Ég er undarlegur en ágætur náungi fæddur nítjánhundruð sjötíu og fimm, er búsettur á Suðureyri og er með mikin áhuga á leiklist. Ég vinn hjá Hafró og stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
Ég var að skrifa grein um Internetið, tölvur og börn. Greinina er að finna >>hér<<
~ unnar, 10:49 |
Á dögunum fékk ég spam. Nema hvað í sama spaminu voru mér boðin lánin, tryggingarnar, geðlyfin og viagra. Þá vantaði bara fake rolex og typpalengingarplástra þá hefði þetta verið komið og allt í sama pakkanum.
~ unnar, 01:05 |
Það er svolítið sérkennilegt orðalag sen notað er af fréttamönnum um daginn var til dæmist talað um svarta sýrlsu, en þegar betur var að gáð var hún prentuð á venjulegan hvítan A4 pappír líkt og aðrar skýrslur. Að vísu var letirð og myndirnar svartar. Ein er talað um að draga upp dökka mynd af einhverju og svo er sýnd mynd af einhverjum stað á sólríkum sumardegi.
~ unnar, 01:01 |
Það virðist vera að þulurinn á stöð tvö sé að leika í auglýsingu núna. Allavega var röddin mjög kunnugleg. Þá kom þá í ljós að hann er einhverskonar söngvari.
~ unnar, 10:14 |
Skemmtilegta orðað í úrvarpinu áðan: Fremstur í fararbroddi. Þetta er eins og að segja snemma í bítið. Eins er frekar sérstakt að heyra fólk segja að klukkan sé á slaginu tólf mínútur í þrjú.
~ unnar, 10:12 |
Í fréttablaðinu í dag er grein sem um tölvu- og netnotkun barna. Þar kemur fram að sumir foreldar banni börnum sínum að umgangast Internetið. Ég held því miður að þetta sé annsi algengt. Ég vann varkefni nýlega í skólanum sem studdi þetta. Ég ætla ekki að fara að taka nein dæmi úr verkefninu mínu enda skipta einstaka viðbrögð foreldrar ekki máli. Mín skoðun er sú að sumir foreldrar banni aðgang í skjóli vanþekkingar sinnar og eða vegna þess að þeir hreinlega gefi sér ekki tíma til að skoða þessi atriði með börnum sínum. Heimili og skóli heldur úti vefnum saft.is sem er í sjálfu sér mjög fínn vefur. Ég velti hinsvegar fyrir mér hverju hann skilar. Ég ætla að þeir foreldrar sem á annað borð eru vakandi fyrir því sem getur gerst og eða gerist á Internetinu séu þeir sem skoði vefinn. Hinir sem í raun þyftu að kynnast málinu betur þekki ekkert til hans. Maður veltir fyrir sér hvað hægt er að gera til að bæta úr þessu. Mér er ekki kunnugt um hvað Heimili og skóli er að gera í að kynna málið en það eina sem ég hef séð frá þeim undanfarið er auglýsingin um drengin sem setur á netið leiðinlega fullyrðingu um vin sinn. Kemur nægilega fram þar hver auglýsir? Ég þurfti sérstaklega að gá að því og var Og Vodafone mest áberandi í auglýsingunni og taldi ég fyrst að þetta væri aðalega þeirra framlag. Ég á ekki svar við þessum spurningum enda er ekki mitt hlutverk að svara þeim.
