Ég er undarlegur en ágætur náungi fæddur nítjánhundruð sjötíu og fimm, er búsettur á Suðureyri og er með mikin áhuga á leiklist. Ég vinn hjá Hafró og stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
ég fann út hvað var að hrekkja síðuna mína. það var þarna mælirinn sem sagði hvað voru margir að skoða. ég tók það út hjá mér og henti óvart út linknum í gömlu færlslurnar líka... úbbss...
~ unnar, 15:51 |
ég tók eftir því nú í morgun að blogspot er eitthvarð að stríða okkur í dag. þannig að ég veit ekkert hvenær þetta sem ég skrifa nú verður sjánalegt. það var ótrúlegt hvað var mikið að skafa í morgun. ég hef bara sjaldan vitað annað eins. ég má svosem vera glaður, þetta er jú fyrsta skipti sem ég þarf að skafa í allan vetur. mikið var annar voðalegt að vakna í morgun. mér gekk nefnilega hroðalega ill að sofna ég vissi síðast af mér klukkan fimm í morgun. en með hjálp kaffis lifi ég dagin allveg af. ein af ástæðum þess að ég gat ekki sofnað var sú að svefnherbergið okkar var vígvöllur. allavega héldu kisurnar okkar það. ég henti þeim ekki fram einusinni heldur tvisvar. því þeir eru snillingar og setja það ekki fyrir sig að opna hurðir og sér í lagi þar sem ekki snérill á svefnherberginu þar sem hurðin þar er bara bráðabirgða og verðu það þangað til ég tími að kauða nýjar hurðir í allt húsið. kisurnar hafa haft leifi til að vera inní svefnherbergi þegar þeim langar og kúra oft með okkur þegar við förum að sofa en oh boy oh boy.. ég fer nú að endurskoða það í ljósi nýliðina atburða. þeir voru samt rosalega glaðir í morgun þegar ég kom fram þeir stóðu báðir og horfðu á mig og möluðu. hvernig getur maður annað en fyrirgefið svoleiðiss
~ unnar, 08:33 |
ólöf og doddi komu í gær og verða hjá okkur yfir áramótin. við doddi spiluðum tölvuleik frameftir allri nóttu og höfðum gaman og auðvitað vann doddi eins og venjulega. veit ekki afhveju en það er alltaf mikið auðveldara að vinna tölvuna heldur en dodda. svindl
~ unnar, 16:45 |
ég var bara nokkuð duglegur áðan, ég sparslaði loftið á baðinu hjá mér svo hægt sé að fara að mála, þannig er nefnilega að það hefur verið notuð léleg máning á loftið áður en ég málaði á sínum tíma, og þar sem þetta er baðherbergi er mikill raki oft þarna inn og komnar voru sprungur í málinguna. ég notaði sparsl sem ætlað eru fyrir svona herbergi, stóð uppá tröppuni minni og djöflaðist í þessu í sirka tvo tíma, ég er satt að segja orðinn svolítið aumur í hendini.
~ unnar, 15:55 |
jólasveinarnir eru greinilega ekki hættir að hrekkja þótt lítið hafi orðið vart við hrekki þirra síðustu ár. hér má lesa frétt um einn hrekk jólasveins sem endaði illa
~ unnar, 19:03 |
ég gaf konuni vaknað í brussel eftir betu rokk í ammælisgjöf og hún var árituð og allt, ég komst ekki sjálfur að hitta hana þegar hún kom þannig að ég fékk fiffa til að redda þessu fyrir mig sem hann gerði, og konan var mjög ánægð
~ unnar, 16:45 |
ég er kominn með myndir af hvalrekanum. hér er hetjan okkar að skoða skepnuna, hér er svo búið að flaka, þetta er ekkert líkt því þegar maður flakar ýsu. svo er hérnahetjan okkar að ransaka mallakúta
~ unnar, 22:29 |
við ákváðum bara að slá til og kaupa okkur parket á forstofuna í dag, nú er ég búinn að leggja parketið og á eftir að setja listana samt. ég bara nenni ekki að græja þá í dag. geri það bara á morgun áður en jólin skella á.
~ unnar, 22:11 |
já vel á minnst. konan á ammæli á morgun þann tuttugasta og fjórða desember. hún væri rosalega glöð ef hún fengi ammæliskveðjur í tölvupósti
~ unnar, 19:33 |
smá viðbætur við það sem ég sagði frá hér að neðan. rétt eftir að ég skirfaði það hljóp ég upp stigan í þróunarsetrinu þar sem ég vinn og tókst að detta í stiganum og lenda á vitlausabeininu. svo kíkti ég áðan í timbursölu húsasmiðjunnar og lét gera tilboð í parket á forstofuna hjá mér. allt gott með það að segja, en ég hringdi í konuna og fékk hana til að mæla hurðirnar með gerertum og öllu saman. þegar ég bað hana um þetta sagði hún "ha ? mæla með geirvörtunum ?" ég og palli vinur minn og tilburstjóri skelli hlóum af þessu og lappi hljóp til palla og vældi með. svo mældi hún þetta og gaf mér upp málið. svo mældi hún næstu hurð og sagði "þetta eru níutínu og sjö centimetrar með kömrunum" og aftur skeltum við þrír uppúr, ég er samt ekki viss um að lappi hafi skilið það sem fram fór, en hann skamtisér samt konunglega.
~ unnar, 15:39 |
hvernig getur einn maður verið svoa mikil klaufi ? um daginn tókst mér að stíka á glerbrot á báðum fótum í einu, eitt úr jólaseríuperu og annað úr eitthverju allt öðru svo opnaði ég poka í gær sem var heftaður saman og tókst þá að stinga heftir í kaf í puttann á mér. þetta var svosem ekkert stórslys. svona tvem tímum síðar skar ég mig á pappír sem ég tók úr prentaranum hjá konuni það var heldur ekki svo vont nema að ég fékk síðan eitthvað hreinsiefni á hendina bæði þar sem ég fékk heftið og þar sem ég skat mig. eg skolaði þetta bara og hélt áfram að stússast. þá gerist það að ég fer inn í eldhús og rek hausinn í skáphurð. ég fékk þar nóg af allri óheppnini. ég mætti síðan í vinnu í morgun og fór að vinna um borð í bát þar sem ég var að koma fyrir lögn að tölvu sem ég var að setja upp til þess að safna gögnum frá flokkara; ég var að negla upp kapal að tölvuni og tókst að negla tvistar sinnum á puttan á mér og ekki voru nema átta festingar. síðan tókst mér að renna til og fá járnplötu í bakið. ég veit ekki hvernig þetta endar.
~ unnar, 14:59 |
ég var staddur í bónus áðan. þar voru leikin jólalög úr hátalarakerfinu. þegar ég var staddur í leikfangadeildini hljómaði jólahjólið með sniglabandinu. ein starfstúlkan gengur þá framhjá á leið sinni inn á lagerinn og syngur með. ég sný mér að henni og segi uss! og hún horfir á mig og greinilega dauð brá en ég og konan skelli hlóum. ég vona bara að stelpu greyið hafi áttað sig á því að ég var bara að stríða henni.
~ unnar, 23:11 |
já eitt sem mér ljáðist að segja frá. lyktin. þó svo að hún hafi ekki verið mikil þá var hún ógeðslega vond. þannig að maður komst upp með að prumpa eina mikið og manni langaði án þess að tekið væri eftir því.
~ unnar, 01:36 |
ég fékk hringinu í gær í vinnuni um hvalreka á barðaströnd. ég fór og gerði allar græjur lilbúnar til þess að fara og skoða gripinn og taka sýni og mæla og svoleiðiss. síðan lögðum við hjalti af stað í morgun og vorum komnir á staðinn rétt uppúr hádegi. þegar við komum á staðinn sáum við að um var að ræða hnúfubak. hann var sennilega búinn að vera þarna í nokkrar vikur því aðeins var farið að slá í hann, en það var frost svo að lyktin var ekkert svakaleg. við mældum gripinn og var hann um ellefu metrar (ef ég man rétt) sem bendir til að ekki sé um fullorðið dýr að ræða. hann lá á maganum ofaní miðri á þannig að ekki var gott að komast að honum þannig að við gátum ekki ransakað allt sem við hefðum viljað. en við mældum hann og tókum fitulags sýni við reyndum að komast að maganum líka til þess að taka magasýni, en maginn var útkverfur þannig að ekkert var til að taka sýni af. við opnuðum samt skepnuna að hluta þannig að rebbi, krummi, máfur og vinir þeirra geta haldið gleðileg jól og fengið hátíðar mat. síðan fór ég að hjálpa henni tinnu að flytja og ekki tókst betur til en að ég klappaði kaktus eitthverra hlutavegna var bakki með katusum á pallinn á bílnum sem hluti búslóðarinnar var fluttur í og einmitt þar sem ég var að þvælast með hendurnar.
~ unnar, 00:04 |
það er kona að vinna í sama húsnæði og ég, bara hinumegin í húsinu sem er hundaþjálfari.hún kom yfir til okkar í dag í kaffi og tertu þannig var nebblilega að hollenskur strákur sem er að vinna eitthvað í sambandi við fjölmenningarsetrið átti tvítugs ammæli í dag. allavega hundaþjálfara konan kom með hund með sér sem hún var að útvega nýtt heimili. hún var að tala um að hann væri alltof feitur. en sagði svo að það væri ekkert mál að grenna hann. það þyrfti bara að skamta honum ákveðið mikið af mat og fara með hann út að labba. ehemm... ég held ég þetta sé bara það sama og mennirnir þurfa að gera til að grenna sig. eitt sem ég var að pæla. "jólaundirbúningur" eru það ekki bara jólanærföt ?
~ unnar, 23:18 |
ég sá loks auglýsinguna frá expert með ísskápnum þar sem fólk var að tala um að ég væri að leika í. og oh boy oh boy þetta hefði getað verið ég, ef ég hefði bætt á mig svona fimmtíu kíóum í viðbót. en mér brá samt. ég gæti svosem farið og reyna að rukka inn kaupið hjá þessum í auglýsinguni.
~ unnar, 19:07 |
já meðan ég man, hann fiffi átti ammæli í gær. nú verða allir að senda honum póst og óska honum til hamingju með áfangan.
ég ætlaði að vera rosalega fyndinn áðan og stofa nýja blogg síðu fyrir elísabetu veðurfræðing eða beturok og ætlaði að setja það á http://betarok.blogspot.com en því miður var annar búinn að stela hugmyndinni áður en ég fékk hana. svindl
~ unnar, 14:44 |
þónokkuð hefur orðið vart við veðurathuganir hérna í vinnuni, þó frá öðrum stofnunum en hafró. það er allavega hluti af fólkinu sem fer alltaf út á svalir eftir matar og kaffi tíma og einstakasinnum þar á milli. ég get ekki ímyndað mér annað en að það sé að gá til veðurs.
~ unnar, 10:13 |
soldið skondið. eftir að ég var búinn að heimsækja gaurinn frá marokkó þá fór ég að halda áfram að lesa pétur gaut og hvar haldiði að hann hafi verið staddur ? á suðurströnd marokó
~ unnar, 22:19 |
ég var skríðandi undir bryggju meirihlutan af eftirmiðdeginum í dag. eflaust hugsuðu margir sem sáu til mín, hvað er maðurinn að gera þarna prílandi undir bryggjuni ? og eflaust eitthað að því fólki sem les þetta velta því fyrir sér. það sem ég var að gera þarna var að skipta um sýnasafnara sem komið var fyrir þarna og einnig að veiða upp einn safnarann sem dottið hafði í sjóinn. það sem ég uppskar þarna annað en sýnin voru kaldar hendur, blautar buxur, blaut flíspeysa og allt ofantalið drullu síkítugt. síðan fór ég að sulla í formalíni og oh boy.. ég næstum grét vegna uppgufunarinnar af því, en auðvitað hefði ég átt að gæta mín betur.
~ unnar, 22:03 |
ótrúlegt hvað er komið mikið af jólaljósum og skrauti út um allt. sumt er mjög fallegt og vandlega til þess unnið en annað er hroðalegt. ég sá meðal annars á einum stað þar sem slönguseríum hafði einfaldlega verið hent upp í tré og láu eins og ég veit ekki hvað þetta var eginlega það ljótasta sem ég hef augum litið þar sem jólaljós eru annarsvegar. þetta er á þannig stað að þetta sést úr mikilli fjarlægð, fólk fer sérstaklega til þess að skoða þetta undur og getur ekki orðu bundist um hversu ljótt þetta sé. svo er annað fólk búið að skreita mjög vandlega. sem dæmi er heil gata á ísafirði úber skreitt og sérstaklega gaman að keyra hana. ég kíkti í heimsókn til manns sem er frá marakó og konunar hans sem er pólks. þau voru búin að setja upp jólatré og allt saman. það var svolítið öðruvísu en maður á að venjast. en fallegt var það. og svo hef ég sjaldan fengið eins gott kaffi og ég fékk hjá þeim. ég kíkti þangað til þess að gera við tölvuna hans. eftir að ég var búinn að skoða þetta sá ég að hann hafði fengið modem sem var að annari tengund en stóð á kassanum sem það kom í og þá ranga drivera ég fann auðvitað driverana fyrir hann og reddaði málinu. hann var auðvitað búinn að setja sig í samband við tölvusjoppuna sem hann fékk módemið hjá, en þeir sögðust ekkert getað hjálað honum. það var haldin smá bókmenntakynning í vinnuni á föstudagin og ýmsar bækur voru kynntar engin af þessum bókum höfðaði samt til mín, né hafði ég áhuga á að gefa þær í jólagjöf.
~ unnar, 07:52 |
ég fór í smá sjóferð í dag, var verð að lesa af síritandi hitamælum í álftafirði rétt um tvo tímar í það heila. annars er ekkert að frétta þannig að það er í raun ekkert að tala um hérna. ég er búinn að lesa deleríum búbónis og er að lesa pétur gaut. ég fann eina rullu í deleríum búbónis sem ég gæti hugsað mér að taka í blessuði inntökuprófinu. matseðill gærkvöldsins var: stroganoff. og matseðillinn í dag er pítsu, pasta, grænmetis og almennt djönk fúd hlaðborð á pizza sextíu og sjö
~ unnar, 13:49 |
matseðill dagsins: pasta og grænmeti
~ unnar, 12:34 |
sögusagnir af andláti acotæknivals eru stórlega ýktar.
