!DOCTYPE HTML PUBLIC "-//IETF//DTD HTML//EN">
Hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur

 
hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur
 

 
Ég er undarlegur en ágætur náungi fæddur nítjánhundruð sjötíu og fimm, er búsettur á Suðureyri og er með mikin áhuga á leiklist. Ég vinn hjá Hafró og stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
 
 
   
 
   
 
   
 

 
nei nafna, ég er ekki hættur, var reyndar að spá í að hætta, það er önnur saga. ég hef verið upptekinn í skólanum, prófum og stöffi og svo tóku við framkvæmdir og síðan jólin. það er hellingur búinn að vera að gera hjá mér og skyrgámi, ég nenni samt ekki að fara að rekja þetta allt svona aftur í tíman. annars er verið að kjósa mann ársins núna bæði á bb.is og á rás tvö ég kaus kristinn h. gunnarsson í báðum tilvikum. hversvegna? jú hann talar og hugsar lýðræðislega og hlustar á fólkið í kringum sig og kemur lýðræðislegum skoðunum a´framfæri þrátt fyrir vilja flokks síns um að drepa lýðræðið niður. annars eru hörmulegir atburðir búnir að eiga sér stað í asíu og maður er hálf dofin vegna þessara atburða, þetta minnir mann á svipuð slys sem urðu hér á landi fyrir skömmu og tóku sennilega svipaða prósentu af fólki miðað við fólksfjölda, kannski er asnalegt að bera þetta saman en ég geri það samt. í fréttunum í dag var talað um að þetta væri mesta manntjón sem orðið hafði á friðartímum. ég segi bara, hvaða friðartímum? eru friðartímar? sem dæmi held ég að fólk í sri lanka finni ekki fyrir því þar sem tamílar halda hluta landsins og þjóðarinnar í gíslingu. þó svona hörmulegir hlutir hafa gerst þá meigum við ekki hætta við að halda uppá áramótin, því við verðum að gleðjast til þess að sálin þynnist ekki.

~ unnar, 14:08  | 


 
ég var að horfa á myndina death to smoochy áðan, nokkuð góð bara. hún segir frá átökum í sjónvarpsþáttum fyrir börn og þeim harða heimi sem býr þar að baki. nú fer maður að hugsa sig um hvað varð um pál vilhjálmsson og köttin kela. svona þegar ég hugsa betur um það hef ég ekki séð rannveigu og krumma mjög lengi.

~ unnar, 02:47  | 


 
svo er ég kominn með adsl og búinn að fara mig yfir til simnet. vil ég benda á að gamla netfangið mitt er virkt um sinn, en það nýa er unnrey (hjá) simnet .is (þetta er sett svona inn til að koma í veg fyrir að netfanga leitarvél ruslpóstsendanda hirði þetta nýja netfang mitt. á gamla netfangið fékk ég milli fimm og tíu bréf á dag sem voru auglýsingar um viagra, typpalenginaplástra, lán til heimilisins, frábær viðskiptatækifærir í nígeríu og margskonar hugbúnaður á kosta kjörum.)

~ unnar, 08:52  | 

 
ekki er svosem mikið búið að vera að gerast hjá manni undanfarið, ekki sem sagt verður hér allvega, ég hef bara verið að læra á fullu, búinn með eitt próf. þórólfur árnason sagði víst af sér þann níunda nóvember. ég held að þetta hafi verið ill nauðsin hjá honum. ég tel reyndar að það sé ekki gott að missa hann, en hann getur vissulega komið sterkur inn í pólítíkina síðar. reyndar þegar fréttatíminn var auglýstur klukkan átján þann níunda ellefta stóð mér ekki á sama. ég vissi auðvitað ekki hvað til stóð, það fyrsta sem upp í hugan kom voru hrikalegir atburðir sem gerðust þann níunda ellefta fyrir nokkru, að vísu var það samkvæmt amerísku tímatali þar sem mánuðurinn er á undan. mér tókst að snúa mig illa á ökla um síðustu helgi. ég var að hlaupa niður tröppurnar heima og missteig mig. nýlega var líka leynivinaleikur hérna í vinnuni. ekki má skilja það svoleiðiss að við hjalti starfsmenn hafró á ísafirði höfum bara verið tveir í leiknum (hefði ekki verið mikið mál að finna út hver leynivinurinn var), nei nei það voru allir hérna á í húsinu sem tóku þátt. ég fékk fullt af góðum og skemmtilegum gjöfum sem glöddu sál mína. ég gaf líka helling af gjöfum sem ég vona að hafi náð sama tilgangi.

~ unnar, 08:38  | 


 
ég keypti nokkra fiska í reykjavík til að setja í fiskabúrið okkar hérna í vinnunni. það voru þrír puntius titteya (cherry barb)og ein ancitrus dolichopterur (ryksuga). það vildi ekki betur til en svo að þegar ég sleppti ancitrus dolixhopterur í búrið varð hann fyrir líkamsárás af humrunum sem eru í búrinu og varð staðgóð og næringarrík máltíð. ég var annars í prófi í stjórnun. skilaði í nótt. en ekki vildi betur til en svo að ég fékk það í hausinn aftur. póstþjónninn vildi mig víst ekki. kemur í ljós hvernig það fer.

~ unnar, 08:58  | 


 
ég fór í gær og hitti þá braga og gumma á kaffi kúltúr og við spjölluðum saman í soldin tíma. nú um kvöldið fór ég svo og hitti hauk og við kíktum á pöbbana en á röltinu hitti ég gumma aftur ég ákvað reyndar að fara snemma heim því ég var auðvitað að fara í skólan nú í morgunsárið. ég vaknað svo eldhress í morgun; klæddi mig, tannbustaði mig, prentaði út eitt blað, gekk frá tölvuni minni og gerði mig tilbúinn að fara. ég leit þá á klukkuna og sá að hún var hálf sjö. ég blótaði því að rafhlaðan væri tóm og þar að leiðandi vitlaus. ég leit þá á símann minn og klukkan þar var líka vitlaus. hmm... ég komst að því að það var ég sem var vitlaus en ekki klukkan og lagði mig aftur

~ unnar, 08:54  | 


 
svo var ég andvaka í nótt. er nokkuð meira sem gæti verið að ?

~ unnar, 13:11  | 

 
svo held ég þurfi að fá mér gleraugu

~ unnar, 13:08  | 

 
ég þarf að hnerra og ég er með útbort í andlitinu

~ unnar, 13:06  | 

 
ferlega er ég svektur með nýja headphoninn minn... ég er hel aumur í eyranu eftir hann. ég borgaði samt ekki mikið fyrir hann, en samt. maður á ekki að vera aumur og sár eftir svona lagað samt. annars er bara hellingur að gera. þrjú verkefni í gangi í skólanum eitt næstum búið, eitt að klárast og búð að leggja drög að því þriðja. nóg að gera á þessum bænum.

~ unnar, 09:01  | 


 
ég rakst á þessa síðu fyrir tilviljun og varð fíkill... passið ykkur. ég held samt að það endi með því að ég veðri bannaður þarna.

~ unnar, 23:15  | 

 
ég er enn í vandræðum með gestabókina mína og þessa linka sem í henni lenda. ég er nú búinn að gera smá breytingar á þessu og vona að það dugi til. svo er ég kominn í land í bili.

~ unnar, 11:56  | 


 
mikið svakalega er ég orðinn þreyttur á þessum leiðangri sem ég er í þessa dagana. ég hlakka ekkert smá til þegar honum er lokið og það fer að styttast í það. þetta klárast nefnilega á þriðjudaginn.

~ unnar, 22:29  | 


 
meðan ég man í gestabókinni minni hefur eitthver sniðugur komið fyrir linkum í klámsíður sem opnast sjálfkrafa. lausnin við þessu að að banna "img" og "script"

~ unnar, 23:22  | 

 
nú er ég ekki búinn að skrifa lengi. en þannig er að ég er búinn að vera rosalega uppteikinn í skólanum og svo hef ég verið á sjó líka. staðan er semsagt sú að ég er þessa dagana í rækjurannsóknum í ísafjarðardjúpi og þar áður í arnarfirði. en á undan því var ég í staðarlotu í skólanum þannig að það hefur verið annsi mikið að gera. ég ætla að hlaupa svona lauslega yfir þetta sem búið er að gerast. ég fór í ferð með skólanum mínum á gufuskála á snæfellsnesi. þar vorum við að stúdera útivist og notkun hennar í starfi með unglingum. það sem ég gerði tildæmis var að síga í gegnum rör, ég er haldinn lofthræðslu og er með innilokunnarkennd þannig að þetta var svolítið strembin upplifun. þegar ég kom heim var í heima í einn dag og fór svo á sjóinn. fyrst í arnarfirði og var þar í um það bil fjóra sólarhringa. þegar við kláruðum arnarfjörð og héldum til ísafjarðar var haugabræla og rosaleg vont í stjóinn. við láum inni í tvo daga að bíða betra veðurs og á meðan var ég á fullu að læra. mér tókst að fá slettu af margilittu í augað um daginn og það var skelfilegt, það var svipað og þegar ég fékk chilli í augað einusinni. ég var að bera aloe vera í kringum augað á mér allt kvöldið. daginn eftir tókst mér síðan að reka höfuðið uppundir og fékk netta kúlu á höfuðið. satt að segja var það nokkuð óþægilegt. þann tíma sem ég er búinn að vera í landi hef ég verið að læra auk þess að nota tíma á milli toga.

