Ég er undarlegur en ágætur náungi fæddur nítjánhundruð sjötíu og fimm, er búsettur á Suðureyri og er með mikin áhuga á leiklist. Ég vinn hjá Hafró og stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
svaka fjör í vinnuni í dag. ég var tilburmaður eftir hádegin og seldi heilu farmana af spítum stórum og smáum. síðan tók málingarnámskeið við og nú veit ég allt um mállingu. maður opnar dósina dýfir penslinum í og strýkur vegginn, gólfið loftið eða þakið með honum svo þrífur maður pensilinn og plúbb.. búið. þetta var aldeilis fróðlegt. reyndar var þetta aðeins öðruvísi en það
~ unnar, 01:21 |
jæja þá er kominn sautjándi júní og ég svaf langt fram eftir degi allveg eins og maður á að gera á svona degi.
þetta tengist sautjánda júní ekkert en það fer afskaplega í taugarnar á mér þegar maður fer í sund og sturturnar eru tímastiltar. vegna þess að tíminn er alltaf alltof stuttur. ég er að tala um hálfa mínútu. ég veit ekki um ykkur en ég er lengur en það í sturtu hvort sem ég er á leið í sund eða bara heima hjá mér.
~ unnar, 14:48 |
ég er greinilega búinn að eignast leyniaðdáanda eins og hægt er að sjá í gestabókinni minni þetta hefur allveg bjargað deginum hjá mér.
~ unnar, 23:38 |
jæja þá er komið kvöld á þessum ágæta degi. dagurinn byrjaði á því að hringt var í mig og ég beðinn að taka að mér smá verkefni hjá viðskiptavini fyrrverandi vinnustaðs míns þar sem ég þekki tölvukerfi þeirra út og inn. ég tók það að mér og lagaði þetta sem bilað var eftir að ég var búinn að vinna hinavinnuna mína, semsagt ég var að vinna frá klukkan 10 til 3 í dag. þá tók leikæfing við. ég verð að segja að ég er rosalega stoltur af þessu fólki sem ég er að vinna með, flestir hafa ekki leikið neitt áður en standa sig samt með mestu príði. ég hedl að þetta fólk muni plumma sig vel í framtíðinni í leiklist, og ég vona að ég geti mótað það vel.
~ unnar, 21:15 |
annars er ég frekar þreyttur í fótunum í dag. ég var að vinna aðeins lengur og maður verður svolítið þreyttur á að plampa um á steingólfi allan daginn og ekki bætti úr skák að ég fór að hjálpa til á timbursöluni í dag. timbur.. hvað er það ofanábrauð ?
~ unnar, 23:53 |
núna er lokið fjórðu æfingu og allt gengur vel. flestir eru farnir að leggja sig fram í flutningi textans. einnig var farið yfir búningamálin í dag. sólveig ætlar að halda utanum þau. ég ætlaði að skipuleggja sviðsmyndina í dag og var búinn að boða þann sel ætlaði að sjá um leikmyndian til að funda með mér. hann hringdi svo 5 mín áður en æfingin átti að vera og sagði að hann kæmist ekki. það datt þá um sjálft sig. hann ætlar að hitt mig þá á morgun, ég vona að það standist bara.
~ unnar, 23:48 |
leikæfingu lokið í dag. allt gekk svosem vel, þó var jafnvel vart við þreytu og jafnvel smá þynnku í liðinu. jæja þá byrjar maður bara með meiri krafti á morgun. ég fékk smá smá brainstorm í dag og hringdi í mann sem mér datt í hug að láta lesa fyrir mig smá hluta úr leikritinu og tók hann bara mjög vel í hugmyndina, ég get því miður ekki sagt frá því hér. en ég vona svo sannarlega að það virki vel og fái góðan hljómgrunn áhorfenda.
~ unnar, 22:41 |
þessi vinnudagur bara leið, og áður en maður vissi af var klukkan orðin sex og maður tók saman og fór heim, þar beið eftir mér hamborgari nýkominn af pönnuni ég gúffaði honum í mig á met tíma meðan ég horfði á veðrið á stöð 2 og bjó mig svo undir að fara að leikæfingu. ég er neflilega að leikstýra hjá leikfélaginu mínu þessa dagana. það er ágætt að prófa að leikstýra svona einusinni allavega. síðast var megnið af leikurunum veikt en við sjáum til hvað gerist á eftir.
~ unnar, 19:42 |
ég tók mig til og sótti mér nokkra stargate sg1 þætti áðan, því miður eru þeir í frekar lökum gæðum en það er samt allveg nóg til þess að halda sig við efnið. eins og þið sjáið líklega er ég soldill sæjons fixxjon fíkill
~ unnar, 00:14 |
ég gekk framhjá pólverja partýinu sem garpur76 var að tala um í blogginu sínu þetta var svosem ekki svo slæmt. ég hefði allvega getað skemt mér vel þarna með viskíflöskuna, slatta af orðaforða í pólsku og hræðilegan tónlistarsmekk.
~ unnar, 00:08 |
dagurinn var víst ekki allveg þannig að ég gæti verið nakinn heima. ég skaust út og fékk að grilla hjá tengdó og horfði á ráðlegan dagskamt at startrek (það eru sennilega svona fjórir til fimm þættir) ég hef víst ekki verið nógu duglegur til að vera heima á sunnudögum þegar voyager er á dagskrá rúv. og þar sem þessi þættir eru að verða búnir vildi ég horfa upp það sem eftir var. reyndar hef ég verið að sækja nýju enterprise þættina á netið líst bara nokkuð vel á en nú er fyrsta sirpan búin og ég bíð bara spentur eftir þeirri næstu
~ unnar, 23:48 |
jæja nýr dagur og ekkert á áætlun þannig að maður hefur ekki nennt að klæða sig, spuning um hvort maður hafi nokkra ástæðu til þess að fara í spjarir í dag.
~ unnar, 18:25 |
hrumph... ég var að leika áðan fyrir fullu húsi af druknum sjómönnum. úff það var frekar.. ja hvað á ég að segja... dapurt. ca tvöhundruð manns ca hundrað að hlusta og fylgjast með og hlæja en hinir kallandi yfir á næsta borð. þeir sem voru með athygglina við sýninguna voru samt ánægðir virtist vera. einn af þessum sem ég var að leika með fékk eitthvað svaka stress kast gleymdi öllum textanum sínum. það er svosem ekkert nýtt. maður hefur oft þurft að bjarga honum fyrir horn svo að skeddsarnir verði skondnir en stundum hafa þeir allveg tapað öllu djóki. ég bara skil ekki hversvega okkur datt í hug að biðja hann að vera með í þessu. ég þarf td. fyrir hverja sýningu að kenna honum textan við danksa lagið með bítlavinafélaginu sem hann á að raula í einum brandaranum en hann getur bara lært fyrstu þrjú orðin. en ég held samt að þetta hafi verið peninga virði það er svosem ágætt að fara að fá að lokum eitthvað fyrir alla vinnuna sem búið er að leggja í þetta þetta er jú fyrstu skipti sem maður er að leika í eitthverju sem maður fær greitt fyrir. það væri svosem ekki slæmt að maður fengi greitt líka fyrir það sem maður leiki með áhugafélögonum sem maður er að vinna með líka, þá gæti maður bara hætt í blessaðri dagvinnuni. æji ég verð eginlega að ná mér í nýja diskinn hanns tom waits. held að hann passi í safnið mitt sko.
~ unnar, 02:15 |