~ unnar, 12:34 |
eitt stórveldið fallið í viðbót ? fyrst sovétríkin og svo acotæknival ? ég heyrði í fréttunum áðan að markaðir með hlutabréf hafi tekið hlutabréf í acotæknival af markaði. svo kom frétt um þetta kemur síðar.. ég held að þetta merki hreinlega að sá aðili sem veitt heimilum á íslandi fyrstu ódýru tölvurnar sé nú fallinn. hver man ekki eftir þegar að tækival færði okkuar hjondæ tölvurnar.
~ unnar, 12:01 |
matseðill kvöldsins: núðlur og kók.
~ unnar, 19:34 |
matseðill dagsins: kaffi og apótekara lakkrís
~ unnar, 13:07 |
þvílíkt át. ég hef sjaldan borðað eins mikið og í dag. ég byrjaði daginn í dag á því að fá mér samloku með steiktu nautakjöti, sveppum, lauk, sósu og allskonar gúmmúlaði. síðan fór ég í mat til tengdó og fékk steikt kjöt þar líka. ég kíkti til burkna vinar míns og gerði við tölvurnar á hans heimili og hann gaf mér smakk af hreindýrakjöti sem hafði verið í matinn hjá honum. mikið svakalega var það gott. síðan fór ég til einars og hjálpaði honum aðeins með sína vél. og þar fékk ég glás af harðfiski sem jói sem er að leigja hjá honum verkaði. og núna er ég bara alveg að springa.
~ unnar, 01:05 |
jólaveinarnir sem komu í bolungarvík í gær gáfu ekki bara nammi eins og flestir aðrir jólaveinar. þeir gáfu líka endurskyns merki eða "andaskinnsmerki" eisn og þeir kölluðu það en voru strax leiðréttir.
~ unnar, 18:51 |
jólasveina innkoman okkar hepnaðist frábærlega. okkur var vagnað af bæði ungum sem öldnum og við vorum þokkalega ánægðir sjálfir með afraksturinn.
~ unnar, 17:21 |
ég kíkti til gunnsteins í gærkvöldi og við sömdum smá prógram í fyrir jólasveina bissnesinn okkar við komum með fjögur lítil atriði sem við tvinnum saman. því ekkert er meira hallærislegt en jólasveinn sem veit ekkert hvað hann á að segja. auðvitað spinnur maður líka en ferðasögurnar er algjört möst.
~ unnar, 11:13 |
í kaffinu í morgun var boðið uppá enska jólaköku. kakan var bökuð fyrir mánuði síðan og hefur verið gefið púrtvín að drekka síðan. áður en kanan var borin fram var komið til mín með hana og ég fenginn til þess að vikta gripinn og vóg hún fjögur komma þrjú kíló. hún smakkaðist bara ágætlega. maður getur reindar bara rétt aðeins smakkað svona kökur þær eru svo brjálaðar að maður mundi fá ógeð ef maður fengi sér meira.
~ unnar, 09:58 |
sithy er nú farin að blogga á íslensku og ég uppfærði linkin hennar í nýju síðuna. til hamingju sithy
~ unnar, 15:56 |
á matseðli dagsins er: túnfiskur, kotasæla og bananar hræst saman. verði ykkur að góðu
~ unnar, 13:24 |
nú er búið að stöðva vinnslu í shusi verksmiðjunni sindraberg vegna vörusöfnunnar. það er leitt, því þetta er marg verðlaunuð vara. nú verða allir að leggjast á eitt og kaupa sér ice shusi það er nammi nammi gott.
~ unnar, 09:21 |
ok. ég er geit. ég kemst ekki í ræktina í þessari viku eins og ég var búinn að lofa sjálfum mér
~ unnar, 08:45 |
merkilegt með hvað það eru margir bílar sem eru ekki með stefnuljós. það er neflielga ekkert meira pirrandi en þegar maður er á hringtorgi sem er einbreitt og fólk gefur ekki stefnuljós útaf því sérstaklega ef það er bílalest og maður er kannski með sex til sjö bíla á eftir sér og stöðug umferð um hríngtorgið. já svo er annað ég var næstum búinn að lenda í hliðini á einum bíl í gær á þessu sama hringtorgi. það kom stór jebbi vaðandi inn á torgið án þess að kanna sérstaklega hvort eitthver umferð væri eða ekki. ég snarhemlaði og lét aðeins heyrast í horninu. og söng svo glaður og ánægður alla leiðina heim.
~ unnar, 08:19 |
ég og gunnsteinn kunningi minn erum að fara að taka að okkur að leika jólasveina þegar kveikt verður í jólatrénu í bolungarvík á laugardaginn. þess þarf vegna þess að sveinarnir sjálfir eru ekki komnit til bygða ennþá. ég var rétt í þessu að semja um graiðslu fyrir uppákomuna. það virðist vera að hætt að hóta konuni kærum líkamsmeiðingum eða nokkru öðru frá gamnaser gaurunum. við sjáum svo til hvað gerist. já svo verður maðir að hafa augun á fréttum stöðvar tvö í kvöld sjá hvort eitthvað gerist.
~ unnar, 14:03 |
ég vaknaði milli fimm og sex í morgun galvaskur, sofnaði reynar aftur og svaf til tuttugumínútur yfir sjö greip helðsluborvélina mína með vegna þess að ég var að fara að vinna aðeins um borð í togara þar sem ég þurfti á vélini að halda. ég mætti um borð gerði allt klárt, opnaði borvélartöskuna og þar var hleðslutækið aukabatteríið en engin borvél. hvað veldur því að þetta koma alltaf fyrir mig ?
~ unnar, 10:51 |
það eru bara læti kringum konuna mína núna og henni hótað kærum vegna þess að hún vildi ekki vera vændiskona fyrir gamnaser.com
~ unnar, 23:14 |
allt dettur nú fólki í hug. ætli fólk sem geri svona lagað hafi ekkert að gera ? en þetta var nú fyndið það er ekki það sko. ég náði rétt um sjöhundruð og fimmtíu stigum sem ekki nóg til að komast á lista en ég enni ekki að reyna aftur
~ unnar, 15:28 |
nú var ég að fá einstakt tilboð frá tævan mér var að bjóðasta áskrift (held ég) á blaði um barnaföt og barnavörur, sem heitir toma- toma (tommi tómatur ?) stundum dettur manni í hug að skipta um netfang. þetta er farið að verða svolítið þreytandi.
~ unnar, 10:09 |
ég lagði nokkrar vel valdar spurningar fyrir vini og vandræðamenn í svona fáránlegu prófi og enginn virðist þekkja mig nógu vel. hæsta einkun er áttatíu prósent.
~ unnar, 09:25 |
klaufaskapurinn er ótrúlegur. ég var að ræsa upp fartölvuna sem ég nota við fæðugreiningu og setti hana í samband og ætlaði að kveikja á henni. ekkert gerðist. ég reyndi nokkrumsinnum og ekkert gerðist. ég hafði grun um að sambandsleysi væri í rofanum og fór og rótaði ofan í skúffu og fann þar ákjósanlegt skrúfjárn. það ætti ekki að vera mikið mál fyrir mig að gera við eina fartölvu eða svo. ég snéri tölvuni upp á rönd og rak þar augun í læsingu sem læsri ræsai rofanum. ég skammaðist mín og stakk skrúfjárninu aftur ofan í skúffu. sem betur fer sá ekki nokkur maður til mín. ég held að ég verði bara að fara og fá mér kaffi.
~ unnar, 08:44 |
handritin sem ég var að panta verða að öllum líkindum sótt í dag. ég pantaði sporvagninn girnd, pétur gaut og deleríum búbónis svo var mér að detta í hug að leggjast í lestur á uppreins á ísafirði. ég held að það hafi verið gefið út í bók þannig að ég gæti nálgast það í næsta bókasafni. æji já það eru margir hlutir sem maður þarf að velta fyrir sér. nú getur maður líka valið meira skemtilegt fyrir prófið þar sem þarf að velja sér fjögur eintöl.
~ unnar, 08:12 |
eitt skil ég ekki. bjórframleiðendur framleiða sérstakann jólabjór og páskabjór og ég veit ekki hvað og hvað. hvað ætli sé málið ? er jólabjórinn blandaður með greini og páska bjórinn með páskaliljum ?
~ unnar, 15:17 |
hi-c...rétt í þessu var ég að koma heim af jólahlaðborði þróunarsetursins sem er einskonar sameginlegur staður fyrir ýmsa ríkisstarfsemi svo sem hafrannsóknarstofnunin,rannsóknarstofnun fiskiðnaðarinns, vinnueftirlitið, atvinnuþróunnarfélag vestfjarða, svæðisvinnumiðlun vestfjarða og fleira og fleira. þetta var hi-c....bara nokkuð gaman, ég þekti sem betur fer einn jólasvein sem mætti á staðinn með gítar og útbíttaði pökkum sem reindar gestirnir komu með sjálfir hi-c.... á staðnum var fortdrikku á vegum rannsóknarstofnun fiskiðnaðarinns og þróunnarsetursins sem var borið fram í tilraunaflöskum eða svoleiðiss. og svo var bjór í boð líka en auðvitað kom ég með rauðvín enda er það einn besti drykkur sem fundinn hefur verið upp hi-c....
~ unnar, 02:15 |
nú hef ég fengið tvö bréf í þessari frá bankamönnum í nígeríu sem eru í vandræðum með peningana sína af eitthverjum ástæðum. annað var ritað á mjög lélegri ensku með ágætis plotti, á hinu gat ég ekki séð neitt að enskuni, en blottið sökkaði. er ekki eitthver staður þar sem maður getur vísað svona bréfum á ? ég veit að yfirvöldum í nígeríu er nokkuð saman. þar eru brot í öðrum löndum en nígeríu ekki brot. hvernig sem þeir nú fá það út.
~ unnar, 08:28 |
spennandi dagur framundan. dagurinn byrjaði á því að ég misti af rútuni, eini dagurinn í þessari viku sem ætlaði að taka rútuna misti ég af henni. ótrúlegt. sem betur fer náði ég samband við hana auði birnu vinkonu mína og ég fæ far með henni yfir á ísafjörð. annars að fara að skreyta í þróunarsetrinu í dag allir að leggja sitt af mörkum til þess að fá jólastemmingu í húsið.
~ unnar, 07:47 |
nú hef ég hlotið nafnbótina jscp (jólasveinn certified professional) allavega eftir jólasveina námskeiðið sem ég fór á í gærkvöldi
~ unnar, 10:21 |
ég var að hringja í listaháskóla íslands áðan og þar kemur fram að það þarf að velja fjögur eintöl. öll þurfa að vera "leik texti" þannig að ég get ekki gerit eins og mig langaði að taka kvæði eftir edgar allan poe nema að ég hafi uppá leikgerð af kvæðum edgar allan poe ;) tímasetningin á þessu er á sama tíma og sound og music verður sýnt hjá litla leikklúbbnum á ísafirði þannig að útilokað er að ég geti tekið þátt. ég missi þar að leiðandi af ferlinu.
~ unnar, 15:52 |
ég var að hringa í tilkynningarskyldu íslenskra skipa vegna vinnunnar og fletti henni upp í símaskránni þar fann ég þetta. flest er nú til
~ unnar, 13:21 |
nú hefur hann haukur verið færður úr liðnum vinir og vandræðamenn sem ekki blogga og í blggara linkana en betur má ef duga skal haukur minn. já og svo tók ég linkinn í leoncie út, húmorinn í því var orðinn hálf slappur
~ unnar, 12:48 |
loksins. fyrir tveð til þrem árum var tekið niður hraðasklilti við suðureyri vegna framkvæmda. eftir að skiltið hafði ekki verið upp í þónokkuð langan tíma hafði ég samband við vegagerðina á ísafirði vegna málsins og benti þeim á að logboðinn hraði væri þrjátíu og fimm kílómetrar á klukkustund, en þar sem aðeins væri þéttbýlisskliti segði það til um fimmtíu kílómetra á klukkustund og það vær of mikill hraði fyrir þröngar götur á suðureyri þar sem krakkar eru á leik. ástæða þess að ég hafði samband við vegagerðina var sú að viðkomandi gata er þjóðvegur í þéttbýli. ég var beðinn að hinkra í símanum og eftir stutta stund var mér tjáð að þetta væri mál ísafjarðarbæjar þar sem viðkomandi skilti ætti að vera fyrir innan þéttbýlisskiltið og þá væri þetta komið úr verkahring vegagerðarinnar. stuttu síðar var ég að störfum í stjórnsýsluhúsinu á ísafirði og fór inn á tæknideild og bar þetta upp fyrir þá verandi bæjartæknifræðing. hann tjáði mér að hann ætlaði að láta bæta úr þessu. ég veit að málin ganga hægt í kerfinu þannig að ég sýndi biðlund þó nokkurn tíma. töluvert seinna hættir bæjartæknifræðinugurinn störfum hjá ísafjarðarbæ. eftir þetta hitt ég báða starfsmenn tæknideildar, í sitthvoru lagi þó,og ýtreka málið við þá segjast þeir ælta að koma málinu af stað. ég bíð í nokkra mánuði í viðbót án þess að nokkuð gerist. þá er komið að bogarafundi á suðureyri á vegum umhverfisnefndar ísafjarðarbæjar um framkvæmdir á suðureyri. þar er staddur bæjarstjórinn í ísafjararbæ og starfsmenn tækideildar auk umhverfisnefnar og í henni situr fulltrúi vegagerðarinnar. ég ber málið upp á þeim fundi og fékk vilyrði fyrir úrbótum. ekkert gerist í nokkra mánuði í viðbót. þá sendi ég tölvupóst til bæjarstjóra og tæknideildar. þá fékk ég svar frábæjarstjóra og síðan tæknideild þar var sagt að þetta væri í verkahring vegagerðarinnar en ekki bæjarinns þar sem þetta er þjóðvegur í þéttbýli en tæknideild muni ýta á eftir framkvæmdum málsins við vegagerðina. ég svara bréfininu frá tæknideild og sagði þá frá upplýsingunum sem ég fékk frá vegagerðini á sínum tíma. ég fékk síðan hringinu í morgun þar sem mér var sagt að verið væri að setja upp þrjátíu og fimm skilti á sitthvorum enda bæjarinns.