~ unnar, 22:41  | 


 
ég sagði víst ekki frá því í dag, en ég misti aðeins fótfestuna í klifrinu í dag og rak mjöðmina mjög harkalega í. ég er orðinn alveg hel aumur og hálf kvíður fyrir að fara að ganga á morgun. ég kannski fæ mér íbúfen bæði áður en ég fer að sofa og í morgunsárið. sennilega er ég kominn með nettan marblett.

~ unnar, 23:27  | 

 
jæja. nú í dag fórum við í skólanum í klufurhúsið. við vorum nefnulega að stúdera jaðaríþróttir. ég lofthræddi maðurinn komst bara upp. reyndar bara auðveldasta vegginn en það er sama. lappirnar á mér titruðu samt eins og... tja mér dettur svosem ekkert í hug. síðan förum við í útilegu á morgun og förum á gufuskála á snæfellsnesi. annars sægði önnur litla frænka við stóru systur sína "hann unnar svo er skrítinn, hann er með gat á hárinu". fliss..

~ unnar, 13:50  | 


 
nú er ég búinn að vera að vinna tvær ritgerðir núna undanfarna daga og allt verið brjálað að gera varðandi þær. fyrir utan það að ég og burki erum búnir að vera að setja hurðir í húsið mitt. ekki eins og það hafi ekki veirð hurðir fyrir heldur var verið að skipta, hurðirnar sem voru fyrir voru orðnar ljótar, leiðinlegar og lélegar. en nú er ég kominn suður til reykjavíkur og er að fara í skólan. í gærkvöldi komst ég að þeirri leiðinda staðreynd að það lak í tölvuherberginu mínu. enda er búin að vera klikkuð rigning undanfarna daga.

~ unnar, 14:12  | 


 
"það er alltaf gott að fá smá leka" var sagt hér um árið. og ég get ekki verið meira sammála. hinsvegar á það ekki við í dag. þannig er að það er farið að leka hérna hjá mér í vinnuni. það drýpur hér með glugganum allt í skralli. vona bara að úr rætist.

~ unnar, 16:55  | 


 
ég fór og tók kræklingasýni í súgandafirði núna í vikunni. ég þurfti að taka það norðanmegin og við miðjan fjörð. ég ók inn í selárdal og framhjá bústöðunum og niður slóðan sem var að gömlu bústöðunum og fékk nóg í sýnið og þegar ég hef verið að taka svona sýni þá þurfa þetta að vera kræklingur sem er fjörutíu til sextíu millimettrar og oftast hef ég verið í vandræðum með að fá þá nógu stóra. það var hinnsvegar ekki vandamálið að þessu sinni heldur voru þeir frekar of stórir. ég tók þessvegna aðeins meira en ég átti að taka til að borða sjálfur. þegar ég ætlaði að fara heim kost ég ekki upp brekkuna. ég bara spólaði. ég reyndi og reyndi án árangurs. það var ekki fyrr en í fimmtu tilraun sem ég komst upp. annars gerðis svolítið einkennilegt núna áðan. já einkennilegt og ekki einkennilegt. það var allavega skondið. dyrabjölluni var hringt áðan, það er að vísu ekki það einkennilega heldur það að fyrir utan stóð kona, það er að vísu ekki það einkennilega heldur það sem hún sagði. hún sagði "ahh... þú er einmitt maðurinn sem ég þurfti að hitta". undarleg tilviljun að hún hitti mig akkúrat þarna á þessum tíma.

~ unnar, 21:10  | 


 
ég fann einn lampan í útvarpið mitt á ebay og bauð í hann. ég bauð sex komma fimm dollara í hann. ég held að það sé bara vel sloppið. ég gat fengið samskonar annarstaðar á fimmtíu dollara, sem er algjört rugl. ef eitthver lumar á gömlum lömpum (vacuum tubes) af gerðini ak2,af3,ab2 eða al4 þá væri ég mjög glaður að geta fengið svoleiðis og get vel borgað samgjarnt verð fyrir svoleiðiss, svo framarlega sem þeir eru í lagi. útvarpið mitt sem heitir philips 456a og er framleitt í hollandi árið nítjánhundruð þrjátíu og sjö

~ unnar, 23:11  | 

 
þá er maður bara komið á fullt blast í skólanum. Ég veit ekki.. maður hefur verið voðalega illa stemmdur til að byrja að læra. það kemur. bara að koma sér af stað.

~ unnar, 09:55  | 


 
jæja fyrsta skóladegi vetrarins lokið. ágætis dagur. ég fór í kringluna og keypti mér skó og tvær skyrtur. svo fór ég í hagkaup og fékk mér ferkar fíkjur. ég fór líka og fékk mér cherry coke en á tappanum á kókinu stóð "open by hand" en ekki hvernig ?

~ unnar, 23:52  | 

 
þá er ég bara kominn í borgina til að fara í skólann. við keyrðum suður í dag. við erum fyrstu tvær næturnar hjá ólöfu og krissu og svo verðum við í íbúð sem við fengum lánaða uppí hafnarfirði. ég var skelfilega bílveikur á leiðini. það er langt síðan ég hef verið svona slæmur. líklega hefur það verið vegna þess að ég svaf ekkert á leiðinni. venjulega sef ég öll ferðalög af mér, ja þetta á aðeins við um þau skipti sem ég er ekki að keyra sjálfur. við komum við í búðardal og ég held ég hafi skilið jakkann minn eftir þar, so be it. ég sæki hann bara á bakaleiðinni. svo fórum við og hittum ármann sem var í bústað í munaðarnesi og ég drakk nokkra kaffi bolla hjá honum. ég verð að segja að hann var annsi skondinn í útliti. hann leit út eins og útgáfa leikfélagsins hallvarðs súgana af rick stedman, hann var allavega kominn með myndarlega kódilettubarta. nú við stoppuðum svo aðeins í mosó ég var nebblilega að skila dóti sem leikfélagið fékk lánað þar. svaka fín aðstaða sem þau hafa þar. sennilega er þetta ein besta aðstaða sem áhugaleikfélag hefur á landinu. ég leit aðeins við hjá guðrúnu systur áður en við fórum í kópavoginn. ég reyndi svo að brjóta saman á mér eyrung og stinga samanbrotnum eyrunum inn í eyrun. ég held ég hafi eyrnabrotnað við verknaðinn. nei nei.. smá spaug bara. en ég var að rifja upp með konunui að einhver gerði svona lagað einusinni, ég gat bara ómögulega munað hver það var. svo byrjar skólinn á morgun, þá er ekki mikið gert á næstuni en unnið og lært. rosalega verður nú gaman að hitta allt þetta góða fólk sem er með mér í bekk, ég vona bara að það hafi ekki margir dottið út úr hópnum.

~ unnar, 02:15  | 


 
jæja, þá fer maður bara suður á morgun. ég kláraði svona það mesta af húsinu, allavega það sem ég gat tekið áður en það var orðið svo mikið myrkur að ég sá ekkert hvað ég var að gera. ég vona að bara að það verði ekki kominn vetur þegar ég kem aftur úr skólanum. annars var ég að fá gefinst útvarpstæki í dag. ég þarf sennilega aðeins að gera við það. það er ekki þetta tæki en mjög svipað.

~ unnar, 01:04  | 


 
annars er ég kominn með íbúð í suðrinu svona mestan tíma meðan ég er í suðrinu. gaman að því.

