Ég er undarlegur en ágætur náungi fæddur nítjánhundruð sjötíu og fimm, er búsettur á Suðureyri og er með mikin áhuga á leiklist. Ég vinn hjá Hafró og stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
mikið svakalega verður ansalegt að fara að vinna eftir svoan frí. en það er svo merkilegt að maður nennir ekki gera neitt þegar maður á frí, maður ætlar alltaf að gera svo mikið en gerir.... ekkert.
~ unnar, 01:44 |
svo hringdi þröstur vinur minn í mig í gær og spurði mig hvort ég væri til í jólasveina gigg með sér í dag, sem var jólaball, ég var nú aldeilis til í það. svo þegar við vorum að semja punkta fyrir giggið hringdi logi vinur minn í mig og spurði mig hvort ég gæti tekið annað, sem var bara eftir klukkustund eða svo. við þröstur brunuðum þá af stað og tókum það gigg og svo beint í næsta, en fyrir það gigg þurftum við að arka heljarinnar vegalengd í hálfgerðri ófæru. því aðkoman þurfti að vera nokkuð skemmtileg, enda sáumst við vel alla leiðina. og þetta heppnaðist allt allveg ljómandi vel.
~ unnar, 23:21 |
nú er maður að blogga í fyrsta skipti á fartölvuni. ég hef verið í stökustu vandræðum bara, ég hef ekki getað vistað nein lykilorð. það er gjörsamlega óþolandi. en ég er búinn að finna lausn á því máli. ég hef satt að segja aldrei heyrt um þetta vandamál áður. ég tók smá sveina gigg núna á aðfangadag þar sem ég var bara einn og kíkt í tvö hús og færði pakka.
~ unnar, 13:17 |
jæja nú er maður bara búinn í prófunum og getur farið að blogga aftur. en það er svo skrítið, maður hefur svo mikið að segja, en hefur ekki tíma. svo þegar maður hefur nógan tíma hefur maður ekkert að segja. kommentin mín eru ekki enn komin. ég ætla að gefa þessu út árið og ef það verður ekki komið inn þá, þá skipti ég um kerfi. ég nenni ekki að nota kerfi sem er bilað meira og minna. annars vorum við að fá okkur digital myndavél, reyndar óttalegt drasl, en maðan maður á ekki hundraðþúsundkall aflögu þá er kannski bara alltí lagi að fá sér lélega vél þangað til maður fær sér alvöru vél. annars var ég að heyra frábæra íslenska útgáfu af farytale of new york með texta eftir braga æsku vin minn. svo hef ég heyrt nokkur skemmtileg lög með íslenskum textum eftir enter fyrir utan jólalag bagglaúts sem er frábært. látum þetta duga í bili.
~ unnar, 10:38 |
urrr.. ég sé ekki betur en komment kerfið mitt hafi rísettast og öll fyrri komment dottið út. ógeðslegt.
~ unnar, 01:55 |
jól
sjá, ennþá rís stjarnan, sem brennur björtust og mildust
á bládjúpum miðsvetrarhimni hins snæþakta lands.
sjá ennþá nálgast sú hátíð, sem hjartanu er skyldast
og huggar með fagnaðarsöngvum hvert angur manns.
og innan skamms byrjar kappát í koti og höllu,
og klukknahringing og messur og bænagjörð.
það er kannski heimskast og andstyggilegast af öllu,
sem upp var fundið á þessari voluðu jörð.
og ger þú nú snjallræði nokkurt, sem fólkið finni,
í fordæmi þínu hygginn og slóttugan mann:
með kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni þinni,
og kaupa sóknarprestinn og éta hann.
nú er ég á fullu að læra undir síðasta prófið og svo er ég líka að fara í jólahlaðborð í vinnuni í kvöld. hér byrjar svo upptalning síðustu daga. ég lenti í því ógeðslegasta sem hægt er að lenda í hefst nú sagan af því. ég var að borða popp uppí rúmi meðan ég var að læra. ég krydda poppið mitt með arómtai sem er svosem ekki frásögufrærandi. þegar ég var búinn með poppið lagði sér skálina sem botnfull af arómti og poppbaunum, þá aðalega poppbaunum, á gólfið. daginn eftir var ég að borða mandarínur í rúminu ég tók börkin af þeim og setti hann í skál sem var á gólfinu sem var með poppbaunum og arómtai eða eitthverju svoleiðis. ég fór svo framúr rúminu og steig beint ofaní skálina. þetta var það ógeðslegasta sem ég hef lent í... allvega síðustu viku. við aðalsteinn og gunnar jónsson snérum hana guðrúnu stellu niður. það atvikaðist þannig að allir voru í kaffi nema guðrún stella og svo heyrðum við eitthvað píp. við pældum þannig séð ekkert í því til að byrja með, svo fórum við að athuga málið kom þá í ljós að lyftan var föst. og guðrún stella í henni. hetjurnar aðalsteinn, gunnar jónsson og ég tókum okkur til og fórum að snúa lyftuna niður með þar tilgerðri sveif sem var töluvert mál en við skiptum liði í því að snúa. annars var ég að fá mér fartölvu sem ég ætla að nota sem námstæki... ...og leiktæki.
~ unnar, 14:28 |
jæja, það er bara eitt próf eftir. mér gekk örlítið betur en ég bjóst við í þroskasálfræðinni, en er ekki viss um að það hafi dugað til, en við vonum auðvitað að besta. svo á síðasta laugardaga var ég í smá jólasveina giggi í bolungarvík. það var nokkuð gaman og heppnaðist ágætlega. ég fékk hann helga þór með mér var hann ágætis andstæða við mig þar sem hann er styttri en ég og grannur. annars svaf ég lítið í nótt. kötturinn gimlihafði ekki komið heim í næstum sólarhring og eftir að maður hefur mist ein kött þannig að hann hafi ekki skilað sér heim og lenti í ógöngum og dáið er manni ekki sama. ég vaknaði þá við hvert smá hljóð sem heyrðist í húsinu. ég varð var við hverja veðurbreytinguna á fætur annari; ný vindátt, rigning, slidda og snjókoma. ég hafði þó náð að gleyma mér svona um sexleitið en þá vaknaði jóhanna og við það vaknaði ég. hún var svo við það að sofna aftur þegar ég heyrði kunnulegt hljóð og spratt upp, ég heyrði að þetta var ekki kötturinn garpur á ferð. ég þaut fram í eldhús og þar var kötturinn gimli kominn rennblautur og sársvangur. ég hef aldrei séð hann borða allan matinn sinn fyrr. verst er að maður getur ekki spurt hann hvar hann hélt sig, en ég hef trú á að hann hafi verið að forvitnast eitthverstaðar og lokast inni.
~ unnar, 08:49 |
nú hef ég verið latur að blogga. enda nóg að gera, ég er búinn í einu prófi og er að lesa á fullu fyrir næsta. þroskasálfræðin er næst. ég er búinn að prenta út um tvöhundruð blaðsíður af hjálpar efni sem ég nota með bókini. það eru kennslubréf glósur og meiri glósur. annars er komin niðurstaða með köttinn garp hann var með lípó (lipoma) sem var víst með eitthverskonar bólgu. ég þekki svosem lípó hef fengið svoleiðis sjálfur, en þetta var óvenju stórt fyrir kött. annars var ég að fá bréf í póstinum áðan partur af innihaldinu var svona "Nú getur þú líka unnið ferð til Ástralíu!!!
Það eina sem þú gerir er að merkja og senda kassakvittanir fyrir samtals tíu flöskum af Rosemount vínum til Rosemount klúbbsins, Lágmúla 6, 108 Reykjavík fyrir 6. janúar 2004. Þar söfnum við saman öllum innsendum kassakvittunum og drögum úr þeim sem ná að minnsta kosti tíu flöskum." tíu flöskur fyrir sjötta janúar. ég drekk sennilega svona fjórtán á ári, ef svo mikið. ég var allveg bit bara. hvernig dettur fólki þetta í hug ?
~ unnar, 02:01 |
ég var byrjaður að blogga aðeins áðan, en þá fór bara rafmagnið. uss uss uss.. en jæja. ég var að segja að ég væri snillingur, það er svosem ekki frásögu færandi en mér tókst að stíga á glerbrot í gær ég blótaði bara í hljóði og henti brotinu en pældi ekkert meira í þessu þannig, enda leið mér ekki eins og ég hafi í skorist. heldur bara svona smá sárindi eins og ef maður stígur á eitthvað hart. ég fór síðan fram og verkjaði pínulítið og tók þá af mér skokkinn. á var hann allur í blóði og fóturinn á mér líka. þá hafði skorist svona tveggja sentimetra skurður milli stórutánnar og iljarinnar og uppá hliðina á fætinum ég sá að þetta var ansi djúpt og það blæddi mjög mikið þannig konan keyrði mig á the sick house (sjúkrahúsið) freðin tók um tuttugu mínútur þannig að ég upphugsaði nokkra aulabrandara á leiðini. það er ansi merkilegt hvað ég kjafta mikið þegar ég er meiddur, ég hreinlega stoppa ekki, sennilega er þetta eitthver panikk viðbrögð. þegar ég kom spurði læknirinn auvitað hvað hefði gerst sem ég sagði honum, ég sagðist þá hafa verið að að spá í að segja að ég hafi verið að reyna að raka hárin á tánni á mér en hafi ekki kunnað við það, honum fannst þetta frekar fyndið þannig að ég lét bara fimmaurabrandarana ganga. hann fann smávegis af sokknum mínum inn í sárinu og tók það útúr ég hugsa að það hefði svosem getað verið notarlegt á köldum vetrar kvöldum að þar sem ég er frekar fótkaldur að hafa sokk innvortis. svo sagði hann að það yrði að sauma. ég var svosem allveg til í það og svo deyfði hann mig, mikið svakalega var það vont. ég hef nebblega sprautu fóbíu ég hreinlega hata sprautur. svo saumaði hann tvö spor og batt um. ég fór svo bara heim að sofa þegar þessu var lokið, en mikið svakalega er ég aumur í þessu núna uss uss uss... en ætli ég verði ekki að drekka rauðvín til þess að bæta upp blóðmissinn það á víst að vera blóðaukandi ;)
~ unnar, 08:53 |
já bara svo að fólk vitið það þá er ljóðið hér að neðan ljóðið búlúlala eftir stein steinarr
~ unnar, 08:24 |
jæja ég held að það sé spuring um að fara bara að sofa bara.. ég er búinn að fara að sofa of seint alla síðustu viku ritgerðarpælingar þrjú var ekki óvanalegur tími að skríða uppí. já og eins og sjá má hér í kommenti hér fyrir neðan var ég aðeins að laga smáræði á síðuni hennar höllu. jæja best að fara að lúlla sér.
~ unnar, 02:24 |
jédúddamíja núna rétt í þessi flaug hrafn á rúðuna hjá mér hérna í vinnuni, félagar hans voru víst að ráðast á hann. ég held þeir hafi verið að slást um eitthvað matarkyns sem lá ofaná bíl hér fyrir neðan gluggan. saklaus blikkari sá atburðinn líka og tók góðgætið af bílnum.
~ unnar, 10:15 |
abbessiníukeisari heitir negus negusi,
og negus negusi segir: búlúlala.
öllum mönnum, sem íhuga málstað ríkisins,
finnst unun að heyra negus negusi tala.
og í hreinskilni sagt eru allir óvinir ríkisins,
sem ekki hlusta á negus negusi tala.
ég er negus negusi, segir negus negusi,
ég er negus negusi. búlúlala.
kötturinn garpur er voðalega heppinn núna hann er hættur að hafa skerminn sem hann var með og er í staðinn kominn með svaka flottan klút sem hylur sárið á bringuni á honum, þannig nær að lofta vel um, hann nær ekki að sleikja sárið og hann kemst ferða sinna óþvingaður og getur borðað án þess að lenda í vandræðum. annars var ég að fá frábært spam í gær. það var ekki þessi venjulegu spömm þar sem er verið að auglýsa viagra eða typpalenginga pillur eða plástra heldur sérblandaða sterka sósu sem ég gat útbúið sjálfur pantað og fengið áprentaða flösku og annaðhvort notað sjálfur eða gefið. frábært tilboð ég held ég skelli mér á eintak sex únsu flaska kostar ekki nema einn dollar án sendingakostnaðar, tolla, heibrygðisvottun osfr. þannieg að ég sé fram á að þetta geti kostað mig svona sjöþúsund krónur til mín komið og hvað gerir maður ekki fyrir sósu ?
~ unnar, 11:54 |
merkilegt sem ég rakst á áðna. ég var að vinna í ritgerðinni minni og að leita að heimildum um vygotsky og fann þetta merkilegt með þessa svoét menn þeir lifa afturábak "Lev Semenovich Vygotsky (1986 - 1934)" svo kemur meira hér "Although Vygotsky’s career was short, he died at the age of 48, the effect he made on education was lasting." samkvæmt öllum öðrum heimildum sem ég hef þá lifði vygotsky frá 1896 til 1934 og var þrjátíu og sjö ára þegar hann lést. skondið þetta er af síðu college of education, university of florida
~ unnar, 21:17 |
kötturinn garpur var hjá dýra í dag og núna eftir að hann kom heim er hann lampi. það var fjalægt æxli úr bringuni á honum en það verður sent og kannað hvað þetta er. við vonum bara það besta. í kvöld gabbði ég konuna með mér að mæla fisk og setti hana í innsláttinn, ég væri sennilega enn að ef hennar hjálpar hefði ekki notið við. annars er ég að prófa nýtt rauðvín just now. ég heyði mann í ríkinu segja að þetta væri fyndnasta rauðvín sem hann hefði smakkað og þar sem ég er mikill húmoristi ákvað ég að prófa. tegundin heitir peter lehmann the barossa cabernet sauvignonog er frá suður ástralíu. satt að segja var ég ekkert svakalega ánægður, en þetta var ekkert vont samt. en ég held ég kaupi mér annað næst.