~ unnar, 11:56 |
hvað er að ? ég fór á fund hjá menningarmálanefnd ísafjarðarbæjar í gær og mætti klukkan fimmtan þrjátíu og var þá búinn að hlaða bílinn minn ag þeim hlutum sem ég þurfti að taka með mér í fiskimælingu sem ég ælaði að gera eftir kvöldmat. ég kláraði fundinn og lagði af stað heim, ég ælaði sko að fara í mælingu á suðureyri. ég var kominn út út göngunum suðureyrarmeginn þegar ég uppgvötaði að ég var ekki með mælibrettið meðferðis. ég snéri við og kom við hjá hjalta og ætlaði að fá lykil hjá honum þar sem minn lykill passar ekki, og ekki virðist vera til rétta lyklaefnið á ísafirði (það minnir mig á að ég verð að fá lánaðann auka lykir eitthverstaðar.) hann var þá með einn mælibretti út í skúr hjá sér og ég tók það bara með mér. ég fór síðan heim og fékk mér að borða og skelti mér svo inðrí frystihús og fékk þar aðstöðu. ég tók þá eftir að ég var ekki með framlenginarsnúruna né snúruna í tölvutöskuna ég skaust þá og fékk lánaða nógu langa snúru og mixaði snúru í fartölvuna. svo kom ég öllum græjunum upp og þá sá ég að ég hafði skilið sjó stakkinn minn eftir heima líka. manni er hreinlega ekki viðbjargandi. hvað var ég að hugsa svona mikið í gær ?
~ unnar, 11:29 |
ég er búinn að vera að hugsa um leiklist allveg frá því að ég vaknaði í morgun. ég hef verið hálf utanvið mig af þessu öllu saman. ég er tildæmis að huga um hvernig ég geti bætt leikhæfni mína, það er tildæmis hægt með hugarfari. þegar ég er að leika er ég í raun bara að segja sögu, til þess að verða leikari í betri kantinum verður maður að vera trúverðugur og vita nákvæmlega hvað er að gerast í sögunni, ef maður er ekki viss í sinni sök ferður maður ekki trúverðugur. og hver vill heyra sögu sem hann trúir ekki. það sem maður þarf að leggja í þetta rökhugsun, athyggli, áhugi, meðvitund og tilfiningar svo eitthvað nefnt. tilfinningaran eru að mínu mati stæðist þátturinn í leiklistinni ef maður gefur ekki þeim sem maður leikur tilfinningar sem við á verður karakterinn flatur. tilfinningarnar skapa í raun þann karakter sem maður er að leika. ef maður hatar karakterinn ber hann þess augljósan vott og verður karakterinn þá (ef vel tekst til) hataður af áhorfendum og meðleikendum. sama má nefna um aðrar tilfinningar, svosem ást, vorkun, aðdáun og svo framnesvegis. þegar ég er að leika hugsa ég líka mikið um hvað karakterinn mundi gera við ákveðnar aðstæður, þá er ég að tala um litlu hlutina, eitt klór bakvið eyrað getur sem dæmi verið eitt lítið smá atriði af mörgum sem skapa ákveðna heild. ég hef ávalt auk þessa ýkt allt sem ég geri á sviði örlítið, ef ég geri of mikið verður það klúðurslegt og óeðlilegt. semsagt, vitsmunir hæfni og útsjónasemi verður ekki trúverðug án tilfinninga. æji hvað þetta verður nú leiðinlegt fyrir fólk að lesa
~ unnar, 14:00 |
ætli árni johnsen og ástþór magnússon fari nú í sérframboð til alþingis kosningana í vor. þeir eru jú komnir með sameginlega kostningaskrifstofu.
~ unnar, 22:45 |
ég er búinn að taka ákvörðun. mánudaginn annan desember ætla ég að byrja að fara í ræktina. ég ætla þó að gefa mér tvo til þrjá daga til að hafa uppá að hlaupa vegna vinnu og svoleiðis, en ef ég kem mér ekki út í þetta á þessum tímapunkti er ég geit.
~ unnar, 12:01 |
ég var aðeins að laga til síðuna mína. ég er geit í html þannig að ég var smá stund að prófa mig áfram en það hafðist á endanum. ég var að færa liðin "ég í fréttum" til hæfri til að hafa smá jafnvægi á síðunni
~ unnar, 03:25 |
ég var að bæta henni iðunni í bloggara linkana mína, og kíkti svo í leiðinni á síðuna hennar, og hún var þá bara búin að bæta mér líka við sinn lista. svona er þetta.
~ unnar, 00:19 |
ég var að sækja mér áðan á kazaa öll verka william shakespeare í einu word skjali sem eru tvöþúsund fjörutíu og ein blaðsíða. þarna er mikið af skemtilegum hlutum og get ég haft þetta til hliðsjónar um hvaða handrit ég ætti að kaupa mér. auðvitað væri frábært að eiga allt safnið, ég á nún þegar hamlet danaprins, draumur á jónsmessunótt, og rómeó og júlía.
~ unnar, 20:46 |
það virðist vera svona hálfergt minninga blogg hjá mér þessa dagana.fyrir nokkrum árum fékk stúlka rétt undir tvítugu vinnu við frystihúsið á suðureyri. hún var búsett í reykjavík og kom með flugi til ísafjarðar. hún hafði verið án atvinnu í þónokkrun tíma og átt ekki mikla peninga milli handana. á suðureyri átti að taka á móti henni þegar hún kæmi og henni sýnd verðbúðin sem hún átti að fá herbergi á. hún tekur leigubíl fyrir síðasta peninginn sinn og segir bílstjóranum hver áfanga staðurinn ætti að vera hann segir henni að á þeim stað sem hún tali um sé ekki frystihús heldur rækjuverksmiðja, hún þrætir fyrir það og biður hann að keyra sér þangað samt sem áður.. hún er með tvær stórar töskur með sér og eitthvað af pokum með sínum persónulegu munum. leigubíllinn stoppar svo fyrir utan sjávarútvegsfyrirtækið á staðnum. hún borgar fer út og inn í fyrirtækið. þegar þangað er komið kannaðist engin við að ráðin hafi verið stúlka til starfa. kom þá í ljós að hún hafði sagt súðavík við bílstjórann en ekki suðureyri. starfsfólk rækjuverksmiðjunar í súðavík tók hinsvegar vel á móti henni og leitaði svo að því fyrirtæki sem hún hafði verið ráðin til fyrir hana, vegna þess að hún hafði ekki hugmynd um hvert hún hafði verið ráðin fyrst það var ekki súðavík. eftir nokkrar hringingar tókst loks að hafa uppá fyrirtækinu og var hún sótt til súðavíkur.
~ unnar, 15:44 |
hún geimveira vinkona mín sendi mér áðan url í nokkrar síður með eintölum. þakka þér fyrir geimveira ég er mjög þakklátur fyrir þessa sendingu.
~ unnar, 13:27 |
merkilegt. ég var búinn að óska eftir svona msn status kerfi einusinni og ekkert gerðist. þetta virkar þannig að maður fær uppkall frá ákveðnu netfangi og verður að hafa það netfang í contact listanum. ég nenti ekki að bíða lengur og fékk mér bara annan status server. en núna rúmlega tvemur vikum síðar kemur uppkall frá netfanginu. merkilegt.
~ unnar, 13:00 |
matseljan hér í þróunnarsetrinu var ekki í vinnu í dag. þar að leiðandi var ekki matur í boði þannig að ég skrölti út í sjoppu og fjárfesti í samloku og mix. samlokan var hálf þur og mixið volt. en ég át þetta bara samt.
~ unnar, 12:43 |
ég veit ekki afhverju ég er ekki bara heima hjá mér, ég er með kvef og hita og er búinn að vera svoleiðis í nokkra daga. afhverju er maður alltaf að mæta í vinnuna þó maður sé veikur ? það er ekki eins og maður viti ekki að maður verður bara lengur veikur ef maður tekur því ekki rólega. hún iðunn sagði mér að ég ætti að skammast mín fyrir að vera ekki bara heima. en ég skammast mín ekkert.
~ unnar, 12:29 |
ég er búinn að vera að glugga í ríkharð þriðja, en því miður er ríkharður þriðji ekki í bundnu máli þannig að ég verð að fara að leita betur. er ekki othello í bundnu ? ég ætti kannski að kíkja á það. annars gæti ég alltaf tekið köttinn með höttinn
~ unnar, 11:42 |
hjalti yfirmaðurinn minn kom svífandi hérna inn í morgun. hann bauð mér í slátur í gær þar sem ég fór ekki heim vegna þess að ég þurfti að fara á fund á ísafirði. rétt eftir að ég fór byrjaði konan hans að fá hríðir. og seint í gærkvödi fæddis svo lítill strákur. nú verður hjalti í burtu í eitthvern tíma og sé um útibúið á meðan. allt gott um það að segja svosem. fundurinn var bara nokkuð skemmtilegur, þetta var fundur hjá "í túninu heim" sem er einskonar saumaklúbbur mjá nokkrum menningarspírum á svæðinu, þar spjöllum við um menningarmál, hvað við höfum verið að vinna að í menningarmálum og svo framvegis. góður gestur kom á fundinn það var eyvindur p. eiríksson rithöfundur og ljóðskáld. ræddi hann aðeins um bækur sínar og hvað hann væri að hafast við um þessar mundir. ég drakk allveg endalust af kaffi og gæddi mér á smákökum.
~ unnar, 11:34 |
ég ætla að byrja að lesa ríkharð þriðja á eftir og skoða hvort það sé ekki bara launsin hjá mér
~ unnar, 21:03 |
ohhh froturinn á gemsanum mínum er brotinn ég veit ekkert hverng þetta gerðist en ég ferlega svekur yfir því hvað ætli svona frontur kosti ?
~ unnar, 12:39 |
æj mig auman. ég vaknaði í morgun og mér leið eins og ég hafi borðað skopparabolta og hann væri fastur í hálsinum á mér. ég fékk mér heitt vatn að drekka og brunaði svo af stað í vinnuna. ég uppgvötaði þegar ég var kominn vel af stað að bensín ljósið logaði. ég mundi þá eftir að það hafði líka gert það í gærmorgun. ég ákvað samt að halda áfram enda klukkan orðin markt og ég að verað of seinn í vinnuna ég brunaði þessa tuttugu og fimm kílómetra og slapp inn á bensínstöð og tók bensín og hálstöflur. síðan þegar ég byrjaði að vinna fann ég að ég var með hita líka. ég fór þá ofaní skúffu hjá mér (ég fór sko ekki ofaní skúffuna, heldur setti bara hendina ofaní) og náði í íbúfen og fékk mér, eftir stutta stund leið mér ögn betur. ég bara nenni ekki að verða veikur. síðan fékk ég tölvupóst frá honum togga leiklistagagnrýnandans hjá mogganum sem ég er málkunnugur. ég bað hann nefnilega að ráðleggja mér með eintöl í bundnu máli. hann benti mér á nokkur sem ég ætla að skoða. ég ætti kannski að hafa samband vð listaháskólan og spurjast fyrir um hvernig reglurnar eru í ár því þetta er jú ekki alltaf eins. mig langar nefnilega svakalega að taka eitthvað eftir edgar allan poe.
~ unnar, 10:07 |
ég var að spila risk við þá einar og óskar. ég fékk það mission að eiða gula hernum sem einar var að stjórna ég ég komst ómögulega til hanns svo ég fór bara að mjalla mér yfirráðarsvæði og var að spá í heimsyfirráð eins og ég geri stundum og byrjaði á því að ná norður ameríku og síðan suðurameríku og afríku byrjaði svo að mjatla evrópu. svo náði ég að rúlla yfir evrópu og asíu í sama törnig óskar var þá í ástralíu en ég sneiddi framhjá honum og kláraði bara, enda klukkan orðinn hellingur. það kom jafnvel til tals að halda suðureyrarkeppni í risk
~ unnar, 23:42 |
það er allveg ferlegt þegar manni vantar allveg svakalega að pissa.. maður er svona allveg í spreng og stekkur inn á klósett í vinnunni og uppgvötar að það er eitthver nýbúinn að á klósettinu og skyldi eftir svona frábæra lykt
~ unnar, 15:02 |
ég fór í fiskimælingu áðan í hg þar sem ég var að vinna einusinni, stóð þar við flökunarvél allan daginn. staðurinn hafði tekið töluverðum breytingum síðan ég kom þarna síðast. sem er raunar ekkert svo langt síðan. ég var nefnilega að þjónusta tölvukerfið þarna þegar ég var að vinna við slíkt en þá var ég aðalega að vinna eftir að allri vinnslu var hætt og allir farnir heima nema einn og einn steinbítur og þorskur. allavega þá hitti ég nokkra af mínum fornu vinnufélögum og var undir reglulegu eftirliti frá "pétri poppins" (hann er eldri maður sjötíu of tveggja ef ég man rétt.(poppins nafnbótina fékk hann eitthverntíma þegar hann var í löndun rétt um nítjánhudruð og áttatíu, en hann var þá í gamalli götóttir skítugri ullarpeysu og var að djöflast niðri í lest(hann sko vann frekar með látum en skynsemi og hélt að hlutirnir gengu hraðar svoleiðiss) meðan var verið að kara(setja tóm kör niður í lest eftir að öllum fiski hefur verið komið í land) menan var verið að hífa krókana upp aftur tóks svo vel til að það húkkaðist í eitt gatið að peysni hanns péturs og hann flaug upp eins og mary poppins) (pétur er handflakari þaran í fyrirtækinu og er líka á marningsvélinni (svona einkonar hakkavél fyrir "ruslið" úr fiskinum(svona afskurð) en skilur að bein og fisk... eða svoleiðis) (nú man ég ekki hvað ég átti efitr að loka mörgum svigum þannig að ég loka bara slatta))) allavega þá sagði pétur við mig "ég er bara að skoða hvort þú gerir þetta ekki rétt." og ég svaraði "og stendi ég mig ekki bara með stökustu príði" þá sagði pétur "ég veit það ekki, ég kann þetta ekki" þannig var nú það. pétur átti það til að segja okkur sögur af síldini þegar við vorum í kaffi. við haukur vinur minn sem var einmitt að vinna með mér á þessum tíma vorum farnir að kunna margar af þessum sögum utanbókar, ef við kunnum þær ekki þá vissum við að það endaði á "og jóakim varð allveg brjálaður"
~ unnar, 14:09 |
argg.. mig langar svo í bubble shooter en ég ætla að standast þetta. annar er ég búinn að vera að spjalla meira við stúlkuna sem datt inn á msnið mitt í gegnum
msn hnappinn hér á síðunni og hún er bara nokkuð skemmtileg.