~ unnar, 15:38  | 

 
fyrir nokkru síðan, réttara sagt sautján mánuðum síðan fékk ég bréf og mér tilkynnt að reikningur sem ég var búinn að borga væri kominn til innheimtu. ég hafði auðvitað samband og sagði frá því að ég væri búinn að greiða reikninginn og sendi sönnun þess. það hafði að vísu ekkert að segja. það var greinilega ekkert tekið mark á kvittunum. ég sendi sjö staðfestingar sex í tölvupósti og eina á faxi að auki sendi bankinn minn staðfestingu líka. þetta tók allt um tvo mánuði og á þessum tíma var ég sakaður um lygar og skjalafals og sagt að ég mætti eiga vona á því að fá kæru á mig ef svo reyndist. en málinu lauk eftir allan þennan tíma og krafan felld niður. núna í dag fékk kona mín símtal þar sem verið var að rukka fyrir þetta. ég gersamlega fór á límingunum við að heyra þetta. þvílíkt og annað eins.... ég tók saman öll gögn sem ég átti í málinu og fór með þau til fyrirtækisins sem um var að ræða. ég held að gögnin hafi verið um tólf blaðsíður; afrit af tölvupósti, kvittanir frá heimabanka, undirskrifaða kvittun frá bankanum mínum og fleira. auk þess lét ég fylgja sögu málsins. þess má geta að ég hef ekki leitað til þessa fyrirtækis (sem reyndar veitir fína og vinalega þjónustu) síðan þetta gerðist, skiljanlega kannski ? ég ég varð svo reiður útaf þessu að það gjörsamlega sauð á mér. ég held ég hafi mist svona sextíu hár og sennilega annað eins gránað.

~ unnar, 15:20  | 


 
hey veit nokkur um íbúð með öllu sem hægt er að fá a leigu dagana sexdánda til tuttugast og fimmta ágúst ?

~ unnar, 13:27  | 


 
svo virðist sem teljari.is sé að skerða þjónustu til frí notenda með nýja kerfinu. ég hef það samkvæmt upplýsingum frá þeim að í framtíðinni sé einungis hægt að sjá rótarlén í tilvísunum, en ekki slóðina líkt og áður var hægt. nú get ég tildæmis ekki séð hvaðan nákvæmlega fólk kemur frá síðum á blog.central.is og blogspot.com veit eitthver um teljara sem býður uppá svona og er frír ?

~ unnar, 22:47  | 


 
ég sit hérna núna úti á palli hjá tengdó. þvílíkur hiti. ég hef bara sjaldan uppliðað annað eins. ég er hreinlega að kafna. og það er ljóst að örbylgjusendirinn minn nær alla leiðina hingað. það er kannski ert stórundarlegt því ég er með hann úti í glugga heima. annars var ég að senda inn mynd af mér á imdb. ég notaði bara myndina sem er á hallvarðs síðunni ég á sennilega enga betri mynd af mér sem ég er ekki að gretta mig eða úrillur og myglaður, nú eða hreinlega hálf nakinn (konan hefur sérdælis mikinn áhuga á því að taka myndir af mér á nærbuxunum(þar að segja að ég sé á nærbuxunum, ekki hún)).

~ unnar, 18:05  | 

 
annars var ég að leika í leikini heimildastuttmynd núna á sunnudaginn.. verður gaman að sjá hvað kemur út úr því.

~ unnar, 08:36  | 

 
haldiði að strákurinn sé ekki bara kominn á imdb

~ unnar, 08:31  | 


 
það er komið haust. maður finnur það á loftinu. þetta er svipað og þegar maður andar að sér vorlotinu, en þetta vekur ekki sömu tilfinningar. þetta segir manni að veturinn sé á næstu grösum. en ég hef þó tíma til klára að múra og svo mála.

~ unnar, 02:42  | 


 
ég var að bæta þórdísi í bloggara listann minn. ég veit ekkert hver hún er en hún er nokkuð fyndinn bloggari og segir skemmtilega frá.

~ unnar, 15:12  | 

 
við óskar vorum að vinna við að steypuviðgerðir í gærkvöldi, kom þá í ljóst heljarinnar skemmd á austurveggnum við kláruðum næstum allt viðgerðarefnið í þessum hamagangi. þannig að ekki náðist að klára í gær. ég bara vona að vin náum að klára þetta í kvöld. hugsanlega væri þá hægt að klára að mála á morgun ef það rignir ekki.

~ unnar, 12:32  | 


 
steypuviðgerðarefni, ísóprópanol, pappír og torkennileg fryst krabbadýr. er hugsanlegt að þetta valdi því að ég er svona rosalega þurr á höndunum ?

~ unnar, 12:33  | 

 
ég man ekki hvort ég hef sagt það áður, ef svo er þá segi ég það bara aftur núna. fólk hefur spurt mig svolítið út í nafnið á síðunni og hversvegna það varð fyrir valinu. þannig er að ég valdi unnar.blogspot.com en það var þá upptekið en engin færsla komin þar inn. nú eru hinsvegar komnar færslur en ekki er hægt að segja að þér séu innihaldsríkar. en allvega, ég varð þá að finna eitthvað annað og leit út og það fyrsta sem ég sá var einmitt lyftarabretti og ég tel að það sé ekki verri kostur en markt annað.

~ unnar, 10:37  | 


 
fyndið. ég fékk bréf frá internetþjónustunni minni um daginn Þar sem kerfisstjóri hafði fengið kvörtun yfir að ég hafi verið að senda ruslpóst. en þannig var að meintur ruslpóstur var í raun kvörtunarbréf sem ég sendi á internetþjónustu sendanda þar sem ég hafði áframsent upphaflega skeitið.

~ unnar, 10:27  | 


 
um helgina sá ég líka the cat in the hat mér þótti bókin alltaf svo skemmtileg og ég hafði lengið gengið með þann draum í maganum að setja köttinn með höttinn upp í leikhúsi. en svo sá ég myndina og þvílík skelfing. ég held ég hafi ekki séð verri mynd síðan ég sá the master of disguise

~ unnar, 01:17  | 


 
ég var að horfa á nokkuð góða mynd í sjónvarpinu áðan. það er ekki oft sem ég hrofi á sjónvarpið en þarna sá ég ásætðu til. ég sá myndina i am sam. en hún fjallar um þroskaheftan faðir sem er fyrir rétti að berjast fyrir að halda dóttur sinni. sean penn lék hinn þroskahefta faðir og ég verð að segja að hann hækkaði all svakalega í áliti hjá mér. ekki þannig að mér hafi verið illa við hann eða svoleiðiss. en ég mæli með þessari mynd, svo þeir sem ekki hafa séð hana ættu að fara á næstu leigu (eða nota aðrar aðferðir til að útvega sér hana).

~ unnar, 00:07  | 


 
nú er búið að mála þrjárl hliðar á húsinu mínu. sú hlið sem ekki var máluð beið vegna þess að steinviðgerðarefnið kláraðist. en það er búið að mála tvær umferðir á tvær hliðar og eina á þá þriðju því þá kláraðist málningin. það var nefnilega ekki til nógu mikil málning í a stofni í húsasmiðjunni. ætli ég klári þá ekki að steypa á morgun. og svo að mála hinn daginn. svo er verið að spá í smá meyri framkvæmdir.

~ unnar, 20:24  | 


 
ég vil minna á útihátíðina á suðureyri um v-helgina málning 2004 ekkert aldurstakmarkt enginn aðgangseyrir en fólk er beið að koma í vinnufötum.

~ unnar, 13:25  | 

 
ef allt gengur að óskum klára ég að múra og slípa steinin í kvöld. þá kannski hætti ég að haga öndunarfærin full af steypuryki.

~ unnar, 09:29  | 


 
merkilegt hvað maður getur verið latur svona rétt fyrir v.helgi. maður bara nennir ekki shit þessa dagana.

~ unnar, 12:40  | 

 
það kom í ljós að nýja fína borvélin mín sem ég fékk mér um daginn var gölluð. ég fór því og fékk nýja vél í gær og var hún í stakasta lagi. ég heyrði í gær frá fólki sem fór með tölvuna sína í viðgerð á ákvaðinn stað og þar voru öll forrit í vélini tekin út vegna gruns viðgerðarmannsins að þau væru illa fengin. ég spurði þá sérstaklega eftir því hort tölvan hafi verið "straujuð" en svo var ekki. ég held að tölvuviðgerðarmann hafi nú ekki rétt til þess að taka forrit út úr vélum ef þeir telja þau illa fengin, viðskiptavinurinn ætti að sjálfsögðu að fá að njóta vafans. hinsvegar ættu viðgerðarmenn sem slíkir ekki að setja inn forrit nema að diskar og skráningarnúmer séu til staðar. svona vann ég allvavega þegar ég vann við tölvuviðgerðir.

~ unnar, 08:36  | 

 
í gær var múrað út í eitt. allveg til eitt, en þá var farið að sofa.

~ unnar, 08:34  | 


 
það var verið að auglýsa stöðu þjóðleikhússtjóra, maður ætti kannski að sækja um.... eða ekki.