~ unnar, 23:58 |
það er víst opinn fundur með forstjóra hafró annað kvöld. og ég var á rúntinum meirihluta dagsins með auglýsingar fyrir fundinn. ég skellti mér svo á langa manga í hádeginu en þar hitti ég fyrir þá skúla og þórir frá zikk zakk. þeir félgagar eru hér fyri vestan vegna stuttmyndar sem verið er að taka upp í dýrafirði og þeir voru að vandræðast við að redda sér ákveðna tegund ökutækis. ég benti þeim strax á eitt svoleiðis og eftir nokkra stund annað sem hugsanlega hentar betur fyrir það sem þeir eru að pæla.
~ unnar, 23:54 |
nú er kötturinn garpur að fara til dýralæknis á föstudaginn. hann er með eitthvern hnúð á brjóstkassanum sem verið að fara að kíkja á. mjög sennilega þarf hann að fara í aðgerð útaf þessu, en við sjáum hvað setur.
~ unnar, 17:00 |
ég er annars með vírus eða eitthvern fjandann í auganu. sé allt í móðu og sárverkjar. ferlega leiðinlegt að vera að lesa skólabækur og geta ekki notað nema annað augað. en samt er eins og ég sé að lagast.
~ unnar, 22:15 |
ég var rétt í þessu að horfa á groundhog day það var allveg eins og ég hafi séð hana áður.
~ unnar, 22:12 |
annars væri ég allveg til í að eiga einn júgó. þetta eru flottir bílar
~ unnar, 11:47 |
hver hefur ekki séð pusjó auglýsinguna sem hefur verið sýnd í sjónvarpinu undanfarið. þar er gaur frá austurlöndum sem tekur gamla júgóinn sinn keyrir honum á vegg, lætur fíl setjast á hann lemur hann með sleggju og breytir honum í eftirlíkingu af pusjó. mér fannst þessi auglýsing frekar fyndin. en mér þykir þetta ekki vera allveg rétt að gera svona. þarna er verið að segja brandara á kostnað þessa fólks sem býr við fátækt og skort og þrá þess til að geta orðið eins og við vesturlandabúar að keyra tildæmis á bíl með nútímalegur útliti.
~ unnar, 11:04 |
það var nú aldeilis gott með kaffinu í dag. hún gulla kom með kræsingar með kaffinu og í kaffið var sko ekkert slor heldur. þetta var ekki þetta venjuleg vinnukaffi sem allir þekkja svo hel heldur var þetta sérblandað með súkkulaði og kanel. síðan bauð gulla líka uppá tepúns það var bara allveg ágætt. annars er bjór síðdegi á morgun í vinnuni. og ég búinn að panta bjórinn minn. ég drekk nebblega bara erdinger dunkel. jæja ég segi bú ekki að ég drekki hann bara, en það er eini bjór sem mér þykir góður. en þannig er hann er ekki tíl í ríkinu á ísafirði og ef ég vil fá panta svoleiðiss verð ég að panta það fyrir hádegi á miðvikudag til að geta fengið hann á föstudegi. ríkið á ísafirði opnar reynar ekki fyrr en kl hálf tólf á þessum árstíma ég hringdi þá aftur og aftur eftir að það átti að vera búið að opna. þegar klukkan var að verða tvö gafst ég upp á að reyna lengur þannig að ég hringdi í hauk vin minn og kann fór í ríkið fyrir mig og sendi mér bjórinn. er það nú vesen fyrir bjór iss...
ég flaug heim í gær. á flugvellinum hitti ég hann togga. hann var að fara í leikhús í eyjum og sjá litlu ljót. ég spjallaði smá stund við togga en ég var allveg skel þunnur þannig að það kom ekki mikið af viti uppúr mér. á flugvellinum var sauðdrukkinn náungi. þetta var eginlega frekar truflandi því hann var farinn að angra aðra gesti á flugvellinum. ég hreinlega skil ekki hvernsvega þetta var látið aðgerðarlaust. ég flaug svo heim, ég veit ekkert hvernig flugið var því ég svaf eins og alltaf þegar ég flýg. nú í dag fer ég svo að læra á fullu.
~ unnar, 11:43 |
geimveira bauð mér í mat í gær. í matin var prime rib steink jömmí... steikin var frábær og meðlætið ekki síðra við sátum svo og spjölluðum langt fram á morgun. kæra vinkona, ég þakka kærlega fyrir mig. ég hringdi svo á bíl og fór uppí árbæ til systir minnar þar sem ég gisti. leigubílstjórinn rataði ekkert í reykjavík, ég þurfti að leiðbeina honum alla leið á meðan elvis hljómaði undir. hann sagði mér þá að þetta væri fyrstaskipti sem hann væri að vinna í reykjavík, hann væri frá borgarnesi og rataði ekkert. ég verð að segja að aðfaranótt laugardags ætti ekki að vera með svona menn í keyrslu, allavega ekk fyrr en þeir læra að rata og læra á beisik leiðir.
~ unnar, 12:01 |
You are Form 4, Gargoyle: The Fallen.
"And The Gargoyle mended his wings from the blood of the fallen so he could rise up from imprisonment. With great speed and resourcefulness, Gargoyle made the world his for the taking."
Some examples of the Gargoyle Form are Daedalus (Greek) and Mary Magdalene (Christian).
The Gargoyle is associated with the concept of success, the number 4, and the element of wood.
His sign is the new moon.
As a member of Form 4, you are a creative and resourceful individual. You are always thinking of possible solutions to problems you face and you generally choose one that is right. Much of your success comes from your ability to look at things a little differently than everyone else. Gargoyles are the best friends to have because they don't always take things for face value.
kill bill. ég skellti mér kill bill áðan. þvílíkt blóðbað, ég veit ekki allveg hvort myndin sé góð samt. en ég verð samt að sjá seinnihlutan. ég tel samt að þetta muni sitja svolítið í manni, eins og allar tarantino myndirnar gera.
~ unnar, 01:06 |
þarna er komin bangsamynd frá bangsadeginum. ó já. ég rakst ekki á mynd þar sem sást framaní bangsan, né nærmynd... en þetta ætti víst að duga.
ég skellti mér á tapas áðan frábær matur... ég mæli sérstaklega með þessum stað. farð þú og fáðu þér að borða þarna. ekki spurning.
~ unnar, 01:11 |
internetið.... opið alla virka daga frá níu til fjögur
~ unnar, 15:59 |
þá er maður búinn að bangsast . þetta var bara nokkuð gaman. bara svolítið heitt. end var svitinn farinn að leka niður vangana. ég vona svo að ég fái myndir fljótlega.
~ unnar, 15:26 |
ég var að horfa á spaceballs the movie mikið svaklega eldist hún illa.
~ unnar, 21:46 |
hann haukur átti víst ammæli í gær auðvitað mundi ég ekki eftir því þá. þannig ég segi bara "til hamingju með daginn í gær vinur" ég vona svo að hann hafi fengið köku á afmælinu sínu og munað eftir því að taka kertin af áður en hann borðaði. svo er víst komið nýtt blogg þetta er bekkjarblogg bekksins míns í kennó við erum reyndar bara tveit sem erum byrjaðir en vonadi taka fleiri við sér. svo er bangsadaggurinn á mánudaginn. ég er búinn að semja við bókasafnið og tók með mér helling af bangsabókum heim til lestrar. ég er líka kominn með búning ég fékk lánaðan lobba búning. lobbi var reynar ekki venjulegur bangsi, það viss engin hvað hann var nákvæmlega. búningurinn passar í raun ekki, hann er of lítill... en það má leika sér aðeisn með það bara, ég er eins og hengdur ketlingur í honum. ég hef samt aldrei séð hengdan ketling. en ég hugsa að það sé svona.
~ unnar, 08:33 |
já ég var ekki búinn að segja frá því, þegar við gerðum stuttmyndina höfðum við smá dollý atriði. maður hefur séð ýmislegt notað sem dollý, innkaupakerrur, hjólastóla osfr. en við notuðum skúringavagn. ég hef aldrei séð svoleiðis notað áður. en það kom bara vel út sko.
~ unnar, 09:04 |
hvalrekar og tölvuormar eða hvalormar og tölvurekar. við hjalti fórum í hvalreka við lögðum af stað svona uppúr hádegi og keyrðum hrikalegan fjallveg. vegurinn var ekki nema fyrir einn bíl að keyra, öðrumegin við bílinn var snarbrött fjallshlíðin, og hinumegin snarbratt niður að sjó. þetta var rosaleg upplifun. hvalurinn var aðeins kálfur, ekki kominn með tennur eða neitt. við tókum þau sýni sem við áttum að taka, fengum okkur svo smá kaffisopa (ég var svo gáfaður að taka kaffi með) og héldum svo heim á leið og vorum við komnir um klukkan sjö til baka. þegar ég kom heim var internetsambandið í lamasessi. kom svo í ljós að eitthver leiðinda tölvuormur hafði verið að hrella tölvurnar sem tengdar voru örbylgjunetinu á suðureyri.
~ unnar, 08:57 |
ég er búinn að vera með leiðinda flensu skít... held ég sé samt allur að koma til. annars er ekkert að frétta nema enadlaus skóli. já vel á minnst... stuttmyndin lenti í þriðja sæti og ísafjörður í fyrsta. annars er ég að taka að mér annað djobb líka. ég er að fara að leika bangsa á bangsadeginum í bókasafninu hér á ísafirði.
~ unnar, 08:21 |
núna skil ég hversvega útvarpið í bílnum mínu truflast alltaf þegar ég keyri framhjá starfsmönnum hafnarinnar.
~ unnar, 13:16 |
eins og glöggir aðdáendur mínar hafa tekið eftir er komment kerfið mitt niðri einusinni enn... þetta er óþolandi
~ unnar, 10:16 |
jæja ég fékk smá leikstjórnarstarf hjá "la mucca" sem er huglegt kvikmyndafyrirtæki einars vinar míns. en hann var fenginn til að vera pródjúser fyrir stuttmynd sem að krakkar úr æskul. starfi kirkjunar á suðureyri voru að vinna. allt gekk nokkuð vel þó svo að allt sem á ekki að vera fyndið sé það, en það fóru víst nokkuð margar upptökur í hlátur.
~ unnar, 09:29 |
heyrt eftir útvarpsfréttir kl fimmtán núll fjórar ...við segjum næst fréttir klukkan þrjú
~ unnar, 15:04 |
mikið skelfirlega þykir mér ódýrir textarnir hjá honum bubba eins og tildæmis þar sem hann syngur um örn sem flýgur hátt og er frjáls eins og börn sem standa á höndum. börn sem standa á höndum ? já ég heyrði rétt. eg skil samt ekki hversvegna börn sem standa á höndum eru frjálsari en önnur börn.
~ unnar, 13:43 |
You are Puck from A Midsummer Night's Dream. HE he you like to serve your master Oberon and enjoy playing jokes on the ladies of Athens. You hob- goblin you!
já svo er ég búinn að laga svoldið til í linkunum mínum bæta við, henda út linkum á blogg sem hafa ekki veirið í gangi lengi osfr.
~ unnar, 12:49 |
mikið getur kaffið í vinnuni verið misjafnt. nú í dag er tildæmis engin sál í kaffinu. sorglegt.
~ unnar, 12:39 |
ágæti blogger. viltu minna mig á það næst þegar þarf að skipta um separation arn í laser prentara sama hvaða nafn hann ber að segja nei og vísa á annan. mikið svaklalega er leiðinlegt að skipta um þetta. og ef eitthvað klikkar eitthvað er vanstillt er heilmikil vinna að finna það og enn meiri vinna að rífa prentarann í sundur.
~ unnar, 11:56 |
nemmi ekki að blogga um þetta sjálfur, þannig að þið getuð lesið þetta bara þarna
~ unnar, 15:16 |
ég sá svolítið rosaleg krúttlegt í dag. en eins og margir vita þá er kominn vetur. og það var verið að riðja hér götuna í dag. sá sem var í gröfuni var með alla fjölskylduna með sér í gröfuni. þas. konu og barn sem er um tveggja ára. þetta er auðvitað ólöglegt, en rosalega krúttlegt.
~ unnar, 23:23 |
mikið svakalega þykir mér stuðningslag baggalúts skelfilegt. textinn er jú fyndinn. en oh boy... þetta gleðipopp er ekki allveg að virka.
~ unnar, 11:53 |
skelfilegt hvernig maður þarf oft að berjast fyrir að fá það sem maður á að fá. td peninga. þarf endalsut að standa í þrasi svo að fólk vinni vinnuna sína, ógeðslega óþolandi. ég veit ekki ég mundi sennilega missa vinnuna ef ég mundi ekki sinna henni, en það er svo skrítið að fólki finnst það bara eðlilegt að bíða með afgreiða mál í níu mánuði vegna þess að það er svo mikið að gera í hobbíinu þeirra og segja það bara án þess að blikna. svo annað fólk sem gerir mistök sem eru út í hött og segist ekki geta leiðrétt þau vegna þess að "kerfið" geri ekki ráð fyrir að gerð séu mistök. ég held að það hafi tekið þrjár vikur að fá það afgreitt. ég og þessi vorum búin að hringja daglega næstum alla daga á þessum tíma og málinu var alltaf ýtt áfram... ég vil taka það fram að þetta er ekki minn vinnuveitandi sem er um að ræða þarna til þess að engin miskilningur verði. svo fór ég og fékk mér nýjan ísskáp sem er mun stærri en gamli ískápurinn. mér þykir reyndar svolítið vænt um gamla ískápinn (svona eins og manni getur þótt vænt um heimilistækin sín) hann er reyndar orðinn tuttugu ára gamall eða svo en stendur algjörlega fyrir sínu. han er bara soldið lítill og á það til að frysta eitthvað sem honum þykir gott í ísskápnum, en mér þykir samt vænt um hann. hey já svo fór ég á "ódýra" dvd og tónlistarmarkaðinn sem oft er kenndur við perluna. ég hef bara aldrei séð annað eins. þarna var jú hellingur af tónlist en megnið af þessu voru safndiskar með þektum hljómsveitum gefnar út af útgáfum sem maður hefur bara aldrei heyrt um áður. síðan var þarna hellingur af diskum sem fræg lög hljómsveita voru spiluð á skemmtara (eða midi útgáfur) svo voru það dvd myndirnar. kræst. það var flest allt frekar gamlar myndir sem hafa elst frekar illa og á veði eins og þetta væru klassískar myndir miðað við að þær væru meðal annar með íslenskum texta, ég rakst ekki á neina mynd þarna sem var með íslenskum texta. ég fann reyndar þarna diska sem ég hefði kannski haft áhuga fyrir, en oh boy þeir voru svo dýrir að mér datt ekki í hug að kaupa þá.