~ unnar, 23:27 |
það er ógeðslega vont að stinga sig á rækjuspjóti sérsaklega ef rækjan er frosin. ég var að þýða upp sýni til mælingar og kyngreiningar í vinnunni og ekki vildi betur til en að ég stakk mig beint í puttann á einni rækjunni og puttinn varð allur rauður og þrútinn. æji ég ætti ekkert að vera að væla yfir þessu. þetta var ekkert stórslys. ég borðaði rollu andlit í kvöldmatinn með karpellumús og svo horfði ég á time machine, svosem ágæt mynd svona ágæt afþreying.
~ unnar, 21:41 |
jæja ég ætla að byrja á því á morgun að venja mig af bubble shooter
~ unnar, 00:38 |
það var að detta inn á msnið hjá mér stúlka frá hafnarfirði hún kom í gegnum "bæta mér á msn" linkinn á síðunni minni. við áttum saman stutt, en skemmtilegt spjall. annar er ég orðinn háður bubble shooter það er hroðalegt. þetta er svona leikur sem maður á ekki að spila. helgin er hreinlega búin að fjúka í burtu með bubble shooter. ég reyndi að fara að spila settlers fjögur í staðin en allt kom fyrir ekki. ég hafði ekki þolinmæði í það heldur fór aftur að spila bubble shooter áður en ég vissi af.
~ unnar, 23:21 |
ég vaknaði fyrir allar aldir í dag. svona rétt um klukkan tvö, brunaði yfir á ísafjörð og þá var bara systir mín þar með þrjú yngstu börnin sín (hún á sko fimm stikki) svo fórum við inn í kirkjugarð og settum blóm og kerti og svoleiðiss á leiðið hjá pabba. síðan var smá kaffi og kökur hjá mömmu vegna þess að pabbi hefði átt afmæli í dag. ég hámaði í mig allar kræsingarnar sem í boði voru nema náttúrulega heita réttinn með aspasnum
~ unnar, 00:08 |
já annað sem ég tók eftir í bónus. spidermankallar. hvað er díllinn með að að hafa spædermann á snjóbretti, í fallhlíf, kafarabúning og í skriðdreka og mismunandi búning utan um lóa búninginn hans, síðan sá ég ekki neina aðra kalla með, hvernig á að leika sér með þetta ? þegar ég var á þeim aldi að leika mér með svona lagað var ég að leika mér með star wars dót þar var aragrúi af köllum sem tilheyrðu bæði þeim góðu og þeim illu og svo voru svona nutral kallar líka. á þeim tíma byggði maður upp hin frábærustu plot sem sögur fara af bæði firr og síðar, en hvað er hægt að plotta með einn kall í mismundi búningum utanum lóa búningin. það er ekki einusinni peter parker undir heldur spæderman. hvernig er hægt að plotta með þetta ? minn spædermann lemur vonadsæpermann og bjargar þínum spædermann og saman fara þeir og koma í veg fyrir hin illu áform spædermann konungsins. ég meina börn eru ekki fífl.
~ unnar, 23:14 |
einusinni vorum við haukur vinur minn á rúntinum og stoppuðum aðeins í sjoppu með bílalúgu og ætluðum að fá okkur pulsu og kók eins og okkur var von og vísa. kom þá ungur drengur labbandi sem einmitt var að vinna með okkur bankaði hann á rúðuna á bílnum hans hauks farþega megin þar sem ég sat. ég leit á hann og þóttist ekkert skilja í neinu þegar hann benti mér á að skrúfa niður rúðuna og vinkaði honum bara vinalega enda héldum við að hann væri einungis að reyna að útvega sér fría bílferð. eftir mikið handapat og læti sem stóð yfir í sirka tíu mínútur skrúfað ég niður rúðuna þar sem hann var orðinn frekar pirraður að sjá. þá sagði hann "ég er spúkímaðurinn" og gekk á braut og hvarf út í myrkrið. ég og haukur næstum dómum úr hlátri eftir þessi orð. enn í dag nærumst við haukur á þessu og þegar við ræðum saman er oft setningunni "ég er spúkímaðurinn" fleygt.
~ unnar, 20:04 |
ég sá eitt þónokkuð skondið í bónus áðan. ég sá kassa af kubbum sem litu út svipað, eða næstum eins og lego nema að það hét kobi það hljómar bara næstum allveg eins og copy ætli það sé tilviljun ? konana hans hjalta í vinnuni er ólétt og átti að eiga í dag, það er ekki laust við að maður sjái hjalta ganga í laus lofti þessa dagana. það er alvega allveg augljóst að það er kominn þónokkur spenningur í hann. þetta er, að ég held þriðja barnið hans. ég tók tvær rækjumælingar í dag og kláraði magasýnin frá bát sem notar ekki nóg af isóprópanólinu sem hann á að nota og þessvegna er þetta mjög illa fixerað. það er nú loks búið þannig að við tekur bara tóm hamingja í fæðurannsóknum þorsks.
~ unnar, 18:30 |
lítil seta var við tölvuna í dag. ég fór í fiskmælingu í bolungarvík í dag og lærði meðal annars að kyngreina bolfiska og kynþroskagreina svo fékk ég matarbita á finnabæ í boði hafró það var súpa og kjúklingasniddsel. það var ekki svo slæmt, en svo fékk ég frábært kaffi á eftir.
~ unnar, 17:39 |
mér áskotnaðist apparat diskurinn í gær þetta er frábær diskur. ég mæli með honum. annars er ég búinn að vera að hlusta á hljóðbók sem heitir ring world sem er vísindaskláldsaga, hún er eginlega allveg frábær. mæli með henni líka, já og popp með arómat mæli líka með því og svo mæli ég með kók með klaka
~ unnar, 21:42 |
bara svona svo það sé á hreinu,þá er ferlega vont að hella kaffi yfir hendina á sér. þannig að ef þið eruð að spá í að reyna það, þá mæli ég með því að því sé slept. fiskibollur í matinn í dag ég hefði svosem kostið nautasteik en ég held að ég fái ekki nautasteik fyrir þrjúhundruð kall. eitt er búið að vera að pirra mig þónokkurn tíma. ég keyrði hringinn fyrir nokkru og stoppaði við mývatn, tókbensín borðaði smá og fjárfesti í þessum fína harðfisk poka sem stóð á stórum stöfum "vestfirskur harðfiskur" enda er harðfiskur frá vestfjörðum besti harðfiskur í heimi. ástæðan fyrir því er að á vestfjörðum er heimskautaloftslag það er ekki mikið kaldara heldur en annarstðar á landinu heldur er loftið mun þurrara heldur en á öðrum landsvæðum. eftir þónokkra keyrslu fór ég að gæða mér á harðfiskinum og fann þá strax að um "hraðfisk" var að ræða, sem er harðfiskur sem þurkaður er með loftblásara og oftast með blæstri sem er um tíu gráður. ég fór svo að lesa á pokan og kom þá í ljós að harfiskurinni var verkaður á blönduósi. ég velti fyrir mér. má þetta ? eru þetta ekki vörusvik ? þetta er nú samt ekki merkileg vara, en ég valdi sérstaklega þennan boka vegna heiti vörunnar.
~ unnar, 12:37 |
ég lá bara heima í veikindum gær. uss uss uss..
~ unnar, 08:38 |
jæja nú er ég búinn að fixa msn statusin
~ unnar, 21:47 |
hann doddi er alveg ágætur. ég mæli með að þið lesið jóla röflið hans.
~ unnar, 20:51 |
ég hef veri að spá í hvað ég gæti tekið í inntökuprófinu í listaháskóla íslands ég held ég sé dottinn niður á annað eintalið, svo er það eintalið sem á að vera í bundnu máli, þar er ég alveg lost. ég veit ekkert hvað ég á að taka. ég var svona að vona að ég gæti tekið eitthvað eftir edgar allan poe, en ég veit ekki hvort það sé leyfilegt. allavega var það svoleiðis síðast að textinn þurfti að vera leiktexti, semsagt út leikriti og þá tók ég eitt uppáhalds atriðið mitt úr draum á jónsmessunótt þar sem að bokki segir óberon frá prakkarastrikum sínum. ef þið þarna úti hafið eitthvað vit á þessum hlutum þá er ég opinn fyrir tillögum.
~ unnar, 20:38 |
hvaða áhrif hafa hugarfarsbreytingar, pólitískar breytingar, og mannvirki á veðurfar hér á landi ? jú,ég skal nefna hér nokkur dæmi. við fall járntjaldsins breytist veðurfar hér á landi tölvuert, við þetta fót meðal annars að hlýna mikið hér við landið, en aftur á móti fór að verða mun meiri vindur á landinu. síðan eftir að berlínarmúrinn féll hefur ekki snjóað að ráði á landinu. merkilegt að veðurstofan hafi ekki sagt frá þessu á vef sínum.
~ unnar, 19:38 |
cease to resist, giving my goodbye
drive my car into the ocean
you think im dead, but i sail away
on a wave of mutilation
a wave
wave
ég byrjaði á því að gær þegar ég kom heim að hamast við að reyna að bjarga gögnunum af harðadisknum yfir á þann nýa sem ég var að kaupa. ég var að moka gögnum frá klukkan níu og til hálf þrjú og fór þá að sofa og lét tölvuna moka á meðan. í morgun klukkan níu gáði ég að því hvort það sem ég hafði verið að moka yfir hefði ekki allt komist, það var svo. síðan skaust ég yfir á ísafjörð og tók þátt í slysavarnaræfingu þar sem svisettur var þriggja bíla árekstur þar sem rúta og vörubíll lentu saman og fólksbíll lenti aftaná rótunni. ég var í fólksbílnum og þurfir að klippa okkur út. ég slapp nokkuð vel við að vera út ataður í kindablóði og var ekki með nein sár heldur var bara fölur og með blóð í munnvikjum sem átti að vera vegna brjóstáverka. ég var næst síðastur af slysstað. þetta var bara nokkuð gaman allt saman, og ég vona að þetta hafi verið gagnlegt fyrir alla aðila. síðan þegar ég kom heim hófts ég handa við að moka gögnum á milli aftur. sennilega hef ég náð svona sjötíu prósent af gögnunum. og náði ölli mikilvægasta. síðan kom tinna vinkona konunnar í heimsókn. ég lét eins og fífl og hélt uppi fjörinu á meðan. reyndar held ég að þær hafi ekki verið mjög hrifnar. svo þegar tinna var farin hófumst við konan handa við að elda. við djúpsteiktum smokkfisk og skötusel. nú er ég bara saddur og sæll.
~ unnar, 20:37 |
í matartímanum ákvað ég að kíkja í samkaup og fá mér úr eitthvað úr gerlaborðinu (sallatbarnum) og settist upp í bílinn og byrjaði að bakka út úr stæðinu. næsti bíll við hliðina var frekar nálægt, þannig að ég hafði hugan við hann til að byrja með. rétt áður en það varð of seint sá ég að ég var næstum búinn að bakka á lyftara með timburbúnt sem var að koma út út timburporti húsasmiðjunar og á honum var palli vinur minn og menningarspíra og hundurinn og leikarinn lappi. ég rétt náði að bremsa áður en óhapp varð. annar sé ég fyrir mér greinarnar í blöðunum ef ég hefði ekki bremsað "lyftarabretti bakkar á lyftara" sem aðal frétt á forsíðu.
~ unnar, 17:44 |
ég og hjalti sem er yfirmaður minn í vinnuni vorum í svaka stönti í dag. við vorum að skipta um síritandai hitamælir sem festur er á bryggju þar sem mikill straumur er og við komums að því að rörið sem var til þess að varðveita mælirinn var brotið og við þurftum að skipta um það og til þess þurftum við að fara mjög neðarlega á bryggjuna til þess að losa baulurnar sem héldu rörinu og sú varð raunin að við útbjuggum rólu sem var látin síga niður með lyftara og þar stat hjaltiana jones í flot galla og losaði bauluranr og ég í hafnarstiganum í vöðlum og vann þar við að losa og herða baulurnar. mér finnst að við ættum að fá stunt bónus fyrir þetta vegna þess að við vorum báðir um tíma ofan í sjónum að vinna.
~ unnar, 21:38 |
merkilegt með þennan msn startus. þetta virðist bara virka stundum. en so be it. þetta er frítt og ekki blá nauðsinlegt.
~ unnar, 13:26 |
fyrir þá sem eru að fara að kaupa sér tölvubúnað vil ég endilega var við nokkrum hlutum. ég fjárfesti í ibm hörðum diski í febrúar tvöþúsund og eitt samkvæmt síðu ibm segir að á harða disknum mínum sé þriggjá ára ábyrgð, sá aðili sem seldi mér diskinn segir mér að þeir geti bara veitt eins árs ábyrgð á disknum þar sem þeirra byrgi veit bara eins árs ábyrgð. ég hafði þá samband við byrgjan og þar var mér tjáð að ekki væri veitt lengri ábyrgð en eitt ár frá þeim, sem og þeirra byrgja í útlandinu. ég benti þá á þessar upplýsingar á síðu ibm. var mér þá tjáð að þeir gætu aðeins staðið við þær ábyrgðir sem þeirra byrgi setti á vöruna. ég hafði þá samband við nyherja sem er umboðs og þjónustu aðili ibm á íslandi og reyni að leita réttar míns í þessu þar. þá fæ ég að vita að þeir ábyrgist bara vöru sem keypt er hjá þeim eða þeirra umboðsaðilum, ég spurði þá hvað það merkti þá að þeir væru ibm á íslandi mér var þá svarað að það ætti aðeins við um sölu á tölvum og tölvbúnaði. þannig að ef að þið eruð á leiðini að kaupa ykkur tæknibúnað verið þið að ransaka nákvæmlega hvaðan búnaðurinn er fenginn og rekja feril umboða og byrja um allan heim til þess að geta fengið þá þjónustu sem framleiðandi lofar.
