Ég var að skrifa grein um Internetið, tölvur og börn. Greinina er að finna
>>hér<<
~ unnar,
10:49 |
Á dögunum fékk ég spam. Nema hvað í sama spaminu voru mér boðin lánin, tryggingarnar, geðlyfin og viagra. Þá vantaði bara fake rolex og typpalengingarplástra þá hefði þetta verið komið og allt í sama pakkanum.
~ unnar,
01:05 |
Það er svolítið sérkennilegt orðalag sen notað er af fréttamönnum um daginn var til dæmist talað um svarta sýrlsu, en þegar betur var að gáð var hún prentuð á venjulegan hvítan A4 pappír líkt og aðrar skýrslur. Að vísu var letirð og myndirnar svartar. Ein er talað um að draga upp dökka mynd af einhverju og svo er sýnd mynd af einhverjum stað á sólríkum sumardegi.
~ unnar,
01:01 |
Það virðist vera að þulurinn á stöð tvö sé að leika í auglýsingu núna. Allavega var röddin mjög kunnugleg. Þá kom þá í ljós að hann er einhverskonar söngvari.
~ unnar,
10:14 |
Skemmtilegta orðað í úrvarpinu áðan: Fremstur í fararbroddi. Þetta er eins og að segja snemma í bítið. Eins er frekar sérstakt að heyra fólk segja að klukkan sé á slaginu tólf mínútur í þrjú.
~ unnar,
10:12 |
Í fréttablaðinu í dag er grein sem um tölvu- og netnotkun barna. Þar kemur fram að sumir foreldar banni börnum sínum að umgangast Internetið. Ég held því miður að þetta sé annsi algengt. Ég vann varkefni nýlega í skólanum sem studdi þetta. Ég ætla ekki að fara að taka nein dæmi úr verkefninu mínu enda skipta einstaka viðbrögð foreldrar ekki máli. Mín skoðun er sú að sumir foreldrar banni aðgang í skjóli vanþekkingar sinnar og eða vegna þess að þeir hreinlega gefi sér ekki tíma til að skoða þessi atriði með börnum sínum.
Heimili og skóli heldur úti vefnum
saft.is sem er í sjálfu sér mjög fínn vefur. Ég velti hinsvegar fyrir mér hverju hann skilar. Ég ætla að þeir foreldrar sem á annað borð eru vakandi fyrir því sem getur gerst og eða gerist á Internetinu séu þeir sem skoði vefinn. Hinir sem í raun þyftu að kynnast málinu betur þekki ekkert til hans. Maður veltir fyrir sér hvað hægt er að gera til að bæta úr þessu. Mér er ekki kunnugt um hvað Heimili og skóli er að gera í að kynna málið en það eina sem ég hef séð frá þeim undanfarið er auglýsingin um drengin sem setur á netið leiðinlega fullyrðingu um vin sinn. Kemur nægilega fram þar hver auglýsir? Ég þurfti sérstaklega að gá að því og var
Og Vodafone mest áberandi í auglýsingunni og taldi ég fyrst að þetta væri aðalega þeirra framlag.
Ég á ekki svar við þessum spurningum enda er ekki mitt hlutverk að svara þeim.
~ unnar,
12:54 |
Söngvaborg það er nú meira dótið.
Þannig er að hann Bergþór Óli sonur minn á DVD diskinn með Söngvaborg 1 og 2. Hann hefur nú voðalega gaman að þessu en ekki hægt að segja það sama um pabbann. Ég ætla að telja upp atriðin sem ég hef útá þetta að setja.
Í upphafi disksins koma tvær auglýsingar sem ekki er hægt að spóla yfir. Annað er auglýsing frá Íslandsbanka og hin frá Nóa Síríus. Samkvæmt minni bestu vitund er bannað með lögum að auglýsingar höfði beint til barna, en það er svo sannarlega gert þarna. Ég meina til hverja er verið að höfða þegar auglýsingarnar koma á barnadiski? Svo kemur önnur dulin auglýsing inni í þáttunum sjálfum þar sem að Georg sparibaukur kemur í heimsókn. Svo er það sem mér fannst hreinlega sjokkerandi. Það var spennan sem var á milli Georgs sparibauks og Masa sem ég vil kalla viðundur. Því hann leit út eins og einhverkonar bangsi með rosalegan hala og ég sé ekki nokkra leið til þess að greina hann til tegundar. En allvega þeir voru einusinni á sama tíma í þættinum og það lá hreinlega við slagsmálaum. Þetta atriði minnti helst á myndina
Death to SmoochySíðan var það ástæðan fyrir því að Georg kom alla leið frá Suðurpólnum og til Íslands. En ástæðan er sú að það voru áramót og verið var að skjóta upp flugeldum og allar mörgæsirnar voða glaðar. Nema hvað að einn flugeldurinn var "ruslaflugeldur" og allt suðurskautslandið fylltist hreinlega af rusli. Hugsum málið aðeins. Jú maður segir stundum ótrúlega hluti þegar maður er í gerfi einhvers en maður bullar þó aldrei svona. Svo finnst mér svolítið sérstakt að börnin virðast ekki vera þjálfuð í framkomu með söngnum, sérstaklega svona fyrir upptökuna. Það eru líklega bara tveir einstaklingar sem virðast vera að syngja og hafa gaman að og líta stökusinnum í myndavélina og brosa. Ég veit vel að það er allveg hægt að fá börn til þess að koma fram og gera það vel. Það veit ég að eigin raun, enda sjálfur leikstýrt börnum. Að lokum finnst mér svolíð sérstakt að þær stöllur Sigga og María taki svona mörg lög bara sjálfar og noti börnin sem bakraddir. Maður veltir fyrir sér hvort börnin séu í raun bara í bakraddaþjálfun í söngskólanum. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti en ég heyrði að söngvaborg þrjú (sem bæ ðö vei er ekki efst á óskalistanum mínum, enda get ég allveg horft á auglýsingar í svjónvarpinu og Bergþór Óli líka) séu börnin bara í bakröddum en syngi ekkert sjálf. Annars hefur Bergþór Óli mjög gaman að mörgum lögum þarna.
~ unnar,
08:47 |