~ unnar, 09:23 |
internetið gegnum gerfihnött. ég held hreinlega að ég verði að fá mér svoleiðiss. ég ætla að reyna að fá með mér fólk til þess að samnýta þetta. hraðinn er tvö mbit og ótakmarkað niðurhal og þetta allt á ca þrjúþúsund á mánuði. að vísu er búnaðurinn um fjörutíu kall. en það væri ekki mikið mál að samnýta þetta með lagningu á netkappli.
~ unnar, 15:51 |
hef engan tíma til að blogga. vinna og læra...
~ unnar, 10:56 |
heyrt á kaffistofuni í gær: "mér þykir alltaf jafn fyndið að sjá unnar borða kremkex. hann borðar það eins og fimm ára." ég borða nebblega kremkex eins og á að borða það. ég borða fyrt annað helminginn af kexinu, síðan kremið og síðan hinn helminginn og svo ýmsar varíasjónir af þessari aðferð. annars skil ég ekki hversvegna ég lendi alltaf í eitthverju veseni. síðasta dæmið er að það var verið að panta flug fyrir mig í gegnum netið. það kom upp "villa frá kortafyrirtæki" í ljós kom að færslan átti sér ekki stað, en hinsvegar var bitið af heimildinni. og því miður er ekkert hægt að gera í málinu... hrumpf... ég verð víst að bíða þar til november reikningurinn kemur ef þetta hefur ekki verið leiðrétt fyrir þann tíma. ömurlegt.
~ unnar, 12:31 |
bara svona til gamans.
a=b
a²=ab
a²-b²=ab-b²
(a-b)(a+b)=b(a-b)
a+b=b
munum nú a=b
2b=b
2=1
~ unnar, 14:21 |
annars kláraðist ritgerðin í nótt. og var send in klukkan tvö. þá getur maður farið að einbeita sér að næstu ritgerð. ekki er hægt að segja annað en að það séu töluverð viðbrygði að vera kominn í skóla.
~ unnar, 10:21 |
einn ónefndur maður sem ég þekki var að kaupa í matinn í síðustu viku. í bónus var svolítill hópur af pólskum konum. að hanns sögn voru þær fallegar mjög. hann virti þær svona fyrir sér lauslega þegar hann var í röðini við kassan, en fór síðan að tína uppúr kerruni sinni. þá segjir afgreiðslumaðurinn "jæja, á að skella sér á einan pólska ?" eðlilega varð manninum frekar brugðið. en, þannig var að hann var að kaupa sér pakkapizzu sem var pólks. en hann hélt í nokkrar sekúntur að afgreiðslumaðurinn hefði lesið hugsanir hans.
~ unnar, 10:20 |
ég verð að segja að nýju star trek þættirnir eru bara helvíti fínir. ég skil bara ekki hversvegna þemalagið er svona skelfilega langt.
~ unnar, 00:24 |
annars er skítakuldi í vinnuni núna. það eru píparar eitthvað að grúska í lögnunum hérna. svo er ég með klikkaðan hausverk, sem er búinn að vera í nokkra daga núna, þetta er ekki þessi venjulegti mígresnishausverkur. svo virðist ég vera með svona smá hita við og við, en er samt ekkert slappur eða neitt svoleiðiss.
~ unnar, 12:49 |
að hugsa sér. ég hringdi í gær í ákveðið fyrirtæki á ísafirði vegna þess að ekki var búið að gera fyrir mig verk sem ég þurfti að láta gera fyrir mig sem ég bað um á fimmtudag. en þegar ég hringdi í gær og þá svaraði yfirmaður þessar starfsmanns var ég spurður hvern ég hafði talað við, ég svaraði því. þá var mér svarað. "já, já. það þíðir ekkert að tala við hana. hún gleymir öllu sem hún er beðin að gera. þú verður að spurja um eitthvern annan næst." mikið skelfing hlítur þetta að vera mikil niðurlæging fyrir þennan starfsmann.
~ unnar, 12:48 |
mikill meirihluti gesta sagði í könnunini minni að ég væri og feitur og ætti því ekki að borða neitt. ég hugsaði málið í svona tvær sekúntur en ákvað að gera það ekki.
~ unnar, 08:37 |
nú bara verð ég að fara að fá rafeindabjöllur á kettina mína. það líður varla sá dagur sem þeir koma ekki inn með mús, eða tvær. þeir eru ekkert að koma með þær dauðar inn. ó nei. þeir koma með þær liftandi leika sér með þær, svo verða þeir leiðir á öllu saman og sleppa henni. svo þarf ég að vinna hörðum hönudum að ná músini. reyndar stundum klára þeir málið. núna á föstudaginn voru þeir búnir að færa mér tvær mýs. réttara sagt eina og hálfa. málið er að báðir kettirnir eru með bjöllur, en kettir eru ekki asnar, þeir læra á bjölluna þannig að það heyrist ekkert í þeim.
~ unnar, 08:26 |
mig vantar svona átta tíma í viðbót í sólarhringinn, á eitthver aflögu ?
~ unnar, 09:06 |
hanaú, nú siglir reinbó vorríor í höfn.
~ unnar, 08:43 |
kötturinn garpur kom með horssagauk heim í soðið áðan. ég vildi nú ekkert með hann hafa og gaf honum frelsi þar sem ekkert sást á honum og hann flaug sína leið.
~ unnar, 22:47 |
ekki get ég nú sagt að síðustu dagar hafi verið fréttnæmir. ég er bara búinn að vera að læra á fullu. og afla ganga fyrir tvö verkefni sem ég er að vinna að. annars var hún dragana veik í dag. hún einmitt eldar matinn hérna í vinnuni, þannig að ég fékk mér bara peru og kaffi í hádegistmat. ég held að þetta hafi ekki veirð góð blanda. vegna þess að nú er eitthver ólga í mallakútnum mínum... ...og sei sei já.
~ unnar, 13:51 |
þegar ég var krakki fékk ég aldrei blóðnasir. það var ekki fyrr en ég var svona sextán ára sem þarð gerðist fyrst. jafnvel ´þó ég fengi góð högg á nefið.
~ unnar, 12:39 |
í gær var ég að keyra heim úr vinnuni eins og svo oft áður, ég var kominn í svona miðjan súgandafjörðin þegar mig klæjar eitthvað rétt fyrir neðan nefið. ég set hendina upp að nefinu og kippi henni strax burt þegar að ég finn eitthvað blautt. hendin var öll í blóði. hörkublóðnasir... ...ég stoppa bílinn og konan reynir að finna eitthvað til að taka við blóðinu áður en það fer út um allt. það eina sem finnst svona strax var pulsubréf og var það notað og svo fór ég í skottið þar sem ég átti tork. ég held að þetta hafi tekið svona eina mínútu en ekki vildi betur til en svo að skyrtan og buxurnar voru útötuð í blóði. ásamt höndunum á mér og andliti. en þetta hætt jafn fljótt og þetta gerðist.
~ unnar, 12:38 |
annars var ég búa til berjalíkjör í gær. ber vodki og sykur. svo verð ég að bíða í nokkra mánuði áður en ég set þetta á flösku. tímin verður að leiða í ljós hvernig bragðast.
~ unnar, 15:06 |
ég fór í smá leiðangur í vinnuni í dag, fór að mæla þorskseiði í seiðisfirði á bát frá súðavík.
~ unnar, 14:59 |
það er agalegt að vakna klukkan fimm á morgnana.
~ unnar, 14:58 |
ég var á leið í smá sjóferð í dag, þar sem fara átti í þorskeldiskvíar í seiðisfirði. en þegar við vorum komnir í súðavík, þar sem við áttum að fara um borð sáum við að það var komið leiðinda veður, við fórum því ekkert. við förum þá líklega eldsnemma í morgunsárið. eftilvill klukkan fimm.
~ unnar, 16:06 |
guðrún systir, haukur maðurinn hennar og tvíburarnir aldís og bryndís komu og heimsóttu mömmu um helgina, voru í samfloti með mömmu þegar hún kom heim. mamma var nebblega útá spáni og keyrði vestur. ég fór með þeim í smá berjamó, og var með bryndísi í fanginu næstum allan tíman, enda var ekki beint gott fyrir litla tveggja ára fætur að vera að skrölta þarna. ég fann líka smá slatta af sveppum. þar að meðal kantarellur, reynar voða fáar en þó smá. ég sá svo risastóran bersekjasvepp ég held að hann hafi verið svona þrjátíu og fimm fercentimetrar, ég hef alrei nokkurntíman séð svoan stóran svepp. það var eitt sem ég tók líka eftir. það var ekkert af maðki í berserkjasveppunum. heldur bara í matarsveppunum. leiðinda fluga. hún ætti frekar að verpa í óæta sveppi.
~ unnar, 16:03 |
kettirnir mínir eru bæði feitir og latir, well annað er feitur en báðir latir. í gær eftir að konan var sofnuð var ég að brasa frammí eldhúsi, og heyrði eitthvað þrusk. ég opanaði skápinn undir vaskinum, þar sá ég litla sæta mús. en um leið og hún sá mig stökk hún í gegnum gat þar sem lagnirnar í vaskinn koma í gengum innréttinguna og í gegnum veggin framm í þvottahús. ég ætlaði auðvitað að vera löngu búinn að gera við þetta.. en well.. þar sem ég þekki kettina mína reyndi ég ekki að koma þeim á sporið. hinnsvegar náði ég í smá viskí lögg og lagði hana í tappa inní skápinn. þegar ég svo kom heim í dag var "dauð" mús í skápnum en ekki látin.
~ unnar, 21:39 |
í þessum töluðu orðum er ég að matreiða silunginn. ég nennti ekki að kveikja upp í grillinu, enda rignir. þannig að ég setti hann bara í eldfast mót, kryddaði með salti og dill, setti appelsínu seniðar ofaná hann, helti smá cointreau í mótið og setti smá smjörklípu með. ég ákvað svo að elda sósu, greið bara það sem mér datt í hug úr ísskápnum sem var rjómaostur. og bjó til spennandi sósu úr honum. svo verður bara að koma í ljós hvernig bragðast.
~ unnar, 18:23 |
ég skellti mér að veiða í gær inní önundarfjörð. ég sá svolítið af frekar vænum fiski og helling af seiðum. til að byrja með átu seiðin bara orminn af hjá mér, en síðan lærði ég á fiskinn og var búinn að hala inn einni sæmilegri bleikju. um það leiti komu þrjár stelpuskjátur með gúmmíbáta og fóru að leika sér ofar í ánni. þegar þær voru búnar að vera að sulla í smá stund fékk ég aðra bleikju. svo komu þær aðeins nær mér og fóru að sulla á þeim stað þar sem ég var að veiða og fiskurinn lá. ég tók þá bara draslið mitt saman og skrapp í kaffi til sigga láka sem er með sumarbústað þarna rétt hjá. þegar ég kom svo til baka voru stelpurnar farnar og fiskurinn líka. þannig að ég fór bara heim og hélt til tengdaforeldra minn og snæddi hrefnukjöt.
~ unnar, 10:07 |
í þessum töluðu orðum er akkúrat sextíu addressur í msninu mínu.
~ unnar, 15:58 |
ég held ég hafi ekki sagt frá því hér áður, en ég sef alltaf, eða nánast alltaf í flugvél... ...ehh... ...ekki samt þannig að ég sofi ekki öðruvísi en í flugvél heldur að þegar ég er í flugvél þá sef ég. sem betur fer er ég ekki flugmaður, það kæmi sér mjög illa. en allvega á leiðini vestur þá sofnaði ég áður en vélin var farin í loftið.
~ unnar, 15:43 |
hættu að gráta hringaná,
heyrðu ræðu mína;
ég skal gefa þér gull í tá
þó grímur taki þína.
hættu’ að gráta hringaná,
huggun er það meiri,
ég skal gefa þér gull í tá
þó grímur taki fleiri.
hættu’ að gráta hringaná,
huggun má það kalla,
ég skal gefa þér gull í tá
þó grímur taki þær allar.
annars er lagið hættu að gráta hringaná með þursaflokknum (ljóð jónasar hallgrímssonar) í rosalega miklu uppáhald hjá mér þessa dagana, vildi bara að það kæmi fram.
~ unnar, 15:38 |
það mætti halda að kommentkerfið mitt væri bilað. ég hef ekki fengið komment í mjög langan tíma. ef ég hefði ekki teljaran mundi ég jafnvel halda að ég skoðaði bara einn bloggið mitt. já. í framhaldi af því þá vil ég líka minná gestabókina.
~ unnar, 15:35 |
ég kíkti með veiru á andy warhol sýninguna í gallerí fold, og satt að segja stóð hún ekki undir væntingum, jú það er gaman að sjá þetta, en myndirnar voru bæði fáar og einungis mannamyndir, ég bjóst náttúrulega ekki við því að allar frægustu myndirnar væru þarna, en samt, ég bjóst við betra, en það var hellingur af öðru mikið skemmtilegar að skoða í gallerí fold. þega við vorum svo búin að skoða þetta fórum við að borða og fórum svo í bíó. við skelltum okkur á brús ollmætí. og ég verð að segja að hún fór frammúr öllum væntingum. hún var bara nokkuð fyndin.
~ unnar, 14:03 |
ég hitt helling af fólki fyrir sunnan ég ætla ekki að fara að telja það allt upp en þetta fólk á það allt sameginlegt að vera mjög fallegt og skemmtilegt... ...æji ég tel það bara samt upp... ...ég set það í þeirri röð sem ég hitti það... ...haukur, krissa,dabbi,ólöf,geimveira,doddi og iðunn (og kó)
~ unnar, 13:58 |
ég er kominn heim aftur og allt farið í farveg aftur, en eitthvernvegin nýjan farveg. ég hef allvega ekki eins mikin tíma til þess að sinna mínum málum og áður nú þegar maður er kominn í skóla aftur. ég mætti á mánudaginn í skólan, og var búinn að missa af tvem og hálfum degi í kennslu. ég verð að segja að ég var töluvert kvíðinn, það lá hreinlega við að ég mundi snúa við og fara heim þegar ég mætti þarna tuttugu mínútum áður en ég átti að mæta.