~ unnar, 12:54 |
Söngvaborg það er nú meira dótið. Þannig er að hann Bergþór Óli sonur minn á DVD diskinn með Söngvaborg 1 og 2. Hann hefur nú voðalega gaman að þessu en ekki hægt að segja það sama um pabbann. Ég ætla að telja upp atriðin sem ég hef útá þetta að setja. Í upphafi disksins koma tvær auglýsingar sem ekki er hægt að spóla yfir. Annað er auglýsing frá Íslandsbanka og hin frá Nóa Síríus. Samkvæmt minni bestu vitund er bannað með lögum að auglýsingar höfði beint til barna, en það er svo sannarlega gert þarna. Ég meina til hverja er verið að höfða þegar auglýsingarnar koma á barnadiski? Svo kemur önnur dulin auglýsing inni í þáttunum sjálfum þar sem að Georg sparibaukur kemur í heimsókn. Svo er það sem mér fannst hreinlega sjokkerandi. Það var spennan sem var á milli Georgs sparibauks og Masa sem ég vil kalla viðundur. Því hann leit út eins og einhverkonar bangsi með rosalegan hala og ég sé ekki nokkra leið til þess að greina hann til tegundar. En allvega þeir voru einusinni á sama tíma í þættinum og það lá hreinlega við slagsmálaum. Þetta atriði minnti helst á myndina Death to Smoochy Síðan var það ástæðan fyrir því að Georg kom alla leið frá Suðurpólnum og til Íslands. En ástæðan er sú að það voru áramót og verið var að skjóta upp flugeldum og allar mörgæsirnar voða glaðar. Nema hvað að einn flugeldurinn var "ruslaflugeldur" og allt suðurskautslandið fylltist hreinlega af rusli. Hugsum málið aðeins. Jú maður segir stundum ótrúlega hluti þegar maður er í gerfi einhvers en maður bullar þó aldrei svona. Svo finnst mér svolítið sérstakt að börnin virðast ekki vera þjálfuð í framkomu með söngnum, sérstaklega svona fyrir upptökuna. Það eru líklega bara tveir einstaklingar sem virðast vera að syngja og hafa gaman að og líta stökusinnum í myndavélina og brosa. Ég veit vel að það er allveg hægt að fá börn til þess að koma fram og gera það vel. Það veit ég að eigin raun, enda sjálfur leikstýrt börnum. Að lokum finnst mér svolíð sérstakt að þær stöllur Sigga og María taki svona mörg lög bara sjálfar og noti börnin sem bakraddir. Maður veltir fyrir sér hvort börnin séu í raun bara í bakraddaþjálfun í söngskólanum. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti en ég heyrði að söngvaborg þrjú (sem bæ ðö vei er ekki efst á óskalistanum mínum, enda get ég allveg horft á auglýsingar í svjónvarpinu og Bergþór Óli líka) séu börnin bara í bakröddum en syngi ekkert sjálf. Annars hefur Bergþór Óli mjög gaman að mörgum lögum þarna.
~ unnar, 08:47 |
Þá sjaldan sem ég horfu á sjónvarpið. Ég sit hér frammi í stofu með tölvuna og er að læra og sjónvarið er í gangi þó ég sé ekki beitn að horfa á það. Það er einhver raunveruleikaþáttur í sjónvarpinu þar sem húsmæður skipta um heimili. Allavega Það vakti furðu mína að vörumerki væru blöruð og gerð óskýr. Hvað er málið? Ef ég væri í bolt sem væri merktur Adidas (þó það gerist aldrei) er ekki þar með sagt að ég sé að auglýsa Adidas. Ef ég er að drekka kók er ekki þar með sagt að ég sé að drekka það til þess að auglýsa. Ég skil þó þegar Mythbusters eru að gera tilraunir með ónefnt þvottaefni eða ónefndan kóladrykk. Æji þetta er frekar kjánalegt.
~ unnar, 22:32 |
Það er orðið ljóst afhverju ég fékk póst um gólftuskur. Þar sem ég hef áhuga á menningu var gert ráð fyrir að ég hefði áhuga á gólftuskum þar sem þær eru handunnar frá pakistan.
~ unnar, 15:10 |
Ég sá mjög skondið skilti um daginn. Var eitthvað á þessa leið: Bergkristall sérverslun með kristal- og glervörur. Rennilásarnir komnir.
~ unnar, 10:14 |
Svolítið sérstakt að fólk sé að borða sólarpönnukökur og svartamyrkur úti.
~ unnar, 10:13 |
Flugurnar eru komnar og Súgandafjörður fullur af ís.
~ unnar, 09:06 |
Seinnipart föstudags fékk ég sendan auglýsingapóst og það íslenskan. Það er ekki frásagnarefni að maður fái spam. Hinsvegar er það svo ef maður fær íslenskt spam. Eins merkilegt og það er þá liggur netfangið mitt hvergi á netinu og ekki hef ég skráð mig á neina lista sem gefa hverjum sem er rétt til þess að senda mér markpóst. Þetta er reyndar ekki fyrsta sinn sem ég lendi í þessu. Ég sendi bréf til baka og óksaði eftir skíringum á þessu, vona að ég fái svör því ekki vil ég verði fórnarlamb íslenskar markpóst herferðar, hvað þá að netfangið mitt sér í einhverskonar dreifingu.