~ unnar, 12:01 |
ég og konan vorum á músaveiðum áðan. sennilegar hefur annar kötturinn minn komið með músina inn. allavega þá hafði henni tekist að troða sér niður bakvið rörin sem fara í ofninn í stofunni og ég var að reyna að smokra henni þaðan uppúr með kína prjóni og útsagaðir stjörnu sem konan hafði sagað út þegar hún var að föndra eitthverntíman en konan fékk það merka hlutverk að skella kassa yfir músina þegar ég næði henni upp. ég náði skepnunni síðan uppúr og þá heyrðist í konunni "bwaaaaahaaaaahaaaaaaaaahaaa" en kassinn fór yfir músina en kona þaut eins og elding upp í sófa og undir teppi. ég fór síðan með húsina út í kuldan.
~ unnar, 22:36 |
jæja ég datt niður á eitt handrit áðan, og upphafsatriði þess leikrits er fínt eintal. þetta er handrit sem hann pabbi átti og mamma fann og gaf mér. ég held bara að ég noti þetta í inntökuprófinu. þetta eintak er um það bil tvær mínútur í flutnini. og heitir leikritið "nei" og er gamanleikur með söngvum í einum þætti.
~ unnar, 23:05 |
nú þarf ég að fara að ákveða eintöl ég ætla að æfa fyrir inntökuprófið í listaháskóla íslands næst. en málið er að ég er gjörsamlega tómur. ég var mjög fljótur að ákveða mig síðast og lærði þetta á met tíma. en núna veit ég ekkert hvað ég ætti að taka. eru þið með eitthverjar hugmyndir eða tillögur. ef þetta verður með sama hætti og síðast verða tvö eintöl, annað í bundnumáli og hitt "venjulegt".
~ unnar, 15:31 |
ég er að velta fyrir mér með hann bó hall, hvernig stendur á því að hann kjaftar alltaf frá plottinu í bæði þáttum og myndum á stöð tvö ég horfi ekki mikið á sjónvarp, en ég er að verað var við þetta aftur og aftur.
~ unnar, 00:15 |
fyrir nokkrum árum fluttu tveir sautján og átján ára drengir hingað á suðureyri þeir voru mjög eðlilegir í fyrstu sýn. svo tóku þeir töluverðum breytingum. óku þeir tildæmis um þorpið að nóttu til með tólf volta kastara og lýstu inn um glugga á íbúðarhúsum í bænum, ef eitthver kom út í glugga óku þeir á brott, aftur á móti ef ekki voru neinviðbrögð brutu þeir upp bensínlok á bílunum sem stóðu fyrir utan húsið og stálu bensíni. eftir að vera búnir að stela úr nokkrum bílum kom lögreglan og tók þá, hafði þá einn nágranninn séð til þeirra.
~ unnar, 20:48 |
hey costco var bara gabb. jahérna
~ unnar, 19:05 |
ég hef tekið eftir að msn statusinn hefur verið meira og minna ekki virkandi. minn vantar til dæmis allveg.hann fiffi hafði samband við mig í gær, sagðist ekki ekki hafa tíma til að setja upp drög að svínasteik og leitaði álits hjá mér um að sleppa því hreinlega svona í bili allvega. ég var mjög sáttur við þessa ákvörðun hans enda hef ég ekki mikinn tíma til að leggjast í þetta enda er þetta rosalega mikill texti. þetta eru svona fjörutíu til sextíu mínútur í bara töluðu máli, það er frekar mikið fyrir einn mann að læra svona mikið í af texta á átta vikum. ég get þá notað tíman og reynt að skrifa eitthvað í staðinn, bara vona að ég geti bjargað eitthvað af handritunum sem eru inn á skemda harðadiskinum mínum. ég fékk þessa líka rosalega fínu sveppasúpu í hádeginu hér í vinnuni og með henni var frábært brauð sem ég hef ekki smakkað áður, því miður var kokkurin farinn þannig að ég gat ekki spurt hana hvernig brauð væri um að ræða. ég er allur að komt til af kvefinu og vona bara að ég verð orðinn góður eftir helgi. það er allvavega hætt að kurra í mér. mikið svakalega er mig farið að langa í svið. en konuni þykir svið hreinlega ógeðsleg, ekki kannski bragðið heldur útliðið hrekkir hana eitthvað. ég er svona að velta fyrir mér hvort ég ætti að fá mér annan ibm disk. ég er reynar allveg skelfilega svektur útaf endinguni á þessum sem ég var með sem var ekki orðinn tveggja ára. en auðvitað geta tæki bilað sama hvað þau heita. bara ibm á að bila síður en annað.
~ unnar, 12:38 |
jæja nú er ég búinn að tengja fartölvuna mína við netkerfið heima og skjáinn og allesammen svo fer maður bara í það að panta sér nýjan disk. vona bara að ég geti bjargað blessuðum gögnunum mínum.
~ unnar, 22:32 |
ég jefði getað grátið í gærkvöldi og það munaði ekki miklu. harði diskurinn í tölvuni minni hrundi og þar að þar fóru þrjú handrit sem ekki ertu til annarstaðar. það var mikil eftirsjá á mínu heimili í gær vegna þessa leiða atburðar. mig grunar reyndar að það sé bara hluti af disknum skemdur og það sé boot sectorinn, þannig að það er smuga að ég geti bjargað eitthverju af gögnum. ég vona bara að ég hafi rétt fyrir mér. annars sá ég ljósa seríu á tré við heimahús áðan og er hún reynar búin að vera meirhluta þessa mánaðar. mér þykir þetta full snemmt, ég meina.. það er ekki komin nóvember. ég segi fyrir mitt leiti. kjúklingur er góður en ef ég fengi kjúkling í öll mál í þrjá mánuði mundi hann missa gildi sitt. sama með jólaseríur, nema auðvitað borða ég þær ekki, nema að ég sé mjög svangur.
~ unnar, 08:58 |
það var auglýsing í útvarpinu áðan. þar var sagt að nú verði maður að vera með handfrájlsan búnað í blínum. þetta var auglýsing frá trygginga miðstöðinni þetta er frelegt. nú verður fólk sem á ekki farsíma að kaupa sér svona uss uss uss..
~ unnar, 16:07 |
vegna fjöld áskoranna bætti ég denna í bloggara linkana mína
~ unnar, 08:34 |
allavega þykir mér ólíklegt að ég hafi bara sofnað yfir sjónvarpinu
~ unnar, 08:29 |
ég held að ég hafi verið brottnuminn áðan. ég var að horfa á six feet under og sá byrjunina, svo allt í einu var þátturinn að klárast. ég sá semsagt bara upphaf og endir. þannig að ekki getur annað hafa gerst en ég hafi verið brottnuminn. ekki af geimverum samt, því ég trúi ekki á svoleiðislagað. ó nei. heldur af álfum og huldufólki. hefur enginn spáð í að rétt um það leiti sem fólk fór að sjá geimverur var fólk að hætta að sjá álfa og huldufólk, getur ekki bara verið að álfar og huldufólk sé hreinlega orðið þróaðra og tæknivæddara en við og svífi um á flugdiskum milli staða, og taki okkur öðruhvoru til ransókna, já og auðvitað til kynbóta. ég sé bara ekki það geti verið nokkuð annað.
~ unnar, 22:17 |
vinir mínir í japan eru búnir að búnir að vera að senda mér tölvupóst með ótrúlegum tilboðum sem ég get hreinlega ekki hafnað en svo óheppilega vill til að ég get ekki lesið tilboðin þeirra heldur.
~ unnar, 23:32 |
eitt fer ferlega í taugarnar á mér. nú eru virkjanir á hálendinu búnar að vera þónokkuð í umræðunni og mótmæli gegn þeim, auðvitað hefur fólk rétt á sínum skoðunum og gott ef það lætur þær uppi. en mér þykir út í hött þegar fólk er með mótmæi án þess að vita nokkuð um hvað er að ræða. ég er ekki að lýsa yfir neinum skoðunum á þessum virkjanna málum eða neinu tengdu þeim. en mér þykir fólk sem er á móti þessu og hefur ekkert aflað sér fróðleiks um málið, ekki trúverðugt. mér er það full ljóst að það þarf að virka eitthverstaðar, ef ekki bætast við virkjannir þá verðum við fljót að verða búin með allt það rafmagn sem við framleiðum í dag. auðvitað verður þó að hafa í huga að ekki getum við virkjað hvar sem er. og auðvitað verður að færa fórnir eitthverstaðar ef við ætlum að halda áfram að búa á þessu landi okkar. einu velti ég fyrir mér, ef ekki má virkja á hálendinu, hvar má þá virkja til að fá þá orku sem við þurfum í nánustu framtíð ?
~ unnar, 18:22 |
ég bætti henni önnusiggu í bloggara safnið mitt.hún er orðin dugleg að blogga ;)
~ unnar, 08:15 |
ég held hreinlega að hann murphy eigi afmæli um þessar mundir þvílík óhöpp og klaufaskapur hafa dunið yfir mig þessa undanfarið. í nótt tókst mér tildæmis að snúa mig á ökla í svefni. annars er svolítið að angra mig þetta atvik í rússlandi. ég er það dóu hundrað og sextíu manns vegna gaseyrunar og um sexhundruð liggjá á sjúkráhúsi. ég spyr, var ekki hægt að nota aðrar aðferðir en gas ? og það taugagas ?
~ unnar, 08:10 |
ég bloggaði víst ekkert í gær. ég var að hjálpa honum loga vini mínum að græja allt fyrir einleikin sem hann er að fara að sýna í kvöld. auðvitað ætla ég að mæta. það var ótrúlegt sem mér tókst að gera áðan. ég var að tala saman dót til að setja í uppvottavélina og misti eitt glas og mölbreut það. ég tók saman stæðisu brotin og setti þau í botninn á glasinu og náði svo í ryksuna og ryksugaði upp minni brotin. síðan fór ég og gerði samloki í samlokugrillinu og kom með tvær lfúfengar samlokur inn í stofu. en ekki vildi betur til en það að ég steig á botninn á glasinu með öllum glerbrotunum sem ég gleimdi að fara og henda. ég segi bara. hvernig fer ég að þessum endalausa klaufaskap ?
~ unnar, 14:03 |
ég var að horfa á "af fingrum fram" í sjónvarpinu með honum jóni ólafssyni. einn af aðal mönnunum í íslenskri popp og rokk tónlist gunnar lárus var staddur þar og stóð sig bara nokkuð vel. sást þarna nokkur brot úr meistaraverkum gunnars lárusar eins og grænir frostpinnar og fleira. hann kláraði svo þáttinn á að flytja öxnadalsheiði með jóni. einusinni ætlaði ég að gera heimasíðu um gunnar en ég kunni sára lítið í html og hætti í miðju kafi. mér þótti nefnilega svo lítið á honum bera, enginn vissi hver hann var né hvað hann hafi gert annað en að prumpa. en ég held að hann hafi bara bjargað þessu nokkuð vel sjálfur.
~ unnar, 22:43 |
doddi takk fyrir hjálpina með þennan nýja msn fítus á síðuni minni
~ unnar, 19:34 |
búinn að hreinsa skúrinn í vinnuni og hann er óþekkjanlegur fyrir vikið. ég hreinlega skil ekki með þessi sillí próf á netinu. versvegna í ósköpunum er verið að taka próf eins og "hvaða bloggari ertu ?" hvað er það ? og afhveju eru bloggarar að taka svona próf sem segja að þeir séu aðrir bloggarar. ég á hreinlega ekki til orð. ég hef jú tekið eitt sillí próf á netinu en það var muppets próf. og sagði að ég væri gunnsi.
~ unnar, 12:33 |
tilvijanirnar eru undarlegar. það snjóar eins og helt væri úr kola eldavél (aska þið vitið(eða sko fjúkandi aska er eins og fjúkandi snjór )). en þannig er að ég er með rétt um þrjúþúsund lög í emmpéþrír safninu mínu og auðvitað spiluðust fjögur jólalög á hálftíma. ég sem er búinn að vera með sama play lista í marga mánuði, hef hingað til ekki heyrt eitt þeirra. skrítið maður
~ unnar, 22:59 |
ég lagði stund á lífæraflutninga í dag. það var svaka spennandi. það gæti verið að þetta hljómi aðeins merkilegra en það var í raun, en málið var að ég var að færa magasýni (magi úr þorsk í gunnar majones dollu og fyllt upp með ísóprópanóli) sem voru í skúrnum í vinnunni og setja þau í geymslu þar til unnið verður út þeim. ætli ég geti ekki kallað mig líffæra flutningamann í símaskránni ?
~ unnar, 21:59 |
blogg stífla. ég held ég verði að kalla á pípara. það er ekkert merkilegt búið að gerast hjá mér, svo er ég búinn að vera hálf slappur þannig að engar brjálaðar hugsanir sprottið upp. meira að segja raddirnar í höfðinu á mér eru hættar að láta í sér heyra.
~ unnar, 20:35 |
hvernig er þetta með lögmál murphys af hveju stennst það alltaf og afhverju ofsækir hann mig svona. ja, mér er spurn. ég var að mekrja við færslur á blaði hjá mér í áðan og svo hringdi á mig síminn. ég lagði pennan frá mér og svaraði. þetta tók sennilega svona tvær mínútur. en auðvitað lagði ég ermina ofan á pennan og er núna með stóran svartan blett á ermini. svo fékk ég mér kaffi. kaffið hér í húsinu er mjög gott af vinnukaffi að vera og ég fékk mér bolla of síðasti sopinn var ekkert nema kaffi korgur.