~ unnar, 13:52 |
nú horfði megnið af þeim sem tók þátt í leikritinu á upptökuna í gær, maður sá víst helling af atriðum sem maður vissi hreinlega ekki að væru til. maður skildi þá aðeins betur hláturinn sem kom á skrítnum stöðum. já og meðan ég man, limidae similis er skel sem heitir unnardrekka og ég hlít að vera unnardrekka þegar ég er að drekka, ekki satt ?
~ unnar, 08:08 |
latneska heitið á mér þegar ég er að drakka er limidae similis
~ unnar, 16:25 |
við dóra hlín fórum að safna krækling í vinnuni í dag. við fórum á tvo staði og söfnuðum áttatátíu kræklingum á hvorum stað í réttri stærð. henni dóru tókst eitthvernvegin að hrasa þannig að stígvélin hennar fylltust af vatni og hún varð allveg rennandi blaut.
~ unnar, 21:04 |
ég skaust aðeins inní skötufjörð í dag. því að ægir kallinn hennar iðunnar fann vogmær, og ekki bara eina, heldur tvær.
~ unnar, 00:29 |
já.. og ég komst inn í fjarnámið hjá khí. og þarf að mæta á fimmtudaginn og fékk að vita það í dag.. .. shit.. ..of skammur tími.. ..æji það reddast.
~ unnar, 22:22 |
helvit.is komment kerfið er farið aftur
~ unnar, 22:21 |
við dóra hlín erum ógurlega fyndin, þegar við vorum að vinna við undirbúning rækjuhátíðarinnar á ísafirði "kampalampanum 2003" datt okkur í hug að búa til kampalampalampa og gefa hjalta yfirmanni okkar í síðbúna afmælisgjöf. svona fyrir þá sem ekki vita er kampalampi rækja. og nú í dag varð gripurinn að veruleika. hann er búin til úr fjörugrjóti, steypustyrktarjárni og trekt, og svo er komið fyrir fakningu inní trektini og rækja límd utaná trektina og örlítið á steininn. við fórum svo heim til hjalta sem er í sumarfríi og færðum honum þennan grip og varð hann mjög ánægður með hann.
~ unnar, 13:49 |
annars er ég búinn að éta eins og svín. maður hefur varla gert annað en borðað grillmat undanfarið og eitthvernvegin getur maður ekki hætt að borða svoleiðiss
~ unnar, 00:28 |
það var rækjuhátíð núna um helgina og ég var að vinna við það, þar sem hafró var einn af þeim aðilum sem stóð fyrir hátíðinni. síðan fórum við nokkrir og steggjuðum hann skafta, sem er einmitt að fara að giftasig á nástu helgi. svo skutumst við konan aðeins inní skötufjörð og hittum iðunni og kó. ég tók til í linkunum mínum áðan. ég tók kristbjörgu út, því hún hefur ekki bloggað í mánuði, og setti berglindi frænku sem er skiptinemi í nýjasjáldandi inn. ég er voða latur að blogga núna... ég læt þetta þá bara duga í bili.
~ unnar, 00:19 |
núna rétt í þessu fór brunakerfið í vinnuni í gang. það hefur nú gerst stundum þegar hún gunna sigga er að elda. en nú var klukkan rétt um tíu. allir spruttu upp og ég stökk fram og sá það eina stúlku sem vinnur á hæðinni eldrjóða í framan, ég leit svo inn í elhúskrókinn og sá að hún hafði verið að ristabrauð og aðeins brugðið sér frá og brauðið eins og kolamolar
~ unnar, 10:08 |
það er búið að vera allveg klikkað að gera hjá mér undanfarna daga. ég er búinn að vera að vinna við að koma af stað rækjuhátíðinni. en hún hófst í gær og allt virtist heppnast vel, þar til klukkan fimmtán tuttugu, þá uppgvötaði ég að ég var með risastóra saumsprettu á rassinum....ehh.. þar að segja að buxurnar voru með saumsprettu. og herlegheitin áttu að byrja klukkan fjögur. þarna voru góð ráð dýr. ég hafði í raun þrjá kosti í stöðunni. vera við opnunina með saumsprettu á rassinum, fara heim tim mömmu og reyna að gera við buxurnar (eins og ég er nú klár að gera við buxur) nú eða að kaupa mér nýjar buxur í kvelli. ég var ekki á bílnum þannig að tíminn var ekki mikill fyrir mig. en ég fór og keypti mér bara buxur, fékk sæmilegar buxur bara á fimmþúsundkall.
~ unnar, 08:51 |
honum hauki vini mínum datt í hug að bruna vestur um helgina, við skelltum svo fimm á ball í súðavík, ballið var allveg ágætt, en það var skelfilega fámennt. ég held hreinlega að það hafi ekki verið nema tuttugu manns. svo skelltum við okkur í partý á eftir og vorum komin heim um klukkan níu. á sunnudagskvöldið fórum við haukur á ísafjörð fengum okkur smá bjór á langa manga og horfðum svo á helvíti fína flugeldasýningu. eftir að við vorum farnir þaðan fórum við aðeins á rölt í bænum. það var slatti af bílum á rúntinum við heyrðum úr langri fjarðlægð þegar ein bílaröðin kom. það heyrðist allveg dúndrandi fermingarpopp (effemm tónlist), þá veltur uppúr hauki "þarna kemur diskósirkusinn"
~ unnar, 08:55 |
já og auðvitað sólbrann ég á eyrunum
~ unnar, 04:02 |
já það er svo. ég var í sumarbústað. sumarbústað í flókalundi. ég tók semsagt síðustu vikuna af sumarfríiun í það að vera í fríi. við þurftum reynar að drösla öllum farangrinum svona hundrað metra gangandi. því engin vegur var að bústaðnum sjálfum, það var frekar fúlt. bústaðurinn var bara hreinn og fínn, en ótrúlega mikið af rusli í kringum hann. við grilluðum okkur pulsur á föstudeginum, og fengum okkur frábært lambalæri á laugardaginn sem ég var búinn að krydda með minni leyni uppskrift með salti pipar og kryddi úr hlíðum súgandafjarðar. þessu var skellt á grillið, ég hefði grillað þetta í holu ef við hefðum ekki verið á friðlandi. komment kerfið er komið í lag. við skeltum okkur að veiða í smá polli uppá dynjandisheiði, þar er hellingur af fjallableykju hún er að vísu voða smá eins og fjallableykjan er oftast, en þó voru nokkuð góðir fiskar inná milli, við tókum nokkrar á grillið, nokkrar í sallat, en slepptum þeim allra minnstu, þó svo að talað sé um að maður ætti ekki að sleppa neinu í svona vötnum. nánast allur fiskurinn sem ég kom með heim voru kynþroska hrygnur, og í maganum var voðalega lítið, rætur, lauf, drulla, einstaka ormur og maís baunir (sennilega eitthver notað sem beytu) við fórum svo tvisvar í sund í reykjafirði og kíktum svo á verkin hanns samúels í selárdal, við klikkuðum hinsvegar allveg á því að fara á rokkmynjasafnið hanns jóns kr.
~ unnar, 03:01 |
kominn heim úr bústaðnum, blogga um það síðar.
~ unnar, 02:09 |
mikið ferlega er síðan mín lengi að lódast upp þessa dagana. svo er komment kerfið og seti teljarinn í steik, þetta virðist þó ekki vera svona með allars síður á blogspottanum. gæti verið að eitthver serverinn sé útí sveit hjá þeim.
~ unnar, 15:40 |
svo var ég að horfa á anger management, hún var allveg ágæt svosem, en mér þótt hún aðeins of löng. mér var farið að leiðast pínulítið undir það síðasta. það hefði mátt stytta myndina um svona korter eða svo
~ unnar, 01:03 |
já það sem ég var að skirfa í dag var að ég var fenginn til þess að vera í tónlistarmyndbandi með bmx. í myndbandinu var ég í hvítum of þröngum hlírabol og svo var höfuðið á mér rakað fyrir bróðir minn ljónshjarta. þannig að ég leit út eins og ég væri einn pólverjinn klipptur út úr i kina spiser de hunde. svo skirfaði ég eitthvað meira sem ég man ekki hvað var. en það var voðalega fyndið.
~ unnar, 01:01 |
ferlega fer það í taugarnar á mér þegar maður er búinn að blogga eitthverja langloku og svo frýs tölvan áður en maður póstar
~ unnar, 15:09 |
það er kannski frekja í mér, en ég er allveg á því að fólk ætti að taka greindarvísitölupróf áður en það keyrir með tjaldvagn. ástæða þess að ég segi þetta er atvik sem ég lenti í núna um daginn. ég var að keyra eftir þröngri götu á suðureyri og þar var aðili að bakka með tjaldvagn. og ætlaði að bakka með hann inná þartilgert tjaldstæði sem var sértstaklega merkt sem slíkt fyrir sæluhelgina. en ökumanninum datt ekki í hug að það ætti að beyja heldur fór hann fram og aftur og hélt götunni lokaðri, þarna var svo kona sem var að reyna að leiðbeina ökumanninum, ég skildi nákvæmlega hvað hún var að meina með bendingum sínum en hinn hélt áfram að færa sig fram og aftur án þess að snúa strýrinu neitt. ég sjálfur er ekki flinkur að keyra með eitthvað svona aftaní bílnum en kommon þetta var útí hött
~ unnar, 11:16 |
ég tók engil út af linkalistanum mínum, þar sem linkurinn var dauður. annars er berglind frænka búin að koma upp bloggi og ætlar að blogga um lífið og tilveruna á nýja sjálandi, en hún er þar sem skiptinemi. ég hendi inn linknum þegar það er komið almennilega í gang.
~ unnar, 08:51 |
þessi hérna er allveg ótrúleg. þannig var að eitthverja hlutavegna var plast kóróna inní tölvuherberginu okkar. sennilega var þetta kórónan hennar títaníu síðan í leikritinu í fyrra. allavega... hún setti hana upp meðan hún var í tölvuni í eitthverju djóki. síðan var bankað. hún stekkur af stað og opnar hurðina þar stendur sölumaður og er að selja eittherja kertastjaka eða eitthvað sillí allvega hún skilur ekkert í því að hann kallar hana alltaf drottningu, heldur ignorara það bara. svo afþakkar hún þetta og kemur aftur inn í tölvuherbergi. ég rek þá augun í kórónuna á höfðinu á henni. þá hafði hún farið til dyrana eins og hún var klædd. semsagt með kórónuna á höfðinu. ég veit ekki hvað sölumannsgreyið hefur haldið.
~ unnar, 22:22 |
ég var rétt í þessu að úða í mig humri og ristuðu brauð fljótandi í hvítlaukssmjöri ummm... hvað það var gott.....
~ unnar, 19:52 |
það var aldeils kunnuglegur matur hérna í vinnuni í hádeginu. pulsur. það er einmitt sá matur sem ég er búinn að lifa á undanfarnar vikur. þannig er það bara þegar maður er að vinna í leikhúsinu þá er ekki mikill tími til að elda.
~ unnar, 12:55 |
nú er sæluhelgin búin, hún rann furðu fljótt þetta árið. sýningarnar gengu allveg frábærlega, þó að komið hefðu upp smá mistök sem eru bara skemmtileg svona eftir á. svo var haldið skríngilegasta frumsýningarpartý aldarinnar mikið svakalega var það samt gaman. sýningin okkar fékk svo frábæran leikdóm í mogganum, og allir eru í sæluvímu. nú er maður svo kominn aftur til vinnu og hið hefðbundna líf heldur áfram.
~ unnar, 09:14 |
ég fékk mér einn bjór áður en ég fór að lúlla í gærkvöldi. og ég var orðinn svo þreyttur að ég sofnaði næstum því ofaní bjórinn. ég svaf svo eins og steinn þangað til klukkan hálf tíu þegar síminn hringdi. það var svosem allt í lagi, ég þurfti auðvitað að vakna í dag.
~ unnar, 10:41 |
já auðvitað gerði ég ekki opinbera hugmyndina mína. en þannig var að ekki vannst tími til að skella því í framkvæmd. í bolungarvík var markaðsdagur og á dagskrá var pönnuköku keppni feðra. og mér datt í hug að senda þengil frá karmanjaka í keppnina.
~ unnar, 01:08 |
general var áðan. frumsýning á morgun. allt gekk rosavel þangað til einn leikarinn dó í bakinu og getur aöl ekki verið með á morgun. ég fór og fékk dúfurnar í gærkvöldi og þegar ég var að keyra með þær heim hljóp hundur fyrir bílinn hjá mér. skrítið. þetta er búið að gerast tvisvar á þessu ári að hundur hleypur fyrir bílinn hjá mér. og aldrei fyrir þetta ár. en ég snögg hemlaði, fékk smá sjokk og allir sluppu heilir nema að dúfurnar voru eitthvað stressaðar.
~ unnar, 01:06 |
ég var að fá frábæra hugmynd um að vekja athyggli á leikritiunu hjá okkur. ég vil reyndar ekki gera það opinbert strax. þetta kemur allt í ljós í kvöld.
~ unnar, 13:17 |
dagurinn í dag er svona hálf hráslagalegur og grámyglulegur. á svona degi vildi maður allra helst vera fljótandi á vindsæng eitthverstaðar á heitum sjó með kokteil.
~ unnar, 11:24 |
ég verð að játa að ég er svolítið þreyttur í dag. ég var að vinna í leikmununum til tvö í nótt. svo er fiffi að koma vestur til þess að lýsa fyrir okkur.
~ unnar, 09:22 |
ég féll heilmikla hjálp í proppsinu í gær, enda var proppsið orðið pínulíitið eftirá, ég nebblega er að leika líka þannig að ég get ekki verið að vinna í því meðan æfingar eru. núna á ég bara eftir að búa til kjötlæri, dauðar kanínur og varðeld ef eitthver er með huð hugmyndir af góðum varðeld til að hafa á sviðinu (annað en járnhjólkoppur og steinolía) endilega látið mig vita.