~ unnar, 22:17 |
Í dag var svo bíllinn hjá mér ljóslaus :s Hvað gerist með bílinn á morgun?
~ unnar, 08:18 |
Ég tók hægri spegilinn af bílnum hjá mér í morgun. Ái!
~ unnar, 10:18 |
Ég sá svolítið í gær sem vakti furðu mína, satt að segja ég varð ég líka svolítið hneikslaður. Allavega ég sá þegar komið var með blöðin á ákveðin stað. Maður kom inn með fullt fangið af blöðum pökkuðum í plast og lét þau falla á gólfið, réttara sagt henti þeim í gólfið og það nokkuð fruntalega. Einn blaðabunkinn hefur ekki verið allveg á réttum stað að hans mati svo hann sparkaði í hann. Hvað segirðu er blöðin þín oft krumpuð?
~ unnar, 08:12 |
Ég hef einnig tekið þá ákvörðun að ef Samfylkingin fer í meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn eftir komandi kostningar segi ég mig úr Samfylkingunni.
~ unnar, 09:10 |
Ég hef tekið þá ákvörðun að sækja ekki um fleiri vinnur fyrr en ég hef lokið námi. Sjáum til hvort ég standi við það.
~ unnar, 09:02 |
Ég er ekki allveg klár á því hvort heldur veldur að fiðrildin séu flogin eða hvort þau þoli ekki magasýrur. En þannig var að þessi ofur spenningur var vegna þess að ég sótti um starf sem deildarstjóri æskulýðs- og forvarnarmála á Akranesi. Hinsvegar er það orðið ljóst að ég fæ ekki þá stöðu, ég vona þá bara að það verði hæfur einstaklingur sem verður ráðinn því það virðist sem Skagamenn sé að sýna metnað í þessum málum og átti sig á hvað tómstundir séu mikilvægar fyrir ungt fólk, mættu önnur sveitarfélög taka sér það til fyrirmyndar, þá á ég ekki við eitthvað eitt sveitarfélag heldur bara almennt, því það er mín tilfinning að alltmennt sé subbuskapur í þessum málum á landsvísu. Dæmi um þetta er það að ekki er auglýst eftir fagfólki til að sinna stöðum sem snerta tómstundamál. þetta á hvort sem er við um almennar stöður, sem og yfirmenn.
~ unnar, 14:39 |
Var í símanum í tuttugu mínútur áðan sem orsakaði meira af fiðrildum í magan og eitthvað af fleiri skordýrum.
~ unnar, 15:05 |
Svolítið sérstakt. Hér í vinnunni hefur einhver þá áráttu að opna alltaf gluggan á karlaklósettinu, ekki að það sé slæmt svona einstaka sinnum, sérstaklegar þegar heitt er í veðri. En þegar það er átta stiga frost og glugginn er opinn allan daginn eða búinn að standa opinn alla nóttina getur þetta orðið allveg hroðalegt. Ég þakka bara fyrir að það er þó plast setur á klósettunum en ekki postulín. Mig grunar reyndar að þarna sé á ferðinni ræstingafólkið en get auðvitað ekki fullyrt um það.