~ unnar, 13:03 |
ég sá áðan myndina k-pax mér þótti hún bara nokkuð góð. þetta er ein af þessum myndum sem gefur manni möguleika á að búa sér til endir í huganum. imdb gefur myndini sjö komma tvær stjörnur af tíu mögulegurm. ég hefði viljað sjá meira. kevin spacey fannst mér vera allveg frábær í þessari mynd. ég mætli með henni fyrir þá sem ekki eru þegar búinir að sjá hana.
~ unnar, 23:32 |
ég fékk lánuðu vetrardekk á felgum í dag. svo ég geti komið skrjóðnum í viðgerð. en svo heppilega vildi til að verkstæðið átti dekk til láns, þannig að ég gat komiði bílnum upp að göngum. svo á ég eftir að nenna að fara og skipta um dekk. ætli ég geri það ekki bara réttbráðum. maður verður að nota tíman meðan það er bjart. það er eitt sem ég skil ekki. jæja það nú öruglega meira en eitt, en það er eitt af því sem ég ætla að nefna núna. hversvegna í ósköpunum er "veðurgellan" sem sumir eru með á síðuni sinni alltaf svona illa klædd. hún er aldrei klædd eftir veðri núna áðan sá ég hana í gallabuxum og næfurþunnum bol og það er fjórar gráður á celsius ég mundi allvega ekki vera jakkalaus útí fjórar gráður á celsius. þannig að ég segi bara. kæra "veðurgella" klæddu þig betur annars færðu kvef.
~ unnar, 16:58 |
guddagrissss segir í blogginu sínu í dag "Fear Factor UK pease of crap... sömu stunts og sama crappið nema peningar dæmið eitthvað örruvísi.. og þessu skipt í tvö lið.. the red team and the green team.. en þvílíkt drasl" mér heyrist þetta bara vera blanda af fear factor og einn, tveir og elda.
~ unnar, 23:50 |
það virsðist vera tregða á alexnet.com (gestabókadótið) þeir sem eru ólmir í að skrifa í gestabókina verða að sýna biðlund.
~ unnar, 16:45 |
minn er að ransaka rækju í dag. mæla, kyngreina og svoleiðiss. það versta er að maður borðar megnið af ransónarefninu. merkilegt sem mér var bent á. ég spurði einn starfsmanninn hérna í húsinu hvort það væri eitthver séstakur staður sem maður ætti að setja endunýtanlegar drykkjarumúðir. hann sagði mér að það væri besta að setja þetta undir borð ofan á þar sem gjé mjólkin er geymd. svo bætti hann við að ef þetta væri sett það hyrfi það án skíringa. komumst við þá að þeirri niðurstöðu að það ætti sér stað eitthverskonar efnakvörf. mjög svipað og þegar maður skilur karmellu pokan sinn eftir á borðinú í kaffistofuni og það hljóta þá að vera nálægðin við mjólkina sem veldur þessu. ég allvega fer ekki að taka uppá því að byrja drekka mjólk allveg á næstunni. ég neflilega hef ekki viljað drekka mjólk allt frá því ég var smá patti, vegna þess að mér þótti hún vond á bragðið. en auðvitað nota ég mjólk á morgunkornið og svoleiðiss en mjólkurglas sést ég aldrei með.
~ unnar, 13:09 |
ég veit ekki um neitt verra heldur en kalt kaffi. ég mætti hress og kátur í vinnuna klukkan tíu mínútur í átta ég náði í kaffibollann minn og stökk og fékk mér kaffi og tók mér gúlsopa. en kaffið var ískalt þetta var verra en nokkuð annað. þetta er sennilega kaffi frá því á föstudaginn. ojj.. ég las þessa frétt á mbl.is áðan. ég segi bara. hvað er að fólki ? ahh best að skella sér bara og kveikja í og brenna laugarveginn niður, það er svo gaman." ég held að svona menn séu alvarlega veikir.
~ unnar, 08:24 |
ég vil benda þeim sem hafa eitthvað útá að setja skrif mín hér í dagbókina mína að hafa samband við mig, en ekki láta það bitna á vinum, fjölskyldu og svo framvegi. þeir sem hafa fram að færa kvartanir, athugasemdir og spurningar bendi ég á að senda mér póst á netfangið unnar@helvit.is
~ unnar, 20:42 |
ég held að ég gæti allveg notað fjörmjólk út á morgunkornið mitt. það eina sem þarf reynar að gera er að blanda pela af rjóma á móti líternum af fjörmjólkinni þá er allt komið í góðan jarðveg
~ unnar, 16:37 |
merkilegt sem ég komst að í gær, ég var að bera út blaðið mitt. já ég bar megnið af þú út sjálfur. ég var að bera út á flateyri og í súðavík. á vappi mínu um súðavík komst ég að því að líklega svona áttatíuprósent af bréfalúunum þar eru allveg eins. hurðirnar, snérlarnir og húsnúmerinn voru ekki svona. bara bréfalúurnar. hvað er málið ? fékk eitthver þarna vinning í bréfalúu lottóinu og vann gám af bréfalúum ? síðan á flateyri þá fann ég götu. ég fór í litla hliðargötu, sem síðan var mun stærri en hún leit út fyrir að vera. útúr henni kom síðan önnur hliðargara. þetta er eitt undarlegasta gatnakerfi sem ég hef komist í tæri við.
~ unnar, 12:35 |
ég hef tekið þá ákvörðun að bæta svan við bloggara listann minn. mér finnst bloggið hans bara nokkuð skemtileg lesning
~ unnar, 20:46 |
nú veit ég hvernig er að vera stunginn í bakið. blessað blaðið kom út í dag, allt gott um það að segja. ég var búinn að tala um að ég fengi sendan gíróseðil og því var jánkað. síðan þegar ég var á útleið var mér bara gefnir tveir kostir. greitt út í hönd. eða þú færð ekki blaðið. ég lét að sjálfsögðu í ljós óánægju mína yfir þessu en ég varð að koma blaðinu út á þessum tímapunkti. eitt er víst ég ætla ekki að leita til þessarar prensmiðju fyrir mig í bráð. ég er jú búinn að útvega þeim viðskipti á annaðhundraðþúsundið á þessu ári. mér þykir .þetta eginlega hundfúlt. það er nú kannski ekki rétta orðið ég er reiður og sár. ég veit það nú að ég á alrei að gera munnlega samninga aftur. jafnvel þó að ég þekki viðkomandi aðila.
~ unnar, 20:31 |
fiskibollur, grænmeti og sósa það er bara fínt. þó svo að ég vonaði að það væri hvítlauks ristaður humar og hvítvínsleginn humar glóðaður skötuselur rare dijon nautalund með smjörsteiktum sveppum og.... fískibollur eru bara fínar.
~ unnar, 11:35 |
nú er pælingin að fara að kaupa sér bíl. ég nenni ekki þessu veseni. ég verð að getað farið frá stað a á stað b án þess að þurfa að lenda í veseni. maður verður bara að aðlagast íslenskum aðstæðum. ég er orðinn ferlega svangur. hvað ætli sé í matinn í dag ?
~ unnar, 10:52 |
shit. ég varð að snúa við í morgun á leið minni í vinnuna og skipta um bíl við mág minn. litlu sætu toyotuni minni líkaði ekki snjórinn sem var á leiðinni upp brekkuna að vestfjarðagöngunum. þannig að ég er keyrandi um í dag á subara impreza eða hvernig sem það er aftur skrifað. það er víst að koma vetur á vestfjörðum. en svoleiðis er þetta bara, ef maður ætlar að lifa á íslandi hefur maður tvo kosti. annarsvegar að sætta sig við veðrið. eða flytja í burtu. ég hef tekið þann pól í hæðina að ég sætti mig við þetta. ég verð samt stundum pirraður yfir þessu öllu, en ég er sáttur
~ unnar, 09:17 |
ég heyrði í besta tónlistarmanni veraldar í útvarpinu áðan ég er búinn að taka þá ákvörðun að ég ætla fá hana til skemta í næstu afmælis veislu þegar ég verö tuttugu og átta ára.
~ unnar, 11:54 |
hálfdán bjarki blaðamaður sendi mér myndina sem að hann talaði um í gestabókinni minni þar sem hann sagði að ég og söngvarinn í choni kofe flokknum(svart kaffi) væri nauð líkur mér. síðan vildi ég veita henni geimveiru vinkonu minni ljóskuverðlaunin fyrir ummæli sín við pistilin minn um rauða hárið fær hún þennan forláta penna og getur hún sótt hann til mín. ef hann verður hinsvegar ekki sóttur innan mánaðar verður hann gefin til líknarmála.
~ unnar, 11:17 |
það hlaut að vera eitthver ástæða fyrir því að ég sé svona sólginn í gulrætur (sjá eldri pistla 1.2.3.) ég verð bara að reyna að lifa með þessu
~ unnar, 10:18 |
ok. ok. ég tók annað fáránlegt próf. hvað með það ? allir gera þetta hvort sem er.
þegar ég skaust smá vegis í gær tók ég eftir svolitlu skondnu. allir vita jú að bannað er að keyra og tala í síman um leið. við flesta gsm síma er hægt að fá handfrjálsan búnað. ekki hef´veit ég samt til þess framleiddur sé handfrjáls búnaður fyrir nmt síma. á ferð minni mætti ég lögreglubíl sem er mjög eðlilegt en þannig vildi til að lögregluþjónninn sem var einn í bílnum var að tala í mnt síma á meðan hann ók. en þegar hann mætti mér færði hann símann úr augsýn, ég leit þá í baksýnis spegilinn og sá þá að hann tók síman aftur upp og hélt áfram að tala. sú staða hefði getað komið upp að hann hafi starfssíns vegna neiðst til þess að brjóta lög um símnotkun í akstri. ég hefði aldrei tekið eftir því að hann hafi verið að tala í síman nema vegna þess að hann reyndi að fela það fyrir öðrum ökumömmum í umferðini.
~ unnar, 08:33 |
það var aðeins minnst meira á í dag um þennan æðislega söngvara sem á að líkjast mér, í gestabókinni minni áðan. og svo fékk maður að heyra tóndæmi nú bíð ég bara spenntur eftir myndini.
~ unnar, 21:18 |
nú er ég kominn með comment kerfi.
~ unnar, 20:15 |
ég hef sko ekkert út á hana katrínu að setja og hef oft gaman að því að lesa bloggið hennar. en hvað er þetta þarna á myndini. ég er jafnvel kominn á þá skoðun að þetta sé ettihvað hjálpartæki ástarlífsins. ég bara verð að vita þetta.
~ unnar, 19:52 |
rautt hár hefur mér alla tíð þótt fallegt, og kunur með rautt hár heillað mig frekar en ljóskur. sem dæmi um rauðhært fólk má nefna gunnar lárus tónlistarmann, jón gnarr kjánaprik, ingridi jónsdóttur leikkonu og önnu siggu sölumann. ég ælta nú að segja frá mjög merkilegri en óvísindalegtri ransókn sem ég gerði. þannig er að ég er búinn klukkan fjögur á dagin í vinnunni og keyri þá oft um ísafjörð og skoða mannlífið. ég fer þá líka í verslanir erisn og samkaup, bónus, og húsasmiðjuna. á þessum ferðum mínum hef ég rekist á konur svona um miðjan aldur aðalega af erlendum upprunda, þá sérstaklega frá austur evrópu með hárlit sem er eins og blanda af fjólubláum og vínrauðum, ég hef allvega séð 3 konur með þennan lit og eitthvað af yngri konum líka. mér dettur helst í hug að þær hafi ekki notað hárlit, heldur fatalit. hver veit, það gæti verið pólskt sparnaðar ráð að nota fatalit ef maður er farinn að grána.
~ unnar, 18:09 |
ég sé að svan hefur líka orðið var við að bæði svan og geimveria hafa bæði tekið eftir að blogger sé kominn í lag. samt minnist geimveria ekki á nein vandamál hjá sér. gæti verið að hún sé á sér samning
siggi getur þú nokkuð lánað mér rækju hálsbyndið þitt á morgun ? það verður nefliega fundur um rækjuveið á föstudaginn. vildi gjarnan vera í stíl.
~ unnar, 15:01 |
hvað er þetta sem er þarna á myndini af henni katrínu í kattakreppu, þarna rétt fyrir neðan munnin á henni ? fólk hefur verið að segja mér að þetta sé putti. putti ? svona stór ? humm.. ég er bara ekki viss. gæti þetta verið kústskaft ? eða skíðastafur ? ég er ekki í rónni útaf þessu.
~ unnar, 14:39 |
nú er að koma að þriðja fimmtudegi mánaðarinns. það merkir að það er gott með kaffinu í boði starffólks þróunarsetursins og nú er víst komið að mér (að vísu ekki mér einum), ég fæ vonadi dygga aðstoð frá konuni við að leiða fram lúfenga rétti, sem fengju meðal saumaklúbb til þess að skammast sín.
~ unnar, 14:26 |
ekki ber á öðru en að blogger sé kominn í lag en ég er búinn að frussa öllum pælingum mínum út um gluggan allveg frá því í gærkvöldi. vona samt að eitthvað komi upp aftur.
~ unnar, 14:06 |
umbrotið var klárað seint í nótt. allt gott með það að segja, nema þetta kostaði blóð, svita og tár og á vissum tímapunkti var hætta á að maður mundi missa útlim. og nóg um það.
~ unnar, 08:45 |
ég hef verið að spá í það hvað íslenska sauðkindin er fallegt dýr. ég meina sjáði þið hana bara fyrir ykkur, standandi uppá hól með brattar fjallshlíðar í baksýn. svo heyrir maður í lækjum rennandi niður eftir hlíðunum og sér túnfífilinn gróa við fætur sér. ég er ekki frá því að sauðkindin sé fallegsta dýr sem gengið hefur á jörðini.