~ unnar, 08:25 |
rosalega er maður pirraður þegar maður bloggar eitthvern helling og það dettur bara út. frumf...
~ unnar, 08:33 |
á laugardaginn fóru þeir sem eru að vinna við leikritið í smá útilegu inní selárdal. þar var grillað og sungið og voða gaman. þar sem mikið er af ungu fólki varð þetta bara létt fjölskyldu skemmtun.
~ unnar, 08:25 |
í gær var mjög heitt í veðri og við höfðum opið út allastaðar sem við gátum í félagsheimilinu meðan við vorum að æfa leikritið. eftir stutta stund kom kötturinn garpur í heimsókn og vildi endilega koma og spjalla við bæði mig og konuna. þetta vakti frekar mikla kátínu hjá viðstöddum. ég vona samt að hann fari ekki að leggja þetta í vana sinn.
~ unnar, 08:23 |
ég fór að vinna í bolungarvík í dag, sem gerist stundum. fór að mæla þar fisk. við dóra fórum í hádeginu og fengum okkur að borað. við fengum okkur hamborgara og ég pantaði kók með matnum og hún pantaði sér spræd þetta var algjörlega goslaust fyrir utan það að vera pebbsí og sevenöpp, dóra kvartaði yfir gosleysinu og þá var henni svarað "þú ert ekki eini aðilinn sem kvartar yfir þessu." dóra spurði hann þá hversvegna hann gerði ekkert í þessu og hann svaraði að þetta gæti ekki orðið betra. og fór svo inn í eldhús. ef ég hefði ekki verið búinn að borga fyrir matin hefði ég hreinlega farið. og ég held að þessi maður hafi unnið titilinn lélegasti afgreiðslumaður í vestfjarða árið tvöþúsund og þrjú
~ unnar, 00:37 |
það sem ég bloggaði í gær var eitthvernvegin svona: ég fór um daginn og tók niður restina af leikmyndini úr brauðinu sem leikfélagið hallvarður súgandi setti upp í endinborgarhúsinu. meðal annars var uppi einn kastari. ég er haldinn lofthræðsluaumingjaskap, en ég hugsaði... "hva.... einn kastari... ég get nú varla farið að detta við að taka hann niður" svo ég fékk þröst vin minn sem var einmitt að hjálpa mér þarna til þess að halda í stigan fyrir mig á meðan ég prílaði. í stóra salnum í edinborg er bara moldar og malargólf, og verður svoleiðiss þangað til tekið verður til við að vinna við húsið sem gerist núna næstu daga. en þegar ég stóð uppí þessum stiga þá sökk hann niður í gólfið og ég held sveimérþá að hjartað hafi hreinlega hangið í rasshárunum á mér ég rak upp skelfingar hljóð en beit svo á jaxlinn og hélt áfram, ég held að stiginn hafi sigið í mestalagi einn cm en það dugaði fyrir mig.
~ unnar, 16:06 |
ég var búinn að blogga helling... en það komvíst ekki vegna þessarar uppfærslu á blogger... ...blogga það bara síðar
~ unnar, 10:44 |
eftir námskeiðið keyrði ég suður og fór að leita að leikmunum, skellti mér í bíó á lélegustu mynd í heimi, fyrir þá sem vilja breyta til og sjá lélega mynd mæli ég sérstaklega með dark blue, ég er mjög hissa á hversu góða dóma hún fékk á kvikmyndir.is þar var reyndar sagt að handritið væri bara sorp, en well.. það er hægt að gera góðahluti úr sorpi tildæmis afbragðs gróðurmold. en að þessi sem var að skrifa um myndina á kvikmyndir.is hafi gefið henni þrjár og hálfa stjörnu get ég hreinlega ekki skilið.
~ unnar, 10:20 |
jæja þá er maður kominn heim og mun fróðari og uppfullur af upplýsingum sem ég þarf svo að vinna úr og aðlaga mér og auðvitað að miðla áfram. ferðin hófst föstudaginn þrettánda júní þegar konana skutlaði mér í brú þar sem sesselja sem var á leikstjórnarnámskeiðini tóm mig uppí og keyrði mig að sem eftir var af leiðinni. þarna var saman komið fullt af fólki sem ég þekki ekki neitt. ég hafði jú hitt ármann nokkrumsinnum, siggu láru held ég einusinni og togga einstaka sinnum. þegar ég kom féllust allir í faðma, þetta var hreinlega eins og vera kominn á ættarmót. síðan hófst námskeiðið á laugardeginum og var síðan alla daga frá níu til sex. á öðrum degi voru síðan bandaleikarnir og lenti ég í góðum hópi og sem valdi sér þemað "flassara" við unnum að minstakosti tvær greinar og síðan fékk ég úthaldsverðlaun, fyrir að halda mér í karakter allt kvöldið miðað við veðurfar og annað, nenni ekki að fara frekar útí það. ég held ég hafi sjaldan grátið eins mikið og þarna, leikstjórnarhópurinn lék fyrir okkur atriði úr þrem systrum í leikstjórn unnar gutt og ég gæti trúað að það hafi verið svona þrjátíu prósent af hópnum sem feldi tár, þvílík tilfinningasprengja, leikurinn var allveg til fyrirmyndar og unnur hefur svo sannarlega unnið heimavinnuna sína.á laugardaginn fórum við svo að vinna með einþáttunga sem leikritunnarhópurinn skrifaði uppúr þeim verkum sem þeir voru að vinna og leikstjórnarhópurinn leikstýrði leikurum og höfundum. ég fékk einþáttung eftir siggu láru og júlli frá dalvík leikstýrði. við fórum svo um og sáum alla einþáttungana, þegar ég sá einþáttunginn hennar ylfu há grét ég eins og sennilega megnið af þeim sem sáu þetta. þetta fjallaði um konu sem var að skilja við manninn sinn sem var mjög veikur, ég held að hann hafi vengið heilablóðfall eða eitthvað svoleiðiss. næst sáum við einþáttung um líknardráp sem var gert rosalega falllegt. þar sem kona lá lömuð í rúmi og maðurinn hennar fremur verknaðinn að hennar ósk, eftir að þau hafi átt afskaplega rómantíska stund saman. ég var ennþá hálf klökkur eftir leikrtið hennar ylfu þannig að ekki var langt þar til tárin fóru að renna aftur síðan þegar ég fór að leika það sem ég átti að leika í var ég ennþá hálf klökkur og ég tel að það hafi komið niður á leiknum hjá mér. á laugardagskvöldið fór var síðan smá lokahóf þar sem sengið var afskaplega falleft lag fyrir lalla "á hjólunum" (sem er í hjólastól) en lífsglaðari mann er ekki gott að finna. þarna fór enn og aftur að leka úr augunum á manni. ég var orðinn úrvinda þegar líða fór á lokahófið eftir alla þessa tilfinningasprengju sem sprungið hafði. daginn eftir var síða útskrift, okkar hópur færði síðan henni dúrru sem var elst í okkar hóp gjöf sem við höfðum skrifað nöfnin okkar allra á, ásamt hluta úr mottóinu hennar. mottóið hennar er eitthvað á þessa leið "elskaðu mikið, þá verður þú aldrei gamall. þú deyrð kannski úr elli, en þú deyrð ungur" þegar svo loks kveðjustundin rann upp fóru tárinn að renna enn og aftur. ég hefði aldrei getað trúað því, eins feiminn og óframfærinn ég er að mér gæti farið að þykja svona rosalega vænt um um svona mikið af fólki á svona stuttum tíma. ég held hreinlega að allur hópurinn hafi grátið saman í kór. ég veit það ekki, kannski er ég orðinn voðalega soft. en þetta er nákvæmlega eins og hann þröstur vinur minn sagði mér frá eftir að hann fór á námskeiðið. það er ekki að ástæðu lausu sem þetta er kallaður faðmlaga og táradalurinn. ég gleymdi allveg að koma inná hvað staðurinn er falllegur en ég á engin orð sem geta lýst þessum stað.
~ unnar, 10:05 |
jæja, nú er ég bara rétt ófarinn á húsabakka... húsabakki... here i come....
~ unnar, 12:28 |
í gær kom kötturinn garpur með tvær mýs inn í stofu og var voða voða stoltur af því. ég vildi ekki leifa honum að leika sér með þær og henti þeim út, ekki góður kattapabbi það. svo fór ég í grill til mömmu í dag. við kíktum aðeins í gróðurhúsið hjá henni, en þar sáum við stæðsta geitung sem ég hef augum litið, þetta var ekkert smá kvikindi, hann var næstum því jafn stór og elgur... allavega hann var mjög stór. síðan fórum við í bíó og sáum matrix reload. ég varð pínu svektur. ég bjóst satt að segja við betri mynd. en maður varð að sjá þetta.
~ unnar, 00:49 |
jæja best að reyna að losa þessa stíflu. ég er svo mikill drullusokkur að það ætti ekki vera neitt mál að losa smá stíflu. en núna er víst leiklistarævintýrið byrjað aftur og ég með smá hlutverk í leikritinu. svo er ég líka leikmunavörður. nú er maður á fullu við að reyna að útvega sverð, boga, hjálma og allskonar svoleiðis dót. það er nú meira en að segja það sko. svona hlutir liggja ekki bara í næsta skúr. ég hefði ekki geta ímyndað mér að þetta væri svona mikið mál. ég hafði meðal annars samband við þjóðó, en þeirra dót verður í notkun í sumar, þannig að ég er að veðja núna á sjónvarpið og kvikmyndafyrirtækin. svo er núna vika þangað til ég fer á námskeiðið ég er orðinn pínulítið spenntur.... eðlilega... lítið annað að frétta svosem, jæja nú held ég að ég hafi losað aðeisn um stífluna.
~ unnar, 10:14 |
hver man ekki eftir bókunum "hvar er valli ?" ? en eins og ég sagði áðan fór ég á langa manga um helgina og fékk mér smá bjór. en allavega þar á borði var séð og heyrt og eitthver brandarakallinn úr hópnum kallaði blaðið "hvar er fjölnir ?" og svo sagði ég frá þessu í dag og þá var sagt "já það er sama blað og "hvar er gaui litli ?""
~ unnar, 12:47 |
ég lét það bara eiga sig að setja inn myndir af sólmyrkvanum enda var ekki hægt að sjá á þeim að þetta væri sólmyrkvi. en svo ég snúi mér nú að öðru. á föstudaginn skildi ég símann minn eftir heima sem gerist nánast aldrei. síðan þegar ég kem heim þá sé ég sms frá iðunni þar sem hún sagði að hún væri á ísafirði. ég hringdi strax í hana en hún var utan þjónustusvæðis. ég giskaði á að hún væri í sumarbústaðnum sem þau eiga inní skötufirði. og á laugardaginn ákváðum við jóhanna að bruna þangað og kíkja í heimsókn. við höfðum aldrei komið þangað áður og vorum ekki allveg viss hvar þetta var en vorum samt búin að fá smá leiðbeiningar. þegar við vorum komin inní skötufjörð keyrðum við upp vegaslóðan sem var ekkert sérstaklega góður fyrir litla tojjótu sem situr allveg á götunni. við keyrðum uppað hliði sem var þarna og sáum engin merki um mannaferðir, hvað þá bíl. þannig að við héldum hreinlega að þau væru farin og fórum bara heim aftur. enda var þetta ágætis rúntur bara. um kvöldið skelltum við okkur svo á langa manga og fengum okkur smá bjór. eða ég fékk mér bjór og jóhanna keyrði. þangað fóru líka tinna og skafti, leifur og petra síðan jói og stína. það var allveg ágætt. síðan kíktum við í smá heimsókn til leifs og petru. ég vaknaði svo eldhress rétt um hádegið á sunnudeginum. ég hringdi síðan í iðunni og sagði henni frá þessu með síðan og rúntinn og allt það. hún sagði mér þá að þau hafi verið í bústaðnum og ég hafi bara þurft að opna hliðið og keyra tvem metrum lengra til þess að sjá bústaðinn þeirra og bílinn og allt bara. ég var pínulítið svektur, en svona er bara lífið.
~ unnar, 09:13 |
ég fór að sjá sólmyrkvan áðan. það var frábært. þetta var eins og fæðast í annað sinn. reynar þá sást ekki nógu vel allan tíman. en þvílík upplifun. ég tók nokkranr myndir, en ég er annski hræddur um að þær hafi ekki heppnast nógu vel, allavega nam augað þetta mun betur heldur en myndavélin. ég byrti sennilega valdar myndir hér á morgun þegar ég nenni að vakna....
~ unnar, 05:34 |
nú hef ég ekki bloggað í heila viku. ég skellti mér suður síðasta fimmtudag eftir vinnu. í borginni hitti ég bæði geimveiru og iðunni síðan rakst ég á kriss rokk það var rosa gaman bara, svo fór ég í útskriftarveislu hjá honum boga sem er sonur guðrúnar systur minnar. eftir það fór ég í júróvissjón partý til ásu vinkonu jóhönnu þar voru elvar alti, gunnar freyr, kolla og auðvitað ása sjálf eitthver stelpa sem ég þekti ekki. mánudagurinn var síðan bara venjulegur vinnudagur. en á þriðjudaginn fór ég í vinnuferð á suðurfyrðina og var að mæla fisk á tálknafirði og patró, við lögðum eldsnemma af stað og komum mjög seint heim. á leiðinni heim keyrðum við framhjá lambi sem hafði verið keyrt yfir það var mjög illa farið. það var að mér sýndist allveg í sundur. það var hrikaleg sjón. þegar við vorum komin aftur í símasamband hringdum við á bæinn sem var þarna rétt hjá og létum vita af þessu. dagurinn í gær var svosem bara venjulegur nema að því leiti að ég var orðinn afskaplega kvefaður. í dag er ég bara kominn með hita og enþá meira kvef. ég er búinn að vera í rúminu næstum í allan dag. ég vona að ég fari að hressast. ég þoli ekki að vera veikur. það er hreinlega það leiðinlegasta sem ég geri.