~ unnar, 15:02  | 

 
ég ákvað að láta skera hár mitt núna áðan enda veitti ekki af. ég var nebblilega farinn að líta út eins og freslsisstittan. hárið á mér hefur nefnilega mjög gaman að því að fara beit upp í loftið og þá sér í lagi í hliðunum. en þannig var að þegar ég var á leiðinni út úr götuni þar sem hafró er til húsa kom kom bíll á líklega hundrað kílómetra hraða. það munaði ekki miklu að illa hefði farið.

~ unnar, 14:19  | 

 
meiri tiltekt hefur átt sér stað í linkunum mínu. dauð blogg tekin út og fleira.

~ unnar, 09:34  | 

 
klaufaskapur helgarinnar! um helgina var ég að færa ljósarofa. í tillitsemi við konuna sló ég ekki út, vegna þess að þetta var á sama öryggi og stofan (þar að meðal sjónvarpið) ég ákvað frekar að fara afskaplega varlega. allavega þá stóð ég þarna og var að brasa við þetta með skrúfjárn í hönd, þá vildi ekki betur til en svo að ég fékk stuð við höggið kippti ég hendini að mér og fékk skrúfjárnið í magan fékk svona tíu centimetra langa rispu á magan, ég þakka bara fyrir að ég hafi ekki stingið járninu á kaf bara. síðan var konan búin að ganga frá öllum verkfærunum ofaní pappakassa. vel á minnst við erum með allt eldhúsdraslið í kössum svona þar til allt verður komið á sinn stað í eldhúsinun, sem gæti reyndar gersta bara... tja... í kvöld ? eða vonandi. en svo við snúum okkur aftur að verkfærunum, þá kom ég askvaðandi fram í eldhús og gekk beint á sög sem stóð uppúr kassanum og fékk svona tólf góðar rispur á kálfan og það ætlaði aldrei að hætta að blæða úr þessu.

~ unnar, 09:02  | 


 
borvélin mín lést af slysförum meðan hún var að vinna með spaðabor í límtrésborðplötu. jarðarförin auglýst síðar. ég fór inn í húsasmiðju í dag og fékk mér nýja vél. rekstarstjórinn spurði mig hvernig mér gengi með framkvæmdirnar og ég svaraði að borvélinn mín hefðir dáið og ég væri að fá mér nýja til að halda áfram. "flott!" sagði hann og glotti.

~ unnar, 00:42  | 


 
við jóhanna sváfum yfir okkur í morgun, ekkert alvarlega samn en smá. það er svo merkilegt hversu úldinn maður er þegar maður sefur yfir sig. dagurinn er bara allur í steik hjá manni. eftir að ég kom heim í gær eftir auglýsingaleikinn fór ég að skella vaskinum og blöndunnartækjunum upp, auk þess að tengja uppþvottavélina. mér tókst samt eitthvernvegin að skera mig í puttan á vaskinum. ferlegur klaufi getur maður nú verið.

~ unnar, 09:13  | 


 
þá er búið að taka upp þessa auglýsingu. ég var við dynjanda í allan dag. ég var reyndar bara í einu skoti svo það er ekkert víst að ég verði í blessaðri auglýsingunni, en það kemur bara í ljós.

~ unnar, 19:01  | 


 
eins og glöggir aðdáendur mínir hafa væntanlega tekið eftir tók ég út linka í gömul blogg sem heftur ekki verið hreyft við á þessu ári.

~ unnar, 13:27  | 

 
ég kíkti á tilveran.is áðan og þar var linkur í þetta þarna er eitthver sem setur inn auglýsingu á private.is (sem mér sýnist vera sama og einkamál.is) og þykist vera feit nítján ára stelpa sem þráir að stunda kynlíf. þessi aðili setur þessa auglýsingu inn í þeim eina tilgangi að byrta svörin á internetinu. ég las svona yfir þetta á handahlaupum en ég verð að segja að inn á milli voru algjörir perrar (ekki eins og það hafi ekki verið hreinlega óskað eftir því í auglýsingunni sjálfri). síðan voru þarna aðilar sem voru ekki með neinn dónaskap né neitt því líkt og voru bara nice sem voru hreinlega teknir af lífi í kommentum frá þessari stúlku. það er ljóst að þessi stelpa gerir mjög lítið úr; feitu fólki (þó sérstaklega feitu kvennfólki), karlmönnum (í heild sinni),  fólki yfir tvítugt, fólki utan að landi og ekki sýst sjálfri sér. ég meina hvernig manneskja setur svonalagði inn í þeim eina tilgangi að byrta það á netinu ? er þetta eitthver byturleiki út í karlmen, eða fólk yfir höfuð ?

~ unnar, 09:45  | 

 
ég fékk mér bjór á laugardaginn svona á meðan ég var að vinna í húsinu mínu. en þannig er að ég opnaði fyrsta bjórinn minn og fékk mér sopa. ég fann þetta líka svakalega óbragð af bjórnum. ég gaf jóhönnu að smakka og hún sagði " nei nei hann er bara volgur" ég smakkaði aftur og sama óbragðið. ég sullaði þessu svo í mig og hélt áfram að vinna í eldhúsinu mínu. svo á sunnudaginn fékk ég mér ópal (eins og áður kemu fram er það besta hólsbólguvopn sem til er) og stuttu síðar fékk ég mér bjór. hmm.. þá komst ég að hversvegan þetta óbrað var. sem sagt... ekki drekka bjór og borða ópal á sama tíma.

~ unnar, 09:19  | 

 
um daginn fórum við ármann (leikstjórinn sem var hjá okkur) í timbursölu húsasmiðjunnar. fyrir utan voru tveir hundar, annarsvegar lappi hundurinn hans palla og hinsvegar annar hundur sem kom með einum viðskiptavininum. þeir voru víst eitthvað að slást þegar við komum (eins og hundar gera svona þegar þeir hittast (og líkt og menn gera stundum líka þegar þeir hittast)) þegar við komum út aftur þá voru þeirr enn að slást og þá segi ég við ármann "við höfum sennilega sloppið við að láta pissa á dekkinn okkar meðan þeir slóust" svo leit ég á dekkin og var búið að pissa á bæði dekkinn farþegarmegin. þeir hafa semsagt tekið sér pissupásu.

~ unnar, 09:10  | 

 
það var klárað að koma upp eldhús innréttinguni í gær, allvega svona það sem hægt er að koma upp svona áður en uppþvottavélin kemur. ég þarf nebblega aðeins að stilla þetta með hana í huga. þannig að í dag fór ég út og vann í húsinu utanverðu. ég vann helling í steypuvinnu en þó aðalega með slípirokk og var að vinna við að laga steinvegg sem hafði aldrei verið kláraður. ég svoleiðis spændi upp steinskífurnar við þetta og þarf að fá mér nokkrar í viðbót á morgun. í dag fékk ég svo minniskubb í tölvuna mína. mikið svakalega var það hressandi. tölvan varð allveg eldhress fyrir vikið. gamanaðissu.

~ unnar, 00:01  | 


 
svo virðist sem linkarnir í "ég í fréttum" séu flestir óvirkir. mér er sagt að það hafi verið lengi auðvitað er ég síðasti maður til að komast að því, en ég hef bætt úr hluta og klára á næstuni

~ unnar, 23:59  | 

 
nú er ég önnum kafinn við að setja upp nýja sænska eldhúsið mitt. það er sko innrétting fá ikea og tæki frá elextrolux


~ unnar, 17:40  | 

 
meðan ég man, þá er það besta sem ég þekki við hálsbólgu rauður ópal. skítt með svona dót eins og vics og strepsils og hvað svosem það heitir allt. rauður ópal er málið. ég mæli samt ekki með því að það verði borðað of mikið af honum þá gæti þurft að fá slökkvuliðið til þess að ræsta íbúðina.


~ unnar, 13:28  | 


 
ég veit núna hvað er verra en að fá getiung inn í bílinn sinn. það er að fá tvo geitunga í bílinn sinn. það reyndi ég allvega í dag. annars er ég á fullu núna að henda upp elhúsinnréttingunni minni.

~ unnar, 20:39  | 

 
prentarinn hérna í vinnuni var dauður hérna í morgun. ég og dóra hlín vorum að leita að rótum vandans og komumst að því að ekkert rafmagn væri á stokknum sem hann var tengdur í. við vorum búin að kíkja í allar rafmagnstöflur í grendinni en allt var inni. mér þykir allveg skelfilegt þegar það slær út en öryggið í töflunni hangir samt upp. ulla bara.

~ unnar, 08:47  | 

 
þegar ég vaknaði í morgun var búið að kúka á bílinn minn. ég segi nú bara eins og maðurinn sagði í denn... sem betur fer hafa beljurnar ekki vængi.