~ unnar, 12:53 |
Ég var heima veikur í gær og hefi átt að vera heima í dag líka en verkefnastaðan er bara þannig að ég verð varð að mæta í dag. En í morgun heyrði ég auglýsingu frá Toyota þar sem verið var að auglýsa hraðþjónustu þar sem maður gat fengið þjónustu innan klukkustundar. Þetta minnir mig bara á það sem ég lenti í þegar ég var í sumarbústað suður á landi í ágúst. Þannig var að það fór að ískra í bremsunum hjá mér og ég vissi vel að bremsurnar voru að klárast. Ég fór með bílinn niður á Selfoss og til Toyota þar. Þar fékk ég þær upplýsingar ég kæmist ekki að fyrr en eftir tvær vikur. Þeir benntu mér þá að hafa samband við Toyota í Reykjavík. Ég ók heim í bústað, fann númerið hjá Toyota og hringdi. Ég bar upp erindið og fékk þau svör að ég gæti komist að í október, ég spurði hvort hann gæti vísað mér að annan aðila þar sem ég væri staddur í sumarbústað og ætti eftir að keyra á fimmtu hundrað kílómetra eftir nokkra daga og bílinn væri nær óökufær hann sagði mér frá verkstæði sem sæi um viðgerðir fyrir Toyota en þar væri allir í sumarfríi og því væri enginn sem sinnti þessu í þeirra stað og þar við sat. Ég var þarna uppi í sumarbústað, ekki með símaskrá, ekki með Internet og vissi bara ekki hvert ég gæti leitað til að fá gert við bílinn hjá mér svo ég í það minnsta kæmist heim sem stóð til að gera innan fárra daga. Ég hafði þá samband í hundrað og átján og fékk uppgefið nafn á verkstæði á Selfossi, ég hringdi þangað og bar upp erindið. Þeir svöruðu mér því að þeir væru með með verkstæði fyrir Heklubíla og bentu mér auðvitað á Toyota. Ég sagði þá frá svörum þeirra hjá Toyota og var hann mjög undrandi. Hann sagði þá "Geturðu komið á morgun klukkan níu?" ég sagði að það væri ekkert mál. Ég mætti svo galvaskur með bílinn á tilsettum tíma og fékk bílinn viðgerðan á mettíma og á mjög góðu verði. Í kjölfarið veltir maður fyrir sér hvort það sé almennt hjá Toyota að þjónustan sé þannig að þú færð hraðþjónustuna strax en almenna eftir tvo mánuði. Sem beturfer er Toyota nokkuð bilanalítill bíll.
~ unnar, 09:14 |
Ég er annars voðalega spenntur þessa dagana. Ég er með fiðrildi í maganum og alles. Fullur eftirvæntingar og spenningi. Hversvegna? Nú bara. Segi betur frá síðar.
~ unnar, 09:57 |
Svo er David Bowie sextugur í dag.
~ unnar, 08:58 |
Í vinnunni hjá mér er fot lagt nokkur áhersla á að maður fari með kaffibollann sinn í uppþvottavélina. Ég er ekki með bolla frá húsinu heldur með minn eigin. Þannig að ég gríp ekki bara einhvern bolla. Ég geng oftast frá bollanum mínum í uppþvottavélina seinnipart dags. Það er þó þannig í flestum tilvikum að uppþvottavélin í vinnunni er sett í gang á morgnana en ekki kvöldin sem merkir það að ég fæ ekkert kaffi fyrr en fer að líða á morgun. Þetta er frekar leiðinlegt verð ég að segja.
~ unnar, 08:49 |
Í dag gerði ég smá mistök sem kostuðu mig slatta af vinnu. Þannig var að ég fékk spam í hotmail hólfið mitt. Það eitt og sér eru engar fréttir enda fæ ég mikið af spami og óvenju lítið undanfarið. En allavega... Ég gerði þau mistök að haka í þannig að ég öll skilaboðin og í fljótfærni minni fer ég í junk mail og öll bréfin í innboxinu mínu lentu í junk mail folder og ég þurfti svo að handtína þetta inn aftur, það tók smá stund en var ekkert mál þannig.
~ unnar, 14:45 |
Ég mætti of seint í vinnuna í morgun. Ástæða þess er sú að í gær og nótt rigndi og svo fraus í kjölfar þess. Á rúðuni hjá mér var klakabrynja. Mér var sannarlega ljóst að ekki gat ég skafið þetta af svo ég setti bara miðstöðina í botn og fór inn aftur að vesenast. Ég kom svo út aftur og beið í smá stund þá var ástandið orðið mun skárra og ég komst klakklaust í vinnuna.
~ unnar, 17:27 |
Eins og fólk veit hef ég ekki verið duglegur að skirfa hérna. Ég vona sannarlega að ég muni ekki setja þetta í hverri fræslu hér eftir. Hann Bergþór Óli tekur jú töluvert af tímanum mínum og svo hefur maður einfaldlega verið upptekinn og bloggið er ekki mjög ofarlega í forgangsröðinni.
