!DOCTYPE HTML PUBLIC "-//IETF//DTD HTML//EN">
Hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur

 
hugleiðingar, nöldur og hugarfóstur
 

 
Ég er undarlegur en ágætur náungi fæddur nítjánhundruð sjötíu og fimm, er búsettur á Suðureyri og er með mikin áhuga á leiklist. Ég vinn hjá Hafró og stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
 
 
   
 
   
 
   
 

 
ég er eginlega hálf sjokkeraður. einn vinur minn fékk hjartaáfall í gær. ég veit eginlega ekki allveg hvað maður á að segja. en hann er þó að ná sér.

~ unnar, 18:56  | 

 
ég fór inn á baggalút áðan og tók eftir að enter hefur ekki ritað frétt síðan tuttugasta og fyrst febrúar. maður er farinn að hafa áhyggjur af karlinum, hann hefur jú verið afkastamesti fréttamaður vefsins.

~ unnar, 12:04  | 

 
ég hef einn leiðilegan galla. ég gleymi ansi oft að loka skápum sem ég opna þetta hefur oftar en ekki verið afar óheppilegt. ég lenti tildæmis í því í gærkvöldi að ég opnaði ísskápinn og beigði mig til að kíkja inn í hann og rak höfuðuð í opna skáphurð og fékk smá kúlu.

~ unnar, 10:19  | 


 
annars fór ég í söngtíma í dag eftir háfsmánaðar hlé og kennarinn var þvílíkt ánægð með mig. ég gat þá ekki annað en verið ánægður líka.

~ unnar, 21:40  | 

 
ég kom heim af sjónum í gær. en þessu er þó ekki lokið. aldeilis ekki. nú á mánudag fer í togara rall á páli pálssyni þannig að það verður lítið bloggað um tíma.

~ unnar, 21:39  | 


 
ég var að gæða mér á marþvara(sclerocrangon boreas) núna áðan, ég tók hann með mér heim af sjónum í dag. marþvari er líka kallaður rækjukóngur. konunni leist nú ekki vel á þetta lostæti og sagði bara fuss og svei. ég brasaði við að koma þessu úr skelini og var það frekar seinlegt. ég steikti þetta síðan á pönnu uppúr hvítlaukssmjöri og saltaði þetta ögn. þetta bragðaðist bara nokkuð vel. ég held samt að ég nenni ekki að taka svona aftur með mér af sjónum þar sem fyrirhöfnin er aðeins og mikil.

~ unnar, 00:39  | 


 
ég sá að það var komin ný færsla í gestabókina mína, þar var eitthver sem sagði að "það vantar nasisma á síðuna" mína og svo linkur í eitthverja white power síðu. ég var ekki lengi að taka þetta út. ég kæri mig ekki um svona lagað. en sá sem setti þetta inn er adsl notandi hjá símanum

~ unnar, 23:44  | 


 
ég fór í rækjurannsóknir í ísafjarðardjúpi í dag ég ætla svosem ekkert að fara að lýsa rannsóknini sem slíkri. en þannig var að stýrimaðurinn spurði mig hvaðan ég væri, ég sagði honum það, og hann sagði þá "getur ekki verið að ég hafi séð myndir af þér á netinu" ég hummaði bara eitthvað og sagði jú gæti verið. þá sagði hann "getur ekki verið að þú hafir verið að leika eitthvað" ég svaraði játandi og sagði að ég tæki að mér svoleiðis vitleysu við og við. síðan fórum við bara að vinna og töluðum ekkert um þetta meira. svo seinna um daginn kallaði hann á mig "hallvarður" ég leit á hann og þá kallaði hann "hallvaður súgandi!" ég skelti þá uppúr og hann glotti út í annað.

~ unnar, 23:43  | 


 
ég hef svosem ekkert að blogga um þessa dagana. ég er á fullu að vinna við rannsóknir á rækju, það kemst fátt annað að á meðan. og það er ekkert að segja frá svosem.

~ unnar, 20:43  | 


 
ég gleymdi að taka sjóveikispillu í morgun. og ég var allveg frá til ca. kl þrjú. en þá fór ég aðeins að skána. ég hef svosem ekki gert mikið annað í dag. það fer allur dagurinn í þetta.