~ unnar, 22:11 |
ég hringdi í blaðamann sem ég þekki um daginn. hann sagði að það væri skondið að ég væri að hringja. því hann hafi verið að komst að því að söngvarinn í rússnesku þungarokks hljómsveitini black coffee ég veit ekki hvort þetta svipar til mín en það gæti verið. hér eru lingar í myndir af honum mynd1mynd2mynd3 hvar finnur maðurinn svona ?
~ unnar, 15:37 |
nammi nammi namm. á hádegisréttar matseðlinum í dag eru gulrætur
~ unnar, 12:30 |
þykir ykkur ekki óþolandi með blogger þegar maður ætlar að fara að breyta eitthverju, og lendir í þeirri stöðu að template kemur tómt ? hefur eitthver lent í þessu ? ég ætlaði einmitt að fara að skella inn shoot out hjá mér. vitiði. í morgn var hræðilega kalt að fara út. það nísti allveg inn að beini, auðvitað hefði ég allveg getað klætt mig betur, en það var samt kalt. ég sá svo að það voru hrímaðir fjalstoppar á leið minni í vinnuna, það bendir allt til þess að það sé að koma vetur á íslandi.
~ unnar, 10:24 |
mér sýnist á öllu að ég þurfi að fara að taka til í linkunum mínum áður en ég setji inn aðra linka
ferlega ger í taugarnar á mér þegar fólk heilsar ekki né kveður. í verslun sem ég fer stundum í vinnur kona sem býður til dæmis aldrei góðan dag. ég býð alltaf góðan dag fólki sem ég þekki eða hef eitthver afskipt af. ég forðast það í lengstu löð að fara á kassan sem þessi kona er að afgreiða. síðan er annað. það er ekkert eins leiðinlegt og fólk sem segir ekki bless í síma. heldur segir bara takk og leggur á eða segjum það og leggur og svo framvegis. maður fer eitthvernvegin í baklás og verður sár og leiður. ég tel nú ekki að þessi aðilar séu ókuteisir viljandi. held frekar að þetta sé ómeðvitað. allvega vona ég það
~ unnar, 09:12 |
ég tók eitt fáránlegt próf á netinu. afhveju ætti ég ekki að taka svoleiðis eins og allir aðrir. ég hef reynar verið svolítið á móti svona prófum, einfaldlega þótt þau kjánaleg. en kvað um það. hér er niðurstaðan
You are Gonzo! You're a bit loopy, and many people have trouble figuring out exactly what you're supposed to be. You take pride in your eccentricity and originality.
ég var linkaður á humor.is áðan. hvað er það ? er eitthvað sem bendir til að mér sé ekki alvara í því sem ég segi. sko ég veit ekki hvað það er sem ég geri sem verðskulda að vera linkaður þaðan. ekki að það sé vont að fá link, en afhverju þaðan ? ég skil ekki samhengið.
~ unnar, 01:58 |
mákona mín er að vinna að umbrotinu á blessuðu blaðinu. og hún hringdi í mig áðan, ég var neflilega búinn að segja henni að hringja bara ef hana vantaði eittherjar upplýsingar eða bara hvað sem er. svo hringdi hún og ég var farinn að sofa. ég var sennilega búinn að svara þrisvar í gemlinginn áður en ég fattaði að það var ekki hann sem var að hringja.
~ unnar, 01:51 |
ég átti í smá rökræðum áðan um dauðarefsingar í framhaldi af frétt í sjónvarpinu um kínverjan sem var valdur af matareitruninni sem um þrjúhundruð manns létu lífið útaf. fyrir ekki svo löngu. ég er á þeirri skoðun að ekki nokkur maður ætti skilið að láta lífið fyrir það sem hann gerir, auðvitað á að refsa þeim mönnum sem brjóta af sér. þá kviknaði umræða um íslenska réttarkerfið. það er reyndar ónýtt það þarf að stokka það allt upp og þyngja dóma og halda sér við dómana sem kveðnir eru upp. maður sem drepur fjóra menn og slasar tvo og er dæmdur í tuttugu ára fangelsi á sem dæmi ekki að vera laus á reynslulausn eftir fimm ár (ekki dæmi úr raunveruleikanum, heldur aðeins til að skíra mál mitt), eða það þykir mér.
~ unnar, 23:56 |
haldiði að ég hafi ekki fundið hann engil og hann bara bloggandi á fullu. ja hvur fjárinn. hendi honum inn í linka safnið mitt á eftir. annars er ég að bíða núna eftir að ná sambandi við stöð tvö og er búinn að vera að bíða og bíða og bíða undanfarnar tuttugu mínúturnar. jæja þær urðu reyndar þrjátíu. hvað um það. það sem það hafði uppúr sér var einungis staðfestur grunur minn. myndlykillinn minn er dáinn. vona að hann muni lifa góðu lífi í ruslagám með sjónvörpum myndsegulbandstækjum og álíka tækjum. einu velti ég fyrir mér. hugsið ykkur þetta hraðaþjóðfélag sem við lifum í. ég get nú bara sagt sögur af sjálfum mér, ég hef ekki kost á að koma með reynslusögur annara beint frá hjartanu. allavega. þá hef ég staðið sjálfan mig að því að vera sársvangur, ganga að ísskápnum líta inn í hann sjá þar ekkert sem ég get gripið og borðað og sleft því hreinlega að fá mér að borða og verði áfram svangur. eitt reyndar sem ég hef tekið eftir líka. maður er svangur og fer í sjoppuna, grípur þar súkkulaði bar samanber snickers, mars, prins polo eða eitthvað álíka. hvað er það ? ég held að þetta sé frekar fíkn í eitthvað sem maður er fljótur að ná í, fljótur að borga og svo fljótur að borða. ég held tildæmis í mínu tilviki mundi ég frekar fara inn í sjoppu og kaupa þrjár gulrætur en eitt snickers. en þannig er að ég þarf að fara inn í verslun og kaupa mér hálft kíló af gulrótum. að vísu get ég fengið eitt epli, en það kostar það að ég verð að fara inn í verslunina, í grænmetis - ávaxta deildina. standa svo í röð þónokkurn tíma og bíða eftir að getað borgað og síðan borðað. með því að fara í sjoppuna spari ég svona fimm mínútur. afhverju þarf ég að flýta mér svona mikið ? missi ég af eitthverju ef ég er fimm mínútum lengur að kaupa mér í matinn. í fréttunum áðan heyrði ég ansi merkilega frétt þar var talað um kínín. nú husar þú "hvað er kínín ?" kínin er unnið úr berki kínatrésins og indíánar í andersfjöllum tugðu meðal annars börkinn, þeir vissu að þetta var góð leið til þess að fá ekki malaríu. og síðar fóru menn að framleiða kínin sem malaríulyf. lyfið þótti þó svo vont á bragðið að mikið mál var að fá fólk til þess að nota það. eftir mínum heimildum voru það bretar í indlandi sem fóru að búa til drykk sem innihélt þennan "viðbjóð" (eins og hann var kallaður) en drykkurinn fékk nafnið tonic var drykkurinn langt frá því sem hann er í dag. ég drekk allveg skelfilega mikið af schweppers indian tonic water [kaupa] en aftur að fréttini, þá var sagt í henni að kínín sem notað er sem lyft við synadrætti getur verið stórhættulegt og valdið hjarta truflunum og sljógleika og svo famvegis. einnig á að vera hætta á að þessu einkenni komi ef maður drekkur tonic. svo var sagt þetta væri aðeins ef maður væir með ofnæmi fyrir kínín
~ unnar, 22:55 |
ég er kominn með hausverk af þessu öllu.
~ unnar, 17:02 |
jæja.. ég er búinn að prútta aðeins niður veriðið á prentinu, og þá get ég andað aðeins léttar. ég var satt að segja kominn með svolítinn hnút í mallann. en það ætti samt að lagast núna. eða það vona ég. nei það var ekki svo gott.. myndin sem á að príða forsíðuna er í pikkles...úff... allt í steik allveg eins og það á að vera.
~ unnar, 17:01 |
þessi blaða útgáfa er að fara með mig á taugum. þetta gerir hvern mann sköllóttan (þegar kominn hálfa leið) nú er maður að bersjast við tíma, pening og prentsmiðjur. þetta er ekkert grín.
~ unnar, 13:36 |
ég var víst búinn að skrifa þetta, en það kom bara ekki inn þannig að ég reyni aftur.
ég rakst á blogg síðu áðan sem var talað um íslenskun á orðinu blogg. ég hafði þetta um málið að segja:
"Ég get ekki verið meira sammála þér. Ég hef heyrt margar útgáfur af íslenskun á orðinu "blogg". Það sem fólk verður að hafa í huga áður en það reynir að þýða svona orð er "hvað merkir orðið ?" Orðið blogg er eins og þeir sem eitthvað hafa kannað málið stytting og afbökun á "web log" og ættu þeir sem vilja íslenska það sem fram fer að einbeita sér frekar að upprunanum og íslenska hann og í framhaldi búa til sniðugt þjált orð úr því.
Orðið "annáll" sem þú getur um er mjög fallegt orð, en segir það í raun hvað við erum að sækjast efitr þarna ? Mín skoðun er sú að við ættum ekki að kalla blogg annála vegna þess að mikið af því sem skrifað í þessum bloggum er hreint bull og að kalla blog annál,væri hreinlega vanvirðing við þá sem rita og rituðu annála. Haft var eftir bloggara að bloggarar væri annála ritara nútímanns. Ef það er raunin þá skammast ég mín fyrir að kalla íslendinga bókmenntaþjóð.
Önnur orð eru "leiðari" eða "leiðabók" ég mundi ekki fyrir mitt litla líf kalla bloggið leiðabók. Samkvæmt Íslenskri orðabók Máls og menningar frá árinu 1992 segir þetta: "Leiðabók kv bók með skrá um áætlanir farartækja (sérleyfisbifreiða o.þ.h)" einnig legg ég þann skiling í orðið að um sé að ræða bók sem rituð er um ferðir milli staða og sagt sé frá staðháttum osfr. Ég sé ekki samlýkingu við blogg þarna.
Um leiðara segir orðabókin "Forystugrein í blaði" stutt og laggott.
Ég hef einnig heyrt orðið "vef riti". Ef mér væri stillt upp við vegg og þvingaður til að nota íslenskað orð mundi ég nota vef riti, það segir mest um hvað í raun fer fram og næst uppruna hugtaksins af því sem fram hefur komið.
Það gæti hugsast að hægt sé að lesa úr skrifum mínum að ég sé á móti íslenskun nýrra orað. Það er þó ekki svo. Ég er mjög ánægður ef ný íslensk orð séu sett á nýja hluti sem koma upp á sjónarsviðið. En íslendingar eru búnir að vera að blogga í uþb. 2 ár og fleiri íslendingar hafa sennilega þekt blogið lengur.
Þannig að ég segi. Höldum áfram að blogga."
hún gudda hefur nú skrifað þrisvar í röð í gestabókina mína og þessvegna færi hún verðlaun, þennan forláta penna. hún má velja sér lit og allt. hún er nú vinsamlegast beðin að koma og sækjann til mín. en ég get ekki verið meira sammála henni en því sem hún sagði í gestabókinni minni " wassap with people.."
~ unnar, 15:00 |
svolítið skondið gerðist í gær, konan var að elda, sem er svosem ekki frásögu færandi. hún var að búa til sallat og ætlaði að setja niðursoðnar perur. hún kallaði á mig og bað mig að leita að dósaopnaranum sem var reynar ekki mikil leit í sjálfum sér. hann var bara þar sem hann átti að vera. kom með opnarann og spurði að því hvort ég ætti að opna dósina fyrir hana, hún sagði já takk og ég snéri dósini við og opnaði hana með þar til gerðum flipa sem var á dósini sértaklega ætlað til þess að opna dósir án dósaopnara. ég bara glott til hennar sagði gerðu svo vel og setti dósa opnarann á sinn stað aftur. henni fannst þetta ekki eins sniðugt og mér. ég hef sterkar grunsemdir um að ég fái svínalæri í matinn hjá tengdó í dag. ég veit ekki það er nú til mikið betra kjöt en svínakjöt, jú ég viðurkenni það að reykt svínakjöt getur verið allveg stórfínt, en óreykt þykir mér ekkert sérstakt, ég man ekki eftri neinu kjöti sem er verra en svínakjöt, ekki svo að skilja að ég borði það ekki. ég borða nefliega allt sem kemur innan við hálfan meter frá munninum á mér, nema aspas
~ unnar, 14:52 |
kaffi ísafjörður. svaka stuð, flottur staður, en því miður var ekki nóg af stólum og borðum. þanngi að við stoppuðum afskaplega stutt. hljómsvetin gabriel (reyndar þykir mér þetta ein hallærislegasta hljómsveita síða sem ég hef séð, þótt víðar verði leitað) lék fyrir dansi.
~ unnar, 14:25 |
dressed up and ready to go.. en ekki on a jet plain samt. bara á kaffi ísafjörð ég er víst á svokölluðum "getalista" eins og það er kallað. þannig að ég þarf ekki að borga inn.
~ unnar, 00:37 |
ég var reyndar búinn að sjá hannibal tvisvar áður. ég tók núna efitir ýmsum smá atriðum sem ég hafði ekki tekið eftir áður. en hverju skiptir það, handritð batnaði ekkert fyrri fikið þetta var sennilega bara lista innsýn leikstjórans
~ unnar, 00:25 |
hannibal var á stöð tvö núna rétt í þessu. ég verð að segja að mér þótti hún annsi þunn. jú gott og vel, handritið var ömurlegt. en mjög vel úr því unnið, mér þótti reynar myndin þónokku góð framan að, en svo gerðist eitthvað. hún bara fór út í algert rugl sem bygðist bara upp á ógeði.
