nú hef ég verið að takast á við fleiri verkefni í vinnunni, ég var að mæla lengd og þyngd á þorskseiðum og skrá það niður. þarna vantaði bara tómatmareneringu og brauð þá hefði þetta verið fullkomið.
~ unnar,
14:09 |
ég er kominn yfir þröskuld númer eitt í tölvusjónarverkefninu en þá tekur bara annað við. aðvitað kemst maður yfir það líka. það er bara allt spurning um tíma. ég hef sjaldan drukkið eins mikið kaffi og undanfarna daga. ég fæ mér sennilega svona átta bolla milli átta og fjögur æji mér varð hálf bumbult af þessu öllu í dag.
~ unnar,
23:33 |
hann haukur vinnur minn benti mér á svolítið sniðugt í dag. mér þótti það allveg frábært. hann sagði við mig "hey unnar hefurðu prófað að fara á google og ská inn "go to hell" ? " ég prófaði, og oh boy oh boy hvað haldi þið að hafi verið eftst á lista ?
~ unnar,
00:33 |
jæja. fyrsti dagurinn minn í nýju vinnunni í dag. ég er að glíma við tölvusjón. og er búinn að vera að fikta og lesa mig gegnum manuala í allan dag. ég veit núna svona álíka mikið og þegar ég byrjaði í morgun. en þó er mér búið að miða aðeins áfram. hver veit nema að þetta sé bara komið hjá mér. eða það vona ég allavega. það var ótrúlegt sem mér tókst í gærkvöldi. mér tókst að raka á mér nefið óhhh. það var sko sárt. ég hef sjaldan lent í öðru eins, en það blæddi samt ekki eins mikið og þegar að ég rakaði á mér eyrað. það ætlaði alrei að hætta að blæða þá.
~ unnar,
16:04 |
það var sáralítið gert í dag. aðeins átt við tiltekt og síðan kíkti mamma í heimsókn. ég sótti einn þátt af jeramiah í kazaa og leist bara nokkuð vel á. ég held að þetta sé eitthvað sem ég gæti haldið áfram að sækja. þetta gerist eftir að allir fullorðnir deyja að völdum dularfullrar veiru og allt fer í ringulreið. og börnin sem lifðu af eru orðin ca. 30 ára. ég tók mér smá syrpu í warcraft þrjú og síðan fór ég að viðra konuna.... þar að segja fór með henni í göngutúr
~ unnar,
23:11 |
ég hef verið að láta mig dreyma smávegis um að setja á svið lítinn einþáttung sem ég skrifaði fyrir ca. ári, sem er byggður á þýskri smásögu. hugmyndin hjá mér að setja þetta upp á bandalagsþingi bandalags íslenskra leikfélaga. svo var fiffi vinur minn að stinga uppá mér í að leika í einleik sem gæti verið svolítð spennandi, reyndar 40 mín af babbli þannig að mundi þurfa að leggjast í handritið og lesa mig í ræmur, en það má gera hvað sem er fyrir listina.
~ unnar,
00:24 |
vá það er orðið svakalega langt síðan ég skrifaði síðast. en það er þó nokkuð búið að gerast í mínum málum. ég er tildæmist kominn með nýja vinnu. þrátt fyrir að húsasmiðjan hafi verið allavega stórkostleg. þá tekur allt gott enda og eitthvað nýtt gott tekur við. það er allavega mín skoðun á málunum. ég mæti bara hress í vinnu á mánudag hjá hafrannsóknarstofnun. ég get ekki sagt annað en ég hlakki svolítið til, þótt ég sé svolítið kvíðinn. ég sótti reyndar um djobb hjá þjóðleikhúsinu um daginn.en það var ekki borgað neitt þar og ég vildi ekki taka það djobb. þetta starf hentar örugglega vel fólki sem er bara að vinna fyrir félagsskapinn en ekki til að framfleyta sér í lífinu.
~ unnar,
00:20 |