Annars fékk ég ekki útborgað í vinnunni minni allt vegna mannlegra mistaka annarra en minna. Ferlið að reyna að fá útborgað er búið að taka þrjá sólarhringa og enn ekkert komið. Ég er satt að segja orðinn frekar pirraður á þessu. Ekki bíða reikningarnir mínir sem eiga að greiðast um mánaðamót.
Ég var að leika í kvikmynd núna um daginn það er myndinn Dugguholufólkið, en þar lék ég bónda. En þetta er smáhlutverk, samt sem áður tók þetta heilan dag.
Uppáhalds afgreiðslumaðurinn minn hefur enn og aftur verið frábær. En núna um daginn fór ég í búðina hjá honum og spurði um vettlinga. Mér var auðvitað boðnir gúmmívettlingar. Ég sagðist þá hafa átt við venjulega vettlinga. Hann gekk þá með mér að rekka þar sem vetlingar hengu uppi, þarna voru barnavetlingar og svo efst uppi voru fullorðins vettlingar, líklega hefur verið um svona sex gerðir af vettlingum. En uppáhalds afgreiðslumaðurinn benti þá á hverja tegund fyrir sig og sagði "það eru þessir, þessir, þessir, þessir, þessir og þessir." Auðvitað var þetta augljóst. Ég þakkaði fyrir og fór að skoða og hann spurði hvort hann gæti aðstoðað mig við þetta. Ég hugsaði "hvernig getur hann hjálpað mér að skoða vettlinga" og sagði "nei, nei, ég læt þig þá bara vita." Þegar ég fór að skoða þetta betur sá ég að þetta voru vettlingar í stærðunum M, XXL og XXXL. Ég nota L hanska eða XL en XXL er of stórt á mig. Ég spurði þá hvort hann ætti eitthvað þarna á milli. Hann fór í rekkan og skoðaði. Gekk svo um og skoðaði allstaðar í kring, þar sem voru engir vettlingar heldur íþróttafattnaður og barnaföt, fór svo inn á lager, aftur í hanskadeildina, svo í tölvuna, aftur á lagerinn, í veiðihornið og kom svo til mín og sagði "nei, við pöntuðum bara medium" Þetta ferli tók líklega sjö mínútur. Ég þakkaði fyrir og gekk út. Mér finnst allveg ótrúlegt að það sé bara pöntuð ein stærð inn í svona verslun og það M. Þetta er út í hött. Nökkrum dögum síðar fór ég þarna inn aftur og enn og aftur tók uppáhalds afgreiðslumaðurinn á móti mér. Ég fékk pirringskjánaóðægindahroll þegar ég bauð honum góðan daginn og velti fyrir mér hvað hann mundi gera í þetta sinn. Ég bar upp spurninguna mína "Áttu til vatnsheldan kuldagalla?" þá sagði hann "Já, þennan dýra.", "já ókey" segi ég og hugsa "hmm... ekki beint sölukvetjandi að segja að eitthvað sé dýrt." Ég fæ að skoða gallan og hann segir "hann er voðalega hlýr" ég skoða hann og þá bætir hann við "...en hann kostar tuttugu og sexþúsund." Ég jánka því og skoða hann betur "...þú þarft ekki að vera mikið klæddur í þessum galla" bætir hann við. "Nei nei" segi ég og skoða enn betur. Hann bætir þá við "...þér gæti orðið alltof heitt í þessum galla sko, hann er eiginlega ekkert góður" og fór hann þá að sýna mér annan galla sem var svoan venjulegur kuldagalli. Ég bendi honum á að hann sé nú ekki vatnsheldur. En hann þvertekur fyrir það og segir að hann sé allveg vatnsheldur. Ég veit auðvitað betur en ég nenni ekki að rífast við afgreiðslufólk ef ég veit meira um vöruna en það.
Nú fer annars litli strákurinn minn að verað eins árs og er orðinn voðalega stór og farinn að labba um allt. Hann er reyndar veikur núna litli snúllinn og á voða bátt og vill hafa mömmu og pabba hjá sér alltaf. Þannig að við erum hálfpartin á vöktum, reyndar lendir þetta mest á Jóhönnu, enda er hann mömmusjúkur.
~ unnar, 13:29 |