~ unnar, 01:04  | 


 
fyrstu sjóferðinni á vegum hafró lokið. við fengum rosalega mikið af síld með rækjunni, þar sem ekki var notuð skilja eins og er notuð við hefðbundnar veiðar. ég var ekkert sjóveikur, en fann þó til aðeins til í maganum til að byrja með. ég var drullu þreyttur þegar ég kom heim og fór fljótlega að sofa, en var að vakna núna. ég vona samt að ég geti sofnað aftur, en ég er búinn að vera vakandi í nokkrun tíma samt. ég er búinn að taka eins stóra ákvörðun. ég ætla ekki að fara í inntökupróf í lhí að svo stöddu. kannski að maður reyni síðar, jafnvel næsta voru.

~ unnar, 04:03  | 


 
veðrið er hund vont. við erum skiljanlega ekkert á sjó núna. en ég varð samt hálf sjóveikur bara að sjá veðrið

~ unnar, 11:23  | 


 
jæja ég er loks kominn á bíldudal.ég hitti einn gamlan skólafélaga minn á ísafjarðarflugvelli ég minnist þess að þegar að við vorum í menntaskólanum á ísafirði saman bar ég hann heim með aðstoð félaga hanns. hann var þá sauðdrukkinn og hafði verið að hlaupa um allan miðbæ ísafjarðar og vissi ekkert hvað hann var að gera eða hvar hann var. svo ég víki nú að ferðini á bíldudal aftur. þetta var heimikil ferð sem við fórum til þess að komast hingað. við byrjuðum á því að fara fljúandi til reykjavíkur. merklegt allveg að um leið og flugfreyjan segir "vinsamlegast hafið sætisólarnar spenntar þar til flugvélin hefur numið staðar við flustöðvar bygginguna...." þá heryði maður "click" hljóð úr öllum áttum þar sem fólk var að losa beltin hjá sér. merkilegt. ætli þetta fólk haldi að það komst fyrr út úr vélini ef það losar beltin strax ? um leið og við vorum komnir út úr vélinni á reykjavíkurflugvelli fimm mínútum eftur að við áttum að vera komnir á loft í hinni vélini sem ferjaði okkur á bíldudal, kom starfsmaður vallarinns þjótandi beint til okkar og afhenti okkur brottfararspjöldin. ég veit ekki hvernig hann vissu að það værum við sem værum á leiðini á bíldudal, það gæti svosem verið að við vorum báðir með fartölvur og óvenju mikin handfarangur. en við tókum við spjöldunum og stukkum af stað inn í vélina sem fór á bíldudal. vélin var af gerðini dornier (vona að ég hafi skrifað þetta rétt), hávaðinn þar var allveg að gera útaf við mig en ég kíkti í tímaritið ský sem var þarna í sætisvasanum. það hafði reyndar líka verið í hinni vélini en ég hljóp aðeins í gegnum það á handahlaupum í henni. í blaðinu var viðtal við gunnar lárus hjálmarsson, kallin stóð sig svosem nokkuð vel í viðtalinu og svaraði vel öllu sem hann var spurður. reynar voru spurningara og framsetningin á þeim í líkingu við það sem tekið var í skólablaðin grunnskólans á ísafirði þegar ég var ungi. þegar við loks komum á bíldudal eftir fimmtíu mínútna flugferð fórum við um borð í bátinn sem við förum með og settum dótið okkar um borð og stukkum svo inn á gistiheimili. við horfðum þar á ágætis spólu og svo fórum við og fengum okkur pizzu og drukkum ágætis bjór með. núna lít ég bara rétt inn á netið vegna þess að ég nota gemsa til að tengjast.

~ unnar, 21:56  | 


 
í dag fór ég og keypti síðar nærbuxur. ég hef ekki átt svoleiðiss síðan ég var tólf ára. en maður verður víst að vera vel búinn þegar maður fer á sjóinn, sérstaklega á þessum árstíma. ég er búinn að byrgja mig upp af sjóvekistölfum þannig að ég ætti að vera nokkuð seif.

~ unnar, 23:06  | 


 
jæja hlutirnir eru farinir að skýrast. við förum suður á sunnudag og hoppum strax uppí aðrea vél og fljúmum á bíldudal. planið var að fara að í rækjurannsóknir á mánudag, en mér líst bara ekki nógu vel á veðurspána.