~ unnar, 19:26 |
mig langar bara að segja frá því að það er ógeðslega vont að fá tvöhundruð og tuttugu volt í sig. ég fæ aðeins of oft sjokk.núna áðan var ég að koma fyrir tölvu inní skáp í vinnuni og þurfti að færa einn rafmagnstengil. þegar ég var að skrúfa tengilinn upp aftur tókst mér að pota í hann þannig að ég fékk smá sjokk beint í puttan. ég hef svosem lent í þessu oft áður. þetta var hinsvegar í fyrsta sinn sem ég skalf, en ég skalf í svona fimm mínútur eftir höggið. svo ég snúi mér að öðru, ég fór að pissa áðan, sem er ekki frásögufærandi. en þegar ég var að þvo mér um hendurnar leit ég í spegilinn sem er við vaskinn. ég sá þá grán lokk rétt fyrir ofan eyrað á mér og fékk þá annað sjokkið í dag. það var þó ekki rafmagns sjokk eins og áður. þegr ég fór að skoða betur þá voru þetta bara leifar af sminkinu síðan í gær. svona smink er svo þrálátt, það situr stundum jafnvel þó maður sé búinn að fara í sturtu og þvo sér voða voða vel.
~ unnar, 14:40 |
það er hellingur af hlutum búinn að gerast í dag. númer eitt: þegar við vorum að sækja kleinurnar sem áttu að vera með kaffinu á leiksýningunni hjólaði strákur svona rétt um tíu ára á bílinn okkar. strákurinn meiddi sig ekki, en þetta hefði getað farið mjög illa. númer tvö: ég sá fyndnasta sólpall ever í dag. hann var hlaðinn úr úr liftarabrettum og ekkert annað. númer þrjú: svo var einþáttungurinn sýndur í dag fyrir opnu húsi, rétt um tuttugu manns mættu. og það lukkaðist bara nokkuð vel
~ unnar, 22:20 |
ég var í viðtali í úbarpinu útaf einþáttungnum mínum sem verður sýndur í kvöld. eins og venjulega þá var það fannst mér að ég hefði getað staðið mig betur. ég er eitthvernvegin alltaf svo lélegur í svona viðtölum. en maður verður bara að bíða og sjá hvað kemur útúr þessu.
~ unnar, 10:17 |
ótrúlegar þessar tilviljanir. einar vinur minn hringdi í mig í dag. ég var að keyra svo ég fór og stoppaði og spjallaði við hann. meðan ég var að tala við hann heyrði að ég var að fá annað símtal (ótrúelgt að allir skuli alltaf hringja á sama tíma.) en allvega. ég sagði honum að ég mundi hringja í hann eftir smá stund. en hitt símtalið var frá konunni sem var einmitt að klára klippitímann sinn og vildi láta sækja sig. ég bruna svo uppeftir og næ í hana. eftir smá akstur þá fer ég með bílinn minn á verkstæði og lét skipta um dekk sem voru orðin alltof slitin, ég er nebblega að fara suður um helgina og vildi helst vera sæmilega dekkjaður. en allvega þá hringdi ég í einar. hann sagði þá "ég er á dekkjaverkstæði (ég man reynar ekki afhverju hann nefndi það)" ég hérlt auðvitað að hann hafi séð mig fara inn á dekkjaverkstæðið og væri að stríða mér. en nei nei. hann var þá á hinu dekkjaverkstæðinu. ég meina, hverjar eru líkurnar að tveir aðilar hringist á frá sitthvoru dekkjaverkstæðinu í samfélagi sem búa um fjögurþúsund manns ?
~ unnar, 22:24 |
ég ákvað að bæta bæta kriss rokk frænda mínum í linkasafnið mitt.
~ unnar, 12:54 |
ég er búinn að vera ferlega latur að blogga. það hefur reynar ekkert merkilegt gerst unndanfarið. ég fór í sjoppuna núna um helgina, sem er ekki frásögufærandi, nema það að mér var rétta kassi fullur af sokkabuxum, og ég spurður "getur þú notað þetta ?" ég vissi svosem að það var átt við hvort leikfélagið gæti notað sokkabuxurnar. ég varð vandræðalegur á svip og spurði hvort það sæist á mér að mér þætti gott að vera í sokkabuxum. þá glotti hún svona útí annað og sagði að hún ætti nú við fyrir leikfélagið. ég þáði sokkabuxurnar með þökkum.
~ unnar, 09:06 |
ég kláraði að flísaleggja núa í gærkvöldi. nú á ég bara eftir að fúu fylla. ætli ég reyni ekki að fara í það í kvöld. annars var ég vakandi langt fram eftir nóttu. þannieg er nefnilega að ég sendi umsóknina mína í kennó í dag, því fresturinn rennur út á morgun.
~ unnar, 08:03 |
herra ólafur ragnar grímson forseti íslands á sextugs afmæli í dag fjótánda maí. til hamingju með dagin kæri forseti. einnig á svavar þór einarsson gamal skólabróðir afmæli í dag.
svona þegar maður pælir í því...það er speedy weedy vinur minn ekki ósvipaður spliffi, donki og gengju.
~ unnar, 23:48 |
uppáhálds aujan mín fór til london nú á dögunum, ætlaði hún að kaupa eitthvað fallegt handa uppáhalds unnarnum sínum. auja tók sá forláta könnu með mynda díjönu prinsessu og sá að þetta var akkúrat gjöfin fyrir unnar. nú var auja sæl og ánægð og vissi að unnar mundi vera rosalega glaður með þessa frábæru gjöf. þegar auja var á heimleið vildi samt ekki betur til en svo að pokanum með könnuni og eitthverju fleira sem auja hafði fengið á góðum kjörum í london var stolið. þannig að nú situr ljótur steliþjófur og drekkur úr könnuni minni. en ég er samt rosalega þakklátur auju að ætla að gefa mér svona könnu, þetta var akkúrat það sem mig langaði í. ég bara vissi það ekki. en ég vona að löggan komi og nái steliþjófnum því það er ljótt að stela.
~ unnar, 14:40 |
ég fór í húsasmiðjuna í dag og fékk mér nýjan límspaða, ég hefði kannski átt að fá mér nýjan pönnukökuspaða líka, en gerði það ekki. ég fór svo að skipta um dekk hjá mér og setja sumar dekkin undir, enda löngu tímabært. ég fór svo inn og byrjaði að flísaleggja. ekki vildi betur til en svo að ég kláraði límið, og var rétt hálfnaður með verkið. þetta dugði víst ekki eins vel ég ég reiknaði með. þegar þessu var lokið fór ég út að slípimassa húddið á bílnum hjá mér. það er nefnilega leiðinda ský á húddinu. þas. það eru hvítir flekkir á því. þegar því var lokið fór ég niður í sjoppu og þvoði bílinn. svo sé ég á morgun hvernig til tókst. en meðan ég var að þvo bílinn tókst mér að festa slönguna þar sem hún fór undir annað framdekkið, ég sem er latur af eðilisfari nenti enganvegin að fara og losa þetta þannig að ég sveiflaði slönguni með svoleiðit töktum að hver einasti kúreki hefði skammast sín. svo dró ég slönguna til og snéri mér og barði enninu í eitthvað rör sem fast var á ruslagám sem var örlítið inná þvottaplaninu. ég fékk dúndrandi hausverk og er að fá myndarlegustu kúlu sem ég hef fengið síðan ég var pínu gutti. þegar ég kom heim, dálítið vankaður eftir höggið fór ég og náði í speedy weedy (sjá mynd) sem ég fékk lánaðan hjá mömmu og réðst á fíflana í garðinum með honum. þetta er algjört undratæki, en svo einfalt. maður nær öllum fíflunum upp með rót og öllu bara.
~ unnar, 22:44 |
svo var það í fréttunum í útvarpinu áðan að laun embættismanna voru að hækka. sagði fréttin að laun forsætisráðherra hafi hækkað um "fimmtung" (tuttugu prósent ?) hefði ekki verið næt að nota þetta fjármagn frekar í að bæta laun þeirra sem hafa lægstu tekjurnar. það er fólk í þessu landi sem er með undir áttatíuþúsundum fyrir fjörutíu stundir.
~ unnar, 14:15 |
bwahahaha... strætó stolið í nótt.. það er reyndar ljótt að stela, en að stela strætó er frekar fyndið.
~ unnar, 12:49 |
ég get ekki sagt að ég sé mjög ánægður með úrslit kosningana, en það er víst lítið sem hægt er að gera í málinu nú. það hefði komið sér reyndar mun betur ef þetta ágæta fólk sem komu inn sem jöfnunarmenn hefðu komið inn sem jafnaðarmenm, það hefði komið sér afskaplega vel. annars var ég að vinna á langa manga um helgina það er sko kaffihúsið hans loga vinar míns. var þar kostningavaka vinstri grænna það var rosa stuð á fólkinu ekki hægt að segja annað. ég var að mæla þorskseiði áðan í svaka fíling þegar brunabjallan fór í gang. ég hoppaði hæð mína í loft upp, því mér brá svo rosalega. mér bregður meirað segja þegar gemsinn minn hringir. hjalti yfirmaður minn þorði ekki annað en að kanna hvort ég væri ekki öruglega lifandi....
~ unnar, 12:47 |
veit eitthver um flísalímspaðann minn ? ef svo er þá væri ég rosalega glaður ef ég verði látinn vita
~ unnar, 15:21 |
mikið afskaplega er skemmtilegt að ganga um suðureyri svona að kvöldi til. á suðureyri er allt sem manni þykir fallegast þjappað saman á lítinn blett. fjöll, sjór, tjörn og bara allt. allt í göngufæri. mikið svakalega er þetta fallegt. og lyktin af sumrinu... það jafnast ekker á við þetta.
~ unnar, 23:27 |
svona til umhugsunar fyrir þá sem hafa áhuga á menningarmálum, þá eru aðeins tveir stjórnmálaflokkar með menningarstefnu það eru samfylkingin og vinstri grænir reyndar segja frammararnir að sala ríkisfyrirtækja sé menningarmál og er það þeirra menningarstefna. ég sé ekki hverju það breytir fyrir okkur sem stuðla að uppbyggingu menningar
~ unnar, 09:13 |
ég var eitthverntíman búinn að tala um hérna að ég hafi fundið mitt plan b. en vildi ekki tjá mig um það strax. en ég ætla að uppljósta um það núna. ég ætla að sækja um fjarnám í kennó í braut sem heitir tómstundabraut. mér þykrir þetta mjög spennandi. ég er búinn að vera að vinna í umsóknini minni í töluverðan tíma núna, búinn að bæta og betrumbæta. og held að ég sé bara orðinn ánægður.
~ unnar, 08:19 |
jæja nú hef ég loks tíma til að blogga smá. það er búið að vera klikkað að gera hjá mér. núna um helgina var þing bandalags íslenskra leikfélaga á ísafirði. mér datt það í hug að flytja einþáttung á þinginu á vegum leikfélagsins hallvarðs súganda ég tók einþáttung sem ég skrifaði, sem er byggður á þýskri smásögu sem framkvæmdastrýran í fyrirtækinu sem ég var einusinni að vinna hjá þýddi þegar hún bjó í þýskalandi um tíma. allvega. ég gabbaði palla lofts vin minn og menningarspíru til að leikstýra þessu. ég og jóhanna þorvarðar lékum hjónin, og þröstur og fanný sáu um raddirnar, sem voru hugsanir hjónana. svo lýsti hann fiffi þetta með algjörri snilld. allur minn tími undanfarið er búinn að fara í að undirbúa þetta og nú það búið. við sýndum þetta í stóra salnum í endinborgarhúsinu sem er ekki einusinni með almennilegu gólfi heldur er bara möl, mold og drulla á gólfinu. ég verð að segja að maður var með "augun full af ryki og nefið af skít" af því að vera þarna allan sinn frítíma. ég hef ekki heyrt annað en að fólki þótti þetta góður einþáttungur. ég verð nú að viðurkenna að hann er svolítið súr. eftir þetta var hátíðarkvöldverður á hótelinu. og auðvitað fékk maður sér smá kaffi og konna eftir matinn. á kvöldverðinum far upplýst hvaða leikfélag fer í þjóðleikhúsið í ár var það ll með söngvaseið. ég segi bara þau áttu það allveg skilið. svo fórum við á tvo staði. til að byrja með fórum við á kaffi ísafjörð. við stoppuðum þar smá stund, en fórum svo niður á kaffi langa manga til hans loga vinar míns. eftir að logi var búinn að loka kíktum við aðeins til palla og svona um fimmleitið fórum við heim að lúlla. síðan mætti ég á framhalds aðalfund klukkan níu. ég verð að segja að ég var eginlega hálf þunnur, en mér sýndist að ég væri þó í betra standi en sumir þarna á fundinum, ég nefni þó engin nöfn. klukkan tvö var síðan samlestur hjá leikfélaginu hallvarði súganda þar mætti ágætis hópur, að vísu var mjög stór hluti þar ungir krakkar, sem er svosem allt í lagi, en okkur vantaði meira af eldra fólki inn. en þetta reddast alltaf eins og venjulega.
~ unnar, 23:18 |
ég er ekki með blogg stíflu. hef bara ekki tíma til að blogga fyrr en eftir helgi, í síðasta falli.
~ unnar, 15:17 |
það er allt ylmandi af kjötsúpu hér um allt hús. nammi nammi gott. ég hlakkar til þegar matartíminn kemur.
~ unnar, 11:44 |
hafnarvog með níuhundruð símanúmer ? halló ? er ekki í allt í orden ?
~ unnar, 11:43 |
ég svaf yfir mig í dag. ég skil bara ekki hvernig það gat gerst. ég læt gemsan minn alltaf vekja mig. en hann lá á rúmbríkinni og virtist óhreifður. en hvað um það. konan var með bílinn í dag, þannig að ég hringdi í óskar mág mág minn og fékk hann til að skutla mér í vinnuna.