~ unnar, 08:24  | 


 
jæja þá er maður bara búinn í leikritinu. það var haldið frumsýningarpartý heima hjá mér og ýmislegt gekk á sem ekki þarf að nefna hér. en mér (næstum) að óvörum var búið að parketleggja og henda eldhúsinnrettinguni út í gám sem var búið að koma fyrir fyrir utan hjá mér. það voru þeir haukur, óskar mágur og tengdapabbi sem parketlögðu. það var líka búið að mála, það var flokkur mann sem hamaðist við það, ég sem var ekkert heima meðan á þessu stóð er ekki allveg kunnugt um hverjir komu að verkinu. en þó veit ég að mákonur mínar, steinka, pálína og auðvitað konan komu að þessu. ég vil endilega þakka þessu ágæta fólki fyrir sitt framlag til þess að koma húsinu í almennilegt horf aftur. svo við snúum okkur aftur af leikritinu þá er kominn gagnrýni bæði á bb.is og í moggan. bb gagnrýnin var mjög jákvæð og gat ég ekki ennað en verið hæst ánægður með það hrós sem ég fékk þar. mogginn hinsvegar var ekki allveg sammála og bendir á marga hluti sem betur mættu fara og vísa auðvitað líka á ljósu punktana sem er gott. svo er ég að fara að leika í auglýsingu á þriðjudaginn... meira um það síðar. núna rétt í þessu var ég úti í garði að sækja mér nokkra orma. ætli maður verði þá ekki að fara að veiða smá.

~ unnar, 03:42  | 


 
svo virðist vera sem ferjaldið mitt (símadrasl) og prentarinn minn hafi drukknað í flóðinu um daginn. hver sagði að waterworld væri skáldskapur? núna erum við að plana stórframkvæmdir hérna á heimilinu. við ætlum ekki bara að laga skemda gólfefnið, heldur ætlum við að gera róttækar breytingar. æfingar ganga annars bara svona la la, auðvitað er allt að koma en það vantar... eins og oft áður svona þrjár vikur í viðbót.

~ unnar, 00:46  | 


 
ég var að vökva garðinn minn um daginn, eða réttarasagt nóttina. því eins og margir vita þá á að vökva á kvöldin eða nóttuni til þess að grasið brenni ekki (svipað kalblettum). þegar ég fór að sofa stökk ég út á nærbuxunum einum fata, færði úðarann og skrúfaði svo frá aftur. svo vaknar konan um fimm leitið og vekur mig og segjir "unnar það er eitthvað að ske, hvaða hljóð er þetta?" ég átta mig strax á hvað hafði gerst og ég fer fram og sé að það er allt á floti. þá hafði slangan dottið af krananum, hversvegna er mér ekki ljóst. en það var vatn út um allt þvottahúsið, eldhúsið, stofan, gangurinn, forstofan og tölvuherbergið hennar jóhönnu. gólfefni á öllu nema eldhúsinu er ónýtt. ég var sem betur fer tryggður fyrir þessu. það eru nokkrir ljósir punktar við þetta, þeir eru að ef eitthver skordýr hafi verið á sveimi þá þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim frekar. auk þess var kominn tími til að skúra. en við vorum að ausa vatni og nota vatsnryksugu frá klukkan fimm til hálf átta. jóhanna hélt svo áfram að þurka upp til klukkan að verað ellefu.

~ unnar, 21:24  | 


 
ég hef verið að fó ótrúlega mikið af endursendum tölvupósti undanfarið. það er einhver úti í hinum stóra heimi sem er með netfangið mitt og hefur fengið tölvu orm og sendir væntanlega út póst ómeðvitað frá mínu netfangi. pósturinn inniheldur spam á þýsku. ég hef gert þeim aðila sem pósturinn kemur mest frá viðvart þas. internetþjónustinni hans því ég get ómögulega vitað hver stendur á bakvið þetta, en það virðist vera að það sé enginn áhugi á að gera viðkomandi aðila viðvart né að stoppa póstinn. þannig að ef þú lesandi góður ert í internetþjónustu hjá þessar internetþjónustu þá mæli ég með að þú tékkir á vírusvörnini.

~ unnar, 14:34  | 


 
ég hef einfaldlega ekki bloggað vegna þess að ég hef ekki haft tíma til, ekki flóknara en svo, en ef ég hef ekki haft tíma þá hlýtur eitthvað merkelilegt að hafa gerst er það ekki ? eða hvað ? en þannig er að ég á fullu að æfa leikrit sem verðum frumsýnt áttunda júlí það er leikritið n.ö.r.d eftir larry shue og leik ég titilhlutverkið (nema hvað?)ég skrapp suður á pixies tónleika, þeir voru geggjaðir. ég fór og fjárfesti í einum bardagafisk í fiskabúrið okkar hérna í vinnunni, eftir nokkra daga var hann búinn að missa sporð og ugga. annaðhvort hefur hann veikst og mist þetta eða hann hafi orðið fyrir fólskulegri líkamsárás, ef svo er hef ég ákveðinn humar grunaðann. hún rakel sem var að vinna með mér í gamladaga í frystihúsinu er í sumarafleysingum hérna hjá hafró. það urðu auðvitað fagnaðarfundir og við byrjuðum á því að dansa roðflettivéladansinn. ég hef svo verið að setja hana inn í starfið á fullu. svaka fjör. á föstudaginn fékk ég svo þá flugu í höfuðið að farar að háþrýstiþvo húsið mitt.ætli ég komist nokkuð upp með að mála það þá ekki í sumar ? hmmm. já svo fór ég og sló garðinn minn í gær. þas bakgarðinn. ég þurfti að gera það með orfi vegna þess að garðurinn er svo illa farinn eftir að það var skipt um vatsninntak hjá mér fyrir þrem árum síðan. ég hef einmitt staðið í stappi við ísafjarðarbæ um að laga eftir sig, bakgarðuinn minn var sléttur of fínn, og var það eini staðurinn sem hann var almennielga í lagi, að vísu smá mosi, en sléttur of fínn er nú eins og bárujárn sem lent hefur í loftsteinahríð og sprengjuárás. að vísu var lokað fyrir skurðinn síðasta sumar er garðurinn er allur ójafn og asnalegur og allur í stórum skellum. ég var ekki búinn að gera við þetta sjálfur þar sem alltaf voru menn á leiðinni að gera þetta. ég hreinlega skil ekki hversvegna það hefur verið svona mikið mál að rumpa þessu af, þetta er sennilega ekki nema dagsverk eftir alltsaman.

~ unnar, 08:28  | 




 
það er ansi merkilegt sem ég heyrði um daginn. ég sagði hitti konu sem ég þekki á förnum vegi og sagði vð hana. "þú notar hjólahjálm, það mættu fleiri taka þig til fyrirmyndar" þá segir hún. "já, ég verð að gera það, ég er móðir" merkilegt að höfuð mæðra séu brothættari en önnur höfuð. nú er ég að fara norður í land núna á morgun á fund og er með ákveðið mál sem ég vil rekja aðeins á þeim fundi. sjáum til hvað setur. merkilegt hvað maður er oft latur svona síðasta dag fyrir frí. maður er allveg í vandræðum. annars er ég ansi oft að detta úr á msn þessa dagana. ég skil ekki hvers vegna, en þetta er gjörsamlega óþolandi. internetsambandið heima er líka ógeðslega hægt. ég var að sækja þriggja megabæta skrá á ftp væði internetþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og það tók þrjátíu og sjö mínútur fyrir mig að sækja skrána.

~ unnar, 09:14  | 


 
Jolly
You are Barbapapa! Pink-cheeked, helpful, and warm,
you are always lifting spirits up.


Which Barbapapa Personality Are You?
brought to you by Quizilla

~ unnar, 09:37  | 


 
annars er www.helvit.is komið í átjánda sæti í seti@home

~ unnar, 12:29  | 

 
jæja leikstjórinn kominn og búnir að vera tveir samlestrar. það kemur svo í ljós hvort ég fái hlutverk nú í kvöld. ég vona bara það besta. ég fór með leikstjóranum á langa manga á föstudagskvöldið og svo á olíubarinn á laugardagskvöldið að horfa á júróvissjón. í hádeginu fékk ég spagettí bólógnes, það var allveg ágætt.

~ unnar, 12:23  | 


 
hr. ólafur ragnar grímsson forseti íslands á afmæli í dag. herra forseti til hamingju með daginn. ég vona að þessi dagur verði þér ánæjulegur. auk þess á svavar þór einarsson afmæli í dag og eflaust fleiri.