~ unnar, 00:21 |
það gerðist svolítið neiðarlegt í dag. ég er oftast bara í skirtu. þá á ég ekki við skirtu einni fata. heldur er ég bara í skirtu að ofanverðu. ég greip hinsvegar peysu þegar ég skrapp ut í sjoppu. ég neflilega hafði ekki nent að klæða mig fyrr en ég þurfti að fara í þá stöðu að fara að hugsa um mat. ekki svo að skilja að ég sé latur. jæja allt í lagi ég er það. það er einn af mínum löstum. en það er bara svo gott að ég er ekki viss um að ég vilji losna við það. en nóg um það. ég var að fara út í skjoppu og kaupa rjóma. og þegar ég kom út í sjoppu með rjóma og góðan slatta af grænmeti og gómsætan piparost. var ég spurður: "unnar minn varst þú að flýta þér í morgun" ég skildi ekkert í neinu. en þá hafði mér tekist að fara í peysuna ekki bara öfuga heldur á rönguni líka. ég bullaði mig bara farmúr þessu, sagði að ég hafi bara verið að kanna athygli hyggra starfsmanna sjoppunnar.mér var reyndar sagt að ég væri nú búinn að upplýsa um hvaða stærð ég notaði og það auðveldaði val jólagjafa. ég skammaðis mín bara og borgaði og fór heim
~ unnar, 22:46 |
ég og konan vorum reyndar að geina að hjálpa veiru með bloggið sitt. það er víst allt í steik. ég kann svosem ekkert á þettan en konan er eldklár. ég er meira í öllu öðru sem tengist tölvum en svonalögðu, ég get gert við hvað sem er í tölvum prenturum og svoleiðs, en ég sýg geitur í html
~ unnar, 17:20 |
ég er að lesa einn skemtilegan einleik í dag. hann heitir drög að svínasteik sem ég kem líklega til með að leika áður en ég veit af.
~ unnar, 00:52 |
ég er farinn að hugsa aðeins hvort eða hvað ég skuli læra fyrir næsta inntökupróf í listaháskóla íslands ég er búinn að prófa einusinni en var svo ólánsamur eins og 98 aðrir að komast ekki inn
~ unnar, 00:48 |
þegar ég var kominn inn í rúm í gær, heyrðir eftirfarandi hljóð: "kizz, kizzz, plúplúmpp, tripp, tripp, tripp, tripp, tripp, zzz, zzz, zzz,kúmp, púrrr" til að skýra út fyrir þeim sem ekki þekkja þessi hljóð skal ég sýra þetta lið fyrir lið. ég sagði "kizz, kizzz" þá heyrðist frammi í eldhúsi þegar að gimli stökk úr glugganum, þá heyrðist "plúplúmpp" svo hljóp hann á parketinu og þá heyrðist tripp, tripp, tripp, tripp, tripp. og þegar hann hljóp á teppinu í svefnherbergini heyrðist "zzz, zzz, zzz" svo þetar hann stökk uppá rúmgabl kom "kúmp" og svo byrjaði hann að mala og þá heyrðist "púrr" þannig er nú það.
~ unnar, 00:05 |
ég fór með ungu fallegu stúlkuna frá spáni í smá leiðangur um ísafjörð og sýndi henni nokkra staði sem mér þótti merkilegir. veit ekki hvort henni fanst það líka en það má vera. ég hef sjaldan heyrt eina menneskju tala eins hratt allt mitt líf. pabbi hennar hringdi sko í hana, og vá sænskan gekk uppúr henn eins og lýsi úr fýl. eða svoleiðiss. en ég skutlaði henni svo á vollinn og þar skildust leiðir.
~ unnar, 23:39 |
ég bætti svolitlu við blog sem ég sá áðan þar sem fjallað var um íslenskun á orðinu blogg. ég hafði þetta um málið að segja:
"Ég get ekki verið meira sammála þér. Ég hef heyrt margar útgáfur af íslenskun á orðinu "blogg". Það sem fólk verður að hafa í huga áður en það reynir að þýða svona orð er "hvað merkir orðið ?" Orðið blogg er eins og þeir sem eitthvað hafa kannað málið stytting og afbökun á "web log" og ættu þeir sem vilja íslenska það sem fram fer að einbeita sér frekar að upprunanum og íslenska hann og í framhaldi búa til sniðugt þjált orð úr því.
Orðið "annáll" sem þú getur um er mjög fallegt orð, en segir það í raun hvað við erum að sækjast efitr þarna ? Mín skoðun er sú að við ættum ekki að kalla blogg annála vegna þess að mikið af því sem skrifað í þessum bloggum er hreint bull og að kalla blog annál,væri hreinlega vanvirðing við þá sem rita og rituðu annála. Haft var eftir bloggara að bloggarar væri annála ritara nútímanns. Ef það er raunin þá skammast ég mín fyrir að kalla íslendinga bókmenntaþjóð.
Önnur orð eru "leiðari" eða "leiðabók" ég mundi ekki fyrir mitt litla líf kalla bloggið leiðabók. Samkvæmt Íslenskri orðabók Máls og menningar frá árinu 1992 segir þetta: "Leiðabók kv bók með skrá um áætlanir farartækja (sérleyfisbifreiða o.þ.h)" einnig legg ég þann skiling í orðið að um sé að ræða bók sem rituð er um ferðir milli staða og sagt sé frá staðháttum osfr. Ég sé ekki samlýkingu við blogg þarna.
Um leiðara segir orðabókin "Forystugrein í blaði" stutt og laggott.
Ég hef einnig heyrt orðið "vef riti". Ef mér væri stillt upp við vegg og þvingaður til að nota íslenskað orð mundi ég nota vef riti, það segir mest um hvað í raun fer fram og næst uppruna hugtaksins af því sem fram hefur komið.
Það gæti hugsast að hægt sé að lesa úr skrifum mínum að ég sé á móti íslenskun nýrra orað. Það er þó ekki svo. Ég er mjög ánægður ef ný íslensk orð séu sett á nýja hluti sem koma upp á sjónarsviðið. En íslendingar eru búnir að vera að blogga í uþb. 2 ár og fleiri íslendingar hafa sennilega þekt blogið lengur.
Þannig að ég segi. Höldum áfram að blogga."
það var nú ekki slæm byrjuna á deginum í dag. hjalti yfirmaðurinn minn hringdi í mig og sagði mér að ung falleg stúlka frá spáni væri að bíða eftir mér, sitjandi á briggjupolla. ég fór svo og sótti hana, hún var að koma að landi af ransóknarskipo og fer síðan með flugi til reykjavíkur seinnipartinn í dag. síðan var ég að fá tilboð í prentun á blaðinu handa mér sem er sennilega bara ásættanlegt, og aðains var að glæðast úr auglýsingarsöfnunninni sem að fjarvinnslan sér um fyrir okkur loga. það ætti egnilega að vera oftar föstudagur.
~ unnar, 10:37 |
ég get ekki annað en verið sammála guddugris um það sem hún segir um kastljósið í sjónvarpinu. jú jú, þau sem þar voru stóðu sig með mestu príði. mér hefði reynar þótt sniðugt að það hefðu verið fleiri gestir þarna, einn í viðbót hefði duga. bara svna til að fá meir þverskurð af bloggurum
~ unnar, 22:51 |
hey bara minna á gestabókina mína ég fæ nokkrar heimsóknir á dag, en rosalega fáir skrifa í gestabókina
~ unnar, 22:35 |
ég henti inn nokkrum linkum áðan. það hlaut að koma að því að ég nenti því. ég er kominn með algjör æði fyrir läkerol ég get hreinlega borða það endalaust. það versta er að maður prumpar svakalega af því. eginlega allveg ferlega mikið. það er greinlega ólíft nálægt manni
~ unnar, 22:33 |
skondið. það sem við þekkjum sem rækju, er annaðhvort litli eða stóri kampalampi, ég get ekki af því gert en mér dettur alltaf í hug himpigimpi
~ unnar, 16:29 |
þar sem ég vinn hef ég rosalega gott ýtsýni yfir hafnarsvæðið og timburport húsamsiðinnar núna áðan sá ég læðu með tvo ferlaega sæta ketlinga sem hlupu eins og ég veit ekki hvað um allt. hver veit nema ég fari ofan í frystikistuhafransóknarstofunarinnar og nái í fisk og setji hann í öbbann og gefi þeim. en þegar ég fer að hugsa málið, þá nenni ég því ekki.
~ unnar, 13:53 |
það hefur nú ekki margt markvert gerst í dag. ég reyndar er búinn að spreyja lárus humar (ekki mynd af honum, en kanski frænda hans) hann er uppþurkaður, en hefði farið að láta ásjá ef ekki hafði vrið gripið til og hann lakkaður. ég væri svosem ekkert á móti því að fá mér einn eða tvo frændur lárusar í kvöldmat. en því miður fæst ekki svona humar hér á landi. bara lítill aumingjalegur en hann er nú samt rosalega góður samt. ég fór að aðalfund hjá ll í gær mikið var spajallað eftir fundinn og margir þarfir hlutir komu fram. ég hefði viljað sjá fólk þarna sem ekki mætti, einnig hefðu sumur sem mættu allveg mátt sleppa því. en auðvitað er öllum frjálst að mæta hvor sem þeir vilja gera annað en að mæta á aðalfund eða ekki.
~ unnar, 13:34 |
búinn að vinna í dag, og er að fara að hamast við að vinna viðtal sem ég tók við hana dóru wonder fyrir blaðið sem ég og logi vinur minn erum að fara að gefa út. spruning hvort við fáum nógu mikið inn til að standa á núlli. vona það svo sannarlega.
~ unnar, 16:11 |
ég skrifaði helling hérna á sunnudaginn. ég var eginlega búinn að skrifa heilan helling. síðan "asnaðist" ég til að kveikja á ircinu. nú hugsar þú öruglega. hvað kemur ircið bloggi við ? nú svarið liggur ekki allveg beint við. þannig er, að ég, sem aðrir eru með ó registeraða útgáfu af mirc. enþá hugsar þú. hvað kemur ircið bloggi við?! nú kemur loks að svarinu. þegar óregisteruð útgáfa af mirc er ræst, þá opnar það glugga í browsernum og opnar þar síðu þar sem þér er gefinn kostur á að kaupa mirc. og auðvitað fór þá allt sem ég hafði skrifað "fyrir bíl" (eins og einn kunningi minn hefði orðað það) ég kíkti annars á stórskemtilega ljósmyndasýningu í gær. rax var að sýna myndir frá grænlandi íslandi og færeyjum. hann er bara nokkuð klár. á sunnudaginn var ég með ferlegan hausverk. annað eins hefur bara varla komið fyrir mig. ég vaknaði klukkan níu við hausverkinn og þurftir að taka verkjatöflur bara til að geta haldið áfram að sofa. ég var nefnilega að prófa nýja rauðvínið mitt. og auðvitað þurfti ég að prófa tvær flöskur. og svo var mér gefið af annari sem brugguð var í útlöndum, sem ég verð að segja var ekki nálægt því eins góð og rauðvínið sem ég bruggaði. en svo þegar öllu þessu rauðvíns sulli var lokið ´fékk ég mér smá viskí. en þetta var allt í tilefni ammæli tengdamömmu.
~ unnar, 08:32 |
raks á síðu í dag. með einum besta tónlistarmanni landsins. ég er að spá í að fá hana til að syngja í afmælinu mínu næst. hún er æði.
~ unnar, 19:38 |
vínið tilbúið, nú bíð ég bara spentur efti að tappa því á flöskur, sennilega geri ég það á morgun ég fékk mér deep heat maximum í apótekinu í dag ég neflilega er með króníska vöðvabólgu og þessvegna verð ég að gera eitthvað svona, lykin af þessu er allveg brjáluð menthol lykt og geri hvern mann vitlausan, eins gott að mér þykir mentorl lykt góð.
~ unnar, 20:56 |
hvað í ósköpunum er pensín ? ég heyri næstum á hverjum morgni auglýsingar sem auglýsa þetta pensín. pensín á hendur, pensín á bólur, pensín á axlir, pensín á brauðið. jæja kanski ekki brauðið, en allt að því. ef eitthver hefur hugmynd um hvað þetta er sem er verið að auglýsa þá vildi ég glaður vita það
~ unnar, 08:41 |
það er víst ekkert grín að vinna við sínatökur sko. ég var tildæmis núna áðan að veiða upp spítukubba sem voru í spotta undir trébryggju skorið hafði verið á spotta að eitthverjum ástæðum sennilega hafa verið krakkar á ferð. ég var ´búinn að útbúa sérstakt verkfæri til veiðinnar sem var tveggja og hálfs metra löng spíta sem var ein sinnum ein tomma. og á endanum var rekin fjögratommu nagli. og með þetta undraverkefni hóf ég veiðina. ekki vlid reyndar betur til en svo að ég braut nýju fínu græjuna mína. þannig að ég fór bara og sótt hafnarstjakann og náði þessu upp svoleiðiss. þetta var reynar allt pikk fast. spottarnir höfðu vafist utanum allt sem hugsast gat. svo reynir gamall og reyndur marhnútur að éta stjakann en sem beturfer eru svona stjakar ekki mjög listugir, ja og þó það gæti svosem allveg verið hægt að borða þetta með örlitlu salti og tómatsósu allavega ef ekkert annað betra er í matinn. allavega held ég að þetta bragðist betur en aspas. já ég borða ekki aspas. það er það versta sem ég veit um. best að segja aðeins frá því. einusinni var lítill strákur sem var að hjálpa pabba sínum að setja snéril á hurð. strákurinn fékk það verðuga verkefni að passa skrúfurnar meðan athöfnin stóð yfir. drengurinn sá arna fann þennan líka frábæra stað fyrir skrúfurnar. hann setti þær á sama stað og hann hafði sett seríósið rétt áður enda var það tilvalinn staður og betri en nokkur vasi. þegar að nota átti skrúfurnar vildi ekki betur til en svo að það vantaði eina. strákurinn vissi ekki hvað orðið hafi um hana. farið var með strákinn til læknis og læknirinn sagði við mömmu hanns og pabba að hann ætti að borða aspas. ekki bara smá, heldur hálfdós af aspas á dag. þetta átti að gera vegna mikilli frefja í aspas sem ætti að vefjast utanum skrúfuna til að hún mundi ekki skaða meltingarveginn. strákurinn borðaði nú tiltekið magn af aspas en ekki mikið meira var borðað þann daginn því að strákurinn var ekki mikill matmaður á þessum tíma. eftir þetta hefur þessi strákur ekki getað borðað aspas, nema að kúka skrúfum.
~ unnar, 13:03 |