~ unnar, 09:49 |
ég var búinn að pakka og fylla bílinn af bensíni og var á leiðini að sjá hamlet á blönduósi, og var að leggja af stað þegar að geimveira sagði mér að þetta væri "grín uppfærsla" sett upp af tíu og ellefu ára börnum. ekki það að það hefði verið gaman að sjá þetta. en ég nenni ekki að keyra allaleið á blönduós til þess að sjá þetta. jæja ég var næstum farinn, eða næstum að hugsa málið um að fara.... eða svoleiðiss
~ unnar, 03:28 |
komment kerfið er komið í lag. jibbí
~ unnar, 02:22 |
ég skipti um mynd af ninu simone. hin datt út eitthvrrahluta vegna. but never mind.. fixed
~ unnar, 00:16 |
william shakespear var fæddur þennan dag árið fimmtánhundruð sextíu og fjögur. sem segir okkur að ef hann væri á lífi í dag, væri hann fjögurhundruð þrjátíu og níu ára gamall. ég hef ekki lesið nema tvö leikrit eftir hann í held sinni. það er draumur jónsmessunótt og hamlet. ég hef einnig gluggað í ríkharð þriðja og flett í gegnum othello. ég hef hinsvegar alderi verið svo frægur að hafa séð verk eftir shakespear á sviði. en hver veit.
fartölvan mín er búin að vera hundleiðinleg í svolítinn tíma. lyklaborðið og músin eru búin að svara mjög seint og illa. ég var búinn að gramsa aðeins í henni en án árangurs. ég hélt hreinlega bara að það væri kominn tími á hana. en núna áðan var ég aðeins að stússast í henni og þá bara datt hún í lag. nú bara vonar maður að það endist eitthvað.
~ unnar, 21:04 |
jæja já. sko það er ekki óalgengt að ég fái spam í tölvupóstinum mínum, hvort sem er heima, í vinnuni eða á hotmail addressuna mína (sem ég nota eingöngu í msn) en nú í dag fékk ég spam í gestabókina mína.
~ unnar, 20:31 |
ég er búinn að hafa það bara ágætt yfir páskana. mákona mín og svili voru hjá okkur yfir helgina og við skeltum okkur á söngvaseið. þá var ég semsagt að fara í annað sinn. að barnahópnum sem var núna ólöstuðum þá þótti mér hinn hópurinn mun betri. það er sko skipt út þremur yngstu krökkunum. síðan var greinilegt að dísa var hressari núna en síðast. því hún stóð sig bara mjög vel. síðan erum við nokkur að æfa lítinn leikþátt sem á að sýna á þingi bandalags íslenskra leikfélaga og á leikþátturinn að vera framlag leikfélagsisn hallvarðs súgana. annars er ég farinn að vera ógurlega kvefaður, kominn með hálsbólgu og leiðindi. ég vona samt að ég taki ekki uppá því að vera veikur. ég hreinlega nenni því ekki.
~ unnar, 20:28 |
það varu alls fjórtán sem svöruðu síðustu könnun, þar sem spurt var "hvað hét faðir hamlet ?" rétt svar er "hann hét líka hamlet" svo ég vitni beit í leikrtitið fyrsti þáttur annað svið. ráðsalur í höllinni"konungurinn: þó minningin sér fersk um fráfall hamlets, vors kæra bróður......." fjórir svöruðu rétt, sex sögðu að það kæmi ekki farm, einn sagði að hann hafi heitið jagó, einnig var einn sem sagði að hann hafi heitið rósinkrans og tveir sögðust ekki hafa hugmynd.
~ unnar, 23:50 |
ég skrapp aðeins á kaffihúsið til hans loga vinar míns í gær. ég þurftir að láta hann hafa nótur af tónlistini úr leikritinu. hann spurðu mig hvort ég væri til í að vinna með sér um kvöldið. sem ég var meira en til í. ég átti þá að koma klukkan tíu, en í millitíðini fór ég í húsasmiðjuna og keypti mér nýtt sjónvarp. ég get nú ekki sagt að það sé það skemmtilegast sem ég hafi gert sé að vinna á kaffihúsi. en þetta var sammt ágætt, en þarna kom lítið kattar skinn, sem vildi komast inn. og kötturinn fór inn. við þurftum að hafa opna útihurðina vegna þess að það var svo svakalega heitt úti. þessvegna komst hann inn. ég henti honum tvisvar út.
~ unnar, 13:06 |
uppáhalds aujan mín (auður lilja) er að fara út til london bráðum. og af því að hún er svo elskuleg og æðisleg, þá ætlar hún að kaupa eitthvað fallegt fyrir mig í útlandinu. ohhh hvað mig hlakkar til.
~ unnar, 11:42 |
hann þór pétursson æskuvinur minn á afmæli í dag. henn er líkt og denni kominn hættulega nálægt þrítugu.
~ unnar, 15:22 |
þá er þessi helgi afstaðin. ég fór í fiskiveislu hjá vinnuni hjá jóhönnu konunni minni á laugardaginn, þeir rúnar marvinnsson og úlfar eysteinsson sáu um matinn, þarna var hlaðborð og flest allveg ágætt. í mestu uppáhaldi var andóra saltfiskurinn, sem var saltfiskur bakaður í ofni með sólþurkuðum tómötum og svörtum ólífum. það sem var hinnsvegar neðst á lista voru fiskifingur sem brögðuðust eins og bútungur og afríku súpa sem búin er til úr þorskhausum. það voru nú ekki allir tilbúnir að smakka þetta allt, en ég varð að bragða á þessu öllu. síðan var ég svakalega veikur í gær. ég hef sjaldn orðið svona þunnur allt mitt líf ( ég held ég segi þetta alltaf þegar ég verð þunnur) en þeta hefur maður uppúr því að vera að sulla saman tegundum. helga braga var með skemmti atriði á samkomunni, og var með magadansinn sinn. ég var reynar búinn að sjá þessa dagskrá hjá henni en mér fannst hún ekkert leiðinleg samt. enda er helga mjög skemmtileg. í partýinu eftir veisluna spjölluðum við helga lengi saman um listina og tengd efni, við töluðum heillengi um leikritið "með vífið í lúkunum" sem við lékum bæði í, reyndar í sitthvorri sýninguni, hún fékk borgað fyrir sinn leik, en ég gerði þetta af hreinum áhuga. við fórum með frasa úr leikritinu við og við allt kvöldið. ótrúlegt hvað maður man eftir þessu ég lék þetta árið tvöþúsund. hún byrjaði að leika í þessu árið tvöþúsund og eitt, ef ég man rétt, og er ný hætt að sýna þetta. þetta leikrit er sko allveg brill... já og svo var fyrsti skipulagsfundur hjá LFHs (Leikfélaginu Hallvarði súganda) svo var hringt í mig í gær og mér boðið á frumsýningu hérna fyrir vestan á nóa albínóa þar sem ég lék smá hlutverk og vann slatta. ég var nú varla viðræðuhæfur sökum þynnku. já og svo gjörningurinn á laugardaginn.. hann heppnaðist ágætlega miðað við að við höfðum bara tuttugu og fimmtíma til að undirbúa okkur, en um morgunin datt kvennmaðurinn í hópnum út sökum veikinda. við þröstu ólafson stór-vinur minn redduðum þessu þá bara tveir. við komum svo í sjónvarpið og tókum okkur bara ágætlega út. þó svo að þetta hafi ekki verið nema smá stund. fréttini var náttúrlega ekki nema um ein mínúta.
~ unnar, 08:53 |
jæja gjörningurinn afstaðinn.. gekk held ég bara vel... eða vona það allavega. en ef allt gengur upp kemur það í sjónvarpsfréttunum á morgun.
~ unnar, 17:51 |
ég tók afstöðu próf á netinu í dag. þar kom í ljós að ég er áttatíu og níu prósent samfylkingarmaður. ekki get ég nú sagt að prófið hafi verið mjög marktækt enda mjög fáar spurningar í boði.
~ unnar, 15:02 |
núna var verið að biðja mig að taka að mér gjörning. ég talaði við tvo spéfugla sem ég þekki. end var um nægan tíma ræða. því þetta átti ekki að gerast fyrr en næsta miðvikudag. en þetta breyttist heilan helling í dag. því þetta á að gerast á morgun. og er æltað fyrir sjónvarp. við náðurm að hnoða smávegis saman í dag og ætlum bara að láta slag standa og gera eins gott úr þessu og hægt er fyrir svona stuttan tíma. en við sjáum til hvað gerist á morgun.
~ unnar, 22:54 |
hann denni æsku vinur minn á afmæli í dag og er kominn hættulega nálgæt þrítugu. til hamingju með dagin gamli vinur. og gerðu nú eitthvað skemmtilegt á afmælisdaginn.
síðan gerðist svolítið í dag sem mig langar að segja aðeins frá. ég var að mæla rækju eins og svo oft áður í vinnuni, þegar ég var búinn að mæla og vikta, tók ég rækjuna og henti henni í kvörnina. skrúfaði frá vatninu og setti í gang. en ekki vildi betur til en svo að það kom agalegt hljóð. og greinilegt var að kvörnin var föst. ég slökti auðvitað strax og mokaði rækjuni uppúr vaskinum. prófaði svo aftur að kveikja. en sama sagan. ég hringdi þá í símanúmerið sem var á límmiðanum frá umboðsaðilanum. eftir augnablik var svarað "latibær góðan dag" ég var ógurlega hissa. og sagði "fyrirgefðu, hvar er þetta ?", "hjá latabæ" var svarað um hæl. ég spurði þá bara til að vera viss. "sagðiru latabæ ?", "já, veistu ekki hvað er latibær" ég svarði "jú auðvitað veit ég hvað það er, ég var bara að reyna að ná í fyrirtæki sem er umboðsaðili fyrir iðnaðar-matvæla kvarnir, og þetta númer var á límmiða frá umboðsaðilanum" síðan spjölluðum við smá stund um latabæ og þeim frábæru viðtökum sem latibæri hefði fengið. síðan fann ég út rétta númerið hjá fyrirtækinu sem var með kvarnirnar. spjallaði smá stund og reif síðan kvörnina í tætlur og gerði við hana, en ofaní henni var aðskotahlutir sem greinilega hafði verið þar töluvert lengi. því hann var allveg í klessu.
~ unnar, 22:29 |
ég fékk köku í vinnuni í dag. en hún var í boði guðrúnar stellu, hún á nefnilega afmæli í dag. svo á hún hjördís helga dóttir iðunnar afmæli í daga líka. til hamingju með afmælið báðar tvær
~ unnar, 22:06 |
hann siggi sem var að vinna með mér í húsasmiðjuni kíkti til mín áðan og var að hjálpa mér aðeins, við baðherbergið hjá mér, siggi er nebblega múrari. ég bauð sigga svo uppá mexíkanska tómat súpu sem er svaka góð og rosa gott bauð sem konan bakaði. nammi nammi gott
~ unnar, 21:44 |
ég fór í gær og tók þang og seltu sýni fyrir vinnuna og tók smá krækling í leiðinni, sauð þetta svo þegar ég kom heim. nammi nammi gott. samkvæmt gömlu hefðum er þetta líka síðastu mánuðurinn sem óhætt á að vera að taka krækling. en hefðin segir að ekki skuli taka krækling til áts í mánuðum sem ekki eru með "r"
~ unnar, 12:37 |
þeir eru allveg ótrúlegir hjá rúmfatalagernum. ég fékk sendan bækling frá þeim í dag. það sem sést hér á myndini var í þessum bæklingi. þetta þarnast ekki frekari útskýringa. annars vorum við að fá nýjar sængur, sængurver, og trérimlagardínur í rúmfatalagernum við konan skiptum verkunum bróðurlega.. ég meina hjónalega á milli okkar. ég skrúfaði upp gardínurnar og konan skelti utanum sængurnar.
~ unnar, 22:41 |
hún iðunn er búin að hrista upp í síðunni minni, það er allt annað að sjá hana núna. takk iðunn.
~ unnar, 20:59 |
ég er allveg órúlegur. ég var kominn út í bíl í morgun. hljóð svo inn til þess að sækja gemsan minn. ég var kominn inn í svefnherbergi, þar sem ég var handviss um að síminn væri. auðvitað fann ég símann minn. hann var í vasanum hjá mér allan tíman. þetta er allveg dæmigert fyrir mig. einusinni var ég lagður af stað og snéri við til að sækja símann, var svo kominn hálfa leið til baka þegar ég uppgvötaði að ég væri með hann í vasanum. stundum hef ég líka verið að blaðra í símann og verið að leita að símanum mínum.
~ unnar, 10:12 |
mikið svakalega getur maður verið morkinn á morgnana. ég veit ekki hvernig maður gæti lifað daginn af ef maður hefði ekki greiðan aðgang að kaffi í vinnunni.
~ unnar, 08:15 |
ferlega verður hausinn á manni steiktur þegar maður er talar mikið í gemsan. þetta er eins og stinga höfðinu í tvær mínútur í örbylgjuofninn
~ unnar, 17:59 |
blogger er búinn að vera að stríða mér afskaplega og ég hef ekkert getað bloggað. ég þoli ekki þegar það gerist. ég þurfti að búa til nýtt blogg og svo leika mér með copy og paste. held ég hafi náði öllu inn aftur.. ég vona það allavega.
~ unnar, 15:20 |
þetta átti að koma á undan síðustu færslu... svoan ef þetta kemst einn eitthverntíman...: söngtími í dag. nýtt lag. og meira hrós. ekki slæmt það. svo var hún iðunn að reyna að hjálpa mér með komment kerfið mitt. en þá bara klikkaði blogger. rosegar er þetta óþolandi. það er bara allt á móti mér þessa dagana
~ unnar, 23:08 |
ég er farinn að vera svolítið pirraður út í blogger ef þetta fer ekki að lagast er ég alvarlega að spá í að hætta bara að blogga. það er alltaf eitthvað vesen.