~ unnar, 08:51  | 


 
Fozzie jpeg
You are Fozzie Bear.
You are caring and love your friends as if they
were family. For only they will put up with
your stupid jokes.

FAVORITE EXPRESSION:
"Wocka! Wocka!"
FAVORITE AUTHOR:
Gags Beasley, comedy writer

HOBBIES:
Telling jokes, dodging tomatoes

QUOTE:
"Why did the chicken cross the road?"

NEVER LEAVES HOME WITHOUT:
His joybuzzer, his whoopee cushion and Clyde, the
rubber chicken.


What Muppet are you?
brought to you by Quizilla

~ unnar, 00:13  | 


 
jæja þá er maður búinn með eina prófið sem ég átti að taka á þessu misseri. mikið er ég ánægður með það. prófið barst á föstudagskvöld og ég hef nú til miðnættist til að skila. annars var ég að leika á stórslysaæfingu núna í gær og það vantaði á mig tvo fingur og ég var með annan í hendinni og var að leita að hinum. ég ætla svosem ekkert að fara útí í nein frekari smáatriði með það. en þetta var allveg ágætt.

~ unnar, 21:51  | 


 
hún sumarliði sem er ferskvatnshumar sem við erum með í vinnuni slá mér aldeils skellk í bringu í morgun. Þannig var að ég gef humrunum að borða strax og ég kem til vinnu. en þá sá ég sumarliða úti í horni búrsins á kvolfi. ég stökk til og kíkti betur, en þá hafði humarinn bara verið að skipta um ham og hafði farið úr honum í heilu lagi. við tókum þá skelina upp og erum að þurka hana núna. annars var ég að lesa ljóð eftir jón úr vör á langa manga áðan það var nebblega ljóðakvöld. það var ágætt. held ég hafi staðið mig bara svona í meðallagi. það var ekki laust við að það væri smá depurð í ljóðunum, og biturð. annars heyrði ég mjög sumarlegt hljóð á milli lesara. það var hljóð í hjólabretti.

~ unnar, 23:47  | 


 
Lítil stúlka. Lítil stúlka.
Lítil svarteyg, dökkhærð stúlka
Liggur skotin
Dimmrautt blóð í hrokknu hári.
Höfuðkúpan brotin.

Ég er Breti, dagsins djarfi
Dáti, suður ? Palestínu,
en er kvöldar klökkur, einn,
kútur lítill, mömmusveinn.

Mín synd er stór. ó, systir mín.
Svarið get ég, feilskot var það.
Eins og hnífur hjarta? skar það,
Hjartað mitt, ó, systir mín,
Fyrirgefðu, fyrirgefðu,
Anginn litli, anginn minn.

Ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn.

Kristján frá Djúpalæk


~ unnar, 17:48  | 

 
hér hljóp í skarðið fyrir loga vin minn í dag, hann átti að vera með leiklistarnámskeið í grunnskólanum á ísafirði og kenna þar átta til níu ára krökkum. það var eins og þau hefðu fengið góðan okru skamt í boði dan sukker það var rifist slegist og látið öllum illum látum. ég fékk krakkana samt til að taka þátt í nokkrum hópleikjum

~ unnar, 00:05  | 


 
það kemur alltaf leiðinda auglýsing á blogginu mínu þessa dagana... ég veit ekki hvað þetta gæti verið

~ unnar, 21:11  | 

 
jæja... góðan daginn...


þetta er með því fáránlegri prófum sem ég hef séð. þetta var í boði batman.is

~ unnar, 13:19  | 


 
smá ráð til bloggara, áður en þið póstið takiði copy af því sem þið gerið, það er víst ekki óalgengt að íslenskan fari í steik

~ unnar, 17:58  | 

 
ég skellti mér á langa manga með jóhönnu, tinnu og völu í gærkvöldi. það var bara ágætis kvöld. logi vinur minn og verti á langa tókst að gabba mig til að taka þátt í ljóðakvöldi á fimmtudaginn. nú þarf ég að fara á bókasafnið og ná mér í ljóð til að lesa og velja úr eitthvað sekmmtilegt. meira um það síðar.

~ unnar, 17:32  | 


 
ég fór á sjóinn á fimmtudaginn. lagði af stað að heiman klukkan fjögur og keyrði á brjánslæk. konan var svo yndileg að pakka fyrir mig nesti fyrri förina og var ég með fullan poka af samlokum, kóki og kexi, hún var að pakka fyrir allvega tveggja daga för. þetta hefði jú getað tekið þann tíma. ég var hinsvegar kominn í land aftur um klukkan níu og kominn heim aftur um klukkan ellefu. ég greip þrennt til að hlusta á á leiðinni, trompe le monde með pixies, gums með bless og hulstrið af automatic for the people. pixies leið hjá enda er þetta sennilega lakasti diskurinn þeirra. ég hlustaði mikið á gumsið þegar þegar var unglingur og fílaði það í botn, ég hef reyndar ekki hlustað á þetta í mörg ár, mér fannst tónlistin sjálf mjög fín en textarnir voru mjög ódýrir. ég veit ekki hvort þetta hefur átt að vera bara grín eða hvort gunni hafi bara ekki getað betur. eina lagið sem mér fannst standa uppúr textalega séð var yonder (buski á plötunni melting).

~ unnar, 13:19  | 


 
bþö...asbasúpa í matinn í hádeginu. sem betur fer er maturinn framseljanlegur.

~ unnar, 12:37  | 

 
topp fimm á vefnum webct, gúggl, bé bé, leiklistarvefurin, á eftir þessi koma öll bloggin, sem eru jöfn í sæti.

~ unnar, 08:26  | 

 
ég er búinn að vera frelega utanvið mig síðustu daga, enda mikið að gera í skólanum og mikið að gera í vinnuni og hef verið að hugsa markt annað líka, verið í smá pælingum vegna leikfélagsins og svoleiðisslagað. en ég var að prenta út á næstu skrifstofu við mína þegar að pappírinn kláraðist. ég fór yfir á mína og sótti meiri pappír. labbaði svo framhjá skrifstofunni með pappírinn og inná labba(rannsóknastofu), blótaði í hljóði og ætlaði inná skrfistofuna, ég fór þá aftur inná mína skrifstofu með pappírinn og svo út aftur og inná rétta skrifstofu. mér leið eins og ég væri að leika í farsa. nú í kvöld stökk ég á fætur stökk út í bíl og beint í vinnuna (tuttugu mínútna akstur) mér fannst nefnilega eins og ég hefði ekki skrúfað fyrir vatnið í vinnuni. þegar ég kom svo á staðinn þá var síminn minn þar. en ekkert vatn að renna. svona eru dagarnir búnir að vera hjá mér undanfarið.

~ unnar, 01:43  | 


 
þess má reyndar geta að ég sá ekki alla sem framkomu á hátíðinni. en hér má sjá hverjir fram komu

~ unnar, 01:28  | 

 
ólöf mákona og haukur vinur minn komu í heimsókn til okkar nú um páskana, skelltum okkur svo á tónleika sem haldnir voru á ísafirði. tónlistin var misjöfn og megnið af þessu höfðaði enganvegin til mín. en það sem stóð uppúr var dr. gunni og mugison. það sem mér fannst sennilega lakast af öllu þessu var gus gus, en það var bara einn úr gus gus sem spilaði tónlist af óútkomnum geisladisk. mér fannst það allveg óviðeigandi, frekar hefði ég sleppt því að mæta. mér þótt nokkuð gaman að dr. gunna, hann spilaði helling af gamalli tónlist frá þeim tíma sem hann var að vinna með s.h. draum. frábært. en enn og aftur er ég á kafi í námi. ég er líka búinn að vera veikur. fór heim úr vinnuni í dag og var með kvef og uþb. þrjátíu og átta gráðu hita. ég sem hef getað bitið af mér hverja pestina á fætur annari hingað til, ég hef ekki verið með hita í nokkur ár held ég bara.

~ unnar, 00:52  | 


 
h?r er vinsamleg ?bending til lesenda minna. eftirlei?is skal f?lk lesa ?a? sem ?g meina, ekki endilega ?a? sem ?g skrifa ?v? ?a? ?arf aldeilis ekki a? vera sami hluturinn.

~ unnar, 08:02  | 


 
ég er búinn að sjá tvo hluti undanfarna daga sem benda til þess að veturinn sé að koma. annarsvegar er það áðnamaðkur og hinsvar tjaldur. það hlaut að enda með því að það voraði.

~ unnar, 22:01  | 

 
nú er ég allveg á haus í vinnu við eineltisverkefni fyrir skólan. æji hvað mig hlakkar til þegar sumarið kemur með blóm í haga og engin stór skóla verkefni. Maður veltir þá fyrir sér hvort það komi ekki bara annarskonar verkefni í staðin.

