Home  |  Archives