~ unnar, 20:17 |
jæja. það er búið að ganga frá og borga dýnurnar frá betra bak og þær eru farnar af stað. ég borgar reynar áttaþúsund krónur í sendingakostnað. en ég vil frekar borga aðeins meira fyrir að fá þetta á réttum tíma. ég legg allt uppúr því. svo ég snúi mér að öðru. hrafnhildur halldórsdóttir á rás tvöer ekki uppáhalds útvarpsmaðurinn minn svo ég orði þetta mjög hóflega. hún er oft ferlega dónaleg við fólkið sem hringir inn til hennar og gerir lítið úr því. svo nefnir hún aldrei hver er flytjandi á lögunum sem hún spilar, heldur nefnir aðeins söngvarann í hljómsveitunum. dæmi "þetta var jónsi og lagið dagurinn í dag" og "þetta var stefán hilmars og lagið ....." núna áðan var líka eitt sem gaf mér svo ástæðu til þess að tjá mig um málið. hún spilaði kántrí lag frá færeyjum og sagði svo á eftir "þetta er greinilega kántrí lag, það var sagt texas í því" hvað er að ?!?! segir eitt orð í textanum til um tónlistarstefnuna ? er eitthver heima ?!?!?
~ unnar, 10:46 |
ég hef unnið sem sölumaður, en það þarf ekki til til þess að átta sig á að maður á ekki að segja viðskiptavininum ósatt. og ef mistök eiga sér stað borgar sig frekar að láta viðskiptavinin vita um leið og málið er orðið ljóst. en þannig var að ég fór fyrsta mars og pantaði mér dýnur og kodda á annað hundrað þúsund. og fyrsta apríl ætlaði ég að koma og greiða fyrir þetta og fá þetta sent heim strax á eftir. ég kom svo og ætla að greiða fyrir þetta. þá var nýr sölumaður að vinna sem einungis er búinn að vinna þar í nokkrar vikur. hann sagði mér að það væri eitthvað vesen og dýnurna væri ekki á svæðinu og hann sagðist í raun ekki vita neitt "en ætlaði að hringja í þig á eftir.....eða á morgun." (ég veit það ekki, kannski þykir þessum aðilum þetta vera nógu mikill peningur. en ég er samt ekki að kaupa fyrir svona mikinn pening á hverjum degi.). ég trúði ekki sölumanninum og spurði "á morgun ?" þá varð hann mjög vandræðalegur og sagði "nei.... ég skal gera það bara á eftir" ég var enganvegin sáttur en munaði ekkert um að bíða í smá stund þar sem ég er mjög þolinmóður maður, allavega undir sumum kringumstæðum. eftur tíu mínútur eða svo hringir hann. hann segir mér að dýnurnar hefðu komið. en þeir hefðu selt þær þar sem þær hefðu komið svo snemma. og pantað aðrar dýnur strax en þá hefðu komið rangar dýnur. og þeir ættu von á þeim " sennilega eitthverntíman í næstu viku" þetta var þriðjudagur þannig eitthverntíman í næstuviku gæti verið næstum hálfur mánuður. ég var frekar pirraður á þessu og sagðist ætla að hugsa málið. hann sagði þá "þú verður þá bara að láta mig vita (takið eftir þessu) hvort ég á að panta dýnurnar" þar sem ég var aldrei á þessum tíma baðin afsökunnar á þessu, var ég mjög reiður og pirraðu. maður á ekki að gera neitt ef maður er reiður þannig að ég ákvað að bíða til morguns og tala svo við yfirmanninn í versluninni. ég hringdi daginn eftir og hann sagði að hann hafi klúðrar sölunni og sagði mér aðra útgáfu af sögunni "hann sagði að þeir hafi fengið rangar dýnur og dýnurnar væru ekki til hjá betra bak og mundu koma aftur í byrjun eða um miðja næstu viku. en hann gæti lánað mér aðrar dýnur þangað til réttu dýnurnar kæmu. lánað mér dýnur ? hugsaði ég eru þetta þá dýnur sem eru sýnigadýnur sem gestir og gangandi eru búinir að liggja á, eða eru þetta söludýnur sem þeir ætla síðan að sleja öðrum eftir að hún hafi verið notuð í hálfan mánuð og selja þær þá á fullu verði ? ég var ösku illur og sagðist ætla að hugsa málið og ákvað að hringja í betra bak sjálfur og kanna málið. sú varð reyndin að konan hringdi og kom þá í ljós að það var til nóg af þessum dýnum og það var hægt að senda þær af stað strax daginn eftir. ég varð ösku reiður við heyra þetta og hringdi í verslunina aftur og sagði að þeir í betra bak hafti tjáð mér að þetta væri allt til og þeir gætu sent mér þetta stax daginn eftir. yfirmaðurinn varð mjög vandræðalegur og ég þakkaði honum kærlega fyrir viðskiptin. og benti honum á að það hefði verið það minnsta sem þeir hefðu getað gert hafi verið að biðjast afsökunnar. hann sagði þá "ég biðst afsökunnar á þessu" en maður tekur ekki mark á afsökunnarbeiðni sem kemur þegar maður segir að þeir hafi ekki sýnt sóma sinn í því að biðjast afsökunnar.
~ unnar, 09:40 |
ég er afskaplega pirraður núna.. meira um það síðar...
~ unnar, 18:27 |
helvit.isblogger búinn að vera með vesen og ekkirt hægt að pósta. fuss...
~ unnar, 23:04 |
ég var voða duglegur í dag. ég fór í sund og í sturtu og allt, skipti meiraðsegja um nærbuxur. svo réði ég leikstjóra fyrir leikfélagið og pantaði handrit sem við ætlum að skoða. mig er farið að hlakka rosalega mikið til að fara að undirbúa þetta allt. svo ætla ég að vera rosalega duglegur á morgun. ég ætla að parketleggja svefnherbergið og skella nýju dýnunum á rúmið, en til þess að þetta allt sé mögulegt þá þarf ég að fara að koma mér að sofa annars hef ég ekki orku í að gera handtak á morgun. annars er ég að spá í hvernig ég get gabbað fólk á morgun, ég verð að finna eitthvað brilljant. en ef ég þekki sjálfan mig rétt, þá dettur mér ekkert í hug sem er nógu trúlegt, en samt nógi fáránlegt til að það gæti verið fyndið. annars er dagurinn á morgunn uppáhalds fréttadagurinn minn. fólk getur verið svo ótrúla vitlaust að það hálfa.... jæja... ég í rúmið... núna...
~ unnar, 02:34 |
nú er eitthver vesön á bílnum mínum, eitthverjar leiðinda gangtruflanir. þeir sem hafa eitthvað vit á svoleiðiss mega allveg láta mig vita hvað gæti verið að. það er svo skrítið ég get gert við allskonar raftæki en þegar að kemur af vélum er ég allveg úti á þekju. já og svo er komment kerfið mitt bilað. þó ekki bilaðra en svo að það varntar bara fjölda kommenta. og ef eitthver veit hvernig ég get lagað það þá er hjálp vel þegin.
~ unnar, 09:13 |
ég náði aldeilis að sofa út. tólf tímar það er ekkerts smá. en ég sé að komment kerfið er farið í eitthverja steik.....ummmmm..... steik.......
~ unnar, 16:11 |
note to my self: unnar munda að vera ekki að horfa útum gluggan þegar þú ert setja kaffi í bollann þinn, hellir þá bara á hendina á þér og brennir þig.
~ unnar, 13:10 |
eitt sinn þegar ég var að vinna tölvusjoppuni var ég að þrífa hjá mér skjáinn og notaði eitthvað voða fínt sprey... allavega þá þreif ég skjá vinnufélaga svona í leiðinni af því ég var með spreyið á lofti.... allavega þá var einn vinnufélaginn með ótúlega kámugan skjá ég eitt ekki hvernig í ósköpunum hann fór að þessu, en hann var allur í fingraförum og ég veit ekki hvað og hvað. gæti verið að brönin hanns hafi verið að klappa skjánum eða eitthvað.... allavega þá kom upp lítill púki í mér og ég vandaði mig voða mikið að þrífa skjáinn hanns, en aðeins vinstri helimginn. svo leið tíminn og hann gerði enga athugasemd við þetta né þreif restina af skjánum. það var ekki fyrr en að honum var bent á þetta að hann tók eftir þessu en munurinn á þessu var samt töluverður.
~ unnar, 10:51 |
enter einn ritstjóra baggalúts brá sér á kvikmyndina nóa albínóa og skrifaði umfjöllum um myndina á baggalút. enter fjallaði ekki um stórkoslegan leik minn í myndini og varð ég svolítið sár að sjá ekki minnst á mig. þó svo ég sjáist bara smá. þá spilar það stórt í sögunni um nóa. varðandi hnífsdal þá lagði ég til við aðstendendur myndarinnar að myndað væri í hnífsdal en eitthvera hluta vegna sáð þeir ekki þá fegurð sem enter lýsir í umfjöllun sinni. ´hér til hliðar má sjá sorpbrennslustöðina á skarfaskeri, sem er eitt af þeim mannvirkjum sem hnífsdælingar eru stoltastir af. (mynd stolið af bb.is)
~ unnar, 10:09 |
siggi nú er víst búið að stofna samtök fyrir okkur nú getum við tekið upp gleði okkar aftur
~ unnar, 09:13 |
hann kalli hjá rf er þrítugur í dag. til hamingju kalli.
~ unnar, 08:17 |
ég hitti einn af leikurum í söngvaseiði á förnum vegi og hann tjáði mér það að herdís anna hafi verið fár veik á sýningunni sem ég fór á. ég skil þá vel að henni hafi ekki gengið betur en þetta. hver veit nema ég skelli mér bara aftur og sjái sýninguna dísa hefur náð sér.
~ unnar, 18:15 |
eftir að hafa lagt höfuðuð í bleyti í nokkra daga ákvað ég að skella mér í klippingu í dag. spurning var um hvort maður ætti að fara í klippingu eða að raka á sér höfuðið. það er svo skrítið. það virðist vera með okkur karlmenn að höfuðleðrið sé bligðunnarmesti staður líkamans. svo við tökum mig sem dæmi. ég get staðið nakinn uppá sviði án þess að þykja það neitt tiltöku mál en samt með þá staðreynd að ég er að verað sköllóttur meira mál hjá mér en að hundurðir manna hafa sérð mig nakinn á leiksýningu og rassinn á mér hafi sést á leiklistarvefnum en staðreyndin að sést hafi í skallablettinn minn á mynd eitthverstaðar var hrikaleg tilhugsun.
~ unnar, 22:25 |
~~hið ómþýða lag, þessi söngvaseiður~~ ég skelti mér á söngvaseið hjá ll og tónlistaskólanum ísafirði í gær. sýningin var stórkosleg þó maður hafi séð svona smávægilega galla hér og þar, þar má tildæmis nefna gítartöskuna sem af óskiljanlegum ástæðum var stödd í skóginum . í aðalhlutverkum voru guðrún jónsdóttir og guðmundur óskar reynisson, þau stóðu sig bæði með stökustu prýði, guðrún var að leik svolítið niðurfyrir sig en það kom ekki svo mikið að sök því maður gleymdi því allveg vegna góðrar túlkunar hennar á maríu. páll gunnar loftsson var óborganlegur í hlutverki max detweiler (frábært hár) helgi þór arason stóð sig ágætlega í hlutverki friðriks en átti samt engan stórleik. þórunn arna krisjánsdóttir heillaði mig allveg með leik sínum og leikgleðin var afgerandi hjá henni. herdís anna jónasdóttir virtist aldrei ná sér almennilega á strik, því miður. en dísa hefur leikið allveg yndilega þar sem ég hef séð hana. hinn ungi þorgeir jónsson í hlutverki kurt þótt mér mest hellandi af yngri börnunum. í tvemur atriðum í leikritinu vöknuðu augu mín örlítið, en það var í atriðunum þar sem van trapp fór að syngja með börnunum í fyrstaskipti og síðan þegar hann söng alparós. ég mæli með því að þeir sem hafa kost á að sjá þessa sýningu skelli sér við fyrsta tækifæri.
ég er að fara í mat til tengdó á eftir eins og venja síðan ég man ekki hvenær. það á að vera reykt svínakjöt í matinn. úbbs. ég fæ alltaf í magan af reyktu svíni. eins og mér þykir það nú gott. þannig að ég ætla bara að elda mér kjúlla. nú er ég búinn að vera að búa til brjálaða kryddsósu til að smyrja hann með. já svo er ég að fara á námskeið í sumar. mig er farið að hlakka smá til.
~ unnar, 15:11 |
ég ætlaði nú að rétta sólarhringinn við en oh boy. ég sofnaði inní sófa starx eftir að ég var búinn að borða í gærkvöldi áður en fréttirnar byrjuðu skreið svo inn í rúm og svaf til klukkan hálf tíju og glaðvaknaði þá. skemtilegt laugardagskvöld það... eða hvað ?
ég tók aðeins til í linkunum mínu. henti út þeim sem hafa ekki bloggað á þessu ári og færði líka dodda til, þar sem hann er hættur að blogga í bili og farin að nota síðuna sína í annað. einnig bætti ég einum bloggara við. en það er hún elsa hún er leikona af guðs náð og var einmitt í prófinu þegar ég fór á síðasta ári.
~ unnar, 14:13 |
eins og komið hefur fram hér oftar en ekki þá er ég óttalegur klaufi. eins og ég sagði frá í gær var ég að drekka rauðvín meðan ég hékk í tövuni meðan konan var í föndur klúbbnum. ég helti í glas og skrapp fram og ná í eitthvað sem ég man ekki hvað var. allavega. þegar ég kom aftur tókst ekki betur til en svo að ég rak mig í lyklaborðið og glasið valt ofaná gömlu góðu logitech músina mína. ég stökk til tók úr henni betteríin (hún er sko þráðlaus)skrúfaði hana í sundur skolaði af henni vínið og setti á ofn. en músin er soddan hænuhaus að hún þoldi ekki rauðvínið og dó. það var svosem kominn tími á hana. hún er búin að duga mér síðan nítjánhundruð nítíu og sjö. en ég brunaði og fékk mér aðra logiteck mús í staðin þráðlausa kúlulausa. svaka flotta. ég lenti samt í smá vandræðum með sendirinn. hann er víst töluvert viðkvæmari fyrir truflunum en sá gamli og það er allt pakkað af allskonar rafmagsndrasli hér útum allt þannig að ég var smá stund að finna stað þar sem hann gat verið til friðs.
~ unnar, 13:28 |