~ unnar, 14:55  | 


 
þá er maður kominn heim úr borginni. þetta var ágætt. við steindór vorum að vinna saman verkefni í listsköpun í skólanum okkar og fengum hrós fyrir við vorum að vinna með myndlist, tónlist og leiklist og hrærðum öllu saman. við steindór tókum upp texta sem sagði frá ferð okkar í framtíðina og lékum það sem gerðist. Atriðið gekk ágætlega þannig séð, en við hefðum mátt æfa það. allvega einusinni. ég skelti mér á frædeis fyrir sunnan eins og ég hef oft gert, í þetta sinn fannst mér þjónustan sjúa geitur svo vægt sé til orða tekið. allvega ég fékk mér steik og það er boðið uppá súpu á undan. ég sló til... þegar ég var að verða búinn með súpuna sá ég að á undirskálinni undir súpubollanum var fast sallatblað uppþornað og ógeðslegt. þegar þjónn kom með steikina mína benti ég honum á þetta og sagði að diskurinn minn hefði verið skítugur. hann sagði þá "þetta er sennilega steinselja" (heppilegt að segja það, þar sem steinselja var í súpunni) ég tel mig nú vita hvernig steinselja lítur út og þetta var klárlega ekki svoleiðiss. hann tók diskinn minn og færði mér steikina án þess að biðjast afsökunnar eða neitt slíkt. satt að segja varð ég frekar óánægður með þetta. svo fór bekkurinn minn á rúbí tjúsdeis eftir skólan, þar var þjónustan allt önnur við fengum allt hreint og afgreitt á mettíma og voru allir mjög ánægðir með bæði mat og þjónustu. ef ég ætti að velja milli þessara tveggja staða í framtíðinni vel ég frekar rúbí tjúsdeis. svo var ég að fá mér nýjan bíl. aðra tojjótu, fékk mér níutíu og átta módel af corollu terra bláan að lit. ég var svo að brasa við að setja nýtt útvarp í hann í gær. ég held ég hafi næstum rifið af mér hendina við verknaðinn.

~ unnar, 09:17  | 


 
jæja. ætli maður verði ekki að byrja á þessu. ég er búinn að hafa nóg að gera undanfarna daga. í gær lenti ég í smá óhappi. fékk smá högg á hnéð og er svolítið aumur. þetta var einmitt á bilaða hnéð. ég og maður sem vinnur í sama húsi og ég erum stundum að fíflast eitthvað. hann spurði mig, "jæja hvað segirðu unnar?" ég svaraði þá "ég segi þér það ekki" og þá sagði hann "það var rétt hjá þér, betra er að borað yfir sig en að tala yfir sig". ég fann skel í togararallinu sem heitir geilsadiskur (líkt hörpudiski), það er svosem ekki frásögu færandi nema að ég var eitthvað að vesanast með þetta og strákarnir í áhöfninni spruðu mig hvað þetta væri, og sagði þeim það og þeir héldu svo sannarlega að ég væri að segja þeim ósatt og einn þeirra varð allveg kolvitlaus en sagðist ekki muna hvað skelin héti. ég tók mig til og fletti upp í skeldýrabókinnu þegar heim var komið og ljósritaði allt um geisladisk fyrri þá og hengdi upp um borð í skipinu. annars er ég að fara suður um helgina og verð eitthvað fram í næstu viku, er að fara í skólann.

~ unnar, 23:03  | 


 
jæja.. ég er kominn heim af sjónum, hef verið að basla við að snúa sólarhringnum við eftir næturvaktir og hefur það gengið svona la, la... er á kafi í lærdómi. blogga betur síðar

~ unnar, 22:25  | 




 
fólk gerir sömu mistökin aftur og aftur. í gær var ég endurkjörinn formaður leikfélagsins.

~ unnar, 08:13  | 


 
réttur dagsins: tælenskur nautakjötsréttur með engifer og grænmeti og allskonar gumsi og bbq kjúlla leggir.

~ unnar, 13:44  | 

 
note to self. það er vont að fá sjóðheita Lasagna sósu með chilli og hvítlauk í augað.

~ unnar, 01:23  | 


 
það er búið að vera ógeðslega kalt úti. ég fékk aðeins að finna fyrir því þegar bíllinn hjá mér varð rafmagnslaus upp við bensínstöð og ég þurfti að ganga niðrí vinnu. annars langar mig að segja smá sögu. þanning er að konan keyrir alltaf í vinnna á morgnana og stoppar við sinn vinnustað og ég vippa mér þá yfir í bílstjórasætið og tek við, um daginn gerði ég akkúrat þetta og vildi þá ekki betur til en svo að gírstöngin fór uppí skálmina hjá mér og ég festi mig. það var svosem ekki mikið mál að losa sig samt en bara skondið.

~ unnar, 13:18  | 


 
jæja, ég kom heim í gærkvöldi. þetta var ágætis törn. ég slapp blessunarlega við að vera sjóveikur þó svo að ekki hafi viðrað of vel allan tímann. ég tók slatta af myndum af hinu og þessu, ég á reynar eftir að púlla þær inn í tölvuna. geri það bara þegar ég nenni. ég hef svosem ekki frá neinu sérstöku að segja í þessum efnum. ég kláraði tvö verkefni meðan ég var um borð í bátnum og las helling. reyndar svolítið skondið, þegar ég kom heim eftir annan daginn fannst mér ég vera hálf slappur, mig svimaði og var allur voðalega asnalegur. ég hélt ég væri með hita og langaði sko ekkert að vera veikur meðan ég væri úti á sjó. svo fór ég að sofa bara. daginn eftir var ég fínn og fór aftur um borð. þegar ég kom svo heim um kvöldið var ég allveg eins. þá uppgvötaði ég að ég var með sjóriðu.

~ unnar, 23:08  | 


 
ég man ekki hvort ég sagði það hér. en ég er í rannsóknaleiðangri í vinnuni minni.

~ unnar, 00:08  | 


 
nenni þessu ekki... farinn á sjóinn... til dæmis á þetta skip.

~ unnar, 07:26  | 


 
já svo ég sé ögn nákvæmari með símhringinguna í nótt þá var hringt einusinni og ég náði ekki að svara. ég er ekki með númerabyrtir þannig að ég vissi ekkert hver hafi hringt... ...ekki fyrr en í dag. það var víst konan sem var að stríða mér... ég skil reyndar ekki hvenrig henni datt þetta í hug. annað sem ég skil ekki er hvernig í ósköpunum mér tekst að stíga alltaf á gerbrot og hvaðan þau koma öll. allvega þá steig ég á glerbrot áðan og það fossblæddi úr hælnum á mér. það þurfti reyndar ekki að sauma í þetta sinn.

~ unnar, 17:31  | 

 
þvílíkur dónaskapur. það var að hringja hjá mér heimasíminn núna og klukkan er meiran en eitt að nóttu.. fruss...

~ unnar, 01:15  | 


 
mikið er ég hneikslaður, ekki nóg með að fólk sé að leika sér á snjósleða innanbæjar sem er að sjálfsögðu bannað með lögum heldur er það með barnið sitt sem er eitthvað í kringum tveggja ára á sleðanum með sér, svo var annar snjósleði á leiðini upp brekkuna og þar var maður með þrjá krakka aftaná.

~ unnar, 19:32  | 

 
jæja.. nú er ég búinn með ritgerðina mína fyrir skólan. nú ætti ég að getað bloggað smá þangað til ég fer á sjóinn. en ég er að fara í rannsóknaleiðangur núna á miðvikudag. það er verið að fara að rannsaka innfjarðarækju í ísafjarðardjúpi og svo í arnarfirði. fyrir vikið kemst ég ekki í skólan, en ég á að vera í skólanum átjánda til tuttugasta febrúar. annars er hún elsa byrjuð að blogga aftur velkomin aftur elsa ég hlakka til að lesa bloggið þitt. síðan er kviknað líf á www.helvit.is og þvílíkt rugl ég held að sumt fólk sé ekki með öllum mjalla.

~ unnar, 18:32  | 


 
My inner child is forty-five years old today

My inner child is forty-five years old!


I've never really liked children, not even when I
was one. I want things neat, ordered, and
adult--fine wine instead of french fries, pina
coladas by the pool instead of beach sand
between my toes. Now if only my fellow adults
would stop acting like such, well, children!


How Old is Your Inner Child?
brought to you by Quizilla


~ unnar, 00:53  | 


 
je je... ég veit að ég hef ekki bloggað lengi. ég hef bara verið latur, ég hef reyndar ekkert merkielgt að segja frá. blogga þegar eitthvað gerist.