~ unnar, 20:04  | 


 
allt bendir til þess að það verði eitthver frestun á rækjurannsóknarferðinni að svo stöddu gæti hlaupið á nokkrum dögum, vonandi ekki samt mörgum. annars eru samgöngur á svæðið ekki mjög góðar, það er flogið þrisvar í viku og á afaróheppilegum tímum fyrir okkur, annars er fært landleiðina en maður getur ekki treyst á að það verði áfram.

~ unnar, 16:43  | 


 
nú fer stundin að nálgast. núna á föstudaginn fer ég á bíldudal til þess að rannsaka innfjarðarrækju í arnarfirði mig er farið að hlakka svolítið til og ekki skemmir fyrir töluverð tekju aukning.

~ unnar, 21:42  | 

 
tojjótan mín var eitthvað fúl á sunnudaginn og vildi ekki fara í gang. sennilega hefur komist eitthvað vatn þar sem það átti ekki að vera, enda var húddið fullt af snjó. svo prófaði ég í gær. en þá var bíllinn rafmagslítill þannig að ég talaði við mág minn og hann gaf mér start og hann rauk bara í gang eins og ekkert væri.

~ unnar, 10:26  | 


 
nú er búið að fara tvo daga inn á síðuna mína með því að leita að "ríkharður þriðji" í google.com mér þætti gaman að heyra aðeins frá þeim sem eru að leita að þessu, ég er svolítið forvitinn að vita meira ;)

~ unnar, 22:59  | 

 
matseðill morgunsins: samloka með rækju og eggjasallati. það var svolítið skondið sem gerðist áðan. ég fór í apótekið og kaupa mér kvef drasl. (hálstöflur og otrivin(frábær uppfinning)) ég skrifaði svo undir kortafærsluna (fyrir þá sem ekki vita þá skrifa ég svona "lækna skrift" undir svona lagað) þegar ég var búinn að skrifa undir með miklum tilburðum sagði konan "hvað var þetta ?" ég sagði "ha ?" þá sagði hún "mér sýndist þú vera að fá krampa eða eitthvað svoleiðiss" varð svo mjög vandræðaleg og sagði "þetta er þá bara undirskriftin þín" ég svarði því játandi og vissi ekki hvort ég ætti að vera móðgaður eða hlæja að þessu. auðvitað hló ég bara að þessu og fór aftur í vinnuna.

~ unnar, 09:53  | 


 
ég er kominn með eitthvað ógeðslegt kvef. ég vaknaði margoft í nótt til þess að snýta mér og það er bara ekkert gaman. jæja ég vona að þetta taki fljótt yfir ég nenni ekki að fara að verað veikur.

~ unnar, 12:40  | 


 
já ég fór í bónus áðan að kaupa svona hitt og þetta. það var svolítið skondið atvik sem gerðist þar. þar voru tveir eldri menn að tala um þorramat. og þeir voru eitthvað að spurja einn strákinn sem vinnur þarna hvort hann borðaði þorramat og hann svaraði "nei, ég borða ekki skemmdan mat." kallarnir urðu mjög hneikslaðir og strákurinn gekk á brott. þeir stóðu eftir og voru eins og kjánar og horfðu á hvort annan, svo sagði annar þeirra. "ja, sumir segja þetta" ég glotti bara og hétl áfram að velja mér vörur til að kaupa.

~ unnar, 16:17  | 

 
ég fór með konuni að kaupa inn áðan. sem er svosem ekki frásögufærandi en það kom sauðdrukkinn maður inn í samkaup og var að ergja viðskiptavinina og starfsfólkið hann kom ma að mér og röflaði eitthvað. ég henti eitthverjum ónotum í hann og hann fór bara eitthvað annað og hélt áfam að ergja fólk. ég skil bara ekki í starfsfólkinu að kalla ekki a lögregluna, lögregustöðin er jú bara steinsnar frá. nú eða bara að segja manninum að vera úti. síðan settumst við inn á tælenska veitingastaðinn sem er á ísafirði og þegar ég var að borða þar sá ég konu labba framhjá og hún var með svuntu og svo í svona húðlituðum fötum. mér þykir ferlega asnalegt þegar fólk er í svona fötum manni finnst það alltaf vera nakið. ég meina mér dauðbrá þegar ég sá konuna, mér sýndist hún vera í svuntuni einum fata.

~ unnar, 15:05  | 

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.


gamla bloggið
 
 
 
hafðu samband

msn
póstur
 
 
 
á könnunni

þessum lið hefur verið lokað um stundarsakir vegna fjölda áskoranna
 
 
   

Home  |  Archives