~ unnar, 09:25  | 


 
ég er með eitthvern leiðinda brjóstsviða. það er frekar leiðinlegt. þag getur samt ekki verið súkkulaði kökuni að kenna. eða hvað ? nei nei. það getur ekki verið

~ unnar, 15:37  | 

 
þið aðdánedur mínir sem eruð að blogga. ég mæli með að þið takið afrit af pistlunum ykkar áður en þið póstið þeim. íslensku stafirnar hafa verið að fara í fokk undanfarið.

~ unnar, 09:26  | 

 
ég er með sjötíu og tvo í contacts í msn hjá mér. svo undarlega vildi til í morgun að það var enginn af þeim online. merkilegt.

~ unnar, 09:23  | 

 
ég mæli með súkkulaðiköku og kaffi í morgunmat. úbbss. nú er lyklaborðið allt útatað í súkkulaði kremi...

~ unnar, 08:22  | 


 
ég skrapp áðan upp í bókabúð, sem væri ekki frásögu færandi nema að því leiti að ég er var stoppaður af vinnufélaga mínum sem var að hjálpa vini sínum sem var með bilaðan bíl. við ýttum honum af götuni og ég hélt áfram ferð minni. ég koms svo í bókabúðina og þegar ég kom þar út var eitthver stelpa pikk föst á súbrú djöstí. hún hafðu stungið sér inn í götu sem var á kafi í snjó án þess að pæla nokkuð í hvernig þetta var. ég reyndi að ýta á hana en ekkert gekk. svo bættiast annar í hópinn og enn gekk ekkert. eftir stutta stund kemur maður á stórum bíl sem ég stoppa og bið hann að draga hana út, en hann var ekki með spottakorn. en... svo vildi til að þessi náungi er vaxtarækarnagli og hann stakk uppá að við mundum bara juggabílnum til og losa hann svoleiðiss við ákváðum að prófa. við lögðumst þrír á bílinn og þessi nýkomnir henti bílnum til og við hjengum bara á eins og þvottur á snúru meðan hann losaði bílinn. þetta er kannski aðeins ýkt en ekki mikið. en bíllinn lostnaði og steplan hélt sína leið.

~ unnar, 15:04  | 

 
ég komst ekki heim til mín í gær þannig að ég fór bara heim til mömmu og við gistum þar í nótt. það var snjór uppað mitti uppá götu hjá henni, ég gæti trúað að það sé svipað ástand heima hjá mér líka. ég vona að ég komist heim í dag. maður er orðinn svo góðu vanur þar sem maður er með tempur kodda og dýnu heima að allt annað verður eins og að liggja á grjóti.

~ unnar, 09:08  | 

 
já svo var ég að fá disk vikunnar á rás tvö núna um daginn. ég sendi þeim póst og óskaði eftir disknum með miðnes ég sagði ástæðuna fyrir því að ég ætti að fá diskinn frekar en aðrir væri sú að ég væri svo skemmtilegur. og guðni már var bara allveg sammála því.

~ unnar, 08:51  | 


 
síðast færsla er smá gerstaþraut þið verðirð að filla inn stafi í stað spurningamerkjana áður en ég gerði það og senda mér svo það sem útúr því kemur, eins og sést þá er ég búinn með hluta.

~ unnar, 22:10  | 

 
þá er staðarlotan í skólanum búin og ég kominn heim. ég verð að segja að ferðin suður var hroðaleg. í vélini var heilt fótbolta lið af sirka tíu ára gömlum strákum og ég var að verða brjálaður á þeim. þeir voru öskrandi og gargangi og syngjandi. ef að hreyfingin á vélini breyttist ögn þá öskraði einn strákurinn alltaf "þetta er nítróið!" og ekki einusinni heldur allavega svona fjórum sinnum. svo voru þeir að syngja eitthvað írafárs lag upprunarlegi textinn er eitthvað á þessa leið "ég vil ekki vera svona" en þeir sungu "ég vil ekki vera... " og svo önnur orð sem voru sérstaklega sniðin til þess a? ergja mig. "ég vil ekki vera rass", "ég vil ekki vera skólinn" og svo framvegis. þetta var hroðalegt. ég gat ekki orðið var við að þeir sem sáu um þessa stráka gerðu nokkuð til þess að reyna að lækka í þeim. ég átti að mæta klukkan tólf á flugvöllinn en rétt fyrir mætingu var hringt í mig og mér tilkynnt að vélini seinkaði um rúma klukkustund. svo þegar ég mætti upphófst þessi söng skemmtun sem ég sagði frá áðan. flugið tók um fjörutíu mínútur og var ég þá lentur um klukkan hálf tvö í reykjavík. ég hringdi þá í systir mína sem ætlaði að sækja mig og hún sagðist vera á leiðinni. eftir sirka fimmtán mínútur kemur systir mín með dætur sínar tvær og mömmu sem var einmitt í reykjavík og var að fara vestur þarna um svipað leiti. ég sótti aðra stelpuna og fór með hana inn á völl, við ætluðum a? bíða þar til mamma færi í loftið. um það leiti sem mamma átti að fara var kallað upp að það væri tuttugu mínútna töf á fluginu. mamma komst svo loks upp í vél en þá var klukkan orðin svoan tuttugu mínútur í þrjú. systir mín brunaði þá niður á laugarveg því hún þurfti að koma við í einni búð. ég beit eftir henni í smá stund og passaði stelpurnar hennar á meðan og spajllaði við þær um heima og geima. þær eru orðnar svo skemmtielgar núna, orðaforðinn alltaf a? aukast. þærr eru tveggja að verða átján. svo ?egar vi? komum heim til systur minnar var klukkan or?in r?mlega fj?gur. stelpurnar sofnu?u b??ar ? b?lnum ? heimlei?inni en ?nnur vakna?i vo?a hress me?an hin var rosalega ?reytt en??. svo ?egar a? inn var komi? lag?i h?n sig ? g?lfi? ? forstofuni. ?g f?r svo a? leika sm?vegis vi? systurnar ?ar til kom matur. ?g man ekkert hva? var ? matinn en ?a? var ?r??anlega eitthva? gott. svo eftir matin f?r ?g a?eins ? t?lvuna og steinsofna?i svo um ellefuleiti? vaka?i ?g en ?g mundi ekkert eftir a? ?a? v?ri laugardagur ?annig a? ekki var miki? merkilegt gert ?ann daginn. ? sunnudeginum f?r ?g me? berglind fr?nku og hemma k?rastanum hennar ? b?? a? sj? return of the king. ?g ver? a? segja a? ?g mundi bara s?ral?ti? eftir ?essum hluta s?gunnar ?annig a? ?g ver? a? horfa ? hana aftur flj?tlega.

~ unnar, 21:42  | 


 
jeij!!!! ég var að fá síðustu eikunnina mína og í því fagi sem ég var hræddastur við að falla. og ég náði, ekkert meira en að ná, en náði þó. annars er ég á fullu í skólanum núna og í dag verð ég eingöngu í listrænni tjáningu. ég held að þetta verði bara mjög gaman. þetta allavega hefur byrjað mjög vel.

~ unnar, 10:21  | 


 
ég verð alltaf svo hirkalega svangur þegar ég heyri í adolf inga í útvarpinu. sennilega er það bara að ég sé svangur vegna þess að það er allveg að koma matartími og adolf ingi er akkúrat í útvarpinu þegar klukkan er að ganga tólf.

~ unnar, 11:41  | 

 
þá er komið nýtt ár. og með nýju ári koma nýjir hlutir. ég er td kominn með nýtt commentkerfið. klinkfamily blogoutið var bara ekki að virka, gaurinn dömpaði databasanum og öll commentin fóru. svo sagði hann bara. sko þetta er frí þjónusta. annars er ég búinn að fá tvær einkunnir frá skólanum og bara ein eftir, en ég fékk tvær áttur og er nokkuð ánægður með það. áramótin gengu bara þokkalega, þau bara brustu á eisn og ekkert væri sjálfsagðara. ég borðaði kalkún hjá tengdaforeldrum mínum og hann var bara nokkuð góður. en kalkúnninn hafði verið á fylleríi í nokkra daga, þas hann hafði verið lagður í koníak og gaf það ansi gott bragð. síðan er ég að fara suður á morgun og verð í viku. er að fara í skólann.

~ unnar, 10:50  | 

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.


gamla bloggið
 
 
 
hafðu samband

msn
póstur
 
 
 
á könnunni

þessum lið hefur verið lokað um stundarsakir vegna fjölda áskoranna
 
 
   

